24 stundir - 02.09.2008, Blaðsíða 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2008 27
Danskennarar deildarinnar eru með mikla menntun og reynslu við danskennslu
og eru meðlimir í Dansráði Íslands.
Dansdeild ÍR miðar við að kenna dansinn sem íþrótt fyrir alla og hefur það að
markmiði að bjóða góða danskennslu á lágmarksverði.
Gerið verðsamanburð.
Dansnámskeiðin hefjast
mánudaginn 8. september.
Innritun er hafin í síma
587-7080/662-6900.
Dans er fyrir stóra sem smáa
Dansdeild ÍR
Skógarsel 12
Verið með og
dansið með okkur í vetur
Það voru ekki margir sem sýndu
Söruh Palin áhuga fyrir um viku.
Hin 44 ára, fimm barna móðir og
ríkisstjóri eins fámennasta ríkis
Bandaríkjanna náði hins vegar
augum heimsbyggðarinnar þegar
hún var tilnefnd sem varafor-
setaefni Repúblikanaflokksins í
síðustu viku.
Síðan þá hafa slúðurmiðlar vest-
anhafs keppst við að segja frá ævi
konunnar enda merkileg kona hér
á ferðinni. Árið 1984, þegar Palin
var tvítug að aldri, var hún kosin
fegurðardrottning síns heima-
bæjar, Wassilla í Alaska, og í kjöl-
farið hafnaði hún í öðru sæti í
keppninni um fegurðardrottningu
Alaskaríkis. Því hefur lengi verið
haldið fram að þátttakendur í feg-
urðarsamkeppni öðlist mikið
sjálfstraust. Hvort það á við um
Söruh Palin skal ósagt látið en það
mun tíminn væntalega leiða í ljós.
viggo@24stundir.is
Varaforsetaefni brosir gegnum tárin
Fegurðardrottning
í Hvíta húsið?
Sarah Palin, ríkisstjóri
Alaska, var á föstudaginn
tilnefnd sem varafor-
setaefni Repúblikana-
flokksins fyrir komandi
forsetakosningar. Rík-
isstjórinn þykir afar að-
laðandi kona enda fyrr-
verandi keppandi í
fegurðarsamkeppni.
Með bein í nefinu Sarah Palin
er vön hörkunni úr fegurð-
arsamkeppnunum.
Mynd/Getty Images
Vegna mikils áhuga á fyrirhug-
uðu námskeiði IMX/ÚTóns í
kvöld er ber undirskriftina
„Meikaðu það á netinu!“ hefur
fundarstaðurinn verið færður frá
Hressó yfir á Hótel Sögu. Þar
mun Denzyl Feigelson, er þykir
afar fróður í heimi markaðs-
setningar og dreifingar tónlistar á
vefnum, deila kunnáttu sinni
með áhugasömum frá kl. 17.00.
„Fyrst þegar við auglýstum nám-
skeiðið gerðum við ráð fyrir því
að geta tekið fimmtíu manns,“
segir Haukur S. Magnússon, einn
skipuleggjenda námskeiðsins.
„Svo rigndi inn áhugasömum fyr-
irspurnum og við fundum annan
stað svo að fleiri geti tekið þátt.“
Haukur segir Denzyl vera mikið
séní og að hann lumi á afskaplega
góðum upplýsingum er gætu
hæglega hjálpað íslenskum lista-
mönnum að lifa af listsköpun
sinni. Ljóst er að margir hér
ganga með það í maganum og
segir Haukur að námskeiðið sé
ekki bara sótt af poppurum.
„Það er misskilningur að maður
þurfi að vera spila eitthvert
tæknópopp til þess að geta þénað
á netinu. Það er stærsti markaður
sem hefur verið til fyrr og síðar.“
bös
Kennsla í net-
„meiki“ í kvöld
Maggi Lego og David Crosby þykja það líkir að ef bandaríski tónlist-
armaðurinn hefði heimsótt landið með sveit sinni Crosby, Stills, Nash &
Young fyrir tæpum fjörutíu árum væri eflaust á kreiki orðrómur um
leynilegan launson. Báðir skarta ávallt glæsilegu yfirvaraskeggi. Báðir eru
líka sannir í því sem þeir gera.
Nauðalíkir tónlistarmenn
David Crosby Með þekktustu söngva-
skáldum hippatímans.
Maggi Lego Með þekktari táknmyndum
íslenska teknósins.
TVÍFARARNIR
Hljómsveitin Retro Stefson hefur
lokið upptökum á sinni fyrstu
plötu, er ber nafnið Montaña og
inniheldur 13 lög. Af því tilefni
mun sveitin spila verkið á Organ
annað kvöld klukkan 20.30 þar
sem hljómsveitin Sudden Weat-
her Change mun einnig koma
fram. Þá verður haldin listasýn-
ing á teikningum þeim er prýða
munu umslag og bækling Mont-
aña-plötunnar, eftir þá Gylfa Sig-
urðsson og Jón Ingva Seljeseth,
meðlimi Retro Stefson.
Frítt er á viðburðinn.
Sáttur við sándið
„Ég er mjög ánægður með út-
komuna. Við vorum að klára að
hljóðjafna plötuna, en við byrj-
uðum í upptökum í ágúst, vor-
um í fimm daga í „Sigur Rósar-
sundlauginni“ í Mosó, hvar ríkti
gott andrúmsloft,“ segir Unn-
steinn Stefánsson, söngvari Retro
Stefson, en platan var tekin upp í
hljóðveri Sigur Rósar og hljóð-
jöfnuð og hljóðblönduð í „Heita
pottinum“ í umsjón Benna
Hemm Hemm og Árna plús eins.
„Þetta er svipað og fólk hefur
fengið að heyra á tónleikum, en
öll platan er tekin upp „live“.
Platan kemur út í byrjun októ-
ber, en fyrsta lagið kemur vænt-
anlega í spilun í næstu viku, en
það heitir Paul Is Dead. Eig-
inlegir útgáfutónleikar eru þó
ekki fyrirhugaðir fyrr en í nóv-
ember, eftir Iceland Airwaves-
hátíðina,“ segir Unnsteinn að
lokum. traustis@24stundir.is
Upptökum lokið á fyrstu plötu Retro Stefson
Frumflytja frumburðinn
á Organ annað kvöld