Vikublaðið - 15.12.1995, Page 2
2
VIKUBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1995
BLAÐ SEM V I T ER
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Páll Vilhjálmsson
Fréttastjóri: Friðrik Þór Guðmundsson
Púsundþjalasmiður: Ólafur Þórðarson
Auglýsingasími: 551 7500 - Fax: 551 7599
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: 551 7500 - Fax: 551 7599
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðjan hf.
Atvinna og fræðsla
gegn fíkniefnum
Baráttan gegn vaxandi fíkniefnaneyslu er eitt brýnasta verk-
efini samtímans. Á landsfúndi Alþýðubandalagsins var hún eitt
fjögurra meginviðfangsefna og sem betur fer hefur tekist að setja
umræðuna um fíkniefnavandann fyrir alvöru á dagskrá stjóm-
málaflokka. Umfjöllun Alþingis í vikunni sýndi að þingheimur
er að vakna til viðbragða.
Það liggur fyrir í rannsóknum að fíkniefnaneysla hefur færst í
vöxt um land allt, aldur fíkniefnaneytenda hefur lækkað verulega
og sprautuneytendum fjölgað. Fíkniefhaneysla og ofbeldi fara
saman, meðal annars vegna þess að neyslan kostar tugþúsundir
og einskis er svifist til þess að afla fjár til hennar. Opinber stefna
í áfengis- og fíkniefhamálum er öll í skötulíki og tvöfeldni ríkis-
ins mikil þar sem það er helsti vímuefhasali landsins.
Alltof margir eiga ekki afturkvæmt til vímulauss lífs hafi þeir á-
netjast fíkniefnum. Alltof margir unglingar, sem em of bráðlátir
til þess að bíða eftir sjálfum sér, leiðast út í fíkniefnaneyslu. Sér-
staklega er ástæða til þess að huga að þeim vaxandi fjölda ung-
linga sem ráfar um Reykjavíkurborg í atvinnu- og stefnuleysi.
Þar er skortur á atvinnu- og viðfangsefhum kannski frumorsök
aukins vímu- og ofbeldisvanda.
Það vantar mikið á að aðgerðir gegn vímuefhavanda séu sam-
ræmdar. Nefhdir, ráð, félagasamtök, félagsmálayfirvöld og lög-
regla em að taka á vandamálum en samhæfingu vantar, eins og
Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins hefur
1 margsinnis tekið til umræðu. Það er svo ekki vansalaust að þeg-
ar fulltrúar þessara aðila biðja um meira fé hjá fjárlaganefnd er
þeirra helsta áhugamál að gagnrýna hverjir aðra og rökstyðja
hversvegna aðrir eigi að fá minna en þeir.
Slíkt skæklatog dugir ekki. Veltan í fíkniefhabransanum skipt-
ir hundmðum milljóna króna á ári. Þegar áfengis- og sprúttsala
er tekin ineð emm við að tala um milljarðaveltu. Þarna er bæði
við harðsvíraða glæpamenn að fást og stefnu opinberra stjórn-
valda. Reynslan frá öðmm löndum sýnir að ef einhverju á að
bjarga þarf að taka fast utanum hlutina og verja fé svo um mun-
ar til verkefha sem em vel skilgreind. Hugmyndin um jafhingja-
ffæðslu og átak með Félagi ffamhaldsskólanema er góðra gjalda
verð en ffamkvæmdin má ekki verða í skötulíki. Standa þarf
þannig að verki að hrifhingaralda rísi meðal unglinga gegn fíkni-
efhum og að sem flestir láti berast með henni. Klaufalegir til-
burðir og hátíðlegar umvandanir munu engu skila.
Það sem kosta mun mest og bjargað gæti mestu væri að bæta
úr atvinnuástandi meðal unglinga og tryggja þeim unglingum
sem em að flosna upp úr skóla verðug viðfangsefiii. Skólamenn
vita og sjá hvaða unglingar era í mestri hættu gagnvart því að
lenda í reiðileysi og vanda. I samstarfi félagsmálayfirvalda og
skólafólks er hægt að greina áhættuhópana. Spurningin er hvort
stjórnvöld hafa síðan einhver úrræði. Það má hafa um það mikl-
ar efasemdir að innan núverandi ríkisstjórnar sé skilningur,
þekking eða vilji til þess að fást við atvinnuvanda unglinga.
Heiður jólasveina í veði
Jólasveinamál em í miklum ólestri. Jólasveinar á íslandi kunna
ekkert, geta ekkert og skemmta ekkert. Það er eins og menn
haldi að allir geti orðið jólasveinar bara með því að klæðast í
búning.
Hvort sem er á götum úti eða á jólaskemmtunum birtist sam-
bland af Sankta Kláusi og íslenskum jólasveini á vondum bún-
ingi, sem kann hvorki texta né lög og hefur ekkert ffam að færa
nema illa útfærð ærsl. Það er þörf á stéttarfélagi jólasveina til
þess að endurreisa heiður Sveinka og sjá til þess að jólasveinar
kurmi jólalögin, geti stjómað jólaskemmtunum og komið á
ffamfæri undirbúnu skemmtiefni. I þessum efhum hefur orðið
mikil afturför.
Þjóðminjasafnið hafði ffumkvæði að því fyrir nokkmm ámm
að endurreisa íslensku jólasveinana. Það var þarfaverk. Nú er
þörf á endurhæfingu á hinum almenna og frjálsa jólasveina-
markaði.
Jón Baldvin Olgeirsson
Sé ferli Einars Olgeirssonar, helsta
talsmanns marxisma hér á landi á þessari
öld, snúið við fær maður niðurstöðu
sem heitir Jón Baldvin Hannibalsson.
Einar var alþjóðasinni í öndverðu en var
orðinn sannfærður þjóðemissinni þegar
hann hætti stjómmálaþátttöku. Jón
Baldvin var ffaman af andstæðingur al-
þjóðahyggjunnar, sérstaklega þeirri sem
var kommúnískrar ættar, en hefúr snúið
við blaðinu og gerst Evrópusambands-
sirtni. Báðir ánetjuðust þeir pólitískum
tískusveiflum, gerðu níiklu meira úr
þeim en efni stóðu til og héldu að þar
væri kominn vegvísir til ffamtíðar.
Munurinn á Einari ogjóni Baldvin er að
sá fyrmefndi þroskaðist inn í íslenskt
samfélag en formaður Alþýðuflokksms
vill hefja sig yfir það. í stærra samheng-
inu er ferill tvímenninganna endurvarp
gagnólíkra þjóðfélagsaðstæðna.
Mildl samfélagsverkefni kalla á stóra
stjómmálamenn. Á árunum um og eftir
lýðveldisstofnmúna nútímavæddist
þjóðin á mettíma og stærri og smærri
þjóðfélagshópar, landshlutar og at-
vinnugreinar tókust á
um mikla hagsmuni.
Stjómmál í þessu stór-
broma landslagi stækk-
uðu þá sem við þau
fengust. Styrrinn sem
um stjómmálamenn
stóð ýkti andstæðumar í
eðh þeirra; Jónas Jóns-
son frá Hriflu var allt í
senn skítseiði, húman-
isti og stjómvitringur.
Einar Olgeirsson var
heilsteyptari maður en
svo að hægt væri að
teygja persónu hans og
toga. Undir öðmm
kringumstæðum, t.a.m.
þeim sem ríkja í dag,
væri hann vísast rólynd-
ur embættismaður sem
myndi án þess að marg-
ir tækju effir því leggja sig ffam um að
gera heiminn hænufet betri en hann var
í gær. Á sínum tírna var Einar útlirópað-
ur sem útsendari kölska í víðlesnasta
blaði landsins en var í dýrlingatölu
margra smðrúngsmanna sinna. Mælska
Einars og hrífandi framkoma væm úr
takt við hversdagspólitík samtímans.
Þegar rnaður les ræður hans og ritgerð-
ir ffá millistríðsárunum togast á hjá
manrú virðing fyrir hugrekki og ósér-
hlífni Ernars og sú skoðun að sannfær-
ingin hafi borið skynsenúna ofurfiði. Til
dæmis þegar hann ræðir árið 1930 um
erindi kommúnismans við bændur.
,Áleð því að jörðin verði þjóðfélagseign
verður það hindrað að hún verði í raun-
inni byrði fyrir þann er telst eiga hana.
[...] Einstaldingsreksturiim verður að
hverfa í landbúnaðinum, að svo miklu
leyti sem náttúmleg skilyrði leyfa, - en í
staðinn komi annars vegar samvinnu-
framleiðsla bænda í stómm stíl, hins
vegar stórrekstur ríkisvalds þess er
verkalýður og bændur ráða.“ Jarðnæði
hafði í þúsund ár ráðið efnahagslegri og
félagslegri stöðu manna á Islandi og það
þurfri bfinda trú til að láta sér til hugar
koma að bylta því fyrirkomulagi. Sann-
færingin var sótt í forskrift sem skriftið
var m.t.t. þjóðfélagsaðstæðna iðnríkja
Evrópu.
Utanríkisráðherraferill Jóns Baldvins
Hanrúbalssonar spannaði tvær rílds-
stjórrúr og þegar á leið varð hann hag-
vanur í evrópskum stjómmálum og undi
sér ekki í lággróðrinum hér heima.
í tíð ríldsstjómar Steingríms Her-
mannssonar stóðu fyrir dyrum samn-
ingar EFTA-ríkjaima við Evrópusam-
bandið um Evrópska efnahagssvæðið,
EÉS. Forysta EFTA var í höndum ís-
lendinga og oddvitar annarra þjóða lém
í ljós - ákaflega pent, auðvitað - að tæp-
lega væri það á færi smáþjóðarinnar að
ráða við verkefhið. Carl Bildt forsætis-
ráðherra Svía var sagður vilja taka for-
ystuna úr höndum Islendinga. Jón Bald-
vin lét engan bilbugá sér fimta og hellti
sér út samningana. A þessmn tíma var ég
blaðamaður á Pressunni, sem var þá
með fjögurra manna ritstjóm og deildi
húsnæði með AJþýðublaðinu í Selmúla.
Ég minrúst þess þegar ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, Ingólfur Margeirsson, kom
irmí ritstjómarherbergið með úrklippur
úr Dagens Nyheter þar sem lofsorði var
lokið á íslenska utanríkisráðherrann fyr-
ir fhammistöðuna í samningunum við
Evrópusambandið. Árangurinn snútaði
og kratar sáu fyrir sér uppgangstíð.
Þjóðviljinn háði dauðastríðið um þessar
mundir og áædanir vom um það að
stækka Alþýðublaðið upp í sextán til
tuttugu síður daginn sem Þjóðviljinn
legði upp laupana. Ingólfur lagði þá línu
að blaðið yrði kynnt sem sjálfstæð út-
gáfa. Þamúg átti að Iokka lesendur sem
studdu aðra stjómmálafiokka. Eitt lítið
atvik eyðilagði áformin unt endurreisn
Alþýðublaðsins. Stöð 2 birti ffétt um að
niðurgreitt ríldsbrenrúvín hefði verið
veitt í affnæfisveislu Ingólfs ritstjóra.
Málsvörrún byggði m.a. á þvf að afmæl-
ið hefði verið flokksviðburður. Þar ineð
var hugmyndin um sjálfstæði blaðsins
foldn út í veður og vind og mórallinn á
ritstjóminrú fór sömu leið.
Drög voru lögð að goðsögn í kjölfar
sigra utanríkisráðherra í údöndum. Á
Alþýðublaðinu var talað uni ham-
hleypuna Jón Baldvin sem vann sleitu-
laust sólarhringum saman og smellnar
sögur vora sagðar af viðskiptum hans
við erlenda stjómmálamen. Séð ffá
Múlahverfinu var maðurinn í Brassel
virkilega orðinn stór og fór stækkandi.
Effir að samningurinn um EES var í
höfrí birti Morgunblaðið viðtal við utan-
ríldsráðherra þar sem hann útskýrði
hvað gerðist á bakvið tjöldin - þá reidd-
ist ég Uffe-Ellemann - og hversu mikil-
vægt hlutverk íslands var.
Sé ferill Jóns Baldvins hafður í huga,
ffá því að hann felldi Kjartan Jóhanns-
son úr formannstól Alþýðuflokksins á
síðasta áratug og tryggði flokknum
lengstu samfelldu valdasetuna síðan á
dögum Viðreisnar samtímis sem hann
komst á bragðið í alþjóðapófitík, er rök-
rétt að hann persónulega hafi sannfærst
um að Island skyldi stefría að Evrópu-
sambandsaðild. Jón Baldvin finnur ekki
minna til srn en aðrir dauðlegir menn og
af reynslu veit hann að mun áhugaverð-
ara er að starfa í voldugum ríkjasamtök-
um en í fida lýðveldinu á miðju Adants-
hafi. Á íslandi verða menn ekla að goð-
sögnum í lifandi fifi, nálægðin erof núk-
il.
Þegar persónulegum memaði Jóns
Baldvins sleppir stafar pólitísk sannfær-
ing hans af tvöföldum misskilrúngi. I
fyrsta lagi er greirúng hans á pófitískum
vanda Islendrnga röng. Stóra þernað
hans undanfarin ár hefrrr verið „strúkt-
úrspilling" en þar er átt við
ýmis þau kerfr sem búin
vora til þegar landið nú-
tímavæddist fyrir miðja öld-
ina; landbúnaðarkerfið,
bankakerfið osffv. Þessi
kerfi vora að jafríaði rúður-
stöður málamiðlana milfi
þeirra hagsmunaaðila sem
tókust á. Þau era ekki spillt í
venjulegum sldlrúngi þess
orðs en mörg era úrelt og
ffam úr hófi íhaldssöm.
Umbætur á þessum kerfúm
felast í því að efla og styrkja
þær stofríanir sem eiga að
móta og hrinda í ffam-
kvæmd pólitískri ■ stefitu;
stjómmálaflokkana, þingið
og ffamkvæmdavalcfið.
Samtímis þarf að tryggja
opna stjómsýslu, t.d. með
lögum um upplýsingaskyldu stjóm-
valda. Jón Baldvinog Alþýðuflokkurinn
gerðu ekld merkilegar tílraufúr tíl raun-
verulegra úrbóta á þessu sviði þann tíma
sem flokkurinn var í ríldsstjóm.
I öðra lagi er Jón Baldvin haldinn
nússldlrúngi um Evrópubarídalagið. Sá
þáttur málsins fær sérstaka umfjöllun í
þessum dálk, vonandi í næstu viku en
annars, ef jólaannir tefja, í ríæsta blaði
þar á eftir.
Fyrri hlutí stjómmálaferils Einars 01-
geirssonar og stjómmálastarf Jóns Bald-
vins síðustu árin era hvori um sig dænú
um öfgar sem skotið hafa rótum í stuttri
sögu nútímastjómmála. Þótt mörg
söguleg skeið virðast aðskilja þessa tvo
stjómmálamenn er það engu að síður
staðreynd að sem ungur inaður á sjötta
áratugnum sat Jón Baldvin við fótskör
Einars oglærði um marxisma. Stundum
þurfrím við að rifja upp hversu bemsk
við erum.
Páll Vilhjálmsson
ps. Á blaðsíðu fjögur í blaðinu í dag
era rifskrif vegna leiðarasíðu Vikublaðs-
ins í síðustu viku. Efríi þeirra er skylt
Evrópusambandsumræðunni og verður
nánar ríldð að athugasemdunum í
greirúnrú sem lofað var að ofan.
Sé ferill Jóns Baldvins haföur í huga, frá því
að hann felldi Kjartan Jóhannsson úr for-
mannstól Alþýðuflokksins á síðasta áratug
og tryggði flokknum lengstu samfelldu valda-
setuna síðan á dögum Viðreisnar samtímis
sem hann komst á bragðið í alþjóðapólitík, er
rökrétt að hann persónulega hafi sannfœrst
um að ísland skyldi stefha að Evrópusam-
bandsaðild, Jón Baldvin finnur ekki minna
til sín en aðrir dauðlegir menn og af reynslu
veit hann að mun áhugaverðara er að starfa
í voldugum rífgasam tökum en í litla lýðveld-
inu á miðjuAtlantshafL Á íslandi verða menn
ekki að goðsögnum í lifandi lífi, nálœgðin er
of mikiL
Pólitízkan
Karíus og Baktus
á Húsavík,
Undanfarið hefur verið til sýningar í leik-
húsinu að Ketilsbraut 9 á Húsavík leikrit-
ið Karíus og Baktus Leikritið
fjallar um þá illa þokftuðu Karíus (Sig-
urjón Benediktsson) og
Baktus (Stefán Haraldsson)
Þessir fyrrum nánu samstarfsmenn eru
ósáttir orðnir þar sem Baktus ákvað í
samviskubiti að ganga til liðs við tann-
lækninn (Kristján Ásgeirs-
son) og hjálpar honum við að reyna
að ráða niðurlögum Karíusar. En Karíus
er klár, töff og á sand af þeningum og
með fortölum og fagurgala þlatar hann
Baktus til að snúa þaki við tannlæknin-
um, svo þeir geti snúið aftur til fyrra lífs
synda og nautna. En tannlæknirinn er
góður karl og veit hvað á að gera. Hann
gefur Baktusi súkkulaðimola. Spennandi
og vel leikið leikrit. Sjá nánar bls. 11.
Skapandi konur
íhaldsins
Félagsskapurinn Sjálfstæðar
konur í Sjálfstæðis-
f lokknum hafa sent frá sér blað og
þar er haft eftir Sigríði Dúnu
Kristmundsdóttur „Við erum
færar, klárar og skapandi." Konurnar eru
þó ekki meira skapandi en svo að aðal-
efni blaðsins er viðhafnarviðtal við
Davíð Oddsson, sem meðal
annars opinberar að yfirskrift næsta
landsfundar Flokksins verði „Ein-
staklingsfrelsi er jafnrétti í reynd". Er það
sagt vera ákveðin áhætta að „setja þetta
mál í kastljósið”. (sömu opnu og karlinn
Davíð leggur línurnar er auglýsing frá
Viðskíptablaðinu og þar segir:
,,Konur lesa fleira en kvennablöð".
Skyldu Sjálfstæðar konur ekki vera him-
inlifandi yfir því hvað Viðskiptablaðið er
nútímalegt og skilningsríkt að segja
svona nokkurn veginn að ekki séu allar
konur fávitar? En hvað sem þessu líður
þá eru Sjálfstæðar konur hátíð saman-
borið við konurnar í Hvöt. Þetta
meinta stjórnmálafélag íhaldskvenna var
með jólafund um daginn. Prestur flutti
hugvekju og tónlistarmenn spiluðu.
Ingólfur Margeírsson las
upp úr bók sinni um Maríu Guð-
mundsdóttur fegurðardrottn-
ingu. Sigríður Hannesdótt-
ir fór með gamanmál og jólalög voru
sungin. Líklega hefur Heiðar Jónsson
ekki komist með förðunarnámskeið sitt.
Pólitík? Aldeilis fráleitt.