Vikublaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 6
Oddi hf
6
Samfélagið
VIKUBLAÐIÐ 12. NOVEMBER 1993
*
Hver er framtíð
velferðarríkisins?
Stórmarkaður
með skrifstofuvörur
NYJUNG í ÞJONUSTU VIÐ FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
- Einfaldur í notkun
- Mikill tímasparnaður
PÖNTUN: Frá þinni skrifstofu meö telefaxi
eða símtali við söludeild Odda
AFGREIÐSLA: Samdœgurs ,ef pantað er
fyrir hódegi.
ALLTIEINNIFERÐ
& SKRIFSTOFUVÖRUR
rSKRIFSTOFUBÚNAÐUR
P! HIRSLUR
PAPPÍR OG UMSLÖG
L? LÍMMIÐAR
BP EYDUBLÖD OG BÆKUR
PRENTÞJONUSTA
Vörulista Odda verdur dreift til fyrirtækja,stofnana og félagasamtaka um land allt
á næstunni. Óskir þú eftir að fá vörulistan sendan eða sölumann í heimsókn, þá
hafðu samband við söludeild okkar.
opnunartImi soludeildar : ménud.-fimmtud. kl. 8.00-18.00
föstudagar. kl. 8.00-17.00
HEILSHUGAR I HALFA OLD
Samkvæmt danska
dagblaðinu Polití-
ken (18. október
s.l.) eru nú um fjögur
þúsund heimilislausra í
Kaupmannahöfn einni.
Finnska hægristjórnin
hefúr skorið niður í heil-
brigðiskerfinu og dregið
úr íjárhagsaðstoð við
barnntargar íjölskyldur.
Frakkar streitast við að
forða tveim helsm al-
mannatryggingasjóðum
sínum (atvinnuleysis-
tryggingasjóði og sjúkra-
samlagi) frá gjaldþrotí.
Flclmut Kohl hefúr tek-
ið allt heilbrigðis- og
ellilífeyriskerfið tíl end-
urskoðunar, ekki síst
vegna þess að heilbrigð-
iskerfið verður því dýr-
ara í rekstri sem þjóðin
eldist, en spáð er að á ár-
inu 2030 verði um þriðj-
ungur Þjóðverja yfir sex-
tugu. I Svíþjóð stendur
íhaldsstjórn Carls Bildts
(samsteypustjórn fjög-
urra borgarafiokka sem
var mynduð 1991)
frammi íyrir gífurleguin
fjárlagahalla og hefur
m.a. lækkað ellilífeyri.
Þetta eru aðeins örfá
dærni um yfirstandandi
kreppu velferðarkerfis-
ins í Evrópu. En, þó
furðulegt megi teljast, þá
eru Bandaríkjamenn, út-
verðir hins ómengaða
kapítalisma, á sama tíma
að senda Evrópumönn-
um þau skilaboð að þeir
hafi gert rétt í því að
byggja upp velferðar-
kerfið, velferðarkerfi
sem Bandaríkjamenn nú
öfunda þá af. I ræðu í
bandaríska þinginu 23.
september s.l. lofaði
Clinton Bandaríkafor-
seti að byggð yrði upp
heilbrigðisþjónusta fyrir
37 milljónir manna sem
eru of tekjulágir til að
geta keypt sér einka-
sjúkratryggingar. I Jiess-
ari tímamótaræðu, sem
sumir líkja við það þegar
Roosevelt kynnti New
Deal-umbótastefnu sína
fyrir sextíu árum, dró
Bill Clinton upp útlínur
áætlunar sinnar um urn-
bætur í heilbrigðisþjón-
ustunni sein ntun færa
Bandaríkin nær evr-
ópsku velferðarkerfi.
Velferðarríkið í
vanda
Nýlega kom út bók
sem varpar skýru ljósi á
eitt helsta deiluinál tí-
unda áratugarins, fram-
tíð velferðarríkisins.1)
Velferðarríkið hefur
iðulega verið skilgreint
sem inillistig ntilli hins
alfrjálsa inarkaðar og
sósíalisma. Nokkur
Bernard
Granotier
helstu einkenni þess eru veruleg
skattlagning hærri launa og auðs,
þríhliða lausnir á deilum á vinnu-
markaði (ríkisstjórn, verkalýðs-
hreyfing og atvinnurekendur) og
varðandi skiptingu verðntæta í
þjóðfélaginu, stighækkandi fjár-
veitingar tíl velferðarmála og
stækkun opinbera geirans. Vestur-
Iönd Iögðu til skamms tíma stolt
sitt í að útrýma fátækt - markmið
sem í iðnvæddu löndunum hafði
náðst að mestu eftír þriggja áratuga
hagsæld í kjölfar seinni heimstyrj-
aldarinnar.
Uppruna velferðarríkisins rná
rekja aftur til félagsmálalöggjafar
Bismarcks sem sett var 1871. Vald-
hafar þýska keisaradæmisins veittu
verkalýðsstéttinni ýmis félagsleg
réttíndi löngu áður en hún hlaut
nokkur pólitísk réttindi (sem unn-
ust eftir fýrri heimsstyrjöld). Eftír
að sænskir jafúaðarmenn náðu að
mynda ríkisstjórn 1932 varð Sví-
þjóð fyrirmynd velferðarríkisins.
Huginyndinni um ýmisskonar ör-
yggisnet fyrir fátæka og atvinnu-
lausa var fýrst hrint í framkvæmd í
Svíþjóð. Vegna hlutleysis Svía í
seinni heimsstyrjöldinni og þeirrar
staðreyndar að jafnaðarmenn
héldu völdum óslitið í 44 ár, eða
þar til 1976, var hægt að koma á fót
margskonar metnaðarfullri al-
mannaþjónustu, s.s. heilbrigðis-
þjónustu, tryggingakerfi og aðstoð
við ýmsa félagshópa sem stóðu
höllum fætí eins og aldraða, ein-
stæðar mæður, fatlaða og fólk af
öðrum kynþætti, félagslegu hús-
næðiskerfi, dagvistarþjónustu við
börn, víðtæku almennu mennta-
kerfi, ráðstöfunum til að korna á
jafnrétti kynjanna og draga úr ann-
ars konar mismunun þegnanna. Af-
rek á þessum sviðum veittu al-
menningi og stjórnmálamönnum
annars staðar á Norðurlöndum og
Englandi mikinn innblástur, auk
þess sem þeir höfðu áhrif á verka-
lýðsflokka í öllum hinum vestræna
heimi. Mitterand Frakklandsfor-
seti hafði vafalaust Olof Palnte í
huga þegar hann fékk samþykkt
lög uin að lengja suntarorlof urn
fimmtu vikuna og að öllurn skyldu
tryggðar lágmarkstekjur (1989).
Olíukrcppurnar tvær 1973-4 og
1978-79 setti ríkisstjórnir um allan
heim í vanda. Brautryðjandaríkið
Svíþjóð var lýrst til að upplifa á-
kveðið bakslag í uppbyggingu vel-
ferðarríkisins. Atvinnuleysi jókst
og tregara varð um fjármagns-
streymið til að viðhalda óbreyttum
þróunartilhneigingum í félagslegri
þjónustu.
Borgaraflokkarnir sænsku hafa í
valdatíð sinni (1976-1982 og síðan
frá 1991) orðið æ gagnrýnni á um-
fang opinbera geirans þar sem um
30% vinnuaflsins starfar og einnig