Vikublaðið


Vikublaðið - 03.11.1995, Qupperneq 4

Vikublaðið - 03.11.1995, Qupperneq 4
VTKUBLAÐIÐ 3. NÓVEMBER 1995 Framhald af forsíðu Ég heilsa’ yður, öreiga-æska, með öreigans heróp á tungu. Hjá yður fæddust þær viðkvæmu vonir, sem vordagar lífsins sungu. Hjá yður er falinn sá eldur, sem andann til starfsins vekur, sem brýtur að lokum heimskunnar hlekki og harðstjórann burtu rekur. Vinstrimenn verða að leita nýrrar ímyndar og nýrra bandamanna — launafólks í víðum skilningi (t.d. ASÍ og BSRB og BHMR á jafn- réttisgrundvelli), jafnvel framsækinna atvinnu- rekenda er stuðla vilja að réttlátara þjóðfélagi. Skáld og listafólk eru jaín mikilvæg og áður til að túlka og skýra hina nýju sjálfsmynd vinstri- manna. Undanfarið hafa tengsl listamanna og vinstri hreyfingar verið veik. Að lokum er þess að geta að lífsstíll fólks og viðhorf eru að breytast. Víða um heim er þess farið að gæta að vinnan - og efnahagslífið - slapi ekki lengur þann heiðurssess sem hún hefúr löngum haft. Fólk sækir sér lífsfyllingu og sjálfsmynd í neyslu og menningu fremur en framleiðslu. I vísindum og almennri umræðu eru sífellt fleiri sem hafna altækum lausnum, eins og sögulegri efnishyggju eða frjálshyggju, sem heildarlausn mannlegs vanda. Víða gætir tilhneigingar til afstæðishyggju - engin þekk- ing eða lausn er annarri betri. „Anything goes. Let's give it a try“. Aniiað sérkenni nútímans og framtíðarinnar er að menning ólíkra þjóða lifir hlið við hlið í iðandi mannlífi. Stórborgir Evrópu eru nú sem suðupottur ólíkra trúar- bragða, siða og hefða. Kynþættir og menning blandast sífellt meir. Á margan hátt er það fagnaðarefni, hefur örvandi áhrif og skapar nýja möguleika. Við slíkar aðstæður reynist ó- mögulegt að snúa aftur til hreinræktaðrar þjóðemisstefnu. Ég tel að vinstrimenn verði að taka rrúð af þessum breytingum og vanda sem best leit sína að lausnum sem henta við upphaf nýrrar aldar. Lausn á aðkallandi vanda Forsenda þess að vinstrimönnum takist það erfiða verkefni að vinna saman og ná fjölda- fylgi, er að þeir í sameiningu finni lausn á mörgum, flóknum þjóðfélagsvanda á trúverð- ugan hátt. Það er ekki auðvelt verk og vera kann að leiða þurfi nokkrar heilagar kýr fortíð- ar til slátrunar til að ná því marki. Hér skulu nefndir nokkrir þættir sem slík hreyfing getur ekki skotið sér undan að taka afstöðu til. Ég mun ekki koma með lausnir í þessu greinar- komi, en leitast þess í stað við að beina umræð- unni í ákveðinn farveg. I því sambandi hefur mér dottið í hug að hentugt væri að hefjast handa á affnörkuðum grunni, svo sem fjöl- skyldunni eða bæjarfélögum, þar sem flestir þræðir hins flókna þjóðfélagsvefs tvinnast sam- an. Það gæti auðveldað markvissa stefnumörk- un. Sérhver fjölskylda þarf t.d. húsnæði, mat, klæði, atvinnu, menntun, heilsugæslu o.s.frv. Fjölskyldustefnu mætti setja í öndvegi við upp- haf nýrrar stefnumótunar. Atvinnulíf Það er takmark vinstrimanna að tryggja öfl- ugt atvinnulíf og skapa atvinnu með öílum til- tækum ráðum. Hér er ekki tóm til þess að rekja öll atriði þess máls, enda aðrir færari um það en greinarhöfundur. Hinu má þó ekki gleyma að öflugt atvinnulíf er ekki eina markmið vinstra fólks. Meira þarfa að koma til. Til dæmis að koma í veg fyrir einokun stórfyrirtækja og tryggja heilbrigða samkeppni. Efla þarf at- vinnulýðræði þannig að almennt launafólk eða fulltrúar þess hafi eitthvað um fjárfestingar og rekstur að segja og fái upplýsingar um reksmr fyrirtækja og ffamtíðaráform (því lífsafkoma starfsmanna er í húfi). Vinstrimenn verða að gera skýran greinarmun á markaðshagkerfi og markaðssamfélagi. Hið fyrra tekur til þess að samkeppni ríki í efnahagslífi, hið síðara ein- kennist af því að grundvallarlögmál samkeppni og peningahyggju gegnsýra öll svið mannlífs- ins: í skólakerfi, heilbrigðismálum, fjölskyldu- lífi og tómstundum. Þetta er kennimark frjáls- hyggjunnar sem tröllriðið hefur íslensku þjóð- lífi að undanfömu. Eins og kunnugt er gengur hún út á að ekki megi grípa inn í starfsemi markaðarins á nokkum hátt, jafnvel þótt hann hafi ójöfnuð í för með sér. Því hafnar vinstri hreyfing með öllu. Nauðsynlegt er að tryggja markaðnum aðhald og draga úr misrétti mark- aðarins með ýmsum leiðum. Einnig tel ég að við verðum að taka afstöðu til nýrra hugmynda í atvinnumálum, svo sem atvinnutryggingar í stað atvinnuleysisbóta og jafnvel lágmarksframfærslu sem allir hafi rétt á ifmstrimenn eiga að taka börnin sér til fyrirmyndar. Þau eru full eftirvænting- ar, áhugasöm og til alls vís! frá 18 ára aldri óháð því hvort þeir hafi atvinnu eða ekki. Slíkar hugmyndir em nú ræddar í Danmörku og víðar þar sem atvinnuleysi er út- breitt (borgerlon, medborgarlön, basic income). Loks getur vinstra fólk ekki vikið sér undan því að móta einarða stefnu í sjávarútvegsmál- um. Hvemig ætlum við að tryggja að fiskimið- in séu sameign þjóðarinnar? Með veiðigjaldi, óbreyttu kvótakerfi eða öðmm valkosmm? Hvernig tryggjum við skynsama auðlindanýt- ingu? Svör af þessu tagi verður að gefa eigi hreyfingin að teljast trúverðug. Eins verður að marka skýra stefnu varðandi landbúnað í land- inu. Ríkisvaldið Vinstrimenn skulu vera minnugir þess að ríkisvaldið og ríkisrekstur eiga ekki að vera markmið í sjálfu sér. Karl Marx taldi t.d. ríkið vera tæki til pólitískrar jöfnunar í ófullkomnu, misskiptu, kapítalísku samfélagi. Því bæri að stefna að því að afhema það í kommúnísku þjóðfélagi. Ekki er ég þeirrar skoðunar að við getum afnumið ríkisvaldið í nálægri ffamtíð, en hitt er ég viss um að margt má endurskoða í þeim efnum. Starfsemi ríkisins er á margan hátt ein endemis langavitleysa sem þróast hef- ur í gengum hentistefnu, málamiðlun og sögu- Iegar aðstæður. Grundvallarstefnumótunar er því þörf. Eftir glögga greiningu á þeirri reynslu sem fengin er af ríkisrekstri þarf að móta stefnu um hvað gera skal og hvemig í opinberum rekstri. Hvað þarf að grisja og hvaða skipulagi þarf að breyta? Við þá endurskoðun er mikilægt að koma í veg fyrir óþarfa, t.d. þann að greiða tugi milljóna í vaxtabætur í stað þess að tryggja lága vexti. Það ætti ekki að vera í verkahring ríkisins að tryggja bönkum vaxta- okur á kosmað neytenda. Einnig er spuming að hve miklu leyti verk- efnum ríkis og sveitarfélaga mætti beina til ein- staklinga og félagasamtaka sem ekki hafa ágóða að markmiði. Vísa ég þar í áhugaverða bók bandaríska hagffæðingsinsjeremy Rifkin „The End of Work“ sem vakið hefur mikla athygli vestanhafs. Samningur Búseta hsf. við Reykja- víkurborg um viðhald og rekstur félagslegra í- búða borgarinnar er áhugaverð tilraun í því sambandi. Einnig er athugandi hvort ekki mætti beina verkefnum aftur til fjölskyldunnar með því að nýta aukna ffamleiðni fyrirtækja til að stytta vinnutímann niður í 30 smndir á viku eða svo. Þannig gætí fjölskyldan tekið affur að sér umönnum sjúkra ættingja að nokkm, ann- ast uppeldi barna betur en nú o.s.frv. Allir þessir þættir gæm dregið vemlega úr vexti og fjárþörf ríkisins. Tekjuöflun ríkisins með sköttum á ffam- Ieiðslu og vinnu hefur oft verið til umfjöllunar. í dag er staðan þannig, eins og hún hefur löng- um verið, að þeir sem greiða hvað þyngstan skatt á Islandi er launafólk með miðlungstekj- ur. Litlu virðist skipta hvaða aðferðum er beitt við innheimm slíkra skatta: efnaðir einstakling- ar virðast ætíð finna leiðir til að komast hjá skattlagningu. Því er spumingin: Er vimrlegra að afnema tekjuskattinn og tilsvarandi skatta- eftirlit (sem sparar útgjöld ríkisins) og taka upp neysluskatta í staðinn (hafa ber í huga í því sambandi að hluti þjóðarinnar gæti flutt vissa neyslu, svo sem fata- og tækjakaup, til út- landa)? Hvað um græna skatta? Skatta sem leggjast á hráefni og orku sem em takmörk sett og ffamleiðsluvörur sem valda mengun. Auka neysluskattar atvinnu eða myndu þeir skapa at- vinnuleysi á þann hátt að fjárfestingar myndu minnka? Þetta er að mínu viti verðugt um- hugsunarefni. Heilbrigðismál Heilbrigðismálin em nú mjög í brennidepli. Hvaða valkost hafa vinstrimenn í þeim effium? Hvemig á að fjármagna heilbrigðiskerfið? Hvernig á að mæta því að Islendingar verða eldri í ffamtíðinni og þurfa Iíklega á meiri læknisaðstoð og hjúkrun að halda? Verður að forgangsraða og þá með hvaða hætti? Hvemig ber að mæta auknum launakostnaði í heil- brigðiskerfinu sem fylgir sérhæfingu og fagleg- um vinnubrögðum? Leysa breytt skiplagsform, t.d. sjúkrahótel, heimahjúkrun og tækninýj- ungar í læknavísindum einhvem vanda í þess- um efnum? Almenningur gerir kröfur um skýrar og raunhæfar tillögur í þessum efnum því heilbrigðismálin snerta alla frá fæðingu til dauða. Fjölmiðlar og menningarlíf Margir hafa gert sér grein fyrir því að nauð- syn er að stofna fjölmiðil vinstrimanna. Þær til- raunir sem gerðar hafa verið hafa því miður mistekist. En þörfin er brýn þannig að frekari

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.