Vikublaðið - 03.11.1995, Qupperneq 1
223.863.078
Flateyringum sem eiga um sárt að binda vegna snjóílóðsins í síðustu viku. Þótt símasöfnun sé lokið er enn hægt að
sýna Samhug í verki. Út nóvember verður tekið á móti framlögum í bönkum, sparisjóðum og pósthúsum um land allt.
- Sjá viðtal á bls. 7 við Kristinn H. Gunnarsson þingmann um byggð og snjóflóðavarnir á Vestíjörðum.
krónur söfnuðust í sjóð til stuðnings
GEVALIA
- það er kaffið!
sími568 7510
ASKRIFTARSIMI
43. tbl. 4. árg. 3. nóvember 1995 - Ritstjóm og afgreiðsla: sími 551 7500 - 250 kr.
instripólitík í fáum dráttum: Bryndís
Hlöðversdóttir er gestaskrifari Tilsjár á bls. 2 og er
með skilaboð til forystunnar. Á bls. 6 gerir Jóhannes
Hlöð-
Ragnarsson feú athugasemd við VaJþór
versson í tileM af formannskjöri. Umberto Eco
ræðir fasismann og baráttuna ævarandi fyrir
frelsinu á bls. 8-9. Ingi Rúnar Eðvarðsson M ríður
á vaðið og skrifar stóra grein um...
lAKtrnenn viD uppftaf nvrrar aldar
Sósíalistum ber engin skylda til að trúa
því að mannlegt félag geti í rann orðið
fullkomið, heldur aðeins að það sé hœgt að
gera það miklu betra en það er.
Georg Orwell.
Ég á mér draum. Ég á mér þann draum að
Alþýðubandalagsfólk, Kvennalistakonur,
Þjóðvakafólk og vinstri öflin í Alþýðu- og
Framsóknarflokki nái að stilla saman strengi
og skapa þann styrk sem þarf til að endur-
skapa Island í anda aukins lýðræðis og félags-
legs jöfnuðar. Þannig að allir þegnar Islands,
óháð kyni og þjóðfélagsstöðu, fái sem best
tækifæri til að þroskast og menntast. Slík
hreyfing byggir á þremur rótum: arfleifð sósí-
alismans um rétt allra þegna — verkafólks
sem atvinnurekenda — til alhliða þroska
mannlegra hæfileika (leiðir sósíalista að þessu
marki verður þó að endurskoða), framlagi
kvennahreyfingar um nauðsyn jafiiréttisbar-
áttu kvenna og rökum umhverfissinna urn
haldbæra efnahagsþróun sem ekki teflir auð-
lindum jarðar og lífi komandi kynslóða í tví-
sýnu.
Breyttar forsendur
Margvíslegar þjóðfélagsbreytingar hafa átt
sér stað hér á landi og erlendis á liðnum árum
og áratugum sem kallað hafa á nýjar pólitískar
lausnir. Þessi framvinda hefur í mörgum til-
vikum veikt stöðu vinstrihreyfingar, en hún
felur einnig í sér ný sóknarfæri.
Fall Berlínarmúrsins, sem markaði endalok
kalda stríðsins, vék til hliðar pólitískum á-
greiningi varðandi Austur-Evrópulönd sem
klofið hefur vinstrihreyfinguna allt frá rúss-
nesku byltingunni 1917. Samfara þessu varð
hugmyndafræðileg breyting. Sósíalísk mark-
mið og lausnir, eins og t.d. að takmarka at-
vinnuleysi með öllum tiltækum ráðum og
grípa til félagslegra lausna, var kastað fyrir
róða og önnur markmið eins og að berjast
gegn verðbólgu fengu forgang stjómvalda.
Einkavæðing og niðurskurður ríkisútgjalda
fengu jafnffamt vaxandi stuðning þar sem
enginn annar valkostur virðist vera til staðar.
Smáflokkaflóran á vinstri væng íslenskra
stjórnmála angrar marga, dregur úr áhuga á
stjómmálum og veldur vonleysi. Engum hef-
ur tekist að safha liðinu saman í þjóðmálabar-
áttunni og kosningum til Alþingis. Berlega
kom ffam í alþingiskosningunum í vor að
draumar einstakra flokka um að sópa til sín
fylgi em reistar á sandi. Af kosningunum má
draga þann lærdóm að velgengni eins vinstri
flokks er iðulega á kostnað annarra vinstri
framboða. Skýrasta dæmi þess er ffamboð
Þjóðvaka sem sótti fylgi sitt einkum til Al-
þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista,
auk þess sem það stuðlaði að því að atkvæði
þúsunda vinstrimanna féllu dauð um land allt.
I slíkri stöðu era tveir valkostir til staðar:
óbreytt ástand eða samvinna vinstrimanna í
einhverri mynd. Framboð og starf R-listans
sýnir að vinstrimenn geta unnið saman og
aukið völd sín og áhrif.
Þróun fjölmiðla og pólitískrar umræðu
snertir vinstrihreyfinguna með ýmsu móti. A
umliðnum áram hefur dregið mjög úr mildl-
vægi flokksblaða og útbreiðsla þeirra er nú
nijög takmörkuð. A sama' tíma hefur Morgun-
blaðið losað tengslin við Sjálfstæðisflokkinn
og aukið útbreiðslu sína, þannig að það berst
Höfundur er doktor í vinnufélags-
firæði ffá Lundarháskóla í Svíþjóð.
Fjallaði doktorsritgerðin um þrótm
prentiðnaðarins á Islandi og Sví-
þjóð. Hann fæst við stundakennslu
við Háskóla Islands og skrifaði bók-
ina Prent eflir mennt í ritröðinni,
Safh til iðnsögu Islendinga. Ingi
Rúnar hefur undanfarin ár skrifað
reglulega í blöð og tímarit um
stjómmál. ■^^■■■■■■■■■■m
nú inn á flest heimili landsins. Auk þess vegn-
ar DV vel á íslenskum blaðamarkaði. Ljós-
vakamiðlum, sem miðla borgaralegum gild-
um, hefur einnig fjölgað á liðnum áram og
ber þar mest á Stöð 2 og Bylgjunni. Borgara-
leg öfl hafa einnig tögl og hagldir á íslenskum
tímaritamarkaði. Alirif þessarar þróunar er sú
að hugmyndaffæðileg áhrif vinstrimanna era
nú óveraleg. I stað þess að móta pólitíska um-
ræðu líkt og áður er staðan nú sú að stöku (-
hjáróma) raddir vinsti a fólks heyrast endram
og eins í fjölmiðlum þjóðarinnar. Umræður
flokksblaðanna haldast í fámennum hópi og
tekst sjaldan að vekja athygli almennings.
Vandi velferðarkerfisins og þjóðríkisins á
mikinn þátt í tilvistarvanda vinstrimanna.
Vistkreppa og efnahagsþrengingar hafa víða
dregið úr hagvexti á Vesturlöndum þannig að
erfitt hefur reynst að fjármagna velferðarkerf-
ið í anda jafhaðarstefnunnar. Því hefur víða
verið gripið til niðurskurðar ríkisútgjalda og
fyFÍrmyndarlönd jafnaðarstefnunnar — Sví-
þjóð og fleiri lönd — hafa jafnvel gengið
harðast fram í niðurskurði. Margar af lausn-
um vinstrimanna hafa auk þess verið bundnar
við þjóðríkið, þ.e. gripið hefur verið til geng-
isfellingar og skattlagningar til að leysa inn-
lendan efhahagsvanda. Það reynist nú æ erfið-
ara vegna alþjóðavæðingar atvinnulífsins, þar
sem fyrirtæki geta auðveldlega flutt starfsemi
sína úr landi, og vegna alþjóðlegra samninga
eins og EES og GATT.
Margvíslegar breytingar í efhahagslífi hafa
breytt stéttaskiptingu þjóðféíagsins. I stað
hins hefðbundna iðnaðarsamfélags eða fisk-
veiðisamfélags, þar sem verkamaðurinn hefur
gegnt lykilhlutverki, telja margir fræðimenn
og ffamámenn að þungamiðja efnahagslífsins
sé ekki lengur fjármagn og vinna, heldur
þekldng og upplýsingar. Aðrir hópar en
verkamenn, t.d. þeir sem starfa við upplýsing-
ar, rannsóknir, tölvur, ferðamennsku, kennslu
og heilbrigðismál muni því hafa lykilþýðingu
á næstu áratugum. Margir era ennfremur
þeirrar skoðunar að Dagsbrúnarverkamaður-
inn verði ekki burðarás 21.aldar líkt og hann
var á fyrsta helmingi þessarar aldar. Þetta
þýðir að fyrri bakhjarl vinstriflokkanna,
verkafólkið, er á hröðu undanhaldi. Því kem-
ur annað hvort til með að fekka í ffamtíðinni,
eða fjölga mun hægar en öðram hópum
launafólks. Vinstri hreyfingin hefur ennffem-
ur sótt tákn sín og samsömun (identitet) til
verkalýðsstéttarinnar. Nefni ég hér aðeins eitt
kvæði Steins Steinars því til áréttingar en ótal
dærni önnur væri unnt að tilgreina:
Framhald á bls. 4