Vikublaðið


Vikublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 19.MAI 1995 Atvinnumálin 9 hafa lida möguleika tíl að útvíkka markaðsstarf sitt nema með aukinni starfsemi út íýrir Neskaupstað en þar er við ótryggar samgöngur að eiga. Langvarandi einangrun bíejarfélags- ins fyrr á tíð veldur síðan örugglega einhverjum sálffæðilegum hömlum sem erfitt er að dæma um. Fjórar meginlínur I hnotskum eru möguleikar byggðarlaga einsog Neskaupstaðar tíl ffekarí uppbyggingar atvinnulífs- ins fólgnir fyrst og fremst í eftirfar- andi fjórum meginlínum: a) starfsemi Síldarvinnslunnar hf. b) hugsanlegum samruna annara fyrirtækja í bænum c) sameiginlegu átaki til að byggja upp ný fyrirtæki með verulegri aðstoð bæjarfélagsins d) flutningi á fyrirtæki annarsstaðar ffá eða fjárfestingum annarra í . Neskaupstað. Hver þessara möguieika er væn- legastur fyrir Neskaupstað eða sam- bærileg byggðarlög er erfið spuming og kannski ekki sú sem skiptír mestu máh. Aðalmálið er að eitthvað gerist, ekki hver gerir það. Möguleikamir í Neskaupstað til stærri átaka hggja því fyrst og ffemst hjá Síldarvinnslunni hf. eða hjá bæjarfélaginu eða alltént með miklum stuðningi þess. Það blasir að minnsta kostí ekld við að aðrir hafi yfir að ráða peningum eða aðgengi að þeim, sem sldptir vem- legu máh fyrir nýsköpun í atvinnu- málum Norðfirðinga. Möguleikamir em óneitanlega meiri hjá þeim sem fjármagnið hafa. Nauðsynlegt er þó að undirstrika það að hafi menn góða hugmynd, sem er vel útfærð, er vandamálið yfirleitt ekld að afla til- skilinna peninga heldur em það hug- myndimar sjálfar, aðstæður og réttir einstaklingar sem oft skipta þar meira máh. I fáum orðum sagt gerist ekkert stórt í atvinnumálum í Neskaupstað nema með þátttöku Síldarvinnslunn- ar hf. og bæjarsjóðs og/eða utanað- komandi aðilum. Spumingin í hnot- skum er því hvað á að gera og hvem- ig en ekld svo mjög um það hver á að gera hlutina. Eg hef ekki haldbærar upplýsingar um aðra staði á Islandi en hef það samt á tilfinningunni að sambæríleg- ar niðurstöður gildi um mörg önnur byggðarlög. Eflaust er þar einhver mismunur á og þá felst hann að öll- um líkindum í að ekkert eitt fyrirtæki er jafn áberandi stærra en önnur og Síldarvinnslan hf. er í Neskaupstað. Þetta em athyglisverðar upplýs- ingar og ættu að vekja upp margs- konar spumingar um atvinnulífið í Neskaupstað. Einnig rr.á spyrja hvort sömu skilyrði séu ekki til staðar í mörgum öðrum byggðarlögum á landinu. Snorri Styrkársson starfsniaður átaksverkefnisins Norðfirðingar í sókn. Spurt er... Hvers getum við vænst af þessu atvinnulífi, þ.e. samsetningu þess og stærðardreifingu? Er þessi stærðardreifmg atvinnulífsins eðlileg - kostur eða ókostur? Við hverju er að búast af mörgum mjög litlum fyrirtækjum? Geta litlu fyrirtækin stuðlað að eðlilegri fram- þróun? Má búast við að á grunni þessara litlu fyrir- tækja rísi upp góð og öflug fyrirtæki í slíkum byggðarlögum? Er von til þess að nýtt öflugt fyrirtæki geti hasl- að sér völl við hlið hins stóra fyrirtækis? Þegar stórt er spurt verður yfirleitt fatt um svör hjá skynsöm- um mönnum. Nú er það svo að ekki má alhæfa um þessa skip- an mála. Margt getur falist sem ekki verður séð með einíoldum athugunum. Smáfyrirtæki eru mjög nauðsynleg fyrir uppbygg- ingu bæjarfélags einsog Neskaupstaðar og í þeim býr vissiilega mikill kraftur. Nýrri keimingar um atvinnuþróun halda því fram að framþróun atvixmulífeins felist í smárnn fyrirtækjum. Margar rannsóknir benda til þessarar niðurstöðu. Sveigjanleild, viðbragðsflýtir og kraftur smáfyrirtækjanna er helsti kostur þeirra. Nauðsynlegt er hins vegar að gæta að því hvað er átt við með hugtakinu smáfyrirtæki. Islenskar aðstæður með smáum markaði o.s.frv. takmarka mjög möguleika smærri fyrirtækja. Eins til tveggja manna fyrirtæla í hinum dreifðu byggðtun Is- lands eru varla af þeirri gerð sem við er átt í þessu samhengi. Hindranir þeirra umfram mörg önnur eru verulegar og þá sér- staklega í markaðsmálum. - SS Hjörtur Howser tónlistar- maður: Öll mannleg samskipti eru pólitík. Oddný S. Jc/isdóttir texta- höfundur, kennari, leiðsögu maður og flugfreyja: Að hafa eitthvað til að setja ofan á brauðið. Harald G. Haralds leikari: Hvemig lífi okkar er stjórnað of- anfrá. Margrét Sigurðardóttir hús- móðir og verðandi umsækj- andi um stöðu sveita stjóra á Hvolsvelli: Það er bara ein af þessum tíkum sem alltaf eru á lóðaríi. Elísabet Bergstað sölumað- ur: Pólitík er ójafnvægi. Skjöldur Sigurjónsson mat- reiðslumaður: Pólitík er eintóm leiðindi. Halldóra Pálsdóttir dag- launakona: Pólitfk er ekki eins alvarleg og pínulítið fráhrindandi hlið á stjórn- málum. Reynir Jónasson organisti og harmonikuleikari: Nokkuð sem notað er til að rugla háttvirta kjósendur. Vinningar í happdrætti G-listans Dregið var í happdrætti G-listans í Reykjavík 21. apríl sl. og hlutu eftirtaldir miðar vinninga. Nr. 5760 PC tölva LE0486 m/forritum 135.000.- 76 Ferð með leigufl. Samv.f/Landsýn 60.000,- 8880 Ferð með leigufl. Samv.f/Landsýn 60.000,- 3568 Ferð með leigufl. Samv.f/Landsýn 60.000,- 678 Ferð með leigufl. Samv.frLandsýn 60.000.- 2377 Ferð með leigufl. Samv.f/Landsýn 60.000,- 2643 Ferð með leigufl. Úrval/Útsýn 50.000,- 3256 Ferð með leigufl. Úrval/Útsýn 50.000,- 5748 Ferð með leigufl. Úrval/Útsýn 50.000,- Eftirtaldir miðar hlutu bókaúttektir að upphæð kr. 10.000.- hver, hjá Bókabúð Máls og menningar. Nr. 145 - 868 - 1241 - 1688 - 1734 - 1778 - 1964 - 3044 - 3198 - 3571 4769 - 4787 - 5049 - 5103 - 5212 - 5465 - 6672 - 6674 - 7002 - 7710 - 7937 - 8823 - 8961 - 9185 - 9921. Vinninga má vitja hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík að Laugavegi 3, sími 17500

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.