Sunnudagsblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 11
Ég heyrðí sagt, að Magnús ætl- aði sór ársforða tvær tunnur af brennivíni, auk fínna vína, sem Voru ætluð höfðingjum og stór- bændum. Öllum stórmennum var tekið með virktum, boðið inn í suðurstofu, sem kölluð var apotek, og veitt af rausn. Bændur og vinnu hienn fengu kaffi og brennivín, en sveitarlimir fengu alls ekki vín, en hægan mat að borða. Það var ekki af því, að Magnús tímdi ekki að gefa þciin vín, heldur vegna þess, aö liann taldi það óvirðingu við áfengið, að svoleiðis lágstétt neytti Þess dýrmæta meðals. Magnús sýndi fátækum góðgirni og höfð- 'ngsskap í bágindum þeirra. Ég heyrði um samskot handa fátækum barnamanni, sem hafði orðið fyrir tjóni, allir bændur gáfu eina sauð- kind. en Magnús tólf ær. Hú'móðirin. Guðrún Jasonar- dóHir. var falleg kona og mikil búkona. Hún bar óttablandna virð- ingu fyrir Magnúsi, sem vægði henni ekki frekar en öðrum. Hún var síhrædd um hann fyrir öðrum konum. enda var Magnús sagður brokkgengur í þcim sökum. Og hún bar í Magnús sögur af vinnu- fólk ?nu. Þegar svo skapofsinn hljóp í Magnús varð hún hrædd og revndi að.sefa hann með því, að taka svari fólksins, en fékk þá dembuna yfir sig. „Það er rétt af þér, Guðrún mín, að vera ekki að spandera sannleikanum meðan nóg er til af andskotans lýginni“, sagði Magnús eitt sinn. Og í annað skipti sagði hann: „Ekkert skil ég hvað Guði almáttugum hefur gengið til að skapa annað eins andskotans kvikindi eins og þig, Guðrún mín“. Magnús var orðheppinn og neyð- arlegur í orðum. „Þeir eru orðnir skartmenn þar fyrir Múlanum.þeir eru búnir að betrekkja bæina með lambskinnum“. Þannig lýsti hann fjárfellinum í vestur sýslunni 1882. Þá um vorið var Magnús staddur í Reykjavík og hitti Halldór yfir- kennara Friðriksson, föður Júlíus- ar læknis Húnvetninga. Halldór spurði hann frétta að norðan og hvort mikil veikindi væru, en þá gengu mannskæðir mjslingar. „Jú, það er frekar krankfellt, en furðu lítill manndauði, það hjálpar að læknirinn er vita meðalalaus", svar aði Magnús. Bærinn í Hnausum var geysi- stór. Syðst var baðstofan, sem sneri göflum í austur og vestur. Vestast var hjónaherbergið, þá lít- ið herbergi, sem piltar sváfu í, svo var aðalbaðstofan með mörgum rúmum, en austast lítið hérbergi. Undir baðstofunni var kjallari, nið- urgrafinn, og voru niður í hann tröppur úr eldhúsinu úr höggnu grjóti. Þar var geymsla og smíða- herbergi. Aðaleldhúsið var gríðar- stórt og hátt undir loft, með stórri innmúraðri jámeldavél. Úr bað- stofunni voru steintröppur niður í eldhúsið, en úr því stigi upp á dyra loftið, dyr fram í forstofuna, gang- ur fram í búr og skemmu, og dyr fram í gamalt hlóðaeldhús og úr því skólprenna út í safnþró að húsa baki, undir útikömrum, sem þar voru. Á dyraloftinu var sofið, þar voru sex rúm, en undir loftinu var suðurstofan, apotekið, sem var úr dökkum mahonýviði. Þar var sagt að Skaftasen læknir hefði blandað lyf sin. Það getur þó ekki verið, nema Magnús hafi fellt apotekið inn í bygginguna, er hann byggði upp bæinn. Er trúlegt, að svo hafi verið. Gegnt apotekinu var gesta- stofan svokölluð, hún var úr ljós- um, ómáluðum vlði. Þar voru næt- urgestir látnir sofa og varð sum- um ekki svefnsamt. Enda voru lík látin standa þar uppi. Yfir gesta- stofunni var geymsluloft fyrir ýms- ar vörur, kaffi, sykur og annað, lá •i.í. ALÞÝÐUBLAÐIÖ - SUNNUDAGSBLAÐ gj |

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.