Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 23
helgin 23
„Töffaraskapurinn vill oft fylgja mótorhjólaeigninni og
mörgum finnst við oft vera ansi vígaleg þegar við
erum komin í gallann. Það kemur þó til af nauðsyn því
að maður þarf að klæða af sér kulda og bleytu og svo
eru hlífar innan í fatnaðinum þannig að maður minnir
stundum á miðaldariddara í fullum herklæðum.
Staðalmyndin er líka að breytast og meðalaldurinn að
hækka og svo eru konur núorðið stór hópur meðal
mótorhjólafólks,“ segir Njáll Gunnlaugsson
mótorhjólakappi og sagnaritari.
Þessa dagana er að koma út hjá forlaginu Pjaxa
bókin Þá riðu hetjur um héruð, en það er hundrað ára
mótorhjólasaga Íslands. Á sumri komanda verða liðin
rétt hundrað ár frá því fyrsta mótorhjólið kom til
Íslands, það er 19. júní 1905. Sagan sú tengist sögu
fyrsta bílsins sem kom hingað til lands, Thomsens-
bílsins, sem kom sumarið 1904. Bílstjóri hans var
Þorkell Clemenz, sem síðar flutti inn fyrsta mótor-
hjólið. Því var svo líkt farið með mótorhjólin og bílana
því að næstum áratugar hlé varð á innflutningi
mótorhjóla, sem hófst ekki af alvöru fyrr en 1914.
„Mótorhjólin ruddu oft brautina og urðu fyrst til að fara
sumar leiðir, eins og til dæmis yfir Kjöl. Bíllinn hefur
löngum verið vinsælla faratæki, en mótorhjólin voru
þó mikið notuð til sendiferða og þess háttar. Þau voru
ódýrari kostur og þess vegna áttu margir mótorhjól
sem sitt fyrsta ökutæki, áður en fjölskylduaðstæður
kröfðust þess að menn fengju sér bíl,“ segir Njáll
Gunnlaugsson.
Þegar kom fram á stríðsárin fór mótorhjólaeign að
verða algengari, en breska hernámsliðið notaði mótor-
hjól og einnig lögreglan sem hefur gert það allar götur
síðan. Þetta segir Njáll að hafi talsvert mótað
mótorhjólamenninguna hér á landi.
„Það er erfitt að benda á einhvern sérstakan boðbera
mótorhjólamennskunnar en þó er ljóst að stríðið hafði
mikil áhrif hér á landi. Fyrsta konan til að eiga
mótorhjól var ljósmóðir og átti það rétt fyrir stríð. Frá
árinu 1939 til 1945 fjölgaði þeim um meira en helming
og hafa aukin auraráð landans eflaust skipt þar
mestu. Sum þessara hjóla voru keypt af hernáms-
liðinu en einnig var mikið flutt hingað í heimferðum
fiskiskipanna frá Bretlandi. Bretar hafa alltaf verið
mikil mótorhjólaþjóð og eflaust smitaði það út frá sér
meðan þeir voru hérna því að mótorhjól breska
hernámsliðsins skiptu hundruðum.“
Njáll segir það hafa komið sér á óvart þegar hann fór
að kynna sér íslensku mótorhjólasöguna, hve
fjölfjölbreytnin í hjólaeigninni hefur verið mikil. „Mörg
hjólanna myndu þykja ómetanleg í dag, ef þau væru
ennþá til. Því miður var töluvert um það að hjól væru
seld aftur úr landi og hingað komu til dæmis menn frá
Danmörku sérstaklega til að kaupa hjól, og þá oftar
en ekki þau bestu og sjaldgæfustu. Ég er búinn að
safna skráningarupplýsingum í gagnagrunn í meira en
áratug og í honum eru nú yfir 2.000 númer fornhjóla
sem segir nokkuð um fjölbreytnina.“
Tuttugu ár eru liðin síðan Njáll fékk mótorhjólabakter-
íuna „… og hún er ekki farin ennþá og fer líklega
aldrei. Ég á átta mótorhjól í bílskúrnum þannig að
bíllinn fær að standa úti,“ segir Njáll. Hjólið sem hann
notar mest er BMW F650 Funduro sem er alhliða
götu- og torfæruhjól og hentar vel hvort sem er á
malbikinu eða uppi á hálendi. „Tvö þeirra eru fornhjól,
annað gamalt BMW-lögregluhjól sem er að fá hliðar-
vagn í vetur svo að ég geti farið með dóttur mína á
því í leikskólann.“
„Það er erfitt að benda á einhvern sérstakan boðbera mótorhjólamennskunnar
en þó er ljóst að stríðið hafði mikil áhrif hér á landi.“
M ó t o r h j ó l i n
r u d d u b r a u t i n a
Í tilefni Skjaladagsins hefur Borgarskjalasafn Reykjavíkur sett upp
athyglisverða sýningu á vefsetrinu skjaladagur.is. Borgarskjalasafn
fjallar þar um minnisverða atburði í sögu höfuðborgarinnar á því
herrans ári 1974, þegar haldið var upp á ellefu alda afmæli Íslands-
bygggðar. Sýnd eru skjöl, ljósmyndir og ýmiskonar texti. Önnur
skjalasöfn landsins sýna einnig á vefsetrinu gögn sem tengjast
atburðum þessa sama árs Borgarskjalasafn Reykjavíkur sýnir meðal
annars myndir úr Ingólfshlaupinu svonefnda, en þann 1. ágúst 1974
hófst boðhlaup um 300 félaga úr mörgum íþrótta- og
ungmennafélögum í Reykjavík og Suðurlandi í tilefni Þjóðhátíðar í
Reykjavík sem haldin var 3. til 5. ágúst. Hlaupið var með kyndil frá
Ingólfshöfða til Reykjavíkur, samtals 385 km. Myndir frá þessum
atburði eru sýndar á www.skjaladagur.is.
❊ Þjóðhátíðarsýning á Netinu
Lagt upp í Ingólfshlaup-
inu 1974. Birgir Ísleifur
Gunnarsson, þáverandi
borgarstjóri, flytur ræðu.
ljósm
ynd brink
Kokkabókastatíf
Verð 3.995 kr.
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
Nýtt! drapplitur
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
SIEMENS EXPRESSO
KAFFIVÉL
fylgir öllum eldhúsinnréttingum sem keyptar eu fram til 17. des. 2004
KAFFIVÉL AÐ VERÐMÆTI. KR. 75.054,-
Fáðu kaffivélina ásamt kaffibaunum fyrir jólin.
Innrétting afhendist í janúar/febrúar!
- sem um munar!
HEIMILISTÆKJUM
Jólauppbót
kynningarafsláttur af
TK 60001 surpresso S20
Við
kau
p á
el
dhú
sinn
rétt
ingu
Síðumúla 30 • 108 Reykjavík
s. 553 6400 • f. 553 6403 • panorama@panorama.is • www. panorama.is
17
56
/
T
A
K
T
ÍK
1
9.
11
.’0
4