Eintak - 28.04.1994, Side 18
t+
I
Forsjárhyggja er land-
læg á íslandi og eitt
af þjóðareinkennun-
um er takmarkalaus
áhugi manna á því að
ákvarða hvað sé ná-
unganum fyrir bestu.
Það er sama hvar
borið er niður í þjóð-
lífinu, alls staðar reka
menn sig á boð og
bönn sem þeir verða
að sæta í daglegu lífi
sínu.
Stóri bróðir vakir yfir
hverju fótmáli þegn-
anna jafnt daga sem
nætur og innan
stjórnkerfis ríkisins er
starfræktur fjöldi
skrifræðisbákna sem
þegar upp er staðið
virðast helst til þess
fallin að skeröa sjálf-
ræði þegnanna.
Svo mætti ætla að
þeir sem eitthvað
vald hafa annað hvort
ofmetnist eða finnist
þjóðin samanstanda
af fávitum og ósjálf-
bjarga börnum sem
ekki sé treystandi til
að taka heilbrigðar
ákvarðanir um
ómerkilegustu hluti.
Loftur Atli Eiríksson
kannaði 22 boð og
bönn sem virðast
helst hafa þann til-
gang að vera fyrir
fólki.
veiða fisk
Það má ekki
selja brennívínsflösku
út úr husi
Það má ekki
spyria fólk hvað
pað kýs
Þegar fréttamenn Stöðvar 2 plönt-
uðu sér fyrir utan kjörstaði til að
taka púlsinn á kjósendum var þeim
vísað frá á þeim forsendum að þeir
yllu truflun á kjörstað.
£
Það má ekki
borða ís í strætó
Einhverntíma hefur sennilega barn
orðið fyrir því að strætóstjóri
hemlaði full rösklega og ísinn rakst
í annan farþega. 1 stað þess að bíl-
stjórinn væri látinn axla ábyrgðina
var ísát bannað yfir línuna og enn
má sjá börn í forundran gapa upp í
strætóbílstjóra sem skilda þau til
að henda ísnum áður en þau stíga
upp í vagninn.
ia ekki
draqa úr
manm tönn
Fiskveiðar utan kvóta eru bannað-
ar þótt strákar sem eru að dorga á
bryggjum landsins hafi hingað til
verið látnir óáreittir af sjávarút-
vegsráðherra og hersveitum hans,
Landhelgisgæslunni. Eins er allt
landið komið í einkaeign svo ekki
er hægt að renna fyrir silung í ve-
sælli lækjarsprænu þótt tugir kíló-
metra séu til byggða án þess að eiga
á hættu að vera hnepptur í bönd.
Ekki er langt síðan menn gátu
dregið tennur hver úr öðrum án
þess að hafa til þess próf. 1 dag er
tannlæknum einum heimil þessi
þjónusta sem allir geta auðveldlega
veitt sem eiga sæmilegan naglbít.
Það sama á við um hárklippingar
og jafnvel það að renna greiðu um
lubbann á náunganum. Það er
ólöglegt að gjalda öðrum en rakara
fyrir að grufla í hárinu á sér.
Það má+kki
betía
arra töfralyfja en afréttarans. Þetta
er eitt af mörgum dæmum um
óeðlilega samkeppnisaðstöðu ríkis-
ins: Þannig bannar ríkið Alka
Seltzer og dæmir drykkjumenn til
að leita sér lækningar í Ríkinu.
Þegar hungrið sverfur að á fólk að
bíta gras þar sem slíkt er heimilt en
samkvæmt kvótalögum má hins
vegar ekki ná sér í fisk í soðið. Það
er líka bannað að betla af samborg-
urum sínum eða af ríkum erlend-
um ferðamönnum. Samt eru betl-
arar þjónustustétt sem veitir við-
skiptavinum sínum tækifæri til að
sjá aumur á náunganum og vera
sáttari við eigin stöðu í þjóðfélag-
inu. Betlarar auðga einnig götulífið
með margvíslegum uppátækjum
sínum en á íslandi eru allar slíkar
uppákomur bannaðar, jafnvel þótt
vel geti hugsast að þær laði að túr-
ista ekki síður en Light Nights og
væntalegar sumarskemmtanir á
Ingólfstorgi.
Það má
ganga með hupd á
Laugaveginum
flagga á nóttunni
Ríkið rekur einkasölu á áfengi og
ekki er heimilt að kaupa sér vín til
neyslu annars staðar en á sölustað
eða á öðrum tíma en þeim sem lög
kveða á um.
Gestir vínveitingahúsa neyðast til
að klára úr flöskunum áður en þeir
yfirgefa staðinn eða skilja eftir það
sem þeir ná ekki að svolgra í sig áð-
ur en þeir drepast.
Fánalöggjöfm kveður svo um að ís-
lenski fáninn megi ekki blakta
nema nokkra klukkutíma á sólar-
hring. Þetta er kannski ástæðan
fyrir því að ameríski fáninn er
þekktara tákn en sá íslenski og ekki
ólíklegt að við höfum fyrirgert
möguleikum okkar á að gera þjóð-
fánann hráefni í tískuvöru með
þessari óskiljanlegu reglugerð.
Sennilega er þetta bann sprottið af
því að einhver hefur verið á gangi
með hvolp niður Laugaveginn og
hvolpurinn gelt á vegfaranda eða
pissað utan í búðarglugga. Til
skamms tíma bjuggu Reykvíkingar
við það frelsi að geta spásserað
með hunda niður Laugaveginn ut-
an verslunartíma en nú verða þeir
að taka krók og labba Hverfísgöt-
una. Laugavegurinn er kattagata.
ma ek
ríða með opinn
munninn
ekki
mála bílinn sinn í
mörgum Íitum
Einhverjum datt í hug að takmarka
litafjöldann sem fólksbifreiðar
mega bera, en erfltt er að láta sér
koma í hug ástæðu þessa. Helst má
ætla að ekið hafi verið á bíl sem
málaður var eins og regnboginn og
ökumaðurinn borið fyrir sig að
hann hafi ætlað að keyra á regn-
bogann en ekki bílinn.
Samkvæmt 5. grein lögreglusam-
þykktar Reykjavíkur má ekki hafast
nokkuð að sem veldur ónæði eða
raskar næturró manna. Líkurnar á
því að fólk missi út úr sér nautna-
stunur eru óneitanlega meiri ef það
hefúr munninn opinn við samfar-
ir. Því er vissara að troða upp í sig
tusku áður en farið er í rúmið eða
gera það bara á daginn.
Það má ekki
heita Kaktus
Strangar reglur eru um nafngiftir
hér á landi og þær koma í veg fyrir
að um nokkrar nýjungar geti verið
að ræða á þeim vettvangi. Einn les-
enda EINTAKS ætlaði að skíra son
sinn Kaktus, en það er óneitanlega
fallegt og skemmtilegt nafn og
minnir auk þess á samnefnda
hljómsveit sem gerði það gott fyrir
nokkrum árum. Þetta mátti auð-
vitað ekki og strákur var í staðinn
skýrður Sigurður eða einhverju
álíka venjulegu nafni.
Þáö má ekki
kaupa sér drátt
Samkvæmt lögum er íslenskum
konum skilt að veita greiðann frí-
ann þrátt fyrir atvinnuleysið. Með
löggjöfinni er líffærum mannslík-
amans gert mishátt undir höfði því
launþegar mega selja sig óáreittir í
bak og fyrir ef undan eru skilin
kynfærin.
tala við
strætóbílstjóra
ráða frænda sinn í
vinnu
Allir íslendingar eru að meira eða
minna leyti skyldir og því eiga nýju
stjórnsýslulögin sjálfsagt eftir að
valda miklum usla. Það er að sjálf-
sögðu mikið hagræði af því að ráða
þá í vinnu sem maður þekkir, en
fyrir það er tekið með þessum lög-
um. Til að lögin séu sjálfum sér
samkvæm væri eðlilegt að banna
ættfræðipælingar á vinnustöðum
þar Sem afleiðingar þeirra gætu
orðið ófýrirsjáanlegar.
seija Alka Seltzer
Þynnkuböðullinn Alka Seltzer er
eitt þeirra verkjalyfja sem ekki hef-
ur fengist heimild fýrir að selja hér
á landi. Lyfið er selt án lyfseðils í
löndunum í kringum okkur en við
verðum að þola þynnkuna án ann-
„Viðræður bannaðar við vagn-
stjóra í akstri.“ Á fimmta áratugn-
um var leiðinlegur lóner í Reykja-
vík sem enginn nennti að tala við.
Til að gleyma ekki tungumálinu
fór hann að taka strætó og spjalla
við bílstjórana. Til að koma í veg
fyrir þetta tóku þeir saman hönd-
um og á aðalfundi vagna- og rútu-
bílstjórafélagsins var þessi regla
samþykkt samhljóða. Þessi regla
hefur komið mörgum utanbæjar-
manninum í bobba á undanförn-
um arum.
18
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994
4