Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Friðarverðlaun Nóbels í ár hljóta tveir ákaflega ólíkir menn. Annar þeirra; de Klerk, hinn hvíti forseti Suður - Afríku, hefur nú, eítir að hafa um árabil staðið sem fúlltrúi að- skilnaðarstefnunnar, séð að tím- inn er kominn og sest að samn- ingaborði með fulltrúum Afríska þjóðarráðsins. Það er einmitt frægasti fúlltrúi þess, hinn sjötíu og fimm ára gamli Nelson Mandela sem deilir verðlaunun- um með de Klerk. Tim Maseko sem starfar fyrir Afríska þjóðar- ráðið finnst þetta kaldhæðnis- legt og sambærilegt við það að páfinn þyrfti að deila friðarverð- laununum með Saddam Huss- í heimsókn sinni hingað til lands í síðustu viku ávarpaði Maseko þing Verkamannasantbandsins, var við setningu Iðnnemasambands- þings og talaði á Kirkjuþingi. Tim Maseko átti einnig viðræður við Þröst Olafsson aðstoðarinann ut- anríkisráðherra. Þetta er í annað skipti sem Tim Maseko kemur hingað, en hann var hér í fyrra skiptið fyrir þremur árum. Það er vel við hæfi að fúlltrúi Afríska þjóðarráðsins ávarpi þing Verkamannasambandsins því VMSI og verkamenn í Dagsbrún börðust einmitt fyrir því á sínumtí- ma að viðskiptabanni við Suður - Afríku væri ffamfylgt. Slíkt bann og æ meiri einangrun Suður-Aff- íkustjórnar á alþjóðavettvangi eru ein stærsta ástæða þess að eftir ára- tuga kúgun hvíta minnihlutans á svörtum og lituðum þegnum Suð- ur-Afríku hillir nú loks undir lok aðskilnaðarstefnunnar. Viðskiptahagsmunir vesturvelda Það hefur ekki gengið allt of vel að ffamfylgja viðskiptabanninu. Þau skötuhjú Margareth Thatcher og Ronald Reagan voru innilega sammála um að ekki væri rétt að setja á og ffamfylgja slíku banni, það myndi aðeins verða til þess að kjör svertingja í Suður-Afríku versnuðu. Talsmenn þeirra voru ó- sammála og töldu þessa umhyggju- semi eiga sér aðrar orsakir, t.d. við- skiptahagsmuni og áherslu á að ’ berjast gegn vinstrisinnuðum stjórnum í nágrannaríkjunum Angólu og Mosambique. Við- skiptahagsmunir Breta, Frakka og Bandaríkjamanna í Suður-Afríku eru heilmiklir. Það þýð- ir að þessum þjóð- um eða a.m.k. pen- ingamönnum innan þeirra hefur ekki verið sérlega mikið í mun að einangra Suður-Afríku eða banna viðskipti við hana. Suður-Afríka er ákaflega ríkt land, "t.d. af málmum í jörðu. Kúgun hvíta minnihlutans og arðrán hans á öðr- um íbúum landsins hefur gefið svo mik- ið af sér að þjóðar- framleiðsla á hvem íbúa er frekar há, það há að ef miðað er við hana telst Suður-Affíka ekki til þriðja heims ríkis Komið og sjáið lýðræð- ið fæðast! Fulltrúi Afríska þjóðarráðsins er bjart- sýnn á framtíð Suður-Afríku i * *... i 4 ( é í * 141*1* klli i Tim Maseko segir Islendinga geta aðstoðað hina nýju Suður-Afríku á sviði sjávarútvegs. Mynd: Ol.Þ. - landið er velferðarríki - fyrir hvíta þegna þess. Aðrir lifa hins vegar í ólýsanlegri eymd og þar að auki við bæði ófrelsi og óöryggi sem fylgir aðskilnaðarstefnunni. Framlag lslands skiptir líka máli I fundi sem haldin var í Lækjar- brekku síðastliðinn laugardag lýsti Tim Maseko því sem hefur gerst í málefnum Suður-Affíku síðan hann var hér síðast og þeirri bjart- sýni sem nú ríkir um að takast megi að koma á breytingum. Maseko sagði einangrun Suður-Affíku svo sannarlega hafa haft áhrif og talaði um að þar hefði framlag lítils lands eins og Islands líka skipt máli og að viðskiptabannið og alþjóðlegur þrýstingur hefði orðið til þess að Nelson Mandela var látinn laus úr fangelsi árið 1990. Maseko talaði um þá breytingu sem hefði orðið í heiminum, spennan milli austurs og vesturs væri að engu orðin, þó að enn væri við mörg vandamál að glíma. Hann sagði líka að ANC fagnaði þeirri þróun í átt til friðar sem væri að verða fyrir botni Mið- jarðarhafs. Maseko sagði að síðustu þrjú ár hefði ofbeldi verið vandamál í Suð- ur-Afríku, elcki aðeins milli svartra annars vegar og hvítra hins vegar, heldur einnig og því miður milli svartra innbyrðis. Þetta sagði Ma- seko vera afleiðingu aðskilnaðar- stefnunnar og þeirrar eymdar sem hún hefur kallað yfir svarta íbúa Iandsins „Hvíta ríkisstjórnin vill ekki lýðræði og reynir að etja svert- ingjum hverjum gegn öðrum,“ sagði hann og bætti við: „Breyt- ingu frá einni þjóðfélagsgerð til annarrar fylgja alltaf átök.“ Suður-Afríka tilheyrir öllum íbúum landsins Maseko sagði að iniklar vonir væru bundnir við kosningarnar sem halda á í apríl á næsta ári. Afríska þjóðarráðið, sem Maseko vill ekki kalla stjórnmálaflokk held- ur stjórnmálahreyfingu, mun taka þátt í kosningunum sem verða þær fyrstu með þátttöku allra kynþátta í Suður-Afríku. Maseko taldi að Afríska þjóðarráðið eða ANC, eins og enska heiti þess er skammstafað, myndi ná meirihluta og sagði það njóta mikils stuðnings í Suður-Afr- íku. Hann sagði að þó væru marg- vísleg vandamál fýrirsjáanleg. í því sambandi benti hann á að af þeim tuttugu og tveimur milljónum Suður-Afríkubúa sem væru á kjör- skrá væru nítján milljón svartir - þar af væru 60% ólæsir. Af þessum sökum þyrfti að leggja mikla á- herslu á að mennta hina væntan- legu kjósendur og sagði Maseko að nú væri hafin herferð í því skyni. Verkalýðshreyfingin, kirkjan og Afríska þjóðarráðið standa að þessarri menntunarherferð, ríkis- stjórnin tekur ekki þátt í henni. Tim Maseko sagði að þó Afríska þjóðarráðið fengi meirihluta í kosningunum í aprfl þýddi það ekki að aðrir fengu ekki að taka þátt í stjórn landsins. „Jafnvel þó að við vinnum þá verður þetta þjóðstjórn. Þetta verður ekki svört stjórn," sagði Maseko og bætti því við að sú stjórn sem tæki við að loknum kosningunum í apríl yrði að hafa fuiltrúa ólíkra íbúa Suður-Afríku innanborðs. „Við höfum alltaf sagt að Suður-Afríka tilheyri öllum íbú- um landsins.“ Komið ogjylgist með kosningunum Það hljómar ekki mjög líklegt að það takist að mynda stjórn með fulltrúuin ólíkra kynþátta eftir allt sem á undan er gengið. Hinir nýju Nóbelsverðlaunahafar hafa fengið að reyna að samningar við hinn að- ilann eru ekki alltaf það vinsælasta í þeirra hópi. Hægrisinnar í hópi hvítra finnst de Klerk hafa gengið allt of langt í að láta að kröfuin svartra og hann nýtur nú aðeins fylgi 30% hvítra Suður-Afríkubúa. Á hinn bóginn finnst ungum og róttækum barráttumönnum meðal svertingjanna breytingar í átt til ffelsis og affiáms aðskilnaðarstefii- unnar ganga allt of hægt og að í raun sé lítil ástæða til þess að semja um það sem þeim finnst - og auð- vitað er - sjálfsagður réttur þeirra. Mangosudiu Buthelezi, höfðingi Zulumanna, sem fulltrúar ANC, þ.á in. Maseko, segja vera strengja- brúðu hvíta minnihlutans og hafa lítið fylgi meðal svertingja, hefur ekki tekið þátt í viðræðuin uin kosningar á næsta ári og flokkur hans hefur hótað að trufla þær með öllum ráðum. Maseko heitir á þá Islendinga sem hafa áhuga á að stuðla að því að niðurstöður kosninganna verði virtar að koma til Suður-Afríku í apríl og fylgjast ineð framkvæmd þeirra - og ekki aðeins þá: „Heim- urinn verður að koma til Suður- Afríku og fylgjast með því að kosn- ingarnar verði frjálsar og lýðræðis- legar.“ Maseko Ifldr lýðræði í Suður-Afríku við ófætt barn: „Þið verðið að koma og fylgjast með því koma í heiminn." Friður er lykill að þróun Það verður hvorki létt verk né löðurmannlegt að stjórna Suður- Affíku, jafnvel þó kosningarnar fari vel og friðsamlega ffam og það tak- ist að mynda starfhæfa stjórn að þeim loknum. Um árabil hefur efnahagskerfi Suður-Affiku byggst á óréttlæti þar sem meirihluti þjóð- arinnar er notaður sem vinnudýr til þess að byggja upp auð fyrir minni- hlutann - alveg eins og þrælarnir í Bandaríkjunum forðum. 87% alls lands er í eigu eins áttunda íbúanna - hinna hvítu. Það er besta landið. Hvítir eiga líka framleiðslutækin, þeir eiga námurnar, verksmiðjurn- ar, stórbýlin, fyrirtækin, allt. Þeir hafa fengið menntunina, heilsu- gæsluna, tækifærin. Þrátt fyrir auð hvítra hefur með tímanum myndast hvít milli- og lágstétt. Hvítir inenn sem vinna sömu störf og svartir fá allt upp í tuttugu sinnum hærra kaup að ekki sé minnst á öll réttindin sem þeir hafa umfram svarta. Það verður því ekki auðvelt fyrir nýja stjórn að koma á jöfnum rétti allra kynþátta, því hvítir vilja ekki missa forrétt- indi sín. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir segir Maseko að ekki verði gripið til þjóðnýtingar eigna hinna hvítu. Hins vegar geti reynst nauðsyn- legt að kaupa húsnæði sem ríkið þarf tdl þjónustustarfsemi, t.d. fyr- ir sjúkrahús, enda er heilsugæsla fyrir hinn kúgaða meirihluta í mol- um. I þeim tilfellum verði samið um kaupin. Maseko sagði Suður-Afríku þarfnast menntunar og sérfræði- kunnáttu Islendinga á sviði sjávar- útvegs og einnig á sviði inenntunar af öllu tagi. Aðspurður um hvort bjartsýni ríki í Suður-Afríku sagði hann: „Við erum sannfærð um að eftir kosningarnar muni meirihluti íbúa Suður-Afríku hafa það betra.“ Ilann bætir við: „Við vitum að það verða ýmis vandamál, þetta verður ekkert himnaríki, en breytingarnar munu koma smám saman.“ Ma- seko sagði að Suður-Afríka mundi örugglega þurfa á erlendri aðstoð að halda, ekki síst til þess að mennta þjóðina. Hann segist vona að breytingarnar fari friðsamlega frain og segir að lokum: „Friður er lykill að þróun, án hans gerist ekk- ert.“ Ingibjörg Stefánsdóttir Gouda 26% kg/stk. R U IVI L E G A 15% LÆKKUIM! VERÐ NU: 599 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: ÞU SPARAR: kílóið. 110 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMJÖRSALAN SH

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.