24 stundir - 02.09.2008, Blaðsíða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2008 29
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Sjóðheitt dans- og púlnámskeið í boði fyrir 16 ára og eldri,
bæði stelpur og stráka. Í boði er spennandi og krefjandi 12
vikna námskeið fyrir þá sem elska að dansa og hafa áhuga
á að koma sér í form.
• Kennt er í lokuðum hópum
• Tímar fyrir byrjendur og lengra komna
• Ýmsir dansstílar kynntir s.s. Jazz – Street – Hip hop
– Musical – Lyrical - Modern.
Námskeið hefst 8.september!
Vertu með!
Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is
Tímar eru 2 – 3x í viku
Dansstudio 1:
Byrjendur, mánudaga kl.19:40 og fimmtudaga kl.21:00.
Dansstudio 2:
Framhald, mánudaga kl. 19:45 og fimmtudaga kl.20:45.
DANSpúl:
Þriðjudaga kl. 20:40 - frjáls mæting og mikið gaman!
Frjáls aðgangur að tækjasal meðan á námskeiði stendur
12 vikur kr 29.900.-
Dansstudio JSB
Innritun hafin!
DANSSTUDIO
JSB
www.jsb.is
Danslistarskóli JSB
er samstarfsaðili að
Frístundakorti
Reykjavíkurborgar.
Kvikmyndin The Dark Knight,
hefur slegið í gegn alls staðar í
heiminum, nema í Japan. Tekjur
af myndinni eru orðnar 8,7 millj-
ónir dollara eftir þrjár vikur í
sýningu í Japan en það eru gíf-
urleg vonbrigði fyrir aðstand-
endur myndarinnar. Ástæðan fyr-
ir þessum dræmu viðtökum mun
vera sú að Japanar eru ekki par
hrifnir af svona dökkum ofur-
hetjumyndum. vij
Batman of
þunglyndislegur
Og enn af Batman því leikarinn
Johnny Depp hefur loksins tjáð
sig opinberlega um þann orðróm
að hann muni fara með hlutverk
The Riddler í næstu kvikmynd
um ævintýri Batmans.
„Þetta ætti að geta orðið
skemmtilegt starf um tíma,“
sagði leikarinn í viðtali við
bandarískan útvarpsþátt á dög-
unum. Hann sagði þó að hann
hefði ekki skrifað undir neinn
samning varðandi hlutverkið. vij
Depp hefur
áhuga á Riddler
Sopranos-stjarnan James Gan-
dolfini gerði sér lítið fyrir um síð-
astliðna helgi og gekk að eiga
unnustu sína, Deborah Lin, á
Hawaii. Fjölmiðlafulltrúar leik-
arans hafa ekki tjáð sig um þessar
fregnir en People tímaritið birti
fyrstu fréttina um hjónabandið.
Þetta er annað hjónaband Gan-
dolfinis en hann skildi við fyrri
eiginkonu sína, Marcy Wudarsk,
árið 2002. Gandolfini og Deborah
Lin hafa verið trúlofuð í um eitt
ár. vij
Gandolfini gekk
í það heilaga
PGA Tour 09 skartar ekki bara
uppfærslu á grafík heldur hefur
ýmsu öðru verið bætt við. Nú geta
menn til dæmis séð hvernig þeir
klúðra höggunum sínum og leið-
rétt sveifluna ásamt því sem net-
spilun hefur fengið vel þegna víta-
mínsprautu í óæðri endann.
Photo Game Face er fítus sem
EA kynnti til sögunnar í PGA Tour
08 og hefur betrumbætt þann hluta
enn frekar þetta árið. Game Face
gerir leikmönnum kleift að skella
myndum af smettinu á sér inn í
leikinn og búa til stafræna útgáfu af
sjálfum sér til að nota við spilun
hans. Þetta kerfi er kannski ekki
fullkomið en engu að síður vel-
komið.
Golf er án efa ein af leiðinlegri
íþróttagreinunum. Tiger Woods
PGA Tour 09 er hins vegar fjarri
því að vera leiðinlegur.
Leikurinn krefst mikils af leik-
mönnum en tilfinningin sem fylgir
því að senda kúluna beint úr sand-
gryfjunni ofan í holuna vegur al-
gjörlega á móti því. Það hefur
sjaldan verið jafnfreistandi að
klæða sig hallærislega og rölta um
flatirnar.
Sjáðu, mamma, ég er í leiknum!
Friðsælt á brautinni Tiger Woods-leikirnir hafa hingað til ekki klikkað.
Tiger Woods PGA Tour 09 gerir það ekki heldur.
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
Ef það er eitthvað sem er öruggt í
þessu lífi þá er það að á Fox News
er ekki segir sagður allur sannleik-
urinn og það kemur nýr Tiger Wo-
ods-leikur á hverju ári.
Þetta árið er engin undantekn-
ing og nú er Tiger Woods PGA To-
ur 09 kominn í verslanir. Tiger hef-
ur undanfarin ár haft algjöra
yfirburði á golfleikjamarkaðnum,
ekki bara sökum fákeppni heldur
einnig vegna þess hve góðir leik-
irnir hafa verið. Þetta árið er ekkert
frábrugðið og ættu aðdáendur fyrri
Tigerleikja að geta fjárfest í þessum
nýja leik á nokkurra áhyggna. NIÐURSTAÐA: 89%
Tiger Woods PGA Tour 09
Grafík: 91%
Hljóð: 83%
Spilun: 94%
Ending: 86%