Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 15

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 15
lifun Skrautið sótt í geymsluna Herdís Kristjana Hervinsdóttir nýtur aðventunnar með fjölskyldunni. Dóttir hennar, Margrét Heiðrún, hefur kveikt í henni jólabarnið sem hún segist ekki hafa fundið fyrir áður á þennan hátt. Heimilið hefur verið skreytt. jólainnlit Hvað er það fyrsta sem þú gerir til að gera heimilið jólalegt? „Ég þríf og sæki jóladótið í geymsluna.“ Ertu mikil jólakona? „Ég var það ekki en er að verða það meira og meira. Dóttirin er ástæðan.“ Skreytirðu heimilið meira eftir því sem nær dregur jólum? „Nei, ég skreyti snemma en set síðan bara upp jólatréð fyrir aðfangadag.“ Uppáhaldsjólaskrautið? „Jólakarlarnir mínir sem eru á hillunni inni í stofu.“ Besti jólamaturinn? „Svínahamborgarhryggurinn sem ég borða á aðfangadag.“ Hvernig nýtur þú aðventunnar? „Reyni að vera með manninum og barninu þegar ég er ekki að vinna.“ Hvernig telur þú niður dagana fram að jólum? „Þar sem ég vinn í verslun þá er lengri afgreiðslutími merki þess að jólin nálgast.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.