Vikublaðið


Vikublaðið - 22.10.1993, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 22.10.1993, Blaðsíða 2
2 Viftharf VIKUBLAÐIÐ 22. OKTOBER 1993 BLAÐ SEM V I T E R I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Ólafur Pórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Myndsendir: (91)-17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Súpan hjá Samhjálp og Sjálfstæðisflokkurinn Það er súpa hjá Samhjálp og Sjálfstæðisflokicurinn heldur landsfund. Það er tíunda besta aflaár Islend- inga og lítilsháttar hagvöxtur en samt íjölgar í súp- unni hjá Samhjálp. Sjálfstæðisflokkurinn lýsir því yfir í drögum að stjórnmálaályktun landsfundar að markmið flokksins og ríkisstjórnarinnar hafi náðst fram í meginatriðum. „Sannlega, sannlega segi ég yður: Við höfum ver- ið svikin.“ Þannig hóf einn ræðumanna á þingi Verkamannasambandsins upp raust sína. Og bætti við: En ætlum við að gera eitthvað í því? Það er einmitt sú spurning sem þing Verkamannasam- bandsins svarar í þessari viku. Tóninn er herskárri en hann hefur lengi verið. Eftir að félagar í BSRB og Kennarasambandið neituðu að færa forystumönnum sínum verkfalls- vopnið í hendur síðastliðinn vetur hafa samtök launafólks ekki haft annað að setja á móti atvinnu- rekendum og ríkisvaldi en málþóf og þjark. Fjölda- fundir Dagsbrúnar og sameining iðnaðarmannafé- laga hafa verið eini votturinn um styrk af hálfu sam- takanna. Það má líkja samtökum launafólks við skipalest sem er dæmd til þess að sigla á hraða hæggengasta skipsins til þess að halda hópinn. Samið hefur verið um „vernd“ fyrir skipalestina en „verndararnir“ hrekja hana markvisst af leið með skyndiárásum. Skipherrarnir í lestinni geta ekki svarað fyrir sig nema með skeytasendingum og biblíutilvitnunum vegna þess að skipalestin er óvopnuð. Eorsendur kjarasamningana frá í vor eru brostnar. Ríkisvaldið hefur ekki staðið við sinn hlut. Um þetta meginatriði ríkir samstaða á þingi Verkamannasam- bandsins. En á þá að munda verkfallsvopnið? Ja, fólk er skuldum vafið. Atvinnurekendur nota sér slæmt atvinnuástand. Það er tæpast staða til átaka. Hugsanlega má með þrásetum í stjórnarráðinu og á kontórnum hjá VSI fá forsætisráðherra til þess að standa við loforðin um framlög til atvinnuskapandi aðgerða og skattaálögur á hátekjufólk til þess að standa undir afinámi matarskatts. Sjálfstæðisflokkur- inn er vís til þess að bæta einhverju lítilræði út í súp- una hjá Samhjálp fyrir jólin. Samningsstaða samtaka launafólks er veik í vondu árferði. Enn veikari er hún ef félagsmenn láta bilbug á sér finna. Öll slík tákn mun landsfundur Sjálfstæð- isflokksins ráða í og ganga eins langt og þau leyfa. Og það fjölgar í súpunni hjá Samhjálp. 5IHNN MINNl AWE6- VI5-S UM Af> Hl HlRFIFí EKKI At> köW 1 M0>fm Sjónarhorn Reykjavík! Reykjavík! Svo sem sjá hefur mátt af fjöl- miðlaumræðu undanfarinna vikna er farið að styttast í sveit- arstjórnarkosningar. Eins og jafhan þegar líður að lokum kjörtímabils fara stjórnmálahreyfingar að hugsa sitt ráð og leggja línurnar um mark- inið, leiðir og aðferðir. I Reykjavík hefur ungt fólk fylgst af athygli með þeirri vinnu sem farið hefur ffam á vegum þeirra flokka sem kenna sig við félagshyggju. Athyglinni hafa fylgt nokkrar væntingar - sem með- al annars hafa sprottið af því sjónar- miði að þessir flokkar ættu sér að minnsta kosti það einfalda sameig- inlega markmið að vilja hnekkja meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borginni. Jafhframt ákveðnum væntingum hefur sú spurning gerst ansi áleitin hvort flokkarnir gætu samræmt að- ferðir sínar við að ná þessu marki. Þetta hafa félagshyggjuöflin í Reykjavík rætt. Fulltrúar þeirra hafa hist nokkuð reglulega, en þó er það þannig að eftir því sem leið á þetta ár hefur það valdið vonbrigðum að kraftinn vantaði í samræmingar- vinnuna. Er lífeftir meirihlut- anrií Þannig hefur á köflum verið engu líkara en að flokkarnir hafi tileinkað sér þann ,lífsstíl“ að vera í minni- hluta og að tilhugsunin um líf ,eftir meirihlutann" sé fremur til þess fall- in að valda ógleði en kæti. Þetta ger- ist á sama tíma og raunveruleg sókn- arfæri hafa skapast fyrir afdráttar- lausri stefnubreytingu í átt til félags- hyggju í stjóm Reykjavíkur. Hvort sem litið er til málefna eða pólitískr- ar stöðu Sjálfstæðisflokksins, hafa vísbendingar hrannast upp sem ein- dregið benda til þess að nú sé byr - fyrir þá sem kunna að sigla. Það sem í dag ríður á fyrir félags- hyggjuflokkana í Reykjavík er að sýna bæði vilja og ætlun til þess að mynda nýjan meirihluta f borginni efrir kosningar. Að mínu viti skiptir ekki höfuðmáli hvernig þetta er lát- ið í ljós - aðalatriðið er að það sé gert á afdráttarlausan og trúverðug- an hátt. Slík viðurkenning félags- hyggjuflokkanna á því að eitt sam- eiginlegt markmið sé mikilvægara en prósenturnar sem hver flokkur dregur í sinn dilk gæti hæglega skipt sköpum. Því þegar til kastanna kem- ur gæti nefnilega vel farið svo að eina vopnið sem íhaldið ætti í búri sínu væri gamla ,vinstri-glundroða- lumman“. Ilún hefur oft dugað vel og gæti jafnvel farið langt með að tryggja að meirihlutinn lafði. Með afdráttarlausri samstöðu sem er hvorttveggja í senn málefnaleg og sýnileg væri hins vegar hægt að svara glundroðakenningunni á á- hrifaríkan hátt. Sýnileg samstaða Athyglisverðasta tillagan sem ffam hefur komið um að gera þessa samstöðu sýnilega er að félags- hyggjuflokkarnir komi sér saman um borgarstjóraefni sem yrði sam- nefhari í kosningabaráttunni og, ef allt fer að vonum, oddviti nýs meiri- hluta eftir kosningar. Undir þessa tillögu hafa margir tekið, nú síðast stjóm Verðandi í ályktun frá 18. október. Tillagan felur þó ekki í sér neina ákveðna aðferð til að finna borgarstjóraefnið. Það verkefrii hlýtur að koma í hlut forystumanna flokkanna í borginni - enda sé vilji fyrir hendi af þeirra hálfu tíl þess að fara þessa leið. Tillagan um sameiginlegt borg- arstjóraefni er komin fram - og í umræðunni hafa þegar komið ffam uppástungur um einstaklinga sem hugsanlega gætu tekist á við þetta verkefni. Hvort tveggja þrýstir á forystumenn félagshyggjuflokkanna í Reykjavík að taka skýra og einarða afstöðu til hugmyndarinnar og inóta ffamkvæmd hennar ef af verður. Blár meirihluti er ekk- ert náttúrulögmál! Reykvíkingar eiga annað og betra skilið en að sitja uppi með spillta stjórn borgarinnar hvert kjörtíma- bilið á fætur öðru. Dæmið frá 1978 sýnir okkur að blár meirihluti er ekki náttúrulögmál. Sigurinn sém þá vannst kom íhaldinu í opna skjöldu enda tíðkuðust á þeim tíma ekki skoðanakannanir sem megn- uðu að vekja hina værukæru í dag er aðrir tímar - og það kall- ar á aðrar aðferðir. Trúverðug mál- efnaleg samstaða og sýnileg merki þess að félagshyggjan í Reykjavík hefur vilja og ætlun til þess að taka við stjórninni eru lykilatriði sem menn ættu á næstu vikum að huga sérstaklega að. Höfundur er laganemi og for- maður Verðandi, samtaka ungs alþýðubandalagsfólks og óflokksbundins félagshyggju- fólks. Frá ritstjóra Lesendur Vlkublaðsins hafa vafalaust tekið eftir því að síðustu töiublöð hafa cinungis vcrið 12 síður í stað 16 sem áður voru. Þessi breyting er megrunarkúr sem blaðið hefur verið sett í til skamms tíma til að vega upp á rnótí minni auglýsingatekjum yfir sumannánuðina en gert hafði ver- íð ráð fyrir. Þessi varúðarráðstöf- un er til að tryggja að þegar rekst- urinn verður skoðaður í árslok verði blaðið öruggu megin við núllið. Vikublaðið er eklci gefið út af sjálfistæðutn rekstraraðila með hlutafé upp á að hlaupa, heldur milliliðalaust af Alþýðubandalag- inu og þvi myndi allur halli á starf- seminni lenda á flokksmönnum. Enda var það eitt af þeim skilyrð- um sem flokkurinn setri útgáfunni í upphafi að þess yrði gætt að safria eklci skuldum. Hefur það tekist þokkalega, þó furðulegt megi reyndar teljast miðað við hve litlu hefur verið kostað til í söfriun á- skrifta og dreifingu blaðsins. Af þessum sökum mun fast efrii í blaðinu af léttara tagi víkja nokkuð svo minnkun blaðsins bitni ckki einungis á því plássi sem er tíl ráð- stöfunar fyrir greinar af pólitísk- um toga. Að undanförnu hefur gætt nokkurrar óvissu um framhald á útgáfu Vikubiaðsins vegna þeirra viðræðna sem Alþýðubandalagið og stjórn Mótvægis h.f. hafa átt tun hugsanlega aðild Alþýðu- bandalagsins að útgáfu Tímans. Þrátt fyrir að forysta Aiþýðu- bandalagsins hafi lýst sig jákvæða í garð þeirrar tímabæru tilraunar til að gefa út dagblað féiagshyggju- fólks sem Mótvægi h.f. vinnur nú að, og varið talsvcrðum ti'ma til að finna samningsgrundvöll, þá hafa viðræður legið niðri að undan- förnu og allt útlit fyrir að niður- staða faist ekki enn um sinn. Þctta stafar fyrst og ffemst af innanbúð- arvanda hins nýja hlutafélags og er Alþýðubandalaginu algerlega ó- viðkomandi. Það liggur í augum uppi að tíininn vinnur ekki tak- markalaust með þessari tilraun og á mcðan óvissunni um þátttöku Alþýðubandalagsins í henni er ckki eytt munum við snúa okkur að því að treysta útgáfu Vikublaðs- ins enn frekar. Hildur Jónsdóttir, ritstjóri.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.