Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 8
„Það er ekkert bull að morgunstund gefur gull í mund og
miklu máli skiptir að fara snemma að sofa á kvöldin. Ef
þetta er á hreinu nærðu að afkasta margfalt meira en aðrir,“
segir Bubbi Morthens. Konungurinn sem ekki er einhamur.
Lengi framan af var skammtur Bubba sá að halda fjölda
tónleika og enda svo árið með plötu fyrir jólin, en nú gerir
hann gott betur. Barnabókin Djúpríkið, kvikmyndin Blindsker
sem fjallar um feril hans er að koma út á DVD, plata með
lögum úr kvikmyndinni Blindsker, safndiskur með gömlum
lögum með EGÓ kom út í sumar og nýr diskur, Tvíburinn,
kom út nýlega. Þetta er skammturinn að þessu sinni. Býður
einhver betur?
Selir og sporðklaufar
Róttæknin eldist ekkert af Bubba; það bullsýður á
konungnum sjálfum. Náttúruvernd er honum hjartans mál
og ekki síst að umgengni um laxveiðiár einkennist af
varkárni. Þetta er inntakið í bókinni Djúpríkinu sem nú er að
koma út og er sameiginlegt verk Bubba og breska
rithöfundarins Roberts Jacksons.
„Hugmynd mín að þessari bók er gömul. Meðgöngutíminn
hefur verið langur,“ segir Bubbi. „Fyrstu drögin að þessari
bók vöknuðu í samtölum mínum við veiðimennina Orra
Vigfússon og Ásgeir heitinn Ingólfsson, þar sem við
ræddum um stórlaxana sem væru að hverfa. Þetta kom mér
af stað. Ég setti niður á blað sögu af laxi, einum af þessum
síðustu risum. Í laxinum eru fastar gamlar flugur og önglar,
hann er öróttur og blindur á öðru auga. Einnig koma við
sögu unglaxarnir Uggi og Una, en þráðurinn í þessu öllu
sem samt sá að sýna feril laxins í hafi og þegar hann
gengur upp í árnar og aftur út til hafs. Á þessari leið er allt
fullt af hættum, svo sem selir og sporðklaufar, sem er
nýyrði yfir eldislax.“
Upp á líf og dauða
Söguna löngu um tilurð bókarinnar skal hér stytta. Það var
við veiðar í Hofsá í Vopnafirði sem Bubbi hitti breskan
rithöfund, Robert Jackson. Yfir málsverði sagði Bubbi
honum frá hugmynd sinni að þessari sögubók. Robert
heillaðist og niðurstaðan varð að þeir félagar tóku upp
samstarf við ritun bókarinnar á ensku, með erlendan
markað í huga. Í framhaldinu þróuðust mál síðan á þann
veg að Edda – útgáfa sýndi íslenskri útgáfu áhuga og var
Silja Aðalsteinsdóttir þá fengin til að þýða handritið yfir á
íslensku.
„Það er mikilvægt fyrir yngri kynslóðina til að skilja hve
stórkostlegur íslenski laxinn er og mikilvægt að hann fái
áfram að dafna í ánum okkar. Ef árnar eru heilbrigðar, þá er
landið heilbrigt. Flestar ár landsins eru enn heilbrigðar en
við vitum ekkert hve lengi það verður. Þetta er bók sem
meðal annars er ætlað að vekja áhuga barna og unglinga á
náttúruvernd og á lífsferli laxins og að óþarfi sé að drepa
alla laxa sem veiðast. En fyrst og síðast er þetta
æsispennandi ævintýri upp á lífi og dauða. Saga sem er
að einhverju leyti málsvörn fyrir laxinn og náttúruna. En þó
ekkert verið að prédika,“ segir Bubbi, sem sjálfur segist
sleppa flestum þeim löxum sem hann veiðir. Í sumar hafi
hann sett í alls 102 fiska, en aðeins hirt tíu.
Á fætur klukkan fimm
Sem fyrr segir er kominn út geisladiskur með helstu lögum
Egó. Kvikmyndin Blindsker er að koma út á DVD og hljóm-
platan Tvíburinn er nýlega komin út. „Ætli maður þurfi ekki
að vera sjálfhverfur svo maður geti afkastað svona miklu.
Meginatriði er þó að vakna snemma. Ég fer alltaf á fætur
klukkan fimm. Byrja á því að fá mér kaffi, punkta niður
hugmyndir og pælingar og fer í líkamsrækt. Fer síðan að
vinna klukkan sjö og er að fram til hádegis og þá er ég
kominn í frí. Svona vinnudagur er ekkert mál né heldur
afköstin, bara ef guð hefur gefið þér skipulags- og
sköpunargáfu.“
Sakleysið numið á brott
Bubbi er einn þeirra þriggja valinkunnu tónlistarmanna sem
skipa dómnefndina í Idol-keppni Stöðvar 2. Hann er um
margt gagnrýninn á keppnina, tónlistarmenningu líðandi
stundar og raunveruleikasjónvarpið svonefnda.
„Sjónvarpsefni þeirrar gerðar er vandmeðfarið, gengur mikið
út á niðurlægingu og grimmd. Af þessum raunveruleika
þáttum er Idol einna skást. Hefur þann plús að þar er alvöru
hæfileikafólk að koma fram, margir fleiri en bara þeir þrír
sem komast í úrslit. Gott dæmi um það eru tvær stelpnanna
í Nylon, sem fóru í Idol í fyrra. Komust ekki í úrslit en slá
svo í gegn annars staðar.“
Staðföst skoðun Bubba er að megnið af allri framleiðslu
dægurtónlistar í dag sé rusl. „Í tónlistinni er sífellt verið að
leita uppi unglingsstelpur. Gert er út á brjóst og píkur. Þetta
snýst allt um kynlíf. Ellefu ára stelpur mála sig eins og
tvítugar kynbombur. Verið er að ota þeim í g-strengi og til
að vera í mittisbuxum með beran nafla. Verið að nema sak-
leysið á brott. Peningamaskínur ráða markaðnum og svona
framleiðsla hefur ekkert með menningu eða tónlist að gera.
Þessu verður ekki breytt nema stjórnvöld leggi eitthvað af
mörkum, svo sem með því að setja meiri peninga í menn-
ingu. Áður voru stjórnmálamenn með vitund fyrir menningu
og list en í dag eru þar allsráðandi markaðshyggjumenn og
lögfræðingar og menn sem hafa ekki hunds-vit á listum.
Telja list í mesta lagi vera að kaupa Boss-jakkaföt eða
Armani-brynju.“ Þess má geta að Bubbi les úr bók sinni á
Lindasafni í Kópavogi fim. 25. nóv. klukkan 17:00.
8 helgin
Þetta er bók sem meðal annars er ætlað að vekja áhuga barna og unglinga á náttúruvernd og á
lífsferli laxins og að óþarfi sé að drepa alla laxa sem veiðast.
M á l s v ö r n
f y r i r
l a x i n n o g
n á t t ú r u n a
nýbýlavegi 18 sími 517 2100mubla
glæsilegir danskir sófar eða danskir gullmolar – verð 210 cm 69.800 185 cm 59.800 stólar 29.800 þrír litir