Vikublaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. nóvember 1992 VIKUBLAÐIÐ 13 að almennri kynningu þegar við vorum búin að vinna okk- ar vinnu og gátum sýnt fram á það hvemig við ætluðum að takast á við vandann. Við það höfum við síðan staðið. Af hverju reynir ríkisstjómin ekki að leggja eitthvað já- kvætt til málanna? íslenskt grænmeti og EES - Mig langar til þess að heyra eitthvað um íslenska garðyrkju og EES. Hvað get- urðu sagt mér um það. - Ef til vill hef ég ekki fengið að sjá nóg af þessum samningi en ég kem ekki auga á þennan mikla hag sem við Islendingar eigum að hafa af því að ganga í EES. Mér finnst málið hafa verið kynnt á mjög einfaldan hátt. Jón Baldvin gaf út einhvem auglýsingabækling en hann dugði ekki til að sannfæra mig um eitt eða neitt. Ég sé ekki að það renni nokkrum stoðum undir landbúnaðinn að ganga í EES og Suður- landsundirlendið byggir allt á landbúnaði. Þetta á eftir að kippa fótunum undan okkur öllum, hvort sem við emm í garðyrkju eða hefðbundnum landbúnaði. Það er talað um að innflutningur verði frjáls og maturinn ódýrari en hvað á að gera við allt fólkið sem lifir á því að framleiða mat? Ég skil ekki hvers vegna ekki var hægt að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um þetta mál. Það hlýtur að hafa verið af hræðslu við að það yrði fellt. Við munum lenda í mjög ósanngjamri samkeppni. Ég fór til Portúgals fyrir ári og skoðaði þar garðyrkjustöð. Það er allt annað mál að stunda garðyrkju þar í landi. Við þurfum t.d. að byggja hús sem þola íslenskt veðurfar meðan þeir strengja plastdúk yfir trönur. Við erum með aðrar aðstæður en við emm líka með betri vöm. Gæði vömnnar munu hins vegar duga skammt. I Dan- mörku em t.d. í verslunum ít- ölsk og dönsk paprika og verðmunurinn tvöfaldur. Fólk velur þá ítölsku þó að hún sé verri og eins víst að bráðlega verði ekkert annað til. Markaðurinn hér er lítill og frábrugðinn Evrópu á margan hátt. Ef ekki verður tekið tillit til þess eigum við enga mögu- leika. Garðyrkja í Hollandi er til dæmis ekki það sem ég kalla garðyrkju. Hún er hrein- ræktuð verksmiðjufram- leiðsla. Þú kemur inn í sex hektara stöð undir einu þaki og þar kemur mannshöndin kannski einu sinni við plönt- una. - Afganginn annast tölvustýrð vélmenni. Okkar markaður er ekki nægilega stór til þess að standa undir svona hagræðingu. Það er sjálfsagt að mynda eins gott samband við Evrópu og unnt er en ef við höldum að við sé- um milljónaþjóð og göngum til samninga sem slík þá erum við ekki einungis að gefa landið eins og sumir segja. Við emm að borga með því. Og við skulum ekki láta okkur dreyma um að einhverj- ir karlar í Brússel skilji okkar sérstöðu. Stundum tekst okk- ur það ekki einu sinni sjálfum svo að það er útilokað að þeir geri það - eða taki tillit til hennar. Kristján Jóhann Jónsson ATVINNUMÁL Fullvinnsluflot inn verði bvggður upp innanlands „Ef við erum ekki sam- keppnisfærir á stærsta heimamarkaði okkar í iðn- aði, hvernig fer þá fyrir okkur í þeirri auknu sam- keppni sem fylgir aðild okkar að Evrópsku efna- hagssvæði?“ Þannig spyr Jóhann Ársælsson, alþing- ismaður og skipasmiður, en þingsályktunartillaga hans og tveggja annarra þingmanna Alþýðubanda- lagsins um jöfnunartoll á skipasmíðaverkefni, sem framkvæmd eru erlendis, er nú til umfjöllunar í iðn- aðarnefnd þingsins. „Það hafa tapast um 1000 störf í þessari grein þrátt fyrir gífurleg verkefni innanlands. Hér er fyrir hendi þekking og reynsla til þess að leysa öll þessi verkefni og þessvegna eigum við að leggja allt kapp á að standast samkeppni og verjast undirboðum í skipa- smíðum og skipavið- gerðum." Jóhann bendir á að stór hluti af stærri skipum Islend- Jóhann Ársœlsson telur óskynsamlegt að láta þjónustu við aðalatvinnuveg okkar flytjast úr landi. I skýrslu um vinnsluskip og fullnýúngu sjávar- afla sem Jón Heiðar Ríkharðsson gerði á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og birt var í mars á þessu ári, kemur fram að fjárfestingar■ kostnaðurinn við að breyta yfir ífullvinnslu- flota nemi 3,4 milljörðum króna sem muni borga sig á þremur árum. Hagnaður át- gerða yrði 350 milljónir en hagnaður úrvinnslu í landi 150 millj■ ónir á ári. Þessar að- gerðir myndu skila 1,7 mitijarða króna aukn- ingu útflutningsverð- mœta á ári. inga sé úreltur, og þar af leið- andi sé bæði þörf á nýsmíði og stórkostlegum breyting- um á flotanum. Ný reglugerð um að hirða allt sem kemur upp úr sjó er gengin í gildi. Það leiðir aftur á móti til þess að lengja þarf mörg skipanna og setja í þau fiskimjölsverksmiðjur og fullvinnslurásir. Af „stóru“ fiskiskipunum eru það bara 13 af 35 sem hafa rými fyrir slíkar nýjungar. Hinum þarf öllum að breyta. I skýrslu um vinnsluskip og fullnýtingu sjávarafla sem Jón Heiðar Ríkharðsson gerði á vegum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins og birt var í mars á þessu ári, kemur fram að fjárfestingar- kostnaðurinn við að breyta yfir í fullvinnsluflota nemi 3,4 milljörðum króna sem muni borga sig á þremur ár- um. Hagnaður útgerða yrði 350 milljónir en hagnaður úrvinnslu í landi 150 milljón- ir á ári. Þessar aðgerðir myndu skila 1,7 milljarða króna aukningu útflutnings- verðmæta á ári. Niðurgreiðslur áfram inn- an EES Jóhann Ársælsson telur brýnt að setja jöfnunartoll á skipasmíðaverkefni sem framkvæmd eru erlendis fyr- ir Islendinga. Vonir höfðu verið bundnar við að Evr- ópska efnahagssvæðið útrýmdi niðurgreiðslum og ríkisstyrkjum í samkeppnis- löndum okkar, en því virðist ekki vera að heilsa. Þannig segir Þórleifur Jónsson fram- kvæmdastjóri í Iðnaðinum, tímariti Landssambands iðn- aðarmanna, að „ríkisstyrkir verða með öðrum orðum leyfðir innan EES og engar ráðstafanir gerðar til þess að koma í veg fyrir skaðleg áhrif þeirra á samkeppnis- skilyrði fyrirtækja". í álykt- un aðalfundar Félags dráttar- brauta og skipasmiðja 1992 segir meðal annars: „Miklir rikisstyrkir til skipasmíðastöðva í ná- grannalöndunum eru eitt helsta vandamál íslensks skipasmíðaiðnaðar. Félag Tollur á kex og kökur 30. mars 1992 gaf Friðrik Sophusson út reglugerð um jöfnunartoll á innflutt súkkulaði, brauð, kex og kökur. Par er um að ræða gjald uppá 4 krónur til 52 krónur á kílógramm. □ Innlendar endurbætur □ Innlend nýsmíði Erlendar endurbætur ■ Erlend nýsmíði Innlendur markaður fyrir skipasmíði og - viðgerðir ( Fjórhaeðir í milljónum króna, verðlag hvers órs) Innlend markaðshlutdeild: 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 nýsmíði 67.7% 59.4% 161.2% 55.6% 24.8% 24.6% 18.4% 44,1% 16,2% 4,2% endurbætur 89.7% 95.3% 94.4% 53.1% 47.7% 53.8% 77.4% 82,8% 86,3% 41,4% samtals 75.5% 73.7% 99.5% 53.7% 36.1% 37.0% 31.6% 63.0% 39,1% 8,2% dráttarbrauta og skipasmiðja hefur bundið miklar vonir við, að með samningum um Evr- ópskt efnahagssvæði fengist lausn á þessu vandamáli. Því eru það mikil vonbrigði, að enginn marktækur árangur náðist varðandi lækkun ríkis- styrkja til skipasmíða. Annað stórt vandamál, sem hérlendur skipaiðnaður glímir við, eru hin mörgu undirboð frá fyrirtækjum í Póllandi, sem nota sér það óvenjulega ástand sem þar ríkir til að undirbjóða ís- lensku fyrirtækin í viðgerð- arverkefnum. Reynsla und- anfarinna ára sýnir hins veg- ar glögglega að íslenskar skipasmíðastöðvar hafa boð- ið betri verð en skipasmíðast- öðvar í V-Evrópu í viðgerð- ar- og breytingaverkefni." Tekjum af jöfnunartollin- um á samkvæmt tillögunni að verja til þróunarstarfa og nýsköpunar í iðnaði og til stuðnings rannsóknum og verkmenntun. Miðað er við að tollurinn verði sem næst jafnhár og þær niðurgreiðslur og ívilnanir sem í boði eru fyrir skipasmíðaverkefni er- lendis. „Það er mjög óskynsam- legt af okkur að láta þjónustu við aðalatvinnuveg okkar flytjast úr landi,“ segir Jó- hann Ársælsson. „Skipa- smíðaiðnaðurinn getur gefið þjóðinni geysileg atvinnu- tækifæri á heimamarkaði. ís- lenskar skipasmíðastöðvar geta haft í fullu tré við er- lenda smíði ef þær fá að standa jafnfætis og þurfa ekki að keppa við niður- greiðsJur og ívilnanir."

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.