Vikublaðið


Vikublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 8
8 Atvinnumálin VIKUBLAÐIÐ 19. MAI1995 Réttar upplýsingar er ein af fbr- sendunum fýrir skynsamlegri á- kvarðanatöku. I Neskaupstað hef- ur verið í gangi sérstakt átaksverk- efiii er nefhist Norðfirðingar í sókn. Verkefhið er tímabimdið og kostað af Neskaupstað og Byggða- stofnun. Ég hef tekið saman fyrir stjóm átaksverkefiúsins Norðfirð- ingar í sókn nokkrar upplýsingar um samsetningu og upphyggingu atvinnulífsins í Neskaupstað. Ég hef gert grein fyrir niðurstöðmn þessarar athugunar í vikublaðinu Austuriandi en hefverið beðinn að fjalla hér í Vikublaðinu um þessar niðurstöður mínar. Uppbygging atvinnulífsins í Neskaupstað er nokkuð athyglisverð einsog hér mun koma fram. Engin sambæri- leg athugun, mér vitanlega, hefur farið fiam í öðrum byggðarlögum og því enginn samanburður til- tækur. Athugun þessi er unnin þannig að skoðuð var skrá yfir alla latmagreið- endur í Neskaupstað. Lagt er sjálf- stætt mat á það hve margir vinna hjá hverju einstöku fyrirtæki. Þannig mælist ársverkafjöldi um 820 í bæjar- félaginu. Samkvæmt opinberum töl- um er hann nokkru lægri eða um 770 ársverk. Með ársverki er átt við fjölda fullra ársstarfa. Hlutastörf eru þá lögð saman i eitt starf o.s.ffv. Ástæð- an fyrir því að mínum upplýsingum ber ekki saman við tölur opinberra aðila er ekki viðfangsefni athugunar- innar en bent á að ekki eru notaðir sömu mælikvarðar. Einhver skekkja getur verið í þeim upplýsingum sem ég hef unnið fyrir átaksverkefnið en líldega er hún lítil og skiptir ekld máli fyrir þá heildarmynd sem hér verður dregin upp. I Mynd I er að finna upplýsingar um fjölda ársverka eftir atvinnu- greinaskiptingu 1993 (12 atvinnu- greinar). Taflan sýnir því dreifingu þessara ársverka eftir 12 atvinnu- greinum. Það kemur ekla á óvart að fjöldi ársverka er mesmr í matvæla- vinnslu, þ.m.t. fiskvinnslu. Um 30% ársverka í Neskaupstað eru í mat- vælavinnslu. I öðru sæti er togaraút- gerð með um 14%. Athyglisvert er að leggja saman fjórar atvinnugrein- ar, þ.e. landbúnað, togara- og bátaút- gerðir og matvælavinnslu. I ljós kem- ur að við þessar fjórar frumvinnslu- greinar eru um 430 ársverk eða tæp 55% allra ársverka í Neskaupstað. Mikill fjöldi af störfum tengist þjón- usm hvers konar, bæði opinberri og almermri þjónusm. Einnig er áhuga- vert að rúmlega 50 ársverk em í smá- bátaútgerð. Störfúm við smábátaút- gerð í Neskaupstað hefur fækkað mikið á undanfömum 5 árum eða svo. Þessi störf hafa því verið enn fleiri fyrir nokkmm árum. Mynd II lýsir fjölda fyrirtækja í hverri atvinnugrein 1993. Með fjölda fyrirtækja er átt við hvem þann sem stundar einhvem sjálfstæðan at- vinnurekstur að viðbættum félögum og lögaðilum. Þannig sldlgreind reyndust fyrirtækin í Neskaupstað 171 talsins. Það sem sérstaklega vek- ur eftirtekt er annars vegar hve mildll fjöldi fyrirtækja er í þjónusm eða 43 Mynd I - Skiptíng ársverka eftír atvinnugreinum í Neskaupstað 1993 c3 c g OJD 3 B C •g Önnur þjónusta Opinber þjónusta Skólar Heilbrigðisþjónusta Verslun Peningastofnanir Byggingariðnaður Þjónustuiðnaður Matvælavinnsla Smábátaútgerð Togaraútgerð Landbúnaður tijiM ; :4h iV 0 I % 20 5 5 ;5J»t^rí“4 límiík mm lliplli r.-ttfsíisisu. -■1-- 4 1 tm IBiii MWki isjasiali imr&U pp §# AWÍ&' • r.:; ó.:; gp|tíg| ~ iill 5: 40 60 m s lítíœf =F= 80 100 120 140 160 Ársverk (samtals ca 820) 180 200 220 240 Mynd II - Fjöldi fyrirtækja í atvinnugreinum í Neskaupstað 1993 Mynd III - Stærðardreifíng fyrirtækja (án stofnana) í Neskaupstað Fjöldi fyrirtækja eftir ársverkafjölda talsins og hinsvegar í smábátaútgerð eða 37 alls. Fjöldi fyrirtækja í Nes- kaupstað fer ekki saman við mildl- vægi atvinnugreina eftir fjölda árs- verka. Þannig er fjöldi fyrirtækjanna í þeim fjómm frumatvinnugreinum sem nefndar vom áðan um 30% af fjölda fyrirtækja. Þar vegur hlutur smábátaútgerðarinnar þyngst hvað fjölda áhrærir eða 22%. 6 fyrírtæki með fleiri en 6 ársverk I mynd EI er sýndur fjöldi fyrir- tækja í Neskaupstað eftir að allar stofnanir opinberra eða hálfopin- berra aðila hafa verið teknar út. Eftir stendur það sem við í daglegu tali nefnum eiginlegt atvinnulíf. Fyrir- tækin sem eiga að standa undir sam- félagi okkar, hinu opinbera eða starf- semi þjónustustofhana. Stofnanimar sem ég dreg því frá em um 11 talsins. I ljós kemur að af 160 aðilum eða sjálfstæðum „fyrir- tækjum“ em 154 með fimm eða færri starfsmenn. Einungis sex fyrirtæki hafa sex eða fleiri starfsmenn í sinni þjónustu miðað við heil ársverk. Ef Síldarvinnslan hf. er frádregin þá standa eftir fimm fyrirtæki og ein- trngis þrjú sem hafe fleiri en 11 starfs- menn. Yfir 130 fyrirtæki hafe tvo eða færri starfsmenn miðað við ársverk. Verkefhi fyrirtækjanna í Neskaup- stað em í flestum tilvikum fyrst og fremst einföld þjónusta við bæjarbúa ef frá era talin umsvif Síldarvinnsl- tinnar og opinber þjónusta. Mjög fá þessara fyrirtækja stunda starfsemi sem nær út fyrir Neskaupstað. Þau hafe að meginstarfsemi þjónustu við Norðfirðinga og fyrirtækin í bænum. Markaðsstarf þeirra er lítið og sókn út á við, þ.e. út fyrir Neskaupstað, er mjög takmörkuð. Hér em nokkrar undantekningar á en mjög fáar. Fyr- irtældn em því fyrst og firemst fyrir Norðfirðinga, bæjarbúum hefur lítdð fjölgað og því hafe markaðsmögu- leikar fýrirtækjanna ekki vaxið. Einnig hefur þeirrar tilhneigingar gætt nú á seinni árum að þeir, sem em stórir fyrir, hafe yfirtekið í meira mæli en áður verkefrú sem þau keyptu frá minni þjónustuaðilum í bænum. Þróunin er sumsé að þeir stóm verða enn stærri. Neskaupstað- ur einsog mörg önnur byggðarlög á landsbyggðinni em einangruð í við- sldptalegu tilliti. Þó margt hafi áunn- ist í samgöngumálum þá em allar samgöngur byggðar með það að leið- arljósi að samsldptin við Reykjavík séu í lagi. Oft á tíðum er engin á- hersla lögð á samgöngur milh byggð- arlaga sem gætu myndað eina samfé- lagslega heild í menningarlegu, fé- lagslegu og viðskiptalegu tdllitd. Slíkar byggðarlagaheildir era þó forsendan fýrir því að atvinnustarfsemin þróist og eflist á eðlilegan hátt. Þar þarf að verða breyting á. Það má með nokkmm sanni færa fýrir því rök að það atvinnulíf sem er í Neskaupstað eigi sjálft í erfiðleikum með að skapa stærra og fjölbreyttara atvinnulíf, ef frá er talin Sfldarvinnslan hf. í þeim skilningi að fýrirtækin vaxi og dafni í stærri og öflugri fyrfrtæki. Til þess em þau of h'til og vanmáttug. Þau

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.