Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 29. OKTÓBER 1993 SvritarstJ érnar máltn 5 Vestmannaeyjar: Færri bæjarfulltrúar - meira lýðræði? Ragnar Óskarsson bæiarfulltrúi útilokar ekki samstari við Sjálfstæðisflokkinn að afloknum sveitarstjórnarkosningum S" bæjarstjórnarkosningum í Vestmanna- eyjum 1990 sigraði Sjálfstæðisflokkur- inn með miklum mun og fékk sex bæj- arfulltrúa. En síðan hefur gengið á ýmsu og staða flokksins er ekki eins sterk og ætla mætti. Til dæmis náðist ekki samstaða um að gera Sigurð Jónsson sem leiddi listann til sigurs að bæjarstjóra, hann fór úr bæn- um og er nú sveitarstjóri í Garði. Meiri- hlutinn samþykkti nýverið að fækka bæjar- fulltrúum úr níu í sjö og segir skilvirkni í stjórnun og sparnað vera ástæðuna. Hina raunverulegu ástæðu telja þó margir vera örvæntingarfulla tilraun til að tryggja ineirihluta í næstu kosningum. Vikublaðið hitti Ragnar Oskarsson bæj- arfulltrúa Alþýðubandalagsins á heimili hans í Vestmannaeyjum, þá nýkominn af bæjarráðsfundi. Ragnar var forseti bæjar- stjórnar 1986-90 þegar Alþýðubandalag, Alþýðu- og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta. Hann hefur verið í bæjarstjóm frá 1978, þar af sem varamaður 1982-86. „Frá 1919 hafa bæjarfulltrúar verið níu og þetta sjónarmið, að nauðsynlegt sé að fækka þeim, hefur aldrei komið upp áður,“ segir Ragnar. „Það hcfur þótt eðlilegt og sjálfsagt að dreifa valdinu og hafa litla mið- stýringu. Mín höfuðrök gegn fækkun voru þau að reynslan af níu fulltrúum hefði verið góð og ekki væri ástæða til að þjappa valdinu á færri hendur. Kosmaðurinn sem sparast er smáræði. Auðvitað er hægt að spara í stjórnkerfinu en á að gera það á kostnað lýðræðisins? Það sem stendur upp úr er auðvitað að flokkur eins og Sjálfstæð- isflokkurinn á meiri ntöguleika á að halda meirihluta ef fulltrúum fækkar. Kjarni málsins er að þetta er örvæntingarfull til- raun Sjálfstæðisflokksins til að halda meiri- hlutanum." Ef bæjarstjómin hefði kjark ogþor Ragnar segir stöðnun og úrræðaleysi hafi einkcnnt stjórnun bæjarins hjá Sjálf- stæðismönnum. A saindráttartímum hafi ekkert verið gert til að bregðast við og fjölga atvinnutækifærum og íbúum hafi fækkað í bænum. „Ef bæjarstjórnin hefði haft þor, kjark og dug til að gera eitthvað í atvinnumálum, haft frumkvæði um að hér sköpuðust ný atvinnutækifæri og lagt fjár- magn í atvinnulífið t.d. með stofnun at- vinnuþróunarsjóðs, þá er ég viss um að at- vinnuástandið væri hér betra. Meirihlutinn vill ekkert skipta sér af atvinnulífinu og það er mjög slæmt. Eg hef gagnrýnt þetta en það er eins og að tala við steina.“ Ragnar segir framfaraskeið hafa verið í bænum á þeim kjörtímabilum sem Alþýðu- bandalagið var í meirihluta. „A síðasta kjörtímabili voru miklar verldegar frarn- kvæmdir. Eg nefni skólanrálin í því sam- hengi, menn voru fullir bjartsýni og vildu leggja fjármagn til atvinnumála. Einnig má nefna mjög mikla uppbyggingu í félagslega íbúðakerfinu enda trúðuin við því að hér fjölgaði fólki frekar en fækkaði eins og raunin hefur því miður orðið.“ Ragnar segir núverandi meirihluta hafa gengið úr Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands og þannig útilokað fyrirtæki í Eyjum frá hon- um. Hann segist í þrígang hafa flutt tillögu urn að í staðinn yrði stofnaður Atvinnuþró- unarsjóður Vestmannaeyja en það hafi ekki hlotið náð fýrir augurn meirihlutans. A tímum vinstrimanna í Vestmanneyj- um var byggð upp þokkaleg þjónusta í dag- vistarmálum. Einnig var á árunuin 1986- 90 gert mikið átak í húsnæðismáluin skól- anna, bæði Hamarsskóla og Barnaskólan- um og við þessum verkefnum hafa Sjálf- „Sjálfitœðisflokkurinn nýtur núna þeirrar uppbyggingar sem vinstri meiriblutinn stóð fyrir en afikiptaleysi þeitra af átvinnulífinu í btcnum er hrikalegt. Mynd: B.B. stæðismenn tekið. Ragnar segir þá hafa búið að þeirri uppbyggingu. En hver er staða Vestmannaeyja í dag? „Skuldastaða bæjarins er erfið,“ segir Ragnar. „Fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað frá gosinu. Bæjarfélagið var mjög skuldsett vegna þeirrar uppbyggingar. Engu að síður hefur skuldastaðan versnað og Sjálfstæðis- mönnum hefur ekki tekist það sem þeir lofuðu, að lækka skuldirnar. 1 árbók Sam- bands íslenskra sveitarfélaga kernur fram að skuldir á hvert mannsbarn í Eyjum eru 114 þúsund og þar með eru Vestmannaeyj- ar komnar í lakari hóp sambærilegra sveit- arfélaga. A þeim tíma sem við stjórnuðum síðast tókst okkur að lækka skuldir að raun- gildi. Eg hef bent á að vænlegasta leiðin til að bæta skuldastöðu bæjarins er að leggja fé til atvinnuuppbyggingar því það skilar sér margfalt í auknum tekjum bæjarins. A það hefur ekki verið hlustað." Ragnar er þó bjartsýnn á fraintíð Vest- mannaeyja og telur möguleikana góða. Nóg sé af raforku og vatni og samgöngur góðar. Ymsa möguleika megi sjá í smáiðn- aði og fullvinnslu sjávarfangs og margt fleira komi í hugann. Hefiir trú á að meirihlutinn falli í vor Ragnar segir allt geta gerst í kosningun- um í vor, rniklar sveiflur séu á fylgi flokk- anna í bæjarstjórn. „Við Vestmannaeyingar eigum ekki sldl- ið að Sjálfstæðisflokkurinn stjómi þessu bæjarfélagi. Okkur fannst sigur þeirra ó- væntur 1990 því við töldum málefnastöðu okkar góða. En þetta hefur gerst áður. Eg hef þá trú að þessi meirihluti sem nú situr verði felldur. Hvað þá tekur við veit ég þó ekkert um. I gegnum tíðina hefur oft skipst á meirihluti Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks hins vegar. Núna eru möguleikarnir að breytast og ekki útilokað að fara í samstarf með hvaða flokki sem er ef samstaða er um málefni. Ég bendi á að á Akureyri starfa Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokkurinn í meirihluta sem virðist kannski ólíklegasta mynstrið." Ertu þá að segja að það komi til greina að starfa með Sjálfitœðisflokknum? „Ekkert er útilokað ef samstaða næst um málefni. Það kæmi hins vegar ekki til greina með þá atvinnustefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn rekur núna.“ Ekkert formlegt samstarf hefur verið milli minnihlutaflokkanna á þessu kjör- tímabili og segir Ragnar að ástæðan sé kannski sú að Alþýðuflokkurinn hafi oft lagst á sveif með meirihlutanum í ýmsum málum. Ennfremur telur hann ekki líklegt að flokkamir vinni sameiginlega að ntál- efiiaskrá fyrir kosningar eins og staðan er í dag. Hann vill þó ekki útiloka neitt. Nýlega stofnuðu nokkur ungmenni í Vetmannaeyjum Fylkinguna sem á að verða vettvangur ungs félagshyggjufólks innan og utan Alþýðubandalagsins. Ragnar segir þetta mjög jákvæða þróun og er bjart- sýnn á að þetta félag efli Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórnakosn- ingarnar í vor. „Ungliðahreyfing heftir ekki verið í Al- þýðubandalaginu mjög lengi og þó þetta fólk sé ekki allt flokksbundið er þetta það ánægjulegasta sem heftir gerst í Alþýðu- bandalaginu hér mjög lengi.“ Bæjarmálin bæði krefjandi og skemmtileg Ætlarþú að halda áfi am í bæjarmálunum ? „Það er auðvitað ekki mitt að ákveða annað en hvort ég gefi kost á mér. Undir- búningsvinna er ekkert farin af stað en það líður að því og ég útiloka ekkert. Ég er ekki orðinn þreytmr á bæjarmálunum og það er mjög gaman að vinna að þeim. Bæjannálin em krefjandi og maður þarf að gefa mikið af sér. Stundum er þetta kannski mann- skemmandi og erfitt. Maður eignast óvini og óvildarmenn og er oft milli tannanna á fólki á neikvæðan hátt. Svo koma augna- blik þegar þetta er jákvætt og skemmtilegt. Þetta þarf ég að fara að meta núna þegar líður að því að taka ákvörðun um hvort ég eigi að halda áfram.“ Kemur bœjannálastarfið niður á fiölskyld- unni? „Eg geri mér ekki grein fyrir því, það getur vel verið. Krakkarnir heyra kannski einhverjar athugasemdir um mig en ég veit ekki hvort þau hafa beðið tjón af, ég er ekkert viss um það.“ Ragnar er varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi. Hann segir það ekki vera á dagskrá að setjast að á Alþingi. „I fyrsta lagi eigum við rnjög góðan þing- rnann, Margréti Frímannsdóttur, sem hef- ur unnið rnjög ötullega að okkar máleffium og er mjög ákveðin fyrir hönd okkar Vest- mannaeyinga. Eg geri ráð fyrir að fólk leggi hart að henni að vera áfram. Eg hef komið inn á þingi í 2-3 skipti og hef ekki áhuga á að vera þar til frainbúðar. Það getur samt auð- vitað komið upp í rnanni, hver veit,“ segir Ragnar Oskarsson bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum. Bergþór Bjamason Greinargerð frá fóstrum sem starfa á leikskólum og skóladagheimilum sjúkrahúsa og sjálfseignarstofnana / Irúrn 30 ár hafa sjúkrahúsin á Reykjavíkursvæðinu rekið leik- skóla/skóladagheimili til að geta haldið úti starfsemi sjúkrahús- anna. Upphafið að þessu var að mjög erfitt var að fá sérmenntað starfsfólk til starfa. Það var byrjað smátt, en þetta hefur hlaðið utan á sig og er orðinn nokkuð umfangs- rnikill rekstur í dag, þó hvergi nærri sé hægt að sinna öllum ósk- um. Sveitarfélögin hafa ekki getað boðið börnum fólks í sambúð 8-9 stunda leikskólavist. En stór hluti hjúkrunarfólks vinnur á átta stunda vöktuin og er í sarnbúð. í lögum um leikskóla nr. 48/1991, 4. gr. segir: „í samráði við hlutaðeigandi veitarfélag er öðrum aðilum leimilt að reka leikskóla.“ Mark- rið í starfsemi leikskóla sjúkrahús- nna er samkvæmt lögum nr. 8/1991, 2. gr.: „að búa börnum örugg leikskil- ði og hollt uppeldisumhverfi," „að gefa börnum kost á að taka .átt í leik og starfi og njóta fjöl- ireyttra uppeldiskosta barnahóps- rs undir leiðsögn fóstra." Við þetta hafa leikskólar sjúkra- úsanna svo sannarlega staðið. Ippbygging leikskóla í íslensku samfélagi hefur gengið hægt. 1 flestum sveitarfélögum eru ein- göngu börn forgangshópa vistuð 8- 9 stundir á dag. Þetta ætti að vera löngu liðin tíð. Það segir sig sjálft að þegar 80% kvenna vinna utan heimilis þá er þörfin fyrir leik- skólavist barna í allt að 9 stundir mjög mikil. Dvalartími barna á leikskólum sjúkrahúsanna þjónar bæði börnum, foreldrum og stofn- uninni. Öryggi barna og foreldra er tryggt og um leið öryggi sjúkrahús- anna og þeirra sjúklinga sem þar dvelja. Sjúkrahúsin veita sjúkling- urn af öllu landinu þjónustu og eru auk þess með bráðamóttöku ef urn hópslys eða náttúruhamfarir er að ræða. Leikskólarnir eru að sjálf- sögðu einn liður í þeirri áætlun. I lögum um leikskóla nr. 48/1991, 3. gr. segir: „Heimilt er að veita leikskóla starfsleyfi þótt börnin dvelji þar ekki daglega eða einungis hluta úr ári.“ Dvalartími barna á leikskólum sjúkrahúsanna er sveigjanlegur en aldrei undir 22-24 stundum á viku. Starfsskipulag og áætlunargerð leikskólanna er í samræmi við það. Sjúkrahúsin hafa þá starfs- mannastefhu að veita starfsfólki sínu 8 stunda leikskólaþjónustu. Það sama gera flest sveitarfélög fyrir sitt starfsfólk sem á leikskól- um vinnur, þe.a.s. fóstrur. Ljóst er að með slíkri starfsmannastefnu er hlúð að starfsmannahaldi sjúkra- húsanna og leikskólanna í landinu. f þessu felst einnig töluverð kjara- bót fyrir þá starfshópa sem hennar njóta. Sjúkrahúsin eru stærstu vinnu- staðimir á höfúðborgarsvæðinu, um 5000 manns, og unt 80% af starfsfólki þeirra eru konur. Má því ljóst vera að hagur kvenna og barna er töluverður með starfseini af þessu tagi. Biðlistar á leikskólum sveitarfé- laganna eru langir og þar af leið- andi þurfa foreldrar og börn að bíða lengi, sem þýðir að börnin em orðin 3-4 ára þegar þau loks kom- ast að. Sveitarfélög uppfylla að mestu dvalarþörf allra 4-6 ára barna en yngstu börnin sem em á mikilvægum og viðkvæmum aldri eru hjá dagmæðmm. Leikskólar sjúkrahúsanna sinna öllum aldurs- hópum og em á milli 60-75% af börnunum þriggja ára og yngri. f lögum um leikskóla nr. 48/1991, I. gr. segir: „Leikskóli er... fyrir börn frá þeim tíma að fæðingarorlofi lýkur til 6 ára ald- urs.“ Nú er ljóst að 700 börnum hefúr verið sagt upp vist á leikskólum sjúkrahúsanna. Hvað bíður þessara barna? Em sveitarfélögin í stakk búin til að taka við þeim? Verður þeim stefnt inn í dagmæðrakerfið? Geta sveitarfélögin veitt sjúkrahús- unuin það starfsöryggi sem þau búa við í dag? Em sveitarfélögin tilbúin til að vera þátttakendur í þeirri bráðaþjónustu er sjúkrahúsin veita? Em sveitarfélögin reiðubúin að veita hjónum eða sambýlisfólki 8-9 stunda leikskólavist fyrir börn? Að okkar mati er framtíðarlausn á rekstri leikskóla sjúkrahúsanna sú að sveitarfélög og ríki standi sam- eiginlega að rekstri þeirra. Um 50% sjúklinga á sjúkrahús- unum á höfuðborgarsvæðinu eru af landsbyggðinni og er því ekki ó- eðlilegt að ríkið greiði hluta af rekstrarkostnaði. Þessar stofnanir hafa þá sérstöðu að veita þjónustu 24 tíma á sólarhring, alla daga árs- ins. Að lokum; 200 starfsmönnum á leikskólum sjúkrahúsanna hefur verið sagt upp störfum, þar af 100 fóstrum, níinlega 10% af fóstmm í stéttarfélaginu. í okkar huga er það mjög alvarlegt mál að fá uppsagn- arbréf, ekki síst fyrir þá sem unnið hafa í mörg ár hjá sömu stofnun og reynt að rækja starf sitt af kost- gæfni. Við höfum unnið metnaðar- fullt starf í þágu bama og samstarf við foreldra hefur verið mjög gott og vinnustaðurinn okJcur því kær. Uppsögn kom því sem reiðarslag. Umsjónarmaður Félagasamtök í Reykjavík óska eftir umsjónarmanni til starfa við húseign sína. Um er að ræða fullt starf. Launakjör skv. samningum opinberra starfsmanna. Umsóknum skal skila eigi síð- ar en 1. nóvember 1993 á afgreiðslu blaðsins, merkt umsjónarmaður.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.