Vikublaðið - 22.10.1993, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 22. OKTOBER 1993
Samfélagið
5
Fj ölmiðlar
gegn
valdakerfinu
s
slenska fjórflokkakerfið
(með Kvennalistann sem
viðhengiu hin síðari ár) hef-
ur í meira en tvo áratugi verið
sakað um samtryggingu sem lýs-
ir sér þannig að þegar til kast-
anna kemur eru hagsmunir
flokkakerfisins alltaf teknir fram
yfir hagsmuni almennings.
Stjómmálamenn eins og Hanni-
bal Valdimarsson á áttunda ára-
tugnum og Vilmundur Gylfeson
á þeim níunda fóm í krossferðir
gegn þessu valdakerfi en varð
ekki niikið ágengt. Fjölmiðlar
hafa á síðustu ámm æ oftar
bmgðið sér í hlutverk krossfar-
ans, nú síðast í tilefhi misnotk-
unar á almannafé í bankakerfinu
og sjálftekt hæstaréttardómara á
launum. Er ástæða til að ætla að
fjölmiðlar hafi erindi sem erfiði?
Víða erlendis hafa stjórmála-
flokkar náð nægu fylgi til að vera
teknir alvarlega þrátt fyrir að ein-
skorða sig við eitt málefni. Dæmi
um þetta eru umhverfissinnar í
Þýskalandi og flokkur þjóðernis-
sinna í Frakklandi. A Islandi getur
ekkert framboð vænst þess að ná
árangri nema að málefnatilbúnað-
ur þess hafi ahnenna skírskotun.
Og það hefur aftur í för með sér
allskonar málamiðlanir sem draga
broddinn úr gagnrýninni sem var
ujiphaflegt tilefni flokksstofhunar.
Ef stjórnmálaflokkur fær kosna
fulltrúa á Alþingi verður málamiðl-
unin enn meira áberandi. Þing-
menn fá hlutdeild í valdakerfinu
með setu í ýmsum nefhdum innan
og utan þings. Það er ætlast til að
þeir sinni kjördæmum sínum í
samstarfi við þingmenn annarra
stjórnmálaflokka. Þingmenn „upp-
reisnarflokka" eiga um það að velja
að taka þátt í starfi valdastofhana
og tapa sérstöðu sinni eða að vera
utangarðs og verða áhrifalausir.
Andófsframboð Hannibals Valdi-
marssonar með Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna fyrir nær
aldarfjórðungi og Vilmundar
Gylfasonar með Bandalagi jafnað-
armanna á síðasta áratug voru bæði
til höfuðs kerfinu en runnu út í
sandinn.
Kvennalistinn er eina nýja ffarn-
boðið sem haldið hefur velli síð-
ustu áratugina. Kvennalistinn bauð
ekki fram til að berjast gegn stofn-
unum valdakerfisins heldur til að
auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu.
Konurnar sögðu karlaveldinu stríð
á hendur og markmið er að koma
sem flesmm konum að í áhrifastöð-
ur, en ekki að breyta kerfinu.
Samkeppni eykur sjálf-
stœði jjölmiðla
Til skamms tíma voru allir fjöl-
miðlar á Islandi ofúrseldir stjórn-
málaflokkunum. Stjórnmálaflokkar
ýmist átm dagblöð, Framsóknar-
flokkkurinn Tímann, Alþýðuflokk-
urinn Alþýðublaðið, Alþýðubanda-
lagið Þjóðviljann og Sjálfstæðis-
flokkurinn Vísi, eða að dagblöð
samsömuðu sig flokkum eins og
Morgunblaðið Sjálfstæðisflokkn-
um. Ríkisútvarpið laut ströngum
aga útvarpsráðs sem var kosið á Al-
þingi.
Urn miðjan átmnda áramginn
losnaði um tök stjórnmálaflokk-
anna á fjölmiðlum. Eftir átök milli
Jónasar Kristjánssonar ritstjóra
Vísis við eigendur blaðsins (Sjálf-
stæðisflokkurinn var þá búinn að
selja sinn hlut) stofhaði Jónas á-
samt öðrum Dagblaðið. Blaðið var
kynnt sem „frjálst og óháð“ og þótt
það hafi verið í vissum skilningi
óháðara en aðrir fjölmiðlar, til
dæmis með því að hleypa fleiri
sjónarmiðum að í aðsendum grein-
um en tíðkaðist, þá átti Dagblaðið
tilveru sína að þakka klofningi í
Sjálfstæðisflokknum.
Það voru peningamenn úr
Gunnarsarmi flokksins sem
tryggðu útgáfu blaðsins. Deilurnar
náðu hámarki ineð myndun ríkis-
stjórnar Gunnars Thoroddsens
árið 1980 þar sem fjórir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins studdu stjórn-
ina (þrír þeirra fengu ráðherra-
embætti) á meðan þorri þing-
flokksins var í stjórnarandstöðu.
Dagblaðið eitt og sér hafði ekki
ýkja mikil áhrif heldur var það
samkeppni milli síðdegisblaðanna
tveggja sem gerði íslenska blaða-
mennsku sjálfstæðari en hún var
fyrir stofnun Dagblaðsins.
Fjölmiðill sem er í harðri sam-
keppni hefúr ekki efni á því að
þjóna flokkshagsmunum. Til að ná
árangri verður fjölmiðillinn að
skara fram úr keppinautum með því
að bjóða almenningi upp á athyglis-
verðan fréttafluming. Flokkshags-
munir eru til trafala því að hags-
munir flokksins eru oft þeir að
þegja fréttir eða fjalla um þær frá
þröngu sjónarhorni sem er ótrú-
verðugt.
Dagskrárvald Morgun-
blaðsins
En samkeppni skilar ekki eins
iniklum peningahagnaði og einok-
un gerir og þess vegna notuðu eig-
endur Dagblaðsins og Vísis tæki-
færi sem gafst árið 1983, þegar
verkfall hamlaði hlaðaútgáfu, og
sameinuðust undir heitinu DV.
Þetta var gott fyrir viðskiptin en
slæmt fyrir blaðamennskuna. Þótt
enn lifi í þeim glæðum sjálfstæðrar
blaðamennsku sem samkeppni
tveggja síðdegisblaða kveikti er
sameinað DV miklu verri kosmr en
Dagblaðið og Vísir voru hvort í
sínu lagi.
Um miðjan síðasta áramg varð
fréttastofa Stöðvar 2 helsti merkis-
beri sjálfstæðrar blaðamennsku
þegar einokun Ríkisútvarpsins var
afnumin. Aftur varð það sam-
keppnin sem hvatti menn til að
gera bemr. Sofandi risi íslenskrar
blaðamennsku er Morgunblaðið.
Blaðið hefur alltaf verið í eigu ein-
staklinga og laut aldrei húsbónda-
valdi atvinnustjórnmálamanna. A
meðan flokksblöðin ýmist lögðust
af eða tærðust upp og urðu ekki
nema svipur hjá sjón þá blómstraði
Morgunblaðið. Einmitt vegna þess
að Morgunblaðið hefur siglt lygn-
an sjó og ekki í áramgi verið í al-
vöm samkeppni á árdegistnarkaðn-
um. Blaðið líkist nú orðið meira
stofnun, sem lýmr upplýstu ein-
veldi ritstjóranna Styrmis og
Matthíasar, fremur en lifandi fjöl-
miðli. Morgunblaðið hélt sig til
hlés þegar fjömiðlaumræðan um
misnotkun bankanna á almannafé
geisaði í síðusm viku. Og gerði
raunar tilraun til að drepa málinu á
dreif með því að birta leiðara þar
sem fjölmiðlar voni hvattir til að
fara varlega og blaðamenn til að
sína af sér vandaðri vinnubrögð.
Það er ekki í fyrsta sinn sem
Morgunblaðið er stikkfrí á meðan
aðrir fjölmiðlar em fleytifullir af
einstökum spillingarmálum. Morg-
unblaðið hefúr slíkt dagskrárvald
yfir öðmm fjölmiðlum að heill um-
ræðuþátmr í Sjónvarpinu á þriðju-
dagskvöld um siðferði í fjölmiðlum
var nánast allur á forsendum Morg-
unblaðsins. Allir þeir sem eitthvað
þekkja til fjölmiðlunar erlendis vita
að íslenskir blaðamenn em til muna
háttvísari gagnvart valdsmönnum
en erlendir starfsbræður þeirra.
Þeir fjölmiðlar sem mesta áherslu
lögðu á ff éttir af bmðli Seðlabank-
ans og ríkisbankanna og launasjálf-
tekt hæstaréttardómara vom Stöð 2
og DV, auk Tímans sem óstyrkum
fómm er að feta sig inn á braut
sjálfstæðrar tilvem.
Fréttir útskýra ekki
Hversu mikilvægt er að fjölmiðl-
ar fjalli um spillingu í valdakerfinu?
Og er líklegt að gagnrýni fjölnúðla
leiði til breytinga á kerfinu, að
valdakerfið tileinki sér betri siði og
verði opnara og Iýðræðislegra?
Svarið við fyrri spurningunni er já
en síðari spurningunni verður að
svara neitandi.
Það er mikilvægt að segja frá
misnotkun á opinbem fé og tíunda
dæmi um spillingu þegar þau rekur
á fjömr fjölmiðla. Ef það yrði ekki
gert er hætt við að valdamenn
myndu misnota aðstöðu sína í rík-
ara mæli en nú þekkist. Það er al-
menn reynsla að því lokaðra sem
valdakerfi er því spilltara verður
það. En það er borin von að ís-
lenskir fjölmiðlar, eins og þeir em í
dag, muni hafa veruleg áhrif í þá átt
að breyta valdakerfinu. Skýringin
liggur sumpart í eðli blaðamennsk-
unnar og þó sérstaklega í þeim
hefðum sem orðið hafa til á ís-
lenskum fjölmiðlum.
'Fil að málefni komist ofarlega á
dagskrá fjölmiðla þarf að vera
„frétt“ í málinu. „Frétt“ er sú ein-
ing sem blaðamaðurinn hugsar í.
Einkenni „fféttar“ er að hún er at-
vik eða atburður en miklu síður
þróun eða hægfara breyting. Þess
vegna vom jeppakaup Seðlabanka-
stjóra „ffétt“ og sú umræða sem
kom í kjölfarið helgaðist af „frétt-
inni.“ Ef engin „ffétt“ hefði verið í
málinu þá hefði umræðan aldrei
farið af stað. Þeir sem vilja notfæra
sér þennan veikleika fjölmiðla búa
til „frétt,“ eins og auglýsingastofan
Athygli gerði fyrir Rauða krossinn
og samstarfsfélög um síðustu helgi.
Síðan fer af stað umræða sem mót-
ast af upphaflegu „fféttinni."
I flesmm vestrænum samfélög-
um reyna fjölmiðlar að halda uppi
gagnrýnni umræðu um valdakerfið
með ítarlegum fréttaskýringuin
blaðamanna og fastráðnum dálka-
höfundum. Fjölmiðlar eyða tölu-
verðurn fjármunum og mannafla í
þetta verk vegna þess að það er
talið mikilvægt. Það eru allmörg ár
síðan að menn uppgötvuðu hversu
skammt hinar hefðbundnu fréttir
hrökkva til að útskýra gangverk
samfélagsins.
íslenskar hefðir í blaðamennsku
eru tvístofna. Annarsvegar flokks-
blaðamennska og hinsvegar blaða-
mennska þar sem hlutverk blaða-
mannsins er að finna „fféttina."
Umræða um spillingu á flokkspóli-
tískum nótum er ekki trúverðug og
hefúr þess vegna lítil áhrif. Hin
hefðin er því marki brennd að ef
það er ekki „ffétt“ í málinu þá fær
það litla athygli. Spilling í valda-
kerfinu er þess vegna ekki oft á
dagskrá fjölmiðla og það eru ekki
fjölmiðlarnir sjálfir sem fara af stað
til að til að útskýra ástand mála fyr-
ir almenningi heldur bregðast þeir
við atburðum. Spilling er oftar ferli
en atburður, ástand en eldci ein-
stakar uppákomur. Dæmi um spill-
ingu koma annað veifið upp á yfir-
borðið en kerfið sjálft breytist ekki.
Páll Vilhjálmsson
Kjördæmisráð Alþýðu-
bandalagsfélaganna
í Reykjavík
Haustþing Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélag-
anna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 6.
nóvember nk. kl. 13-17.30 á Hótel Esju.
Nánar auglýst síðar.
Stjórnin
Atvinnumál kvenna
Félagsfundur MFÍK 23. október í MÍR-salnum,
Vatnsstíg 10 kl. 14.00.
Dagskrá:
Fyrsta jafnréttisþing á íslandi.
Undirbúningur fyrir Nordisk Forum.
Neyðarhjálp íslendinga við særða frá fyrrverandi
Júgóslavíu.
Bílafríðindi embættismanna og stjórnenda fyrir-
tækja.
Atvinnumál kvenna.
Fyrirlesari Hansína B. Einarsdóttir.
Önnur mál.
Stjórnin
ALÞYÐUBANDALAGIÐ A AKRANESI
Félagsfundur
Almennur félagsfundur verður í Rein mánudaginn
25. október kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Sveitarstjórnarkosningar '94. Taka þarf afstöðu
til hugmynda um sameiginlegt prófkjör.
2. Bæjarmálefni.
3. Önnur mál. Stjórnin
VESTURLANDSKJORDÆMI
Ráðstefna um
kjördæmamálið
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi
boðar til ráðstefnu um kjördæmamálið sunnu-
daginn 31. október.
Ráðstefnan verður haldin í Rein Akranesi oq hefst
kl. 14.
Meðal frummælenda verður Ragnar Arnalds þing-
maður.
Ráðstefnan verður nánar auglýst síðar.
Kjördæmisráð