Eintak - 28.04.1994, Síða 9
Ami Sigfusson brigslar Sigrúnu Magnúsdóttur um annariegar hvatir vegna fyrirspumar
í borgarráði um ráðgjafarstörf Ingu Jónu Þórðardóttur
Ráðgjafarstörflngu Jónu Þórð-
ardóttur, viðskiptafræðings og
þriðja manns á lista Sjálfstæðis-
flokksins fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar, voru aftur til umræðu á
fundi borgarráðs á þriðjudag. Þá
svaraði Ámi Sigfússon borgar-
stjóri ítrekaðri fyrirspurn Sigrúnar
Magnúsdóttur oddvita Reykja-
víkurlistans um það í hverju vinna
Ingu Jónu fyrir borgarstjóra á árinu
1992 var falin. Sigrún vill fá að sjá
greinargerð hennar um þá vinnu en
af svari Árna má ráða að engin slík
skrif séu til. í viðtali við EINTAK
14. apríl síðastliðinn sagði Inga
Jóna hins vegar að á reglulegum
fundum með Markúsi Erni An-
tonssyni, þáverandi borgarstjóra,
hefði hún lagt fram minnisblöð og
greinargerðir en það væri mál
Markúsar hvað hann gerði við þessi
plögg. Enn hafa þau elcki verið lögð
fram í borgarráði.
Eins og kunnugt er snýst deilan
um það að borgarsjóður greiddi 2,4
milljónir króna fyrir ráðgjöf Ingu
Jónu sem sneri meðal annars að
einkavæðingaráformum Sjálfstæð-
isflokksins. Minnihlutinn krefst
þess að fá að sjá tillögur hennar og
greinargerðir.
Árni endurtók fyrra svar að
mestu og nefndi nokkur atriði sem
var að fmna í minnispunktum
Markúsar Arnar Antonssonar sem
lagðir voru fram á fúndi borgarráðs
12. apríl. í svarinu segir að veruleg
hagræðing hafi þegar náðst vegna
vinnu Ingu Jónu sem hafi verið
grundvöllur að ýmsum fram-
kvæmdaverkefnum borgarstjóra. í
því sambandi bendir Árni á mal-
bikunarstöð og grjótnám, útboð á
eldsneytiskaupum, leiguakstri og
öryggisvörslu, breytingu á rekstri
bílastæðasjóðs og fleira.
Síðan segir orðrétt: „Augsýnilegt
er að gagnrýni borgarfulltrúans
byggir annað hvort á þekkingar-
leysi á vinnu ráðgjafa og nútíma
stjórnarháttum eða er sett fram til
þess að skapa tortryggni í garð
borgaryfirvalda hjá þeim sem
þekkja ekki til slíkrar vinnu. Vilji
borgarfulltrúinn halda áfram slík-
um starfsháttum er hún hvött til að
stunda þá utan borgarráðs."
1 bókun sinni sagði Sigrún meðal
annars: „Borgarstjóri lýsir nú yfir
að engin greinargerð eða skýrsla sé
til um störf verktakans Ingu Jónu
Þórðardóttur, heldur einungis
minnispunktar sem Markús Örn
setti saman eftir minni. Þessi full-
yrðing borgarstjóra stangast á við
orð verktakans.“
Þá sagði hún að við svar borgar-
stjóra yrði ekki unað. „Ég tel mig
vera að sinna starfi mínu sem borg-
arráðsmaður þegar ég óska eftir
gögnum, sem unnin eru fyrir yfir-
stjórn borgarinnar. Ég minni enn á
að borgarráð fer með fram-
kvæmdastjórn borgarinnar ásamt
borgarstjóra og eigum við því sama
Arni Sigfússon
Segir um fyrirspurn Sigrúnar:
"Vilji borgarfulltrúinn halda
áfram slíkum starfsháttum er
hún hvött til að stunda þá utan
borgarráðs. “
SlGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
Svarar Árna: „Ég tel mig vera
að sinna starfi mínu sem borg-
arráðsmaður þegar ég óska eft-
ir gögnum, sem unnin eru fyrir
yfirstjórn borgarinnar."
Inga Jóna Þórðardóttir
Hún segist hafa lagt fram
greinargerðir um ráðgjafar-
störfsín á fundum með Mark-
úsi Erni Antonssyni en hvorki
hann né Árni Sigfússon hafa
lagt þær fram.
rétt til að kynna okkur tillögur sem
leiða kunna til betri stjórnarhátta
eða hagræðingar í rekstri.
Þá vil ég benda borgarstjóra á að
hjá hinurn ýmsu stofnunum og fýr-
irtækjum borgarinnar er oft leitað
til sérfræðinga eða verktaka, sem
ávallt ljúka vinnu sinni með þvi að
senda álitsgerðir.“
Greinilegt er á þessum orða-
skiptum að kosningabaráttan er
farin að setja mark sitt á fundi
borgarráðs. ©
Gífurlegur samdráttur í fjárfestingum hérlendis
Samdrátturínn nemur 23 pró-
sentum á síðustu tveimur árum
Gífurlegur samdráttur hefur
orðið í fjárfestingum hérlendis á
undanförnum tveimur árum og
nemur hann samtals tæpum 23
prósentum. 1 heildina drógust fjár-
festingar saman um 11,2 prósent ár-
ið 1992 og 11,6 prósent í fýrra. Að
sögn Þórðar Friðjónssonar for-
stöðumanns Þjóðhagsstofnunar
þarf að leita aftur til sjöunda ára-
tugarins til að finna sambærilegar
tölur. Þessi samdráttur í fjárfesting-
um er talinn ein af orsökum hins
mikla atvinnuleysis sem nú hrjáir
landsmenn. Fjárfestingar sem hlut-
fall af landsframleiðslu eru lægstar
á íslandi meðal OECD ríkjanna.
Þannig nemur þetta hlutfall á fyrr-
greindum árum rúmlega 15 pró-
sentum hvort árið, en að meðaltali
er hlutfallið 20-22 prósent hjá öðr-
um OECD ríkjum.
Ef litið er á einstaka liði hefur
samdráttur í fjárfestingum orðið
mestur hjá atvinnuvegunum eða
rúmlega 40 prósent, þar af 12,8 pró-
sent árið 1992 og 29,4 prósent í iýrra
miðað við fast verðlag ársins 1990.
íbúðarbyggingardrógust saman um 7 prósent ífyrra.
Alls námu fjárfestingar atvinnuveg-
anna rúmlega 31 milljarði króna ár-
ið 1991 en þær duttu niður í 28
milljarða árið eftir og í fýrra námu
þær aðeins 21,5 milljörðum króna.
Mesta breytingin varð í fjárfesting-
um í fiskveiðum en þær drógust
saman um 119 prósent milli áranna
1991 og 1992 og samdrátturinn milli
1992 og 1993 nam 67 prósentum. I
flutningstækjum nam samdráttur-
inn 46 prósentum árið 1992 og 65
prósentum í fyrra.
Samdráttur í íbúðarhúsnæði
varð töluvert minni á fýrrgreindum
tímabilum. Þannig drógust íbúða-
byggingar saman um 3,3 prósent
árið 1992 og um 7 prósent í fýrra.
Fjárfestingar hins opinbera jukust
hinsvegar nokkuð í fýrra eða urn
tæp 8 prósent á móti 14 prósent
samdrætti árið áður.
Þórður Friðjónsson segir að þótt
samdrátturinn í fjárfestingum hér-
lendis á síðustu tveimur árum sé
mjög mikill megi nefna að ísland er
ekki einsdæmi hvað þetta varðar
meðal. nágra.nnaþjóðanna. Ne.fnjr
hann sem dæmi að víðlíka hlutir
hafi verið að gerast meðal annars í
Finnlandi og Svíþjóð. „Ástæðan
fýrir þessum samdrætti hérlendis er
einkum sú að hér hefur ekki verið
hagvöxtur að ráði síðan árið 1987
og á þessum tíma hefur ríkt stöðn-
un í efnahagslífmu,“ segir Þórður.
„Mikil deyfð hefur verið í fjárfest-
ingum og það hafa verið fá arðbær
tækifæri til fjárfestinga miðað við
það sem í boði er.“
Bjartara framundan
Samkvæmt spám Þjóðhagsstofn-
unar fyrir þetta ár er búist við að
nokkuð dragi úr þeim samdrætti
sem ríkt hefur tvö síðastliðin ár.
Þannig er gert ráð fyrir að í heildina
dragist fjárfestingar saman um 1,9
prósent, að mestu hjá hinu opin-
bera þar sem samdrátturinn mun
nema urn 6,5 prósentum. Hinsveg-
ar er gert ráð fyrir að fjárfestingar
hjá atvinnuvegunum aukist um 2
prósent og fjárfestingar í íbúðahús-
næði standi í stað. ©
Sagt er að forsendur fyrir upp-
SÖgn JÓNASAR JÓNASSONAR
dagskrárstjóra Stöðvar tvö
hafi verið að hann ferðaðist á Saga
Class með Flugleiðum á heimleið
frá útlöndum á dögunum. Það fór
fyrir brjóstið á Páli Magnússyni
sjónvarpsstjóra í kjölfar boðaðara
sparnaðaráaetlanna. Nú hefur
heyrst að Jónas hafi ferðast á al-
mennu farc
fengið að s
ókeypis á f
Class því v
var fullbóki
Því hafi ver
um hreina
sýndar-
mennsku
hjá sjón-
varps-
stjóranum
að ræða
að víkja Jói 1-
asi úr embætti. Hann hafi verið bú-
inn að segja honum að sitja afturí á
ferðalögum sínum en hann hafi
greinilega ekki tekið það nógu al-
varlega. Það sem staðfestir söguna
er að Páll sagði á fundi með starfs-
mönnum í fyrradag að ekkert væri
upp á Jónas að klaga ...
Mikill urgur er meðal starfs-
fólks Stöðvar 2 og það er
orðið þreytt á skyndiupp-
hlaupum sjónvarpsstjórans. Upp-
sögn Jónasar segir það að hafi ver-
ið byggð á tylliástæðu en getgátur
eru uppi um hvað sé henni að baki.
Sumir segja að Páll hafi bæði verið
að senda skilaboð til starfsfólksins
og sýna stjórninni að hann væri in
control með því að sýna svona töff-
heit. Aðrir segja að Jón Ólafsson
sem situr í stjórninni hafi verið að
þrýsta á um niðurskurð á dagskrár-
deildinni sem Jónas hefur staðið
harður gegn. Niðurskurður þýðir
aðeins eitt fyrir Jón, en það er að
hann komi meiru af því drasli sem
hann hefur umboð fyrir í loftið ...
Þriðja kenningin er sú að Jón
Ólafsson og SlGURJÓN SlG-
hvatsson hafi viljað losna
við Pál Magnússon. Jón kom Jón-
asi í stöðu deildarstjóra en sá síðar-
nefndi og Sigurjón eru einnig góðir
vinir. Páll hafi ályktað sem svo að
Jón og Sigurjón hafi séð eftirmann
sinn í Jónasi og því gripið til þess
örþrifaráðs að láta hann fjúka við
..fyrsia.tækifæri...................
FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1994
9