Vísir í vikulokin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir í vikulokin - 10.08.1968, Qupperneq 1

Vísir í vikulokin - 10.08.1968, Qupperneq 1
VÍSIR ÍVIKULORIN Steikt á teini Grillsteiking er matreiðsla, sem mikilla vinsælda nýtur, og nú dett- ur engri konu í hug að fá sér bak- araofn, nema hann sé einnig not- hæfur til grillsteikingar. Og sérstak- ur grillofn með teinum er margra draumur. Grillsteiking er hins veg- ar ekki eins auðveld matreiðsla og venjuleg steiking, og því er ráðlegt að kynna sér nákvæmlega þær reglur, sem gilda, til þess að ná sem beztum árangri. Uppskriftirnar, sem fara hér á eftir, eru miðaðar við grillsteikingu á teini, en verið óhræddar að líta á þær, enda þótt þið eigið ekki slíkan útbúnað, þær ættu samt að geta komið að gagni. Spánskar kjötbollur á teini (Myndin til vinstri) 250 g nautahakk 1 egg 2 msk. smátt skorin gúrka brauðmylsna salt, pipar fylltar olívur sósa: 35 g smjör 1 laukur 2i/2 dl tómatsósa 6 msk. edik 2 msk. púðursykur 1 dl vatn 2 tsk. sinnepsduft 1 msk. Worcestersósa Hnoðið saman hakk, egg, gúrku, mylsnu, salt og pipar, mótið bollur úr deiginu og þræðið þær upp á teina til skiptis við olívur. Brytjið laukinn og brúnið í smjöri, hrærið öll hin efnin saman við og sjóðið í lokuðum potti í tíu mínútur. Pensl- ið bollurnar og olívurnar með sós- unni við og við frá öllum hliðum, meðan á grillsteikingu stendur. Kínverskur grillréttur 375 g nautalundir 1 dós af stórum sveppum 4 meðalstórir laukar 4 msk. sojasósa 2 msk. púðursykur 1 msk. olívuolía V2 tsk. engifer pipar saxaður laukur Búið til lög úr sojasósu, púðursykri, olíu, kryddi og lauk. Skerið lund- irnar í allþykka bita og látið liggja í leginum í 1—2 klukkustundir. Þræðið kjötbitana upp á teina til skiptis við sveppi og soðna lauk- ana, hálfa eða heila eftir stærð. Grillið í 10—15 mínútur og pensl- ið alltaf við og við með leginum. Lifur é teini (til vinstri á myndinni t. h.) 375 g lifur 125 g flesk 8 laukar olívuolía Þræðið lifrarbita upp á teina til skiptis við fleskræmur og soðna lauka. Penslið með olíu og grillið í um 10 mínútur. Pylsur 3 teini (til hægri á myndinni t. h.) 150 g spikpylsa 4—6 pylsur 150 g flesk 2—4 tómatar Brjótið spikpylsusneiðar í fernt, vefjið flesksneiðuni utan um pylsu- bita og skerið tómatana í tvennt eða fernt eftir stærð. Þræðið til skiptis upp á teina, penslið með olíu og grillið í u. þ. b. 8 mínútur. Sósan með spænsku kjötbollunum hæfir einnig þessum rétti ágætlega. Smábitasteik á teini 375 g smábitasteik (kindakjöt) 2 græn piparhulstur 4—8 soðnir laukar 1 dl rauðvín 2 msk. edik l/2 tsk. salt pipar, saxaður laukur Búið til lög úr rauðvíni, ediki og kryddi og látið kjötbitana liggja í leginum í 1—2 klukkustundir. Hreinsið piparhulstrin og skerið í fernt, látið liggja í sjóðheitu vatni í 5 mínútur. Þræðið kjötbitana upp á teina til skiptis við pipar og lauka, penslið með leginum alltaf öðru hverju, meðan á grillsteikingu stendur.

x

Vísir í vikulokin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir í vikulokin
https://timarit.is/publication/308

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.