Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 27

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 27
lifun matur fílósnittur með rauðlauk, osti og hráskinku 3 rauðlaukar, þunnt sneiddir 2 msk olía 2 fílódeigslengjur, skornar í tvennt smjör, brætt 250 g emmenthal-ostur í þykkum sneiðum 12 sneiðar hráskinka, skornar í tvennt Mýkið laukinn í olíu á pönnu. Skerið fílódeigslengjurnar í tvennt, svo úr verði 4 blöð jöfn á kanta. Smyrjið blöðin með bræddu smjöri og leggið 2 saman, þrýstið þeim vel niður svo þau festist saman. Skerið í deigið svo úr verði 12 litlar sneiðar, 2 skurðir lóðrétt og 2 lárétt. Setjið ostsneið, lauk og hráskinku ofan á hverja og eina sneið. Bakið við 180 gráður í 10 mínútur. (24 stk) mozzarella með ferskum kryddjurtum og sólþurrkuðum tómötum 4 lauf sólþurrkaðir tómatar 3 msk ferskar kryddjurtir svartur pipar 1 msk olía 200 g mozzarella-ostur, gott að nota míníosta, um 20 stk Setjið tómata og kryddjurtir í matvinnslu- vél og saxið gróflega. Setjið smá olíu saman við og piprið. Hrærið ostana saman við og látið maukið nuddast utan á þá. (um 20 stk)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.