Vikublaðið


Vikublaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 3. NOVEMBER 1995 Vinstri pólitík 5 Styðjum við bakið á Flateyringum Vikublaðið ræðir við Kristin H. Gunnarsson þingmann Vest- firðinga um Flateyrarharmleikinn og hvað eigi að taka við. tilraunir verður að gera. Meira hang- ir á spýtunni. Hver er afstaða vinstrimanna til Ríldsútvarpsins? A að efla það, breyta formi þess með einhverju móti? Hvað um aðra menningarstarfsemi svo sem kvik- myndir, leiklist, tónlist? Er þörf fyrir menningarpólitík? Nægir að láta slíkt afskiptalaust? Er menningin eyðsla eða hefur hún eitthvert gildi? Svör óskast hið fyrsta. Utanríkismál Hver er afstaða vinstrimanna til utanríkismála? Svör við jafn mikil- vægum málaflokki og samskipti við aðrar þjóðir verða að vera skýr. Móta þarf stefnu varðandi Evrópusam- bandið, raunsæja stefnu sem tekur mið af framtíð en ekki stundarhags- munum. Svarið er ekki einfalt, því málið er snúið á ýmsa lund, enda hentar EB ekki öllum starfsgreinum jafnvel, svo dæmi sé tekið. Ætlum við að vera aðilar að NATO? Hvert ætti að vera hlutverk Islands á al- þjóðavettvangi? Boðberi friðar og smáþjóða eða fulltrúi Vesturvelda? Hver er afstaða okkar til GATT og NAFTA? Eg vil benda á að vinstri- menn mega ekki gleyma þriðja heiminum. Okkur ber siðferðisleg skylda til að efla þróunarstarf og skjóta skjólshúsi yfir þá einstaklinga sem ofsóttir eru vegna skoðana, eða eru í stöðugri lífshættu vegna styrj- alda. Islendingar teljast til ríkra þjóða og geta því brauðfætt flótta- fólk í nauð, nokkurn hluta að minnsta kosti. Lýðræði I menningu Vesturlanda er tvenns konar hugsjón tengd lýðræðishug- takinu órjúfanlegum böndum. Ann- ars vegar er krafan um jafnrétti, þ.e. að öllum einstaklingum standi þátt- taka í ákvörðunum til boða, einnig að láta skoðanir sínar í Ijós og hafa á- hrif, Hér bir(ist sú hugmynd að ólík- ir hagsmunjr þjóðfélagsþegnanna skulu endurspeglast með réttlátum hætti í ákvarðanatektinni. Hér ræðir því urn það lykilatriði hverjir eigi að koma að lausn vandamála: almenn- ingur (beint lýðræði), eða fulltrúar fólksins (fulltrúalýðræði). Hins vegar eru hugmyndir um gagnsemi þess að sem flestir einstak- lingar komi til tals. Hér ræðir um eiginlegt inntak lýðræðisins. Líkur á hagkvæmri niðurstöðu aukast þannig eftir því sem fleiri tillögur koma fram við lausn átaka og vanda- mála. Einnig felur nytsemiskrafan í sér að almenningur hafi eftirlit með stjómvöldum og gagnrýni þau og stuðli þannig að bagkvæmari á- kvörðtmum. Vinstrihreyfingin ætti að stuðla að auknu lýðræði og opinni umræðu á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Hverfafundir borgarstjóra Reykja- víkur og nýafstaðið formannskjör í Alþýðubandalaginu eru góð fordæmi í því efhi. Tilraunir Kvennalistans og friðar- og umhverfishreyfinga til að auka áhrif almennra félagsmanna og dreifa valdinu ættu vinstrimenn að í- huga vel og draga lærdóm af styrk- leika- og veikleikamerkjum sem komið hafa í ljós við þessar tilraunir. Stjórnmál snúast öðm firemur um valkosti um hvemig við högum lífi okkar. Sú glíma einskorðast ekki við stjómmálin — Alþingi og stjóm- málaflokka. Efhahagslífið er þar afar þýðingarmildð sem og hagsmuna- samtök. Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós að uppeldi og menntun móta lýðræðislegar leikreglur samfélaga. Því er mildlvægt að vinstrimenn reyni að auka virkni lýðræðisins í at- vinnulífi, innan hagsmunafélaga og menntakerfis. Áhrif sem við verðum fyrir í daglegu líf okkar skilyrða virkni eða skeytingarleysi um póli- tísk málefiú. Fyrstu sporin Hér að framan hef ég komið víða við, en því miður er ekld rúm til að drepa á fleiri þætti. Verkefhi og ætlunarverk vinstri- manna er stórt. Þar duga engin vett- Iingatök. Og þar þurfa margir að leggja hönd á plóg. Lausnin felst ekki í réttum leiðtoga, enda þótt hlutverk hans sé þýðingamiikið. Fjöldi fólks til sjávar og sveita, karlar og konur af ýmsum stigum verða að koma að því verki. Fyrstu sporin gætu e.t.v. falist í því að efha til spunaráðstefnu þar sem þeir hittast er hafa áhuga á framtíð vinstri hreyf- ingar. Þar væri unnt að greina vandamál og leita lausna. Skilyrði fyrir árangri af slíkri ráðstefnu er að menn skilji þrönga flokkshagsmuni eftir heima, láti af því að metast um fotystuhlutverk hrcyfmgarinnar og fleira í þeim dúr. Þess í stað ættu ráð- stefnugestir að taka börnin sér til fyrirmyndar þau em full eftirvænt- ingar, áhugasöm og til alls vís! „Nú verður fólkið á Flateyri að fá tíma til að hugsa sitt ráð og fá tíma til að taka sínar ákvarðanir eftir besm yfirsýn. Það er síðan okkar hinna að standa við bakið og styðja fólkið eins og við mögulega gemm. Það þarf að bæta úr því sern hægt er og gera það sem í okkar valdi stendur til að koma byggðinni í sitt fyrra horf. Það er í mínum huga ákaflega mikilvægt að byggðin nái sér og geti haldið áfram í svipuðum dúr og var, því ef sveitar- félagið fer að flosna upp veikir það byggð annars staðar á Vestfjörðum.“ - Spumingar hafa, í ljósi hörm- unganna í Súðavík og á Flateyri, vaknað um gildi þess að viðhafa uppbyggingu á að minnsta kosti tilteknum svæðum á Vestfjörðum. Hvemig bregst þú við slíktun röddum? „Hver ætlar að ákveða hvar eigi að vinna að uppbyggingu? Það gerir fólkið sjálft, aðrir hafa ekki byggt upp. Það er ekki á valdi stjómvalda að taka slíkar ákvarðanir. Ef við gef- um okkur að einhver ákvörðun yrði tekin um að á Flateyri verði ekki áframhaldandi uppbygging vegna snjóflóðahætm myndu ýmsar spum- ingar vakna um staði sem ósköp svip- að er ástatt fyrir. A að banna því fólki sem er þar fyrir að búa þar? Hvar á fólkið þá að búa? I Vestmannaeyj- um? Þar varð eldgos og í raun heppni að þúsundir rnanna fómst ekki. A Suðurlandi, þar sem menn bíða eftir Suðurlandsskjálftanum? Á Reykjavíkursvæðinu, þar sem skjálfti gæti riðið yfir eða eldgos? Eg geri ráð fyrir að vangaveltur þær sem í spumingunni felast séu vel meintar, en þær enda í ógöngum. Það verður hver að ráða því sjálfur hvar hann vill búa og bera á því ábyrgð.“ - Þetta em vissulega svartsýnis- raddir, en það er líka talað um að óhagstæð þróun í veðurfari hafi á- hrif á það hversu byggilegt lands- svæðið sé að verða? „Það er hugsanlega að verða mæl- anlegur munur á veðurfari. En ég hef lifað margt slæmt veðrið á Vestfjörð- um. Eg nefni veturinn 198,9-90 þeg- ar stonnar ríktu dögunum saman all- an veturinn. Eg nefni líka tvo vetur í röð, 1981-82 og 1982-83. En það þarf lengri tíma til að staðfesta merkjanlegar breytingar á veðurfar- inu. Vestfirðir em vissulega hart svæði veðurfarslega og meðal annars þess vegna erfitt að sækja sjó. En svona hefur þetta alltaf verið og Kristinn H. Gunnarsson: Menn hafa vanrækt að viðhalda þekldngu um snjóflóð frá fyrri tíð og þess vegna lent í vandræðum. Sorpbrennslan í Engidal er gott dæmi um þetta. Þar gcrðu menn hrein og klár mistök. verður áffam. Annað sem er á mann- legu valdi ræður því síðan hvort fólk vill vera þama í meira eða minna mæli. Það hefúr verið fólksfækkun á Vestfjörðum til margra ára og heldur færst í aukana síðustu árin. Menn em ekki á einu máli um ástæðurnar en pólitík spilar þar ömgglega inn í sem mikilvægur áhrifavaldur." - Þú varst frumkvöðull að flutn- ingi þingmála um Ofanflóðasjóð og efldar snjóflóðavamir á Alþingi og á síðasta ári voru samþykkt lög þar sem félagsmálaráðherra tók upp þingmál þitt lítt breytt. Hvernig finnst þér á þessari stundu að þessi mál hafi þróast? „Eg fór af stað með þessi mál þar sem þörfin var brýn og augljóst að viðfangsefnin vom fjárfrek. Þau lög sem samþykkt vom juku á hlut ríkis- ins í fjármögnun Ofanflóðasjóðs en drógu úr hlut sveitarfélaganna og ýmislegt annað er búið að gera. Nefna má að rannsókrúr hafa verið efldar. En þær em þó skammt komn- ar og augljóslega er þörf á að stjórn- völd geri betur. Það hefur líka koinið í ljós að skipulagsmálin á þessu sviði em ekki í nógu góðu horfi, það em greinilegir hnökrar á stjórnsýslunni, sem fellur undir ýmis ráðuneyti. Eg vil nefna í þessu sambandi að til em gögn sem Hjörleifúr Guttormsson safnaði að sér eftir flóðið á Neskaup- stað, sem menn hafa því miður ekki kynnt sér sem skyldi. Þá tel ég að menn hafi vanrækt að viðhalda þekk- ingu um snjóflóð frá fyrri tíð og þess vegna lent í vandræðum. Sorp- brennslan í Engidal er gott dænú um þetta. Þar gerðu menn hrein og klár mistök. Sveitarstjórnir hafa undan- fama tvo áratugi verið að byggja á stöðum sem ýmist em þekktir snjó- flóðastaðir eða að menn hafa ekki gætt að snjóflóðasögunni. Mörg dæmi em um skelfilegar úthlutanir á slíkum stöðum. Eg get nefnt dæmi frá Bolungarvík, minni heimabyggð. Þar var lóðum úthlutað og í sumar vom þrjú einbýlishús reist á svæði sem á síðasta vetri var sldlgreint sem hættusvæði. Það verður að vera sam- hengi í hlutunum. Það má ekki van- meta hættuna." - Það hafa miklir fjármunir safnast fyrir Flateyri og menn hafa reynsluna af úthlutun fjármuna vegna Súðavíkurflóðsins. Hver á hlutur ríkisins að vera? „Hvað söfnunarféð varðar þá er fyrir öllu að ráðstöfún þess sé vel skilgreind. Mér er ofarlega í hugá að ríkissjóður slapp mjög vel út úr Súðavíkurflóðinu, ég held að það hafi komið 60 milljónir króna í fjár- aukalögum. Annað kom úr Viðlaga- tryggingasjóði, Ofanflóðasjóði og söfnuninni Samhugur í verki. Mér sýnist að óbreyttu að ríkissjóður gæti sloppið vel frá kostnaði vegna Flat- eyrarflóðsins. Eg hef ekki margt um það að segja, en mér finnst nauðsyn- legt að byggður verði upp varanlegur Viðlagasjóður. Eg var nokkuð ósátt- ur við að breytingin á Ofanflóðasjóði hafi falið það í sér að hann fékk tekjustofn frá Viðlagasjóði. Menn sögðu að sá sjóður gæti borið slíkt þar sem í honum væm fimm millj- arðar króna. En þeir fjármunir væm fljótir að fara ef hamfarir á borð við yestmannaeyjagosið endurtækju sig. Ég vil að Ofanflóðasjóður hafi sjálf- stæðan tekjustofn. Og almennt þarf að endurskoða bótasjóðina frá granni og skilgreina upp á nýtt. Það þarf að fá yfirlit yfir hvað fæst bætt og hvað fólkið þarf sjálft að tryggja sig iyrir, enda verður fólk að bera einhverja ábyrgð sjálft. Það er rétt að fara yfir þessi mál í rólegheitunum. Súðavík og Flateyri verða ekki síð- ustu áföllin á Islandi, þótt vonandi verði þau ekki fleiri í líkingu við þessi.“ Friðrik Þór Guðmundsson Aðalfundur Sellanna Aðalfundur Sellanna, hreyfingar Alþýðubanda- lagskvenna og annarra róttækra jafnaðarkvenna, verður haldinn laugardaginn 11. nóvember á Korn- hlöðuloftinu frá kl. 10 til 12. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins flytja ávarp. Stjórnin Aðalfundur Æskulýðs- fylkingarinnar verður haldinn laugardaginn 4. nóvember kl. 14 að Laugavegi 3. Dagskrá: 1. Ný stjórn kjörin og önnur venjuleg aðalfundar- störf. 2. Hugsanleg breyting á nafni félagsins. 3. Starfið í framtíðinni. Fagnaður verður haldinn kl. 21 um kvöldið á Fóget- anum. Fjölmennum þar og gerum okkur glaðan dag saman. i Stjórnin Friðarfræðsla og ágreinlngslausnir Þetta mikilvæga efni verður til umfjöllunar á fundi Menningar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna, fimmtudaginn 8. nóvember nk. Á fundinum verður rætt annars vegar hvað gert er í íslensku samfélagi til þess að fyrirbyggja kynþáttahatur, þjóðaríg og fordóma og hins vegar hvað gert er til að auka þekkingu og víðsýni gagnvart öðru fólki. Við höfum einnig áhyggjur af árás- argirni, einelti og ofbeldi sem er vandamál á meðal barna og unglinga, sem ekki finna orð eða aðferðir til að leysa ágreining sín í milli. Á fundinn koma þrfr fyrirlesarar, sem starfa að málefnum barna og ungmenna, þau Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, Árni Þór Sigurðs- son, formaður Skólamálaráðs Reykjavíkur og Guðrún Helgadóttir, kennslufræð- ingur. Fundurinn verður haldinn að Vatnsstíg 10 og er opinn öllu áhugafólki um uppeld- is- og friðarmál. Fundurinn hefst kl. 20.30. Stjórnin

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.