Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 28.04.1994, Qupperneq 32

Eintak - 28.04.1994, Qupperneq 32
Kristín Blöndal og Ingibjörg Hauksdóttir hafa opnað samsýningu í Listhúsinu við Tryggvagötu. Kristín sýnir olíumálverk en Ingi- björg sýnir bróderuð börn og eru verkin unnin úr bleyjugasi, undanrennu og kartðflumjöli. Þær stöllur útskrifuðust saman úr MHÍ fyrir tveimur árum og deila nú vinnustofu svo þeim fannst viðeigandi að setja upp sýningu saman. Auk þess segir Kristín þær eiga það sameiginlegt að vera báðar mjög feminískar f listhönnun sinni. Sýningunni lýkur á sunnudaginn. Art-hún heldur sýningu i Listhúsinu Laugardal. Hópinn skipa þær Elínborg Guðmundsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Helga Ármanns, Erla B. Axelsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Þær sýna leirlist, grafík og málverk til sunnudags. Sýning stendur yfir í Gallerí Greip á smáhillum og borðum eftir Gunnar Magnússon innan- húshönnuð. Húsgögnin eru til sölu. Freydís Kristjánsdóttfr sýnir myndasögur og bókaskreytingar (katfistofu Hafnarborgar og ber sýningin yfirskriftina Rómantík. Teikningar Freydísar hafa meðal annars birst f GlSP-blað- inu sáluga og (bókum sem Námsgagnastofnun hefur gefið út. Jón Thor Gíslason sýnir olíu- málverk f Hafnarborg og Annette Ackermann temperamyndir í Sverrissal. Sýningarnar standa til 2. maf. Bandaríkjamaðurinn Richard Tuttle sýnir f sýningarsalnum Önnur hæð sem er til húsa að Laugavegi 37. Um helgina lýkur sýningu Drafnar Frið- finnsdóttur í Listasafni ASI, en þar sýnir hún stórar tréristur. Hulda Hákon sýnir málverk og skúlptúra á Kjarvalsstöðum. Sýningin er nokkuð frábrugöin því sem við eigum a venjast frá Huldu, en hún er skemmtilega heildstæð og Iffleg. Ólafur Gislason sýnir líka á Kjarvalsslöðum og er yf- irskrift sýningarinnar Vernissageeto „Opnun listsýningar" og hefur áður verið sett upp í nor- rænu listamiðstöðinni á Sveaborg. Seðlabank- inn er hér með hvattur til að kaupa óþvegnu rauðvínsglösin hans Ólafs. Loks hangaverk Kjarvals sjálfs að sjálfsögðu Ifka uppi. Listasafn Háskóla islands er með sýningu á nýjum verkum í eigu safnsins á öllum hæðum í Odda. Jóhann Sigmarsson stendur fyrir sýningunni Drögaö veggtóöriá Mokka. Anton Einarsson sýnir málverk á Veitinga- staðnum Laugavegi 22. Nokkuð glúrinn bara. Lýsingar Barböru Árnason við Passíusálma Hallgríms Péturssonar hanga uppi í Listasafni íslands — býsna góðar bugmyndir færrar lista- konu. Yfirlitssýningin á verkum Jóns Gunnars Árnasonar stendur líka enn í Listasafninu. Guðbergur Bergsson kallar Jón Gunnar galdra- dreng og segir sýninguna einstæða. Sýningarn- ar í Listasafninu standa til 8. maí. Hugmynd-Höggmynd heitir sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þar sem sjá má úrval verka frá ólfkum tímabilum f list Sigurjóns, meðal annars olíumálverk sem safninu var ný- lega gefið, en það málaði Sigurjón af bæjarhús- upum á Kolviðarhóli þegar hann var á ferming- araldri. Sýningin stendur alveg fram á vor. FYRIR BÓKELSKA Látið aldrei bókasafnsbækurnar frá ykkur fyrr en í fulla hnefana. Einu sinni á tveggja eða þriggja ára fresti auglýsir Borgarbóka- safnið sérstaka skiladaga þar sem vanskilafólki á bækur er boðið að koma með bækurnar og skila þeim án dagsekta. Það er því algerlega tilgangslaust að skila bókum á réttum tíma þegarþað er algjörlega öruggt að maður þarf ekki að borga sektir ef maður dregur það nógu lengi að skila þeim. Þá er nær að hafa þær hjá sér ef maður vildi grípa til þeirra seinna. Það eru bara fífl sem skila bókum á réttum tíma. bundið bárujárn af gamla skólan- um. Munurinn er helst sá að söngvarinn kann að öskra rámur sitt „Óúúúú-jeejeee!“ og þeir eru lunknir við að hoppa á sviðinu strákarnir, og af því. Ef Chris Corn- ell söngvari og gítarleikari hefði haft meira vald á lagasmíðum hefði hann með smá heppni getað tekið við af David Lee Roth sem konung- ur þungarokksins. En vegna landa- fræðinnar fylgdi Soundgarden Nir- vanasprengingunni og sló þar af leiðandi í gegn hjá grungu kynslóð- inni. Superunknown er stútfull af þessum frægu jarðskjálftagítarriff- um sem lyftu sveitinni upp úr með- almennskunni og aldrei þessu vant eru lagasmíðarnar nokkuð áheyri- legar. Svona plata getur ekki annað en höfðað til þeirra sem finnst Eddie Vedder vera helst til væminn en hafa ekki þorað að stíga rokk- skrefið til fulls með því að kynna sér Celtic Frost. Soundgarden eru komnir með bílpróf. © Sjónvarp SIGURJÓN KJARTANSSON Sumar á Sýrlandi SöNGVAKEPPNl FRAMHALDSSKÓLANNA RfKISSJÓNVARPINU iWr A N 0 G Ef maður vill fylgjast með Söngvakeppni framhaldskólanna er gott að horfa á hana á myndbandi og hafa fjarstýringuna við hendina svo hægt sé að hraðspóla áfram. Þetta sparar manni bæði tíma og stundum óæskilegt eyrna-áreiti sem vill skapast í keppnum sem þessari. Er ég þó ekki að segja að keppnin sé af hinu illa því að inn á milli mátti heyra stórefnilega söngvara brýna raustina í fyrsta sinn opinberlega og veitir keppnin þeim vissulega ómetanlegt tækifæri til að heyja frumraun sína á söng- sviðinu. Hinir hæfileikaminni eru kannski að þessu bara til að vera með, svona rétt eins og í maraþon- hlaupi, en hvort þeir hafi þar með skapað sér rétt til þess að eyðileggja LANDIÐ kvöldið fyrir saklausum sjónvarps- áhorfendum (og -áheyrendum) er hinsvegar spurning. Það verður að segjast að „maraþonhlaupararnir" voru í meirihluta þetta árið, en hver gæti svo sem búist við því að það komi snillingur frá hverjum skóla? Verkefnaval keppenda var óhemju einhæft eins og fyrri ár; nánast undantekningarlaust lög með Stuð- mönnum eða Trúbrot - dettur framhaldsskólanemum aldrei neitt frumlegt í hug? Sumir klæddu sig nákvæmlega eins og fyrirmyndirn- ar og voru jafnvel með sömu brandarana á takteinum. Þetta gekk stundum svo langt að maður fór að velta því fyrir sér hvort þetta væri eftirhermukeppni. En fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott, og ég var alveg hæstánægður með úrslitin. Söng- konan sem sigraði var bara mjög góð og hafði auk þess nokkuð sé- stakan raddkarakter. Ekki spillti það fýrir hve gullfalleg hún var, en það er orðið sjaldgæft meðal ís- lenskra söngkvenna. En framhalds- skólanemar: Látið ykkur detta eitt- hvað nýtt í hug fyrir næsta ár! Og þið sem eruð laglausir: Ekki syngja! Takk fyrir. © Popp ÓTTARR PROPPÉ Pönk og sýra fara ilV í nýra The Ramones: Acid Eaters ★ Pönkið kom og pönkið fór. Nú er pönkið komið aftur. The Ramo- nes var af mörgum talin fyrsta pönkhljómsveitin. Þeir ullu sprengingu í rokkheiminum þegar þeir byrjuðu fyrir tuttugu árum og veltu pönkinu af stað. Gerilsneitt spretthlauparokkið var svo full- komið að Ramones-bræður hafa ekkert breyst síðan en eru samt vin- sælli í dag en nokkru sinni fyrr. Ac- id Eaters er nostalgíuplata þar sem sveitin rifjar upp gömul uppáhald- slög frá sýrutímanum. En það er eins og eitthvað hafi klikkað. Ramones hafa alltaf tekið lög ann- arra á plötum sínum og þau hafa hljómað alveg eins og þeirra eigin lög. Það er kannski það að sum lög- in á þessari plötu eru orðinn svo gegnþvæld í útvarpsorgíunni að þeim er ekki viðbjargandi svo að flest lögin á Acid Eaters virka þreytt og jafnvel lummó. Líklegra er þó að í þetta skiptið hafi Ramones tekið pönkið aðeins of bókstaflega - nokkuð sem þeir hafa einmitt látið vera hingað til. Það er mjög sniðugt að taka Slade-lög í pönkuðum út- setningum en það er óþarfi að spila þau vitlaust ef útkoman er verri en á originalnum. Það er hæpið að hörðustu ramones-fíklar slefi yfir þessari plötu. Hún er meiri bíl- skúrsvinna en góðu hófu gegnir. Manni finnst líklegra að síðasta „al- vöru“ Ramones-platan, Mondo Bizarro, verði látin sitja áfram í spilaranum. En það er alltaf von til þess að einhver sem hefur verið límdur við sýruna taki við sér og uppgvöti ellismellina í rifnu leður- jöldcunum og það væri vel. Því í Ramones-heimi er best að lifa. HEY HO! LET’S GO! © Bíó JÚLÍUS KEMP Konumynd um Kínakonur Leikur hlæjandi láns Bíóhöllin ** Kvikmyndin Joy Luck Club sem sýnd er i Sambíóunum er byggð á samnefndri metsölubók, en ein- hverjir kaflar úr henni virðast hafa verið skildir eftir þegar ráðist var í gerð myndarinnar. Sagan er byggð í kringum fimm konur sem hittast reglulega til að spila en í upphafi myndarinna fellur ein þeirra frá. Það kemur í hlut dóttur hennar að hlaupa í skarðið, en allar spilakon- urnar eiga dætur og sögur mæðgn- anna eru raktar í myndinni. Mömmurnar eru allar fæddar í Kína en fluttust til Bandaríkjanna í kjölfar mismunandi óláns sem þær urðu fýrir i heimalandi sínu. Eins og aðrar mæður hengja þær vænt- ingar sínar til lífsins á dætur sínar og metast um þær sín á milli. Dæt- urnar eiga það sammerkt að þjást af samviskubiti gagnvart mæðrum sínum en í rauninni er verið að segja sömu söguna fimm sinnum hvort sem það var ætlunin eður ei. f myndinni rekst saman mismun- andi hugsunarháttur sem tengist ólíkum menningarheimum og kyn- slóðum en samskipti foreldra og uppkominna barna í Bandaríkjun- um eru kapítuli út af fyrir sig. Það virðist vera sama hvaða Ameríkani er spurður um foreldra sína —• beyskjan og sárindin eru aldrei langt undan og myndin féll því í í Listhúsinu Ófeigi stendur ennþá yfir samsýn- ingin Stefnumót. Listamennirnir sem þar sýna eru þeir Þorri Hringsson, Finninn Jouni Jappinen, Helga Magnúsdóttir. Bandaríkja- maðurinn Robert Bell, Siguröur Þórir og Hringur Jóhannesson Þórdís Zoega húsgagnahönnuður sýnir stóla í Stöðlakoti. Þar á meðal eru stólarnir Stelkur og Tjaldur sem koma á markað innan skamms. B I I N BIOBORGIN Full á móti GrumpyOldMen -kk Bessi og Árni þeirra Ameríkana, Jack Lemmon og Walt- her Matthau, í filtölulega saklausu og góðlát- legu gríni sem gengur ekki mjög nærri hlátur- faugunum. En það má stundum brosa. Óttalaus Fearless+kk Mynd um efni sem fá- ir leikstjórar komast lífs frá, sjálfan dauðann. Weir tekst þó að búa til sterka mynd og sleppur næstum óskaddaður. Rosie Perez leikur frábær- Hús andanna The House otthe Spirits Frábær leikur. Myndin verður aldrei leiðinleg þrátt fyrir þriggja tfma setu. BIOHOLLIN Hetjan hann pabbi My Father the Hero kkk Huggulegasta gamanmynd með ágætum leik Depardieu. Pelikanaskjalið The Pelican Brietkk Þráft fyrir ágælt efni kemst þessi mynd aldrei á flug. Bókin er betri. I þaö minnsta fyrir þá sem hafa þokkalegt ímyndunarafl. Leikur hlæjandi láns The Joy Luck Club kkk Indæl mynd um kínverskar konur. Himinn og jörð Heaven and Earth kk Síðasti hlutinn af trflógíu Olivers Slone um Vfetnam. Hér reynir hann að segja mikla sögu en nær aldrei tökum á henni. Rokna Túli *** Það er komið íslenskt tal við þessa mynd sem hefur fengist nokkuð lengi á vídeóleigunum. Börnin mæla með henni. Á dauðaslóð On Deadiy Ground kSteven Segal fær málið og heldur barnalegar einlægar ræður um umhverfisvernd á milli þess sem hann drepur umhverfissóða. í næstu mynd fer hann á hvalaslóðir og kviðristir Halldór Ás- grímsson og Kristján Loftsson. Beethoven 2 ★Annar þáttur með fleiri hund- um en færri og þynnri bröndurum. Mrs. Doubtfire kkkk Gasalega fyndin mynd. HASKOLABIO Robocop 3 ■* Vondur endir á annars góðri séríu um mann- vélmennið í löggunni sem seg- ir reyndar upp f þessari mynd og slæst f lið með þeim sem ekki einu sinni löggan nennir að vernda. Leitin að Bobby Fischer Searching forBob- byFischerkk Vandvirknislega gerð mynd um dreng sem á erfitt með að slanda undir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til hans. Listi Schindlers Schindler's List **** Verðskulduð Óskarsverðlaunamynd Spielbergs. (Allir skila sínu besta og úr verður heljarinnar mynd. Meira aö segja Polanski braut odd af of- læti sínu og fór á ameríska mynd (en hann er nú reyndar gyðingur og missti mömmu sína í hel- förinni). Eins konar ást The Thing CalledLove kk Glöð mynd um ungt fólk í Ameríku, létt yfir- bragð og fallegir leikarar. Litli Búdda Litle Buddha kk Þrátt fyrir glæsi- legan búning vantar einhvern neista í þessa til- raun Bertoluccis til að búa til mikla epíska sögu. Blár Blue kk Kieslowski-myndirnar verða þynnri og þynnri eftir því sem þær verða fleiri og fleiri. Beethoven 2 AMeira gelt en hlátur.. Líf mitt MyLile'kk ílúgguleg tilraun tiláð búa til mynd um venjulegt fólk, í nafni föðurins In the Name otthe Father kkkk Mögnuð mynd um réttarmorð t Eng- landi. Umdeild fyrir tilfærslur á smáum atriðum sögunnar en ísköld og sönn engu að síður. LAUGARÁSBÍÓ 8 sekúndur 8 Seconds k Amerísk goðsögn sem fær hjörtun í miövesturríkjunum til að tifa. Hefur minni áhrit í Laugarásnum. Tombstone ★ Myndin er lengi I gang en svo loks þegar þeir byrja að skjóta þá verður hún eins og verið sé að sýna úr fimm vestrum í einu. Leiftursýn BlinkkÁ gæt tæknivinna en engin hugsun. REGNBOGINN IP5 ** Falleg mynd en ekki mjög góð. Verður minhst fyrir að vera síðasta myndin sem Yves Montand lék í. Og hann þarf ekki aö skammast sín fyrir að hafa dáið frá þessum leik. Píanó *** Óskarsverðlaunaður leikur í aöal- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga. Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol- ate kkk Ástir undir mexíkóskum mána. Farvel, frilla mín FarwellMy Concubine kkk Glæsileg mynd. Hetjan Toto Toto Le Heros *** Vel gerð stríðsárasaga frá Belgíu. Lævís leikur MalicekSérdeilis bjánaleg mynd. Ætlar aö gabba áhorfandann með því að byggja upp söguþráð en henda honum svo skyndilega og taka upp nýjan. STJÖRNUBÍÓ Fíladelfta Philadelphia **** Frábærlega leikin. Það hafa allir gott af að sjá þessa mynd og ekki kæmi á óvart þótt hún yrði notuð sem kennsluefni f alnæmisvörnum þar til annað betra býðst. Dreggjar dagsins Remains ofthe Daykkkk Magnað verk. Morðgáta á Manhattan Manhattan Murder Mysterykkk Allen er fyndinn í þessari mynd. Hún er ekki ein af hans bestu en sannar að það er skemmtilegra aö eyða tímanum undir Allen- mynd en undir annars konar myndum. SÖGUBÍÓ Fingralangur taöir Fa/fter /YooGt*Leiöinleg mynd um leiðinlegan pabba og enn leiðinlegri börn. Sister Act 2 *Nunnurnar hafa skipt út af fyrir krakka á glapstigum. Söngurinn er enn poppað- ur gospel. Sagan enn þunn en börnum finnst gaman af þessari mynd. 32 FIMMTUDÁGUR 28.

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.