24 stundir - 02.09.2008, Blaðsíða 12
Þúsundir hermanna hafa verið
sendar til aðstoðar hjálp-
arsveitum í Sichuan- og Yunn-
an-héruðum í Kína, eftir að
jarðskjálfti sem mældist 6,2 stig
á Richters-kvarða reið yfir á
laugardag. Jafnframt hafa yf-
irvöld sent matvæli, vatn og
tjöld. Segja ríkisfjölmiðlar að
38 manns hafi farist og nærri
650 slasast.
Skjálftanum hafa fylgt öflugir
eftirskjálftar. Þar á meðal skók
5,6 stiga skjálfti borgina
Panzhihua á sunnudag og bætti
tveimur í hóp fallinna.
Talið er að um 258.000 heimili
á svæðinu hafi hrunið eða
skemmst og 152.000 manns
hafa verið flutt af svæðinu.
Upptök skjálftans voru um 500
kílómetra suður frá upptökum
skjálfta sem lagði stóra hluta
Sichuan-héraðs í rúst í maí. Sá
mældist 8 á Richter og er tal-
inn hafa banað allt að 88.000
manns.
Upphafi skólaársins, sem átti
að vera í gær, hefur verið frest-
að í viku svo yfirvöld geti
kannað skemmdir sem orðið
hafa á skólastofum.
andresingi@24stundir.is
Jörð skelfur
í suðvest-
urhluta Kína
AFP
Skelfing Fólk flýr eftirskjálfta í Sichuan-héraði í Kína, eftir að skjálfti sem mældist 6,2
stig á Richters-kvarða reið yfir héraðið.
Svaðilfari Lewis Gordon Pugh hefur haf-
ið kajakferð á Norðurskautið, til að vekja
athygli á bráðnun heimskautaíss.
Viðbúin Íbúar Yokosuka á Japan æfðu í gær viðbrögð við stórum jarðskjálfta. Um
600.000 manns víðsvegar um landið tóku þátt í æfingunni.
Föstumatur Afgani kaupir kjöt á markaði í Kabúl á fyrsta degi ramadan, föstumánaðar
múslíma. Þennan mánuð neyta þeir hvorki matar né drykkjar frá dögun til sólarlags.
Barnalán Rorntip er fyrst sinnar teg-
undar til að verða þunguð eftir tækni-
frjóvgun. Stórnendur dýragarðsins í
Sydney bíða spenntir eftir kálfinum, sem
von er á árið 2010.
ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGT SÆTI Á:K
...OG VELUR SVO TIL VIÐBÓTAR EINA AF EFTIRFARANDI SÝNINGUM:
Systur
PARS PRO TOTO KYNNIR:
„Við förum um hann höndum í huganum“
DAUÐASYNDIRNAR
GUÐDÓMLEGUR
GLEÐILEIKUR
ÓVITAR FOOL FOR LOVE DAUÐASYNDIRNAR LÁPUR, SKRÁPUR &
JÓLASKAPIÐ
SYSTUR
MÚSAGILD
RAN
SKOPPA OG SKRÍTLA Í
SÖNGLEIK
CREATURE
V
08/09
Nýtt
leikár
ÁSKRIFTARKORT
FYRIR UNGA FÓLKIÐ
Á AÐEINS 3.950 kr.*
Landsbankinn greiðir niður áskriftarkort
fyrir ungt fólk svo nú geta allir verið flottir
á því og gerst fastagestir í leikhúsinu
Frá haustinu 2004 þegar LA og Landsbankinn buðu
ungu fólki í fyrsta skipti áskriftarkort á kostakjörum
hefur yngri leikhúsgestum fjölgað svo um munar hjá
LA. Háskóla- og framhaldsskólanemendur hafa nýtt
sér þetta einstaka tilboð og notið þess að sjá sýning-
ar LA. Verkefnaskráin er valin sérstaklega með það
fyrir augum að hún höfði til yngri leikhúsgesta ekki
síður en þeirra sem eldri eru.
Í vetur er fjöldi spennandi sýninga í boði
*Tilboðið gildir fyrir 25 ára og yngri.
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2008 24stundir
ÁSTAND HEIMSINS
frettir@24stundir.is a
Við þurfum bráðabirgðahúsnæði og meira en
10.000 tjöld. Hérna er fjalllent og því ekki hægt
að reisa bráaðbirgðahúsnæði hvar sem er.
Zhang Hai, utanríkistengill Kommúnistaflokks Panzhihua-borgar