Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 4
Paradís og pólit ískt stúss „Góð helgi er í mínum huga sem minnst lituð af pólitískum störfum, heldur dagar þar sem ég get notið þess að vera heima í sveitinni með fjölskyldunni. Þar sem ég bý, í Skarði í Gnúpverjahreppi, er algjör paradís finnst mér. Þar get ég til dæmis sinnt hesta- mennskunni sem er mitt helsta áhugamál; hvort sem maður er eitthvað að stússast í klárunum eða fara í skemmtilega útreiðatúra. Eins og verða vill blandast stjórnmálastússið síðan alltaf í einhverjum mæli inn í líf manns og tilveru um helgar og yfir því er ég svo sem ekkert að kvarta. Að hitta áhugavert fólk og ræða þjóðfélagsmál er skemmtilegt. Starfi mínu sem alþingismaður fylgir einnig gjarnan að blanda sér í leikinn í umræðuþáttum í ljósvakanum sem eru um helgar og hafa nú mikið færst yfir á sunnudagana. Þeir eru vissulega hressilegir á stundum, enda alltaf gaman að taka lotur við pólitíska keppinauta.“ Ég komst ekki í aldingarðinn „Hin fullkomna helgi hjá mér væri að skreppa til Kaupmannahafnar í fimmtudagsafmæli núna á jólaföstunni rétt einsog ég hafði ráðgert. Ég var búin að kaupa miða út með Iceland Express þegar ég fékk tölvupóst frá flugfélaginu um að búið væri að fella niður þá ferð sem ég átti með bókað far út. Hlálegast er kannski þó að bréfið var á ensku, rétt einsog sjálfsagt sé að miðaldra húsmæður í Vesturbænum séu almæltar á enska tungu. Við þessu er afskaplega lítið að gera og segja; rétt einsog Evu gafst ekki ráðrúm til að staldra lengi við í aldingarðinum Eden hér forðum. Sjálf fékk ég ekki í þetta skiptið að minnsta kosti inngöngu í sæluríkið við Eyrarsund, þó svo ég viti að komi tímar og ráð. Blessunarlega er ég þó búin að fá farmiðann endurgreiddan og ætli ég í staðinn bjóði ekki eiginmanni mínum í sæluvist á hóteli einhvers staðar úti á landi; þar sem er hægt að vera í ró og næði í heita pottinum. Og ekki er verra ef á boðstólum gæti verið dádýrasteik. Slíkt væri toppurinn.“ 4 helgin ❊ uppskrift að góðri helgi Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður: Hildur Finnsdóttir, prófarkalesari „Þetta er ágætis tímabil, það er miklu fleira fólk á ferðinni út af þessu jólastandi og það kaupir gamlar bækur í jólagjafir. En við feðgarnir fáum ekki aukas- tarfsfólk fyrir jólin eins og í öðrum búðum,“ segir Bragi Kristjónsson, eigandi fornbókaverslunarinnar Bókarinnar á Klapparstíg. „Hingað koma oft konur að kaupa það sem karlinn hefur ekki tímt að kaupa handa sjálfum sér og gefa honum það svo út á gullkortið hans,“ segir Bragi og hlær dátt. Andstætt öðrum bókabúðum er jólatíminn ekki sá tími sem flestar bækur rata í hillur fornbókabúða. „Bækurnar koma hingað við ýmsar breytingar á högum fólks, fullorðið fólk minnkar við sig húsnæði, yngra fólk flytur eða þær koma úr dánarbúum,“ svarar Bragi. „Stundum fréttum við af bókunum en yfirleitt kemur fólk sjálft með bækurnar til okkar. Mest kemur inn í svona búð á vorin og haustin en þá virðist vera mest um flutninga hjá fólki.“ Bragi er enginn nýgræðingur í fornbókaverslunarrek- stri en hann rak Bókavörðuna á Vesturgötu í 30 ár en flutti sig nýverið yfir á Klapparstíg og við það breyttist nafnið í Bókin. „Það er gríðarlegur munur að vera hér og á Vesturgötunni, það kemur miklu fleira fólk hér. Klapparstígurinn er orðinn líka dáldið „inn“. Annars eru söfnurum að fækka og það eykur kannski strauminn í svona búðir. Nú er ekki mikið um að menn séu að safna bókum bókanna vegna. Áður fyrr geymdi fólk peninga í bókum, frímerkjum og málverkum en nú hefur það breyst. Flestir kaupa hér bækur til að lesa þær, ekki bara til að stilla þeim upp í hillu til að hafa voða fínt hjá sér, eins og þegar Kiljan var til í 1,5 metra lengju á öllum heimilum ásamt Íslendingasögum,“ segir Bragi innan um ilm af gömlum bókum og reykelsi. Va r n a r g a r ð u r j ó l a b ó k a f l ó ð s i n s Tamten er ný verslun við Laugaveg sem selur eingöngu kínverskar vörum, þar á meðal æðislega útsaumaða inniskó. Þeir eru til í mismunandi útgáfum. Verð 3.900 kr. og 4.500 kr., með hæl Fátt er notalegra en að stinga tánum í góða inniskó þegar heim er komið eftir erfiðan dag. Ekki er verra að eiga nokkur pör því þá er hægt að lána gestum sem koma í heimsókn. Enginn verður svikinn af þessum íslensku lambs- skinnskóm sem eru hannaðir af Sunnevu. Hlýir og frekar poppaðir með glimmeri og glansandi áferð. Verksmiðjan, 5.900 kr. Heklaðir inniskór með hörðum botni. Til í þremur litum. Sipa, 2.550 kr. i n n i s k ó r ❊ góð hugmynd Heimsmet Hjá Vöku-Helgafelli er komin út Heimsmetabók Guinness 2005, Guinness World Records 2005, í ritstjórn Árna Snævarr. Í ár eru liðin 50 ár frá því að Heimsmetabók Guinness leit dagsins ljós. Metin í bókinni spanna vítt svið, frá fyrstu útgáfunni hafa líka flest met verið slegin, en ekki öll. Hér er eitt heimsmet. Mesta neyrsla á bökuðum baunum: Hvergi í heiminum er borðað jafnmikið af bökuðum baunum og í Bretlandi. Ársneysla á mann er 5,3kg. Samkv. rannsóknum frá 1999. ljósm ynd B rink Nú má sjá jólabókaflóðið flæða að og verslanir uppfullar af nýprentuðum bókum. En hvernig snýr þessi tími að fornbókaverslunum þar sem hillur svigna undan gömlum bókum ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.