Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 29. OKTOBER 1993 11 Rithöndin Fagrar hugsjónir höfða til þín Mjög listrænn persónu- leiki. Þú hefur næmt innsæi og næma réttlæt- iskennd, ríkan skilning, átt létt með að sjá málin frá fleiri en einni hlið. Allt bóknám virðist liggja létt fyrir þér en vinnuálag þolirðu ekki vel. Þú hefur sennilega hæfileika á sviði myndlistar, e.t.v. einnig tón- listar. Allar fagrar hugsjónir höfða til þín. Þú ert óeigingjöm og trygg. En hversdagslega hæglát og kannski vita fáir um hæfileika þína. Þú virðist komin af mjög vel gefnu fólki. Fjölskyldubönd eru sterk. Sköp- unargáfa rík, kemur fram í öllu sem þú gerir, jafnvel smáviðvikum. Störf tengd skólum eða söfnunt mundi henta þér vel, einnig öll skapandi og listræn vinna. Þú virðist bera umhyggju fyrir börnum þínum eða skjólstæðing- um langt fram yfir það sem skylda ber til. Ef þér gengur ekki vel í lífinu þá er það af skorti á sjálf- strausti en ekki hæfileikum. Gangi þér vel. RSE Þórdís Claessen tónlistarkona. Sviðsljós Drög að upprisu Þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu, hljómleik- anna sem Megas ætlar að halda föstudaginn 5. nóvember og sunnudaginn 7. nóvember í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það er leikfélag skólans sem stend- ur fyrir hljómleikunum, en þeir eru haldnir til að minnast 15 ára af- mælis tónleikanna Drög að sjálfs- morði sem líka voru haldnir í há- tíðarsal MH og þóttu marka tíma- mót í tónlistarsögu landans. Megasi til aðstoðar bæði kvöldin er hljómsveitin Ný-dönsk, en auk hennar mun gítarleikarinn Guð- laugur Kristinn Ottarsson aðstoða í nokkrum lögum ásamt bakradd- arsöngkonunum Margréti Sigurð- ardóttur og Kristbjörgu K. Sól- mundsdótmr úr Yrju. A tónleikunum verða flutt eldri ]ög í bland, en einnig mun Megas frumflytja nokkur lög. Báðir tón- lcikarnir verða hljóðritaðir af Skíf- unni og hugsanlega gefhir út á geisladiski með vorinu. Þá verður gerð heirnildarkvikmynd fyrir sjónvarp um hljómleikana og und- irbúning þeirra. Miðaverð er 1200 krónur og er forsala aðgöngumiða þegar hafin í hljómplömverslunum Skífunnar. Einnig er tekið á móti miðapönt- unum f síma 31144. Þá eru miðar seldir í MH milli kl. 13 og 18 alla virka daga og við innganginn ef einhverjir verða effir. Samsýning þriggja kvenna í Hafnarborg Amorgun, laugardaginn 30. október, opna þær stöllur Elín Perla Kolka, Eygló Harðardóttir og Kristín Reynis- dóttir samsýningu í Hafnarborg í Hafiiarfirði. Þær útskrifuðust úr Myndlista- og handíðaskóla Is- lands árið 1987. Elín sýnir grafíkverk unnin í ætingu og þurrnál. Elín hefur einnig smndað listnám í Frakk- landi. Eygló sýnir veggverk unnin með bleki á pappír 2x2 metrar og stein- steypt verk á gólfi. Hún stundaði þriggja ára framhaldsnám í Hollandi. Kristín sýnir þrívíð verk og inn- setningu (installation). Kristín var tvö ár í ffamhaldsnámi í Þýskalandi eftir að hún útskrifaðist úr mynd- mótunardeild MHI. Hún sýndi síðast í Nýlistasafhinu 1991. Sýningin verður opin ffá kl. 12 - 18 alla virka daga nema þriðjudaga. Síðasti sýningardagur er 15. nóv- ember. Listakonumar Elín Perla Kolka, Eygló Harðardóttir og Kristtn Reynisdóttir. Sagt með mynct Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir 47 Þeim þölmörgu lesendum Vikublaðsins sem hafa verið iðnir við að ráða verðlaunagát- una og senda inn lausnir er núna tilkynnt með trega í hjarta að ritstjórinn hefur á- kveðið að skera niður föst verkefni sín mn eitt; það að draga út verðlaunahafa og velja handa þeim einhverja ágæta bók í verðlaun. Hinsvegar detmr honuin ekki í hug að hætta að birta gátuna og réttar Iausnir, enda trúir hann því staðfastlega sem honum er sagt að „ráðamenn" gámnnar séu öflugur þrýstihópur rneðal Ies- enda og láti það ekki órefsað ef henni er sleppt. Því mun gátan og lausnir birtast áffam, en frá og með þessari þýðir ekkert að senda inn ráðningu. En - bestu þakkir fyrir samstarfið - það hafa oft skemmtilegar athuga- semdir fylgt ráðningunum og þeirra mun ritstjórinn sakna. Verðlaunahafi fyrir nr. 45 Þegar dregið var úr rétmm lausnum koin upp nafnið Kristinn Kristmundsson, Laugarvatni. Hann fær bókina Grónar götur eftir Knut Hamsun. Ráðning 45. myndagátu: „Enn á ný er slegið á frest að skatmr á fjármagnseigendur taki gildi.“ Kunningi minn einn er skyndilega farinn að hafa á- hyggjur af lífi sínu og til- veru. Hann áttaði sig á því um dag- inn að hann væri ekki lengur á ung- lingsárunum og trúr eðli sínu ákvað hann að sætta sig ekki við þetta. Og eina ráðið til að halda affur af ellimörkunum virtist honum vera að leggjast í líkamsrækt og heilsu- samlegt lífemi. Nú hefur þessi ágæti maður aldrei verið gefin fyrir slíka hluti en er á hinn bóginn ákafamað- ur ef hann tekur sig til. Því var byrj- að á því að fara í einhverja heilsu- búðina og kaupa nokkra sekki af sól- blómaffæjum, fjallagrösum og blómaffæflum. Nokkrar inat- reiðslubækur fylgdu líka með. I tvær vikur hefúr síðan fjölskyldan ekki lifað á öðru en ffæjum, grasi og ein- hverjum torkennilegum seigfljót- andi, gulgrænum völcvum sem ekki hefur fengist upplýst hvað innihaldi. Lyktin bendir þó ótvírætt til að hvídaukur sé þar í miklu magni og er saumaklúbbur ffúarinnar í upp- lausn vegna þessa. Líkamsræktín fylgdi með og fyrst lá þá fyrir að kaupa sér fokdýrt kort í eitthvað sem á ástkæra ylhýra hét eitthvað í líkingu við „Top of the World Class.“ Efrir nokkur skipti fékk kappinn þó endurgreitt kortið og var beðinn um að koma ekki oft- ar. Það sýndi sig nefnilega að ffæin höfðu heldur óheppileg áhrif á meltingarkerfi hans. Það varð því nokkuð erfitt að umgangast hann eitthvað að ráði nema þá helst ut- andyra og þannig að hann væri tíl hlés. Og vinur núnn tók þessu karl- mannlega enda blasti lausnin við. Hann fór að skokka. Og nú fylgist hverfið með því hvernig hann fer hring eftír hring, upp og niður stiga og brekkur, másandi og blásandi. Unglingar hverfisins hafa að vísu viljað halda því frarn að hann svindli. Þeir segja að það sé auðheyrt að hann sé með vanstílltan bensínmótor á sér ein- hversstaðar því sprengingamar heyrist greinilega. Sumir þeirra sem verst hafa hlotið uppeldið hlaupa með og skrá fjölda sprenginga og halda því fram að þetta sé þáttur í eðlisffæðinámi þeirra. Bömin hans treysta sér ekki tíl að halda uppi vörnum fyrir þessa hegðun cnda eiga þau nóg með eigin vandamál. Það em nefnilega ekki aðeins melt- ingafæri föðurins sem þola ffæin illa. Verkstjórinn tók hann eintal urn daginn og sagði að það væri alveg hugsanlegt að fyrirtækið hlypi und- ir bagga ef hann vildi fara í meðferð, því hingaðtil hefði hann verið ágæt- ur starfsmaður. Frekari umræður leiddu í ljós að þreytan, ásamt roð- anum sem fylgdi þessari erfiðu útí- vem höfðu fengið menn tíl að álykta að hann lægi í brennivíni öll kvöld og langt ffam á nætur. Svo er alsendis óvíst að þetta hjálpi eitthvað til að hindra ellina ffá að ná tökum á honuin. Illa inn- rætt fólk segir reyndar að ef eitthvað sé virðist þetta flýta fyrir hrörnun- inni. Hann hefur aldrei verið jafu slæmur í hnjánum og síðan hann byrjaði að skokka auk þess sem bak- ið virðist vera farið að gefa sig.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.