Vísir í vikulokin

Árgangur
Útgáva
Main publication:

Vísir í vikulokin - 10.08.1968, Síða 2

Vísir í vikulokin - 10.08.1968, Síða 2
Fyrir þær, sem borða! „Og hvar er nú deildin fyrir þær, sem borða yfirleitt?" spurði eitt sinn kona nokkur, sem lengi hafði ráfað um á milli gínanna í stórri kvenfataverzlun. Henni þótti sem fleirum tízku- fatnaðurinn einkum miðaður við vöxt útvaldra sýningarstúlkna. Já, þær eru margar, sem ekki eru ánægðar með línurnar og telja sig ekki geta elzt við duttlunga tízkunnar, einkum eftir að árum fjölgar og holdafarið breytist. Þessar tvær mynd- arlegu konur hér á síðunni sýna okkur, að það er óþarfi að hafa þungar áhyggjur, þótt eitthvað skorti á sýningarstúlku- vöxtinn. Vandinn er þó að velja rétt. Tvískiptir kjólar og dragtir klæða þybbnar konur sérstak- lega vel. Lágvaxna konan sýnir okkur, að það er óþarfi að forðast áberandi liti, þótt vöxturinn sé hnellinn, ef sniðið er við hæfi. Sú háa og þykkvaxna hefur líka valið rétt, litaskiptin og jakkinn draga úr hæðinni, og sniðið er grennandi. Belti þurfa ekki að vera bannvara, þótt mittið sé ekki bein- línis mjótt, breið og þéttreyrð belti fara þó slíkum vexti hörmu- lega. Feitlagnar konur geta verið jafnhrifnar af rósóttum kjól- um og þær mjóslegnu. Því ekki það? Þær verða aðeins að halda sér við smágerðu munstrin, eins og við sjáum til hægri að neðan. Langir saumar og líningar, hnapparaðir frá hálsmáli að faldi, allt er þetta grennandi, og árangurinn sjáum við á mynd- inni hér að neðan. m i

x

Vísir í vikulokin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir í vikulokin
https://timarit.is/publication/308

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.