Sunnudagsblaðið - 30.08.1964, Blaðsíða 2
BEYGUR
EFTIR SKRÁM
Úti sit ég aldinn gestur,
ei'nn á berri fjarðarströnd.
Rauð er sólin sigin vestur
sokkin bak við hafsins rönd.
Áttavilltan enn í heimi
angra lífsins idimmu él,
líkt og sollinn sjúkling dreymi
sóttarþunga, bvöl og hel.
Greint ég fæ ei gróna landið,
gegnum dökkan næturhjúp.
Sær og loft er sorta blandið,
siíur hel við innsta djúp.
Ótti sár og illur geigur
inni fyrir hug minn sker.
Græskumanna banabeigur
brandi hefur stefnt að mér.
Glapstíg ár frá æskudögum
orna lítt á kaldri nótt.
Synd ei hlýðir settum lögum,
sæt og römm af likri gnótt.
Ævidagur unaðsstunda
upp í hrelldum muna rís,
innst í minnum fornra funda
fylgir naðran paradís.
Gekk ég eigi götu rétta,
gegnum lífsins fögrudyr.
Leyndar hvatir löngum flétta
lýgi þeim, sem aldrei spyr:
Ert þú sjálfur öðrum betri?
A þinn vilji rétt á sér?
Mátt þu gera vor að vetri
veslings barni, er treystir þér?
Kröpp er aida á köldu djúpi,
kafið hinzta mun ei glæst.
Saltur þari svörtum hjúpi
setzt þá mínum vitum næst.
Eilíf sæla er öllu að gleyma,
engin kvöl og þjáning meir.
Æðstur d'rottinn, allra heima
og allt hans Ijós í myrkri deyr.
602 bUNWDAOSatAÖ - ALÞVUUÉSAOia