Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagurinn 20. apríl Þrátt fyrír að ég sé oröinn mið- og vestur- bæjarmaður ákvað ég að eyða sumardegin- um fyrsta við Þróttheima. Gekk á eftir Árna Sigfúss. í skrúðgöngu og borðaði kjötið hans Óskars í Argentínu. Ég veit þaö hljómar einkennilega en mérfinnst einhvern veginn kjöt sem sjálfstæðismaöur eldar betra en það sem einbver allaballi hefur káfað á. Þetta er ekki trúarofstæki. Það er bara eitthvað við það hvernig allaballarnir þjösnast á kjötinu. Ef menn vilja þjösnast á einu sviði þá þjösn- ast þeir á öllum sviðum. Eins er um þá sem eru glæsilegir á einum veili, þeir eru jafn glæsilegir á öðrum völlum. Þess vegna fannst mér ég bara nokkuð glæsilegur þarna á Þróttaravellinum. Föstudagurinn 21.apríl Það er lítið eftir af sumarskapinu frá í gær. Ég fór niður í þing, skaut mér í þakherbergi og var fljótlega kominn inn í hóp sjálfstæðis- manna sem voru að ræða nýjustu hrossa- kaupin í kvótamálinu. Einar Kr. varað segja eitthvað sem mér fannst í hita leiksins vera gáfulegt og sagði að þetta hefði ég skrifaði í bókina mína um kvótamálið. Það sló þögn á hópinn. Ég spurði þá hvort þeir hefðu ekki lesið bókina. Þeir svöruðu einróma: „Nei, Hannes minn.“ Það var þetta „rninn" sem fór með mig. Þeir hæddu mig, bókina mína og kenningarnar. Það er ekki nema von að kvótamálið sé óleyst. Ég var hálf-eyðilagður allan daginn, ætlaði seint að ná mér niður en sofnaði þó á endanum með ólund. Laugardagurinn 22. apríl Jón Baldvin rúllaöi yfir Jóhönnu í hundrað- asta skipti á fundi flokksráðsins í dag. Mikil lifandis skelfing vildi ég að sá maður fengi einhverja almennilega andstæðinga að glíma við í þessu flokkskríli sínu. Hann heldur að honum dirfist að flýta flokksþinginu með því að ýja að haustkosningum. Éins og Davíð sé einhver Þorsteinn sem gefst upp á miðju tímabili og lætur kippa undan sér forsætis- ráðherrastólnum. Eg skrifaði skeyti til Dav- íðs: „Hentu Jóni, taktu Dóra“ en hætti við að senda það. Ég er að hugsa um að kvelja Davíð með því að tala ekki við hann. Láta hann verða fyrri til að hafa samband. Sunnudagurinn 2f. apríl Þessi nýja aðferð í samskiptunum við Davíð virðist ekki ganga upp. Ég ákvaö í gær að tala ekki við hann en hann hefur enn ekki haft samband. Hann forðast mig enn eins og hann hefur gert í margar vikur. Ég varð leiö- ur yfir þessu og fann mig ekki til að gera nokkurn hlut. Þannig eru flestir dagar orðnir. Mánudagurinn 24. apríl Þegar ég vaknaði í morgun ákvað ég að beita brögðum. Ég hringdi í Gussa fýlu og spurði hann við hvern Davíð ráðfærði sig eiginlega þessa dagana. Mér virtist hann hafa tiltölulega lítið að segja þau fáu skipti sem hann opnar munninn. Gussi hlustaði og passaði sig á því að janka engu sem kæmi illa við formanninn. En ég veit að ég plantaði fræi í litla heilann hans. Bráðum verður þetta komið út um allan flokk og menn munu leiða okkur Davíð saman. Þriðjudagurinn 2$. apríl Þorsteinn tók eins og asni á skýrslu Ríkis- endurskoðunar um SR-mjöl. Ætlaði að leika stranga föðurinn og boðaði að hann mundi heimta greinargerð frá öllum sem komu að málinu en skammaði Ríkisendurskoðun bara rétt temmilega. Davíð hefði ekki brugðist svona við. Hann hefði rekið skýrsluna öfuga ofan í Sigurð loftskeytamann Þórðarson og látiö hann biðjast afsökunar. Og síðan hefði hann rekið Sigurö sjálfan. Og ef hann hefði ekki getað það hefði hann bara rekið ein- hvern nákominn honum. Það er það eina sem svona karlar skilja. Miðvikudagurinn 20. apríl Á Sólon voru allir að tala um framboð Inga Björns. Ég gat ekki fengið mig til aö blanda mér í umræðurnar. Það væri svipað og Mad- onna færi að skirfa gagnrýni um nýjustu plötu Leoncie. Og hvað ætlar Ingi Björn að gera í borgarstjórn? Kaupa þyrlu? © Stökk Hemmi í plati © Sigtryggur og Bógómíl víkjafyrir rithöfundi ann Hermann Gunnarsson gerði mikið úr fallhlífastökki sínu í síðasta þætti af „Á tali hjá Hemma Gunn“. Raddir eru nú uppi um að þrátt fyrir allar full- yrðingar og auglýsingar um beina útsendingu hafi það hins vegar ver- ið félagi i Fallhlífaklúbb Reykjavíkur sem tók að sér stökkið. I fyrsta lagi var augljós birtumunur þegar Hemmi ók þangað sem stökkið fór fram og þegar hann „stökk“. Þrír menn sá- ust stökkva og fylgdi sá fjórði þeim eftir með myndavél. Allan tíman var rangur tími inni á myndinni. Þegar Hemmi sneri svo aftur inn í mynd- ver voru þeir fé- lagar skyndilega orðnir fimm. Hvar hafði sá fimmti verið allan tímann? spurðu þá margir. Ef til vill er skiljanlegt að Hemmi hafi látið sér nægja að þykjast hafa stokkið því hann hefur átt við veikindi að stríða eins og menn muna frá því þegar Vala Matt rúllaði þættinum upp í fjarveru hans fyrir skömmu ... SIGTRYGGUR Baldursson dundar sér við handritaskrif úti í Wisconsin þessa dagana en tekur ekki fyrir að úr verkinu gæti allt eins orðið skáld- saga. Ýmsir karakt- erar hafa löngum sótt á Sigtrygg og dúkka sumir þeirra upp í verk inu. Þeirra á meðal eru danski bankastjórinn Rigmor Mortis og drag-drottningin Mrs. Baldursson sem er reyndar í gervi danskrar smurbrauðsdömu í skrifum Sigtryggs. Ekki hefur fengist staðfest hvort sjálfur sjarmörinn Bógómíl Font sé þar líka ... Menningarslys í Hafnarfirði? Strandgata 45 Húsið hefur nú verið rifið til að rýma fyrir nýju húsi og bílastæðum Pg^(í;>%í!: fc Jnfll£ J í) i J j1 „Ég tel að það hafí verið mikil mistök að rífa húsið. Það hafði sögulegt gildi og sýndi hvernig menn litu á nútíma arkitektúr á þessum árum. Húsið var líka minnisvarði um besta Hafnar- fjarðarbrandara allra tíma og hefði átt að leyfa því að standa,“ segir Arínbjöm Vilhjálmsson arkitekt um örlög hússins sem stóð við Strandgötu 45 í Hafnarfirði þar til í síðustu viku að það var jafnað við jörðu fyrir tilstilli bæjaryfirvalda. Hús þetta var þekktast fyrir að vera húsið með fölsku framhliðina og var löngum vinsæll viðkomu- staður í sunnudagsbíltúrum fjöl- skyldna sem komu frá Reykjavík til að berja það augum. Þótt það hafi átt sér heldur vafasaman sess í byggingarsögu íslands og hafi oft verið tekið sem dæmi um hvernig ekki á að gera hlutina er ýmsum eftirsjá í því. Það var Ingvar Guðmundsson skútustýrimaður sem lét reisa hús- ið upp úr 1910. Þetta var vel byggt trégrindarhús og stóð á traustum grunni sem var hlaðinn úr til- höggnu grjóti. Húsið fékk þó ekki á sig þá mynd sem aflaði því frægð- ar fyrr en Brunabótafélag Islands keypti það í kringum 1960 og breytti því í skrifstofúhúsnæði. Það var Sigurjón Guðmundsson, þá- verandi skólastjóri Iðnskólans í Hafharfirði, sem fékk það verkefni að hanna breytingarnar. Eitthvað hefúr hann verið ósáttur við útlit þess því hann lét smíða á það nýja framhlið sem síðan var hengd utan á grindina. Andlitslyftingin leit glæsilega út frá Strandgötunni en NAFNSPJALD VIKUNNAR David Duke Séfvtd 1989 - 1992 Houm of Pubíshtr of the Davld Duka Reporí 500 N. Amoult Rd. Matairte, LA 70001 (804) 831-7748 K Nafnspjaldseigandinn þessa vikuna heitir David Duke og er einn af hinum svokölluðu Íslandsvínum. Hann er óvenju- legur íslandsvinur að því leyti að hann hefur aldrei komið hingað, en það eitt nægir útlendingum yfirleitt til þess að íslendingar telji þá til vina sínna. Reyndar voru það ekki ís- lendingar sem völdu hann sér að vin heldur var það hann sjálfur sem tók upp á því að vingast við landið við litla hrifningu íbúanna. David Duke er nefnilega fym/erandi framámaöur í félagsskapnum Ku Klux Klan, en það eru þeir sem sveipa sig hvítum lökum, brenna krossa og hatast útí svertingja, gyðinga, austur- landabúa og aðra kynþætti sem þeir telja óæðri hvíta kynstofninum. íslandsáhugi Dukes kom i Ijós þegar hann bauð sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir nokkrum árum. Þá tók hann ísland sem dæmi um land þar sem morð, nauðganir og aðrir glæpir væru afskaplega fátíðir því þar byggju hreinræktaðir ar- íar sem leggðu ekki stund á slíkan ósóma. í stað þess að finnast hólið gott fyrrtust fslendingar við og fannst að sér vegið með því að svona maöur væri að draga nafn landsins inní aðra eins umræðu. var mjög undarleg þegar horft var á húsið frá hlið. Þá var engu líkara en leikmynd hefði verið skellt framan á húsið. Þessar breytingar voru samþykktar af byggingar- nefnd Hafnarfjarðarbæjar eins og lög gera ráð fýrir og þóttu flottar. Álitið átti þó eftir að breytast hressilega og síðustu ártugi hefúr verið hlegið óspart að þessum til- færingum. En eins og Arinbjörn minnist á hér í byrjun hafði húsið ákveðið sögulegt gildi. Á þessum árum var það í tísku í arkitektúr þegar fyllt var í skörð milli húsa að kljúfa sig frá byggingarstílnum í kring og gera eitthvað nýtt. Ágætt dæmi um þessa stefnu er húsið milli Hótel Borgar og Reykjavíkur apóteks sem Almennar tryggingar létu reisa á sjötta áratug aldarinnar. Þetta var það fínasta á þessum tíma. Nema hvað Strandgata 45 var ekki skarð svo í því til- felli var skotið illa yfir markið. Brunabótafélagið var í húsinu í fjölda ára en þegar VlS var stofnað á sínum tíma komst það svo í eigu þess félags. Fyrir J>remur árum seldi VÍS Halldóri Amundasyni húsið en hann er barnabarn Ingvars sem reisti það á sínum tíma. Halldór byrjaði á því að dytta að húsinu sem var farið að láta nokkuð á sjá. Að eigin sögn ætlaði Halldór seinna meir að rífa „Hollywood- hliðina", eins og hann kallar fram- hliðina, framan af húsinu og færa það í upprunalegt form. En Hall- dóri tókst ekki þetta ætlunarverk sitt. VlS hafði láðst að ganga frá því skriflega að Hafnarfjarðarbær vildi ekki nýta forkaupsrétt sinn að hús- inu þegar það seldi Halldóri það. Það kom í Ijós að bærinn vildi kaupa húsið þegar það hafði verið í eigu Halldórs í tvö ár og gengu því kaup hans við VÍS til baka. Halldór segir að hann hafi borið sterkar taugar til hússins og hon- um sé eftirsjá í því. „Ég var búinn að vera þarna öll mín uppvaxtarár heimagangur, í jólaboðum og fleira. Húsið var óskemmt og ófúið og það hefði verið hægt að gera það mjög gott með þeim endur- bótum sem ég hafði í huga.“ Magnús Jónsson, minjavörð- ur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar, er sammála Halldóri og hann hefði líka viljað sjá fara öðruvísi fyrir húsinu. „Mér líst illa á að þetta hafi verið rifið. Það hefði verið nær að færa húsið í fyrra horf og leyfa því að standa.“ Það var þó ekki öllum jafn sárt um að sjá húsið hverfa. Friðþjófur Sigurðsson hjá bæjarverkfræð- ingi Hafnarfjarðar er einn af þeim. „Það er ekki mikil eftirsjá í þessu húsi og ég held að þeir sem komu nálægt breytingunum á því á sín- um tíma hafi flestir viljað gleyma því sem fyrst.“ Samkvæmt skipulagi fyrir mið- bæ Hafnarfjarðar er stefnt að því að húsið við Strandgötu 47 verði einnig rifið. Á lóðunum mun svo rísa nýtt hús og bílastæði. © UNDARLEQ VERÖLD HILMARS ARNAR Leiðin til að halda jafn- vœgi í vit- skertri veröld Jafnvel bestu vinir inínir eiga erfitt með að gera það upp við sig hvort ég sé aumingi eða helgur maður. Satt að segja er ég stundum ekki alveg viss sjálfur. Þegar ég er forsmáður, fýrirlitinn og fótum troðinn sit ég eins og Job og hvísla eftir síðasta pungsparkið: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.“ Þetta væri svosem allt ókei ef Drott- inn væri með eitthvað sýstem í gjafa og brottnámskvótanum, en þá er oft ágætis hugmynd að fletta yfir í Prédik- arann eða fara á búddíska períódu og iðka ástríðuleysi gagnvart öllum hlut- um eða uppákomum sem þykjast vera þáttur í tilverunni. Síðan er til sú leið að fá útrás í gegn- um bíómyndir þar sem langkúguð söguhetja uppgötvar styrk sinn og spúlar burt pakkinu í vel uppbyggðri lokasenu og leysa þannig upp van- máttinn og pirringinn í sprengingum og kúlnaregni á hvíta tjaldinu. Enn þann dag í dag get ég ekki fengið mér pulsu án þess að spóla í gegnum Dirty Harry-fantasíuna mína þar sem ég losa líf mitt við síðasta fantinn um leið og ég sleiki síðustu remúlaðislettuna af vísifingri vinstri handar. Og oft og einatt er lærdómsríkt að hugleiða verk og örlög þeirra sem létu ekki aumingjahátt eða heilagleika aftra sér þegar á hólminn var komið. Jacob Mandel fór inn á rakarastofu í Los Angeles og bað um ákveðna klippingu. Ólíkt mér þegar Pétur rak- ari sneið af mér stoltið og tilkynnti síð- an að sítt hár væri úti (Sjáðu bara John Lennon), læddist hann eJcki sneyptur út og fékk sér húfu. Hann brenndi niður heila verslunarmiðstöð og fjórar rakarastofur. Ónefndur maður fór með vélbyssu í vændishús í Trípóli og skaut á allt kvikt eftir að hann hafði firétt að systir hans ynni þar. Kona í Seattle sem var búin að fá nóg af umferðarteppum keyrði uppá gangstétt og valtaði þrívegis yfir Jan- ice M. Gaston og varð henni að bana. Fröken Gaston hafði staðið á götu- homi ásamt tveimur vinkonum sínum og verið að spjalla við vin sinn, bíl- stjóra vöruflutningabílsins sem kom allri teppunni af stað. Ástralíumaður fékk nýverið fimm ára fangelsi fyrir að myrða konu sína eftir að hún neitaði að skipta yfir á fót- boltaleik í sjónvarpinu. Patrick nokkur Dempsey sem taldi sig hafa farið flatt á viðskiptum sínum við einhverja stóra lögfræðistofu í 111- inois var handtekinn fyrir að hafa villt á sér heimildir sem fulltrúi heilbrigðis- yfirvalda eftir að hann hafði hringt í eiginkonur allra lögfræðinganna og boðað þær í eyðnipróf vegna þess að eiginmenn þeirra hefðu greinst smit- aðir. Og svona gengur þetta endalaust hjá fólkinu sem hefur ekki vit á því að sjá nýjustu John Woo myndina, segja síð- an að allt sé hégómi og eftirsókn eftir vindi (eða Sabbé Pi Dukkham ef það vill sletta Sanskrít sem ég geri ævinlega þegar mikið liggur við og fólk er farið að velkjast í vafa um heilagleikann) og bíða rólegt eftir næsta áfalli. © 4 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.