Morgunblaðið - 25.11.2004, Side 24
JPV útgáfa
hefur sent frá sér
nýja skáldsögu
eftir Guðberg
Bergsson sem
ber heitið Löm-
uðu kennslukon-
urnar. Þetta er
fyrsta skáldsaga
Guðbergs í 10
ár. Heim kominn frá námi í útlönd-
um uppgötvar sjálf vonarstjarna og
stolt móður sinnar að hans bíður
ekkert við sitt hæfi á Íslandi, heldur
situr hann fastur í teppalyktinni í
samliggjandi stofum þeirra mömmu
og pabba eftir að hafa baðað sig
frjáls í sólinni hjá stærri og meiri
þjóðum.
Hjá Almenna
bókafélaginu er
komin út Eyjólfur
sundkappi.
Ævintýraleg
saga drengs af
Grímsstaðaholt-
inu eftir Jón Birgi
Pétursson.
Eyjólfur Jónsson
vakti gríðarlega athygli og aðdáun
á sínum tíma fyrir sjósund sín en
hann synti meðal annars frá
Reykjavík til Akraness.
Hjá Máli og
menningu er
komin út Svartur
á leik eftir Stefán
Mána. Svartur á
leik er glæpa-
saga sem mark-
ar tímamót í
íslenskri glæpa-
sagnaritun. Hér
dregur höfundur upp afar trúverð-
uga og ótrúlega sannfærandi mynd
af undirheimum Reykjavíkur, sem
er byggð á umfangsmiklum
athugunum. Hraði og spenna eru í
fyrirrúmi, lesturinn er sannkölluð
rússibanareið gegnum íslenska
glæpi síðustu áratuga og engin leið
fyrir lesanda að leggja bókina frá
sér fyrr en hún er á enda.
Úr koppalogni í
hvirfilbyl segir
endurminningar
Guðmundar G.
Halldórssonar frá
Kvíslarhóli á
Tjörnesi.
Guðmundur
hefur frá mörgu
skemmtilegu að segja, enda
brallað margt um ævina. Hann
hefur meðal annars starfað sem
bóndi, sjómaður, útgerðarmaður og
heildsali, auk þess að vera liðtækt
skáld. Þá mun Guðmundur líklega
vera eini maðurinn á Íslandi sem
staðið hefur varðskip að ólöglegum
veiðum! Pjaxi gefur út.
Raggi litli í
jólasveinaland-
inu eftir Harald
S. Magnússon er
skemmtileg
barnabók. Hér
segir frá Ragga
litla sem einn
daginn vaknar
upp í helli Grýlu,
Leppalúða og Jólasveinanna. Þar
gengur ýmislegt á. Pjaxi gefur út.
Hjá Vöku-
Helgafelli er
komin út heim-
ildaskáldsagan
Baróninn eftir
Þórarin Eldjárn.
Árið 1898 kom til
Íslands franskur
aðalsmaður, bar-
ón Charles
Gauldrée Boilleau, stórættaður
heimsborgari og hámenntaður lista-
maður sem vonaðist til að finna
sjálfan sig í íslenskri sveit. Hver var
þessi maður og hvað gekk honum
til? Þórarinn Eldjárn hefur sett sam-
an áhrifamikla og margbrotna
heimildaskáldsögu um baróninn á
Hvítárvöllum, eins og Íslendingar
kalla hann jafnan.
❊ nýjar bækur
Ingólfsstræti 6 s. 561 4000
Opið í dag frá kl. 10 - 18.
Heitt á könnunni.
Bútasaumsefni,
heimagallar,
prjónagarn,
hespulopi,
náttföt,
bækur
og fl.
Opnunartilboð á
bútasaumsefnum
Ný verslun
SÍMI 562 1166 - 587 8044
15% afsláttur af
barnamyndatökum
helg in
V I K U L E G A
auglýsingasími 569 1111