24 stundir - 13.06.2008, Page 34

24 stundir - 13.06.2008, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 24stundir Írska söngvaskáldið Damien Rice ætlar svo sannarlega að festa sig rækilega í sessi sem Ís- landsvinur, því nú hefur verið tilkynnt að auk þess að leika á tónleikum í Bræðslunni á Borg- arfirði eystri 26. júlí muni Rice heiðra íbúa höfuðborgarsvæð- isins með nærveru sinni og halda tónleika á NASA. Þetta er í þriðja skiptið sem Rice leikur á NASA en hann lék tvisvar á staðnum árið 2004. Þar að auki lék hann á tón- leikum til stuðnings íslenskri náttúru í Laugardalshöllinni ár- ið 2006. Tónleikarnir fara fram þann 24. júlí og er miðasala á vefsíðunni midi.is. Sala á miðum hefst 19. júní, stundvíslega klukkan 10, og er líklegt að miðarnir fari fljótt. vij Rice spilar líka í Reykjavík boltarnir getið alveg tekið þetta til ykkar. Hvað leikarana varðar þá standa flestir þeirra vel fyrir sínu. Edward Norton og Tim Roth standa vissu- lega upp úr en aðrir skila sínum hlutverkum með ágætum. Þá er sér- staklega gaman að sjá hinn upp- runalega Hulk, Lou Ferrigno, bregða fyrir í aukahlutverki. The Incredible Hulk er fínasta skemmtun fyrir þá sem eru veikir fyrir ofurhetjumyndum og sjaldan hefur ofsaæði vöðvafjalls verið jafn góð kvöldskemmtun. Kvikmyndir viggo@24stundir.is The Incredible Hulk gerir hið sama og Batman Begins gerði á sínum tíma. Hendir út öllum fyrri hug- myndum kvikmyndagesta um per- sónuna og byrjar upp á nýtt. For- saga þess hvernig aumi vísindamaðurinn Bruce Banner varð hinn almáttugi en skapstyggi Hulk er sögð með örstuttum glefs- um á meðan upphafskynning myndarinnar rúllar á skjánum og að þeim loknum hefst myndin. Myndin segir frá tilraunum Ban- ners til að losna sig við Hulk- hlutann af sér á meðan hann reynir að forðast að láta bandaríska herinn ná í skottið á sér. Þar fer fremstur í flokki hershöfðinginn Ross og sér- sveitarjálkurinn Emil Blonsky sem vilja rannsaka krafta Hulks og búa til heilan her af ofurmennum. Á vissan hátt má segja að megin- þemað í Hulk sé öfund. Banner hef- ur þessa ótrúlegu krafta en á meðan hann lítur á krafta sína sem bölvun þá líta aðrar persónur, og þá sér- staklega Emil Blonsky, sem Tim Roth leikur listavel, á krafta Banners sem gjöf sem hann er ekki verðugur. Einn gegnumgangandi þráður myndarinnar er þessi leit Blonskys að einhverjum sem gerir hann öfl- ugri en Hulk. Það ferðalag gerir Blonsky á endanum að hinu svo- kallaða Abomination-skrímsli. Þar leynist hinn sanni boðskapur myndarinnar. Ef þú dælir í þig hell- ingi af einhverjum efnum til að verða sífellt sterkari þá muntu á endanum enda sem viðbjóðslegt skrímsli sem ekki einu sinni móðir getur elskað. Þið skapstyggu stera- Ég vil vera eins og þú Blonsky þráir að verða öflugri en Hulk og svífst einskis til að fá vilja sínum fram. Allt um skuggahliðar steranotkunar „Við erum með önnur plön í búningamálum og svo eigum við flestir líka helmingi ljótari skyrt- ur,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari Veðurguðanna, að- spurður hví hljómsveitarmeðlimir vildu ekki kaupa forláta Havaí- skyrtur af Dr. Gunna sem sveitin klæddist í myndatöku fyrir nýjasta tölublað tímaritsins Monitor sem kemur út í dag. Veðurguðirnir eru í ítarlegu viðtali í blaðinu og sam- kvæmt heimildum 24 stunda ræða þeir meðal annars þátttöku Ingólfs í Idolinu á krassandi hátt. Að myndatökunni lokinni bauð Doktorinn þeim að kaupa skyrt- urnar á 10.000 krónur. Því kosta- boði höfnuðu Veðurguðirnir og munu því ekki klæðast skyrtunum á 16. júní balli sínu á Egilsstöðum. Dr. Gunni er þekktur fyrir gott safn af Havaí-skyrtum en eftir að kílóin tóku að hrynja af honum ákvað hann að selja skyrturnar sín- ar. Það vekur því athygli að Ing- ólfur, sem verður seint talinn þétt- vaxinn, hafi smellpassað í skyrtu Doktorsins. „Það er sennilega út af því að ég er svo herðabreiður. Ég trúi ekki að ég sé svona feitur.“ viggo@24stundir.is Vildu ekki skyrtur Dr. Gunna Mynd/Hörður Sveinsson Aðþrengdur Afsakið að ég er til! AHA! EKKERT MEIRA CHARLES ÞETTA EÐA HITT . LOKSINS FÆ ÉG UPPREISN ÆRU. ALFRED DARWIN FINNUR TÝNDA HLEKKINN EINS OG MIG GRUNAÐI. SAMUR VIÐ SIG ÖRUGGLEGA BÚINN AÐ FINNA SÉR AÐRA. Bizzaró Foreldar mínir komu með mig hingað þegar ég var barn. Þegar við vorum á förum rákust þau á vinafólk sitt og þau tóku tal saman. Þau sögðu að við værum alveg að fara en héldu samt áfram að tala og tala .... Enn í dag, keyri ég hér framhjá og sé hvernig þau hafa það. MYNDASÖGUR FÓLK lifsstill@24stundir.is a Ef þú dælir í þig hellingi af einhverjum efnum til að verða sífellt sterkari þá muntu á endanum enda sem viðbjóðslegt skrímsli sem ekki einu sinni móðir getur elskað. Þið skapstyggu steraboltarnir getið alveg tekið þetta til ykkar. poppmenning Leikstjóri: Louis Leterrier Aðalhlutverk: Edward Norton, Tim Roth, Liv Tyler, William Hurt The Incredible Hulk Allt fyrir útihátíðina veislurnar & partíin pöntunarsími: 6613700

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.