Sunnudagsblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 9
Undirföt þjóna mörgum tilgangi og gegnum aldimar hafa þau ekki alltaf verið litin sama auga og gert ei- í dag. í okkar augum eru und- irfötin fyrst og fremst til þess að skýla líkamanum — ef við erum karlmenn. Undirföt kvenfólksins hafa víðtækara hlutverki að gegna, enda margbrotnari. Konur hafa næstum alitaf notað undir- fatnað sinn til þess að undirstrika — eða að skapa það útlit, sem tal- ið er tilheyra þvi kyni (afsakið, ágætu konur, en á maður ekki allt af að segja sannleikann?) Karlmenn notuðu lengi 6kyrt- una — sem undirfatnað .— sem tákn stéttar og stöðu, hún var stífuð eða felld og skildi algjörlega á milli lágstéttarmannsins og hins sem hærra var settur, hið sama var að segja um líningamar, þær sá- ust ekki um úlnliði vinnandi manna. Áður má segja að undirfatnaður inn hafi verið notaður til þess að vernda skinnið gegn ytri fatnaðin- um og öfugt. Hin glæsilegu fata- cfni, sem notuð voru á Viktóríu- tímabilinu, varð að verja fyrir hold inu, sem undir þeim var, því að það em innan við 200 ár frá þvi að menn fóru að skoða hreinlæti líkamans sem nokkra nauðsyn. — Menn, og konur — líka þau, sem hárra stétta voru, voru yfirleitt skitug og jafnvel með óþrif. Und- irfötin voru því mjög vætt í ilm- vatni tii þess að draga athygli frá óþægilegri þef líkamans sjálfs. Þegar Stuartarair réðu ríkjum á 17. öld í Bretlandi og rómantík- in var upp á sitt bezta, tóku und- irfötin mjög að gegna því hlut- verki að vera undirstrikun á kyn- ferði og kynþokka. Á tízkumynd- um frá tímabilinu, sést karlmanns skyrtan milii jakkans og buxn- anna (sem oft virðast í þann veg- inn að falla). Kvenleg blússan er í þann veginn að falla af öxlunum og mjög cr óvíst hvað verður inn kjólinn. Hvorki fyrr né síðar hefur fólk, sem tolla vill í tízkunni, lát- ið mynda sig (mála sig) í svo vafa sömum búningi. Með átjándu öldinni kom ,,hoop” pilsið og með því jókst áherzlan á undirfötin. Hoopið var líklegt til að fjúka úr skorðum eða jafnvel snúast við, en þetta var nú einu sinni tízkan og kvenfólkið gerði það oft að það hallaði „hoopinu”, svo að á annarri hliðinni komu und irfötin í ljós. Eftir eintaki af The Spectator (áhorfandinn) frá árinu 1712 virð- ist það hafa verið mikil skemmt- an í þann tið áð róla kvenfólkinu hátt og mikið. Með því móti tókst karlmönnunum að fá að sjá undir- föt kvenfólksins — svona að ein- hverju leyti. Þessi leikur mun þó hafa orðið til þess, að kvenfólkið tók að gera undirföt sín fallegri. Á síðasta fjórðungi átjándu ald- ar, komst tepruskapúrinn í tízku. Áður höfðu undirfötin verið lög- leg ástæða til gamansemi um kyn- ferði og þess málefni, nú voru þau hulin þoku þagnar og bannhelgi, það varðaði nú allt í einu siðferði viðkomandi persónu, hvort und- irföt hennar bar á góm eða ekki. Með þessari breytingu kom önnur, sem var ef til vill meira virði? Hugmyndin um hreinlæti líkam- ans. Vel liefði mátt ímynda sér að líkaminn hreinn og fagur fengi nú að koma betur i ljós en fyrr. En líkamir Viktoríutímabilsins voru vafðir í lagi eftir lag af und- irfatnaði, sem öll voru vandlega falin undir enn meiri fatnaði. Á þessu tímabili kom fram nýtt atriði í tízku karlmannanna — axlaböndin, mjög nytsöm uppfinn- ing, og ku vera að komast í tízku þessa dagana eftir nokkra út- legð. Á sama tíma kom fram annað í klæðaburði kvenfólksins — nær- buxurnar, sem allt til þess höfðu verið séreign karlmannsins. Nær- buxurnar táknuðu upphaf nýrrar aldar i klæðaburði kvenna. Frá þeim tima hafa þær æ tileinkað sér fleira af klæðnaði karlmanna og hefur það fylgt hverju skeiði í kvenréttindabaráttumii. Þetta tímabil kom líka fram með „the corset” þríhyrning úr járni eða stáli fóðraðan og íbog- Frh. á bls. 19. Nokkur velvalin orð um hið ónefnanlega ALUÝÐU BLAÐH) - SUNNUDAGSBLAÖ g I

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.