24 stundir - 02.09.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2008 24stundir
diplómatískur. „Sko, þarna var
náttúrlega verið að endurskapa þá
stemningu sem fylgir hefðbundnu
mýrarboltamóti og boðið var upp
á veitingar fyrir áhorfendur, sem
kunnu vel að meta þær,“ segir
Hálfdán, sem lék markmann í
myndskeiðinu.
„Þetta kom nú ekki nógu vel út
fyrir mig. Leikurinn endaði í jafn-
tefli, en þá tók tökuliðið í taumana
og kom á fót vítaspyrnukeppni,
þar sem mér var skipað að skutla
mér í vitlaust horn og sýna dóm-
greindarskort með því að missa
boltann klaufalega. Fullkomin nið-
urlæging fyrir mig,“ sagði hinn
annars ágæti markvörður að lok-
um.
traustis@24stundir.is
Yfirdrulluháleisturinn Hálfdán
Bjarki Hálfdánarson var breskum
tökumönnum innan handar um
helgina, við sviðsetningu Mýr-
arboltans á Ísafirði, en mynd-
skeiðið mun birtast á National
Geographic og BBC World.
„Þetta tókst bara glimrandi vel.
Það rættist úr veðrinu, en það
hafði blásið duglega á föstudeg-
inum. Það myndaðist fín stemn-
ing, það komu þónokkrir áhorf-
endur til að taka þátt, þar á meðal
klappstýrur og slökkviliðið með
körfubílinn í farteskinu. Þetta tókst
bara fjári vel, miðað við að um
sviðsetningu var að ræða.“
Aðspurður hvort ein helsta regla
leiklistarinnar hafi verið brotin: að
neyta ekki áfengis, gerðist Hálfdán
Mýrarboltinn sviðsettur á Ísafirði
BB/Halldór Sveinbjörnsson
Drulluganga Liðin marséra að leikstað. Hálfdán Bjarki er sá í gulu markmannstreyjunni.
Drullugir Ísfirðingar góð landkynning
Íslandsvinirnir í Coldplay ætla
sér að gefa út þröngskífu og breið-
skífu tvenn næstu jól, að sögn
söngvara sveitarinnar, Chris Mart-
in, í viðtali við BBC 6 Music. „Við
ætlum að gefa út þröngskífu í des-
ember, er nefnist Prospects March,
en í desember á næsta ári kemur út
breiðskífa, svona til að binda enda-
hnút á áratuginn,“ segir Chris, en
þröngskífan hefur þegar verið
unnin.
Martin gaf einnig í skyn að
hljómsveitin legði upp laupana eft-
ir útgáfu fimmtu breiðskífunnar, í
desember 2009. „Þá verðum við
bara púff! Hvert fórum við? Alveg
einsog Keyser Soze í myndinni The
Usual Suspects.“
Nálgast má nýtt lag þeirra,
Death Will Never Conquer, frítt á
coldplay.com.
Coldplay með kveðjuverk
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
ÉG SKIL ÞAU EKKI. ÞAU HEIL LAST AÐ SJÁLF-
S TÆÐI MÍNU, EN ÞEGAR ÉG HUGSA AÐE INS
ÚT FYRIR KASSANN ÞÁ REFSA ÞAU MÉR.
HANN VAR EINN AF ÞESSUM SEM REIS ÖRLA
DAGS. EN HÚN GAT ALDREI VANIST ÞVÍ.
Bizzaró
Ef þú vilt sjá barnið þitt þá ýttu á
einn. Ef þú vilt sjá barn vinar þíns eða
ættingja ýttu á tvo. Ef þú vilt bera
saman barnið þitt við börn sem eru
ekki alveg eins sæt og barnið þitt ýttu
á þrjá. Ef þú vilt gera grín að
hjúkrunarkonuni ýttu á fjóra, eða
bankaðu á glerið.
MYNDASÖGUR
Batman-myndin
The Dark Knight
slær hvert að-
sóknarmetið á
fætur öðru. Hún
er nú orðin næst-
tekjuhæsta mynd
Hollywood frá
upphafi á lands-
vísu, hefur náð 500 milljón doll-
ara markinu sem aðeins Titanic
hefur tekist að ná, en tekjur af
henni nema 600,8 milljónum
dollara. Hins vegar tókst The
Dark Knight að ná markinu á að-
eins sex vikum en Titanic þurfti
þrjá mánuði til. Ekki er þó búist
við að Titanic-metið falli en
framleiðendur Batman-mynd-
arinnar vonast til að komast í 530
eða 550 milljónir. tsk
The Dark Knight
enn að slá met
Sýningin Star Trek: The Experi-
ance, þar sem Trekkar og aðrir
gestir gátu upplifað geimskipið
Enterprise og önnur undur þátt-
anna, mun brátt líða undir lok,
eftir 10 ár í Las Vegas.
Sýningin mun hætta næstkom-
andi mánudag, en samtals hafa
um þrjár milljónir manna heim-
sótt sýninguna síðan 1998.
Ekki er þó fækkun á Trekkum um
að kenna, heldur gátu eigendur
sýningarinnar, Cedar Fair En-
tertainment, og staðarhaldarinn,
Las Vegas Hilton, ekki komið sér
saman um nýjan samning.
Orðrómur er uppi um að salnum
verði breytt í leikhús fyrir Mich-
ael Jackson, eitthvað sem Trekkar
eru hreint ekki ánægðir með.
Því virðist sem Trekkar neyðist til
að fara „djarfir/sköllóttir, þangað
sem enginn maður hefur komið
áður“. tsk
Trekkar leiðir
FÓLK
24@24stundir.is a
Mér var skipað að skutla mér í vitlaust horn og sýna dóm-
greindarskort með því að missa boltann klaufalega. Full-
komin niðurlæging fyrir mig.
fréttir
NÝJIR
KJÓLAR
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsunum Fákafeni)
www.gala.is • S:588 9925
Opið 11-18 og 11-16 lau.
Sérfræðingar
í saltfiski
466 1016
- Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu
- Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar
- Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur
- Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta
www.ektafiskur.is
pöntunarsími:
frumkvöðlafyrirtæki ársins - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood
Grennandi
meðferð
Rétt verð 55.700 kr.
Sumartilboð
29.200 kr.
CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við
frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni.
HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift
að fara vel inn í hana.
HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu.
VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana
stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi.
Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með
honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti.
FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur
í Flabélos tækið.
hringið núna í síma 577 7007
Tilboðið rennur út
5. september