Vikublaðið - 26.11.1992, Side 15

Vikublaðið - 26.11.1992, Side 15
Fimmtudagur 26. nóvember 1992 VIKUBLAÐIÐ 15 Jóhann Páll: Það er orðið alveg óhuggulegt „hórerí“ íkring- Alfrún: Bœkur eru að vissu leyti söluvara en það er öllu um þetta. . . verra að höfundurinn verður það líka. að fá að vera til. Annars á ekkert möguleika á að standa upp úr að lok- um. Svala: Þessum spurningum er ekki hægt að svara því við komum aldrei til með að vita hverju er hafnað og hvort verk þeirra höfunda sem ekki finna útgefanda hefðu getað orðið liður í einhverri þróun. Álfrún: Það verður auðvitað að gæta þess að endurnýjun sé eðlileg. - En hver ætlar að borga brús- ann? Hver hefur efni á bókum sem sökkva í jólabókaflóðinu? Eða ætti ég frekar að spyrja hvort við höfum efni á að hætta öllu þróun- arstarfi í íslenskum bókmenntum? J ólabókaflóðið Svala: Hvað jólabókaflóðinu við- víkur get ég vel skilið að fólki finnist erfitt að bækur fá enga auglýsingu nema í jólamánuðinum. Hins vegar fmnst mér líka margt jákvætt við þetta. í Kaupmannahöfn, þar sem ég hef búið upp á síðkastið, er ekkert jólabókaflóð. í eitt og hálft ár vorum við áskrifendur að Politiken sem er eitt stærsta dagblaðið í Danmörku. Þar var lítið fjallað um bækur. Eitt- hvað skrifað af gagnrýni en það varð lítið vart við bókmenntirnar. Er ekki jólamarkaðurinn okkar eins og vel skipulögð söluherferð? Eigum við ekki að vera þakklát fyrir þetta fyrir- bæri í íslensku þjóðlífi? Þessi stans- lausu blaðaskrif, auglýsingar og ann- að í þessum mánuði, nær það ekki til þess fólks sem ekki hefur nógan áhuga á bókmenntum til þess að fylgjast sjálft með því hvenær þær koma út? Álfrún: Auglýsingar geta verið tvíbentar. Þær geta fælt fólk frá vör- unni. Margir fá meira en nóg þegar hamrað er á sömu auglýsingunni dag eftir dag og viku eftir viku. Auglýs- ingarnar eiga það líka til að vera svo hástemmdar að fólk snýr baki við því sem verið er að lýsa. Svala: Það vekur samt einhverja athygli. Það er alltaf verið að bölva jólabókaflóðinu en mér finnst það hljóti líka að vera örvandi fyrir bóka- fólk. Jóhann: Eg tek undir þetta. Það er ol't talað nánast niðrandi unt að við eigum ekkert eftir nema þennan jóla- bókamarkað en ég vil alls ekki gera lítið úr þeini markaði. Það er yndis- leg hefð á Islandi að gefa bækur í jólagjöf. Eg hefði bara gjarnan viljað að fólk keypti bækur handa sjálfu sér líka. Svala: Mér finnst það mikilvægt að minna fólk á að bækur séu til. Svo Álfrún: Sambandið milli höfundar og lesanda er mjög sérstakt og nœst ekki nema með tilstilli listar. Við komumst nœr höfundi með því að lesa það sem hann skrifar heldur en með því að tala við hann. Svala: Bókmenntir skipta okkur máli vegna þess að þœr hreyfa við okkur eins og önnur list. Þess vegna hef ég aldrei haft neinar áhyggjur af dauða skáldsögunnar. Jóhann: Eg held nefnilega að út komi of margar skáldsögur. Það koma út góðar skáld- sögur á hverju ári en því miður koma líka skáldsögur sem er afskaplega lítil ástœða til að gefa út. Þess vegna er ég alls ekki sammála því að gefnar séu út of fáar skáldsögur. að ég beri aftur saman við Dan- mörku þá tók maður einna frekast eftir því að minnt væri á tilboðsbók mánaðarins sem gat verið Fyrir- myndarfaðir eða Dagbók Láru Pal- mer eða eitthvað slíkt, sem sé lélegar bókmenntir. Annars sáust bækur ekki auglýstar. Álfrún: Bækur eru komnar til að vera. Þær eru ekki stundarfyrirbrigði þó að stundum líti það þannig út í jólabókaflóðinu. Það er ansi nei- kvætt. Nú rná auðvitað gangast inn á það að vissu leyti að bækur eru sölu- vara. Það er hins vegar öllu lakara að höfundurinn verður það líka. Það er ekki bara verið að selja það sem hann er að segja og það finnst mér svolítið neikvætt. Það vill jafnvel fara svo að umræðan snýst meira um höfundinn sjálfan en það verk sem hann hefur skrifað. Jóhann: Eg tek heilshugar undir með Álfrúnu í því sambandi að auglýsingafarganið er orðið afskap- lega hvimleitt. Það er líka rétt að verkin sjálf vilja hverfa í skuggann af höfundinum og ímynd hans. Við vitum hversu rnisvel það á við höf- unda að koma fram í fjölmiðlum, vekja áhuga, sjarmera þjóðina og sannfæra hana um að hún eigi að kaupa „réttar bækur“. Hins vegar getum við útgefendur ekkert að þessu gert. Við lifum í markaðssam- félagi og það er allt þessu marki brennt. Álfrún: Markaðurinn hér er mjög lítill og það þarf kannski ekki alltaf herferð til að ná sambandi við hann. En við göngum alltaf út frá því að við lifum í markaðssamfélagi eins og það sé eitthvert lögmál fyrir utan okkur en auðvitað stýrum við sjálf þessu sem við köllum markað og virðumst vera að gera að gyðju eða goði. Jóhann: Við erum að keppa við aðra. Við viljum að fólk kaupi bækur frekar en eitthvað annað og til þess verðum við að beita aðferðum sem duga. Rithöfundar til sölu - Þessi sala á höfundinum, sem þið eruð að tala um, á hún eftir að valda því að bækur eftir sniðuga og heillandi fjölmiðlamenn verði teknar fram yfir vel skrifaðar bækur? Jóhann: Það getur vissulega ýtt undir það og ég ætla ekki að gera lít- ið úr því að við erum í ógöngum í þessu máli. Það er orðið alveg óhuggulegt „hórerí“ í kringum þetta. Þá á ég við hvað höfundar og útgef- endur þurfa að gera til þess að trana sér fram. Svala: Vegna þess sem þú varst að segja áðan Jóhann, að í framtíöinni muni meðalmennum fækka í rithöf- undastétt til hagsbóta fyrir þá góðu; það verða útgefendur sem velja gæð- inga og hafna meðalmennum en geta þeir einhvern tíma losnað undan þeirri vitneskju að þeir verða að selja bókina? - Ertu þá að hugsa um einhvers konar innri ritskoðun? Svala: Af því að þeireru útgefend- ur hljóta þeir að hugsa um hag fyrir- tækisins. Velja þeir þá ekki höfunda sem annað hvort eru sjarmerandi eða hafa átt þannig ævi að auðvelt sé að auglýsa þá upp? Jóhann: Eg held ekki að hægt sé að segja að þessi staða sé komin upp, hvað sem síðar kann að verða. - Er skáldsagan að deyja - drukkna í sölumennsku? Svala: Bókmenntir skipta okkur ntáli vegna þess að þær hreyfa við okkur eins og önnur list. Þess vegna hef ég aldrei haft neinar áhyggjur af dauða skáldsögunnar. Álfrún: Ef skáldsagan væri að deyja held ég að við myndum ekki taka eftir því vegna þess hve oft er búið að segja það. Árið 1920 var skáldsagan til dæmis alveg að detta upp fyrir. Þetta hefur alltaf verið sagt öðru hvoru og kannski oft þegar mest hefur verið að gerast en það hefur kannski ekki verið komið í ljós. - Eg hef líka heyrt að útgefend- ur séu að deyja út. Jóhann: Ég hef ekki heyrt það! - Margir telja að bráðlega verði hver einasti rithöfundur kominn með næga tækni til að gefa út sínar eigin bækur. Jóhann: Ég held að útgefandinn sé nauðsynlegur hlekkur og höfundarn- ir hafi nóg að gera við að skrifa verk- in. Þórarinn Eldjárn gerði tilraun með þetta og sagðist draga að setja punktinn aftan við handritin hjá sér vegna þess að hann kviði fyrir mark- aðsbröltinu. Ég held að höfundarnir eigi að sinna því sem þeir eru bestir í og láta okkn ' um hitt. - Að iokum mætti kannski nefna nýlegar kenningar bók- menntafræðinga um að höfundur- inn sé dauður. Álfrún: Mcnn hafa lfka sagt að Guð væri dauður. Svala: Ætli sé ekki frekar hægt að segja að bæði Guð og höfundurinn hafi breyst í eitthvað annað en þeir voru.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.