Vikublaðið - 15.12.1995, Síða 4
4
VIKUBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1995
Hver er þinn hlutur?
Ymislegt hefur mér þótt undarlegt
sem lesa hefur mátt á síðum Viku-
hlaósins, of mörg missiri. Þó ball mér
íllilega síðasdiðinn föstudag setning á
bls. 2, í dálki sem ber það forsjár-
hy'ggjulcga heiti „Tilsjá" í greininni
„Ögmundarlínan", miðdálki neðar-
lega þar sem segir: „Herinn er ekki
lengur á dagskrá íslenskra stjóm-
inála.“ Greinin er eftir Pál nokkum
Vtlhjálmsson.
Hver segir að „herinn sé ekki leng-
ur á dagskrá?" Þótt áðurnefiidur Páll
sé blaðamaður virðist hann fýlgjast
svo illa með að hann man ekki eftir
tilraunum fyrrverandi utanríkisráð-
herra fyrir fáum ámm til að láta her-
inn reisa nýjan herflugvöll, helst á
bökkum Laxár í Reykjadal. Það em
heldur ekki margir dagar síðan nú-
verandi utanríkisráðherra lýsti því
yfir, jafn kampagleiður og hann getur
vrerið, að hann hefði undirritað fram-
lengingu á samningum við Banda-
ríkjamenn um hersetuna. I sumar
leið vom haldnar hér á landi um-
fangsmiklar heræfingar þar sem
inarkvisst var leitast við að fá íslenska
aðila, lögreglu, landhelgisgæslu og
björgunarsveitir, til samstarfs við
hernámsliðið. Hefúr þetta ah’eg farið
framhjá þér, Páll? En að þessu
slepptu, hefur einhver tekið hermálið
af dagskrá og hver hefur heimild til
þess?
Hefur þvf verið lýst yfir í þjóðarat-
kvæðagreiðslu að íslenska þjóðin vilji
hafa erlendan her í landi sínu um ó-
komna ffamtíð? Ekki minnist ég
þess.
Hefur forsetinn t.d. lýst því yfir að
hermáhð sé ekki lengur á dagskrá?
Það hefur þá farið ffamhjá mér.
Jón Torfason
skrifar
Hafa handhafar forsetavalds lýst
því yfir, forseti alþingis, forseti
hæstaréttar og forsædsráðhen a gefið
slíkar yfirlýsingar? Ekki núnnist ég
þess, meira að segja forsætisráðherra
kann sigbetur en það, þótt ekki teljist
hann sérlega merkilegur pappír.
Hafa fory’stumenn launþegasam-
taka í landinu gefið út yfirlýsingar um
að þeir séu ánægðir með erlendan
her í landinu? Hvar skyldi slík yfirlýs-
ing hafa komið ffam?
Hefur biskupinn gefið yfirlýsingar
um það að hann vilji hafa erlendan
her í landinu til að verja þau blessuðu
guðslömb? Ekki hef ég séð neitt slíkt
úr þeirri átt, þó slíkar yfirlýsingar
hefðu vísast farið ffam hjá mér, trú-
leysingjanum.
Hafa samtök uppeldisstétta í land-
inu, foreldrafélög, kennarar, leik-
skólastjórar eða íþróttaffömuðir, svo
nokkrir aðilar séu nefndir, gefið yfir-
lýsingar um að þeir vilji hafa Island
hneppt í viðjar erlendrar hersetu um
ófyrirsjáanlega ffamtíð?
Hafá forsvarsmemi Háskólans
gengið ffam fyrir skjöldu og beðist á-
ffamhaldandi hersetu í landinu?
Hafa samtök rithöfunda, tónlistar-
manna, ieikara, my’ndlistarmanna,
svo nokkur slík samtök séu nefnd,
lýst yfir stuðningi við setu erlends
hers á íslandi?
Hafa áhugasamtök um landvemd,
skógræktarfélög, landgræðslusam-
tök, átthagafélög og samtök af líkum
toga gefið samþykki sitt við ævarandi
hersetu erlends hers á íslandi?
Hafa samtök bænda, kvenfélaga-
samtök, samtök iðnaðarins eða fisk-
útflutrúngsfélög lýst yfir fylgi við er-
lendan her í landinu? Hefur Vinnu-
veitendasambandið lýst yfir fylgi við
erlendan her á ísland?
Hafa fjölsky’ldurnar 14 kannski
loksins koinið ffam opinberlega og
lýst yfir nauðsyn hersetumtar á ís-
landi? Slíkar yfirlýsingar hafa þá ekki
náð í gegnuin fjölmiðlavaðalinn.
Enda er það svo að gróðinn af
hermanginu heyrir brátt sögunni til
enda öllum Ijóst að Bandaríkjamenn
hafa hvorki vilja til né efiú á að láta ís-
lenska mangara féfletta sig lengur.
Hafa einhverjir stjómmálaflokkar
lýst því yfir að þeir séu samþykkir því
að erlendur her hreiðri um sig til
langffama á Islandi? Þótt undarlegt
kunni að virðast þá hefúr farið heldur
lítið fyrir því. Sjálfur nefndi Páll
nokkur dæmi um samþykktir flokka
Hverju var mótmælt og hvers
var krafist 14. september?
Það virðist vera kominn upp ein-
hver meiningarmunur milli ASÍ-for-
ysmnnar annars vegar og almennra
launþega hins vegar, ef dæmt skal eft-
ir yfirlýsingum seinustu daga.
Eins og kunnugt er var boðað til
útifundar á Ingólfstorgi 14. septem-
ber s.I. og fundarhalda vítt um land í
tilefni af úrskurði kjaradóms um
launahækkanir til handa alþingis-
mönnum og öðmm tekjuhæstu hóp-
um innan opinbera launakerfisins.
Fundarsókn þennan dag var með
eindæmum góð, svo að annað eins
mun ekki hafa sést síðan á kvennaffí-
daginn sællar minningar. Mér er ekki
grunlaust um að þessi mikla fundar-
sókn hafi komið mönnum nokkuð á
óvart, jafnvel fúndarboðendum. Það
var nokkuð ljóst þá þegar að hér voru
óvenjulegir hlutir að gerast. Það virt-
ist vera meiri alvara í þessu en sést
hafði á slíkum samkomum um langt
skeið. Fundarmenn voru reiðir og
mótmæltu.
Ræðumennimir ffá Ingólfstorgi,
sem jafnframt em ffammámenn ASI
hafa nú fundað með atvinnurekend-
um og ráðherrum og telja sig nú
búna að fá leiðréttingu á því sem
þeim fannst að og það sé eftir atvik-
um hægt að una við þá lausn. En þá
gerist að meginþorri launafólks tekur
aðra stefnu. Hreyfingin frá 14. sept-
ember heldur áffam. Það er eins og
boðskapur þúsundanna sem risu upp
þennan dag hafi ekki skilað sér full-
komlega til forystunnar, þeirra sem
annast ffamkvæmdina.
En hver var þessi boðskapur?
Hverju var verið að mótmæla?
Hvaða kröfur var mannfjöldinn í
raun að setja fram þennan dag?
Fyrst skulum við gera okkur grein
fyrir því að það var ekld verið að mót-
mæla því að láglaunafólk í hópi rilds-
starfsmanna hafi fengið of mildð. Það
Guðmundur
Helgi Pórðarson
skrifar
fólk er síst ofhlaðið af launum sínum.
Það var í fyrsta lagi verið að mót-
mæla því, sem raunar var ýfirlýst til-
efiti fundarins, að launahæsta fólkið
innan opinbera geirans skyldi fá í
launahækkun margfalda þá upphæð
sern láglaunafólkið hafði fengið og
skammta sér sjálft skattlausa launa-
hækkun þar að auki.
En það var ekki bara þetta sem
fólkið var að mótmæla og kannski
, ekki fyrst og ffemst þetta. Með hinni
óvenjulega miklu fundarsókn 14.
september var fólkið fyrst og ffemst
að mótmæla því að einn maður skuli
geta haft 10-20 sinnum hærri laun en
annar. Það var verið að fordæma að
láglaunafólkið skuli ekki geta séð fyr-
ir sér af launum sínum. Það var verið
að lýsa fordæmingu á launastefnunni
í landinu og þessi fordæming hefur
verið að hlaðast upp í mörg ár og
virðist nú loksins komin á suðupunkt.
Af atburðum síðustu vikna virðist
mega ráða að ræðumennimir ffá 14.
september hafi ekki meðtekið skila-
boð fólksins til fulls. Þeir virðast álíta
að hægt sé að leiðrétta þetta með
smávægilegum reddingum. Nú virð-
ist hins vegar orðið ljóst að hér duga
ekki smávægilegar reddingar. Fóíkið
er að biðja um grundvallarbreytingu,
jafnlaunastefnu í alvöru.
Sú réttláta reiði sem hér hefur
brotist ffam er orka sem vissulega má
virkja til ffamdráttar fyrir fjölmenna
hópa láglaunafólks, og þessa orku
þarf að virkja.
Það má líta á þau átök sem ffam
hafa farið undanfamar vikur sem
upphitun fyrir þá baráttu sem
framundan er, en í þeirri baráttu
þurfa launþegar og stjómmálamenn
að stilla saman krafta sína. Það er ekki
líklegt að samtök launafólksins kom-
ist mikið lengra áffam í þessari bar-
átm af eigin rammleik. Hér vantar
löggjöf um lágmarkslaun. Samkvæmt
þeirri löggjöf ætti það að vera hluti af
álmennum mannréttindum að geta
séð fyrir sér af dagvinnulaunum. Það
á að banna með lögum að semja um
kaup sem ekki endist til ffamfærslu.
I öðm lagi þarf að ákveða með eins
ótvíræðum hætti o’g kostur er, hver
skuli vera munur hæstu og lægstu
launa. Það ætti að vera framkvæman-
legt í opinbera geiranum og síðar á
almennum vinnumarkaði.
Hér er verkefni fyrir nýja vinstrið.
Það er vilji fyrir þessu í samfélaginu.
Orkan er til staðar. Það þarf bara að
virkja hana.
Höfúndur er fyrrverandi
heilsugaeslulæknir.
og flokksfélaga um að herinn ætti að
hverfa úr landi. Flestir flokkar hafa á-
fyktað í þá vem að hersetan sé „ill
nauðsyn" á viðsjálum tímum og að
hér ætti ekld að vera erlendur her á
friðartímum. Það gæti verið ffóðlegt
ef fyrmefndur Páll Vilhjálmsson birti
lista yfir þá stjómmálamenn, sem
hafa lýst yfir ævarandi fylgi við er-
lendar herstöðvar á íslandi.
Það er að vísu rétt, sem fram kem-
ur í áðumefndri grein Páls, að heldur
hljótt hefúr verið um dvöl bandaríska
hersins á Islandi síðustu ár. Þar eiga
ýmsir „sök“ ef svo skyldi kalla. En í
því sambandi má m.a. spyrja forsvars-
menn málgagna þeirra þjóðfélags-
afla, sem kenna sig við þjóðfrelsi og
félagshyggju, hver þeirra hlutur hafi
verið í því að halda uppi umræðu um
hermálið undanfarið. Hlýtur ekki
stjómmálahreyfing, sem berst fyrir
tilteknum hugsjónum eða stefiiumál-
um og kýs að halda úti málgagni,
(væntanlega) til að sty'ðja stefnumál
sín, að ætlast til þess að starfsmenn
hennar styðji þau stefnumál og vinni
þeim brautargengi?
Ekki veit ég til þess að Alþýðu-
bandalagið hafi samþy’kkt dvöl er-
lends herliðs á íslandi og hefúr þó
margt misjafnt verið samþykkt í þeim
flokki. Satt að segja hefur mér skilist
að Alþýðubandalagið sé á móti her-
setunni. Sú afstaða er margítrekuð í
stefnu Alþýðubandalagsins og lands-
fundarsamþykktum þótt sumir for-
ystuinanna þess hafi sýnt lítinn áhuga
á að koma hernum úr landi og losa
um viðjar NATO. En kannski er ætl-
unin að nota hermálið, fyrst það er
hvort sem er „ekki á dagskrá“ sem
skiptimynt í boðuðum viðræðum um
samstarf eða sameiningu stjómar-
andstöðuflokkanna.
Þess vegna er það einföld spuming
til ritstjóra Vikublaðsins, sem Al-
þýðubandalagið gefur út, hvað hann
hefur gert, í ljósi stefnu flokksins og
samþykkta hans, til að koma dvöl er-
lends herliðs á Islandi á dagskrá ís-
lenskrar þjóðfélagsumræðu.
Höfúndur er íslenskufiræðingur
Davíð, umræðan um
Evrópusambandið
og Vikublaðið
í síðasta rnánuði hélt Davíð
Oddsson ræðu y'fir flokksbræðmm
sínum um svokölluð Evrópumál. Ef
marka má þá hluta ræðunnar sem al-
þjóð fékk að sjá og heyra í sjónvarpi,
virðist þeim er þetta skrifar ræðan
ekki hafa verið rökræða sem hæfir
forsætisráðherra. í ræðunni fór
hann ófögrum orðum um þá sem
telja að umræða um aðild íslands að
Evrópusambandinu hljóti og eigi að
vera á dagskrá með þjóðinni um
þessar mundir. Umræða um aðild
að alþjóðasamstarfi, sem nánustu
viðskiptaþjóðir og frændþjóðir okk-
ar em aðilar að og ísland er í nfjög
nánum tengslum við vegna aðildar
að samningnum um ewópskt efna-
hagssv'æði (EES).
Látum vera þótt forsætisráðherr-
ann kjósi að lýsa viðhorfúm sínum
til lýðræðislegrar umræðu og til
meginmála á þennan hátt, en hvað
gengur ritstjóra Vikublaðsins til
með leiðaraskrifum af því tagi sem
birtist í síðasta tbl. Leiðarinn bar yf-
irskriftina „Til vamar Davíð Odds-
syTÚ“ og svo mikið var haft við að til-
vitnun í leiðaraim var prentuð með
fyrirsagnaletri á forsíðu blaðsins. Því
miður fer ekki mikið fvrir rökræðu í
leiðaranum frekar en í áðumefndri
ræðu forsætisráðherrans. Þar er því
slegið föstu að ráðherrann túlld ítr-
ustu íslenska hagsmuni og fyrir því
ferð undarleg rök. Ein em þau að
„saga okkar og menning markist af
þeirri sérstöðu að við erum eyþjóð á
miðju Atlandshafi, milli tveggja
meginlandsálfa". Hverrúg ber nú að
sldlja þetta? Vissulega er ísland eyja
í Atlandshafi eins og Bretland, Fær-
eyjar ofl, það er sjálfsagður hlumr.
En hvernig á að skilja þetta ineð
memúnguna, er kanski verið að setja
fram kenningu um að menning okk-
ar sé menning inúíta eða indíána?
Ef til vill er þetta einhvers konar
stuðningsyfirlý’smg við ,Monroe-
kenninguna"? Öimur rök fyrir rétt-
mæti málstaðar Davíðs em sótt í
sögu stórvelda meginlandsins frá
frönsku stjómarbyltingunni þar til
fyrir 50 ámm síðan. Vandséð er
hvaða leiðsögn felst í hálfrar aldar
gamalli eða eldri sögu nú, sögu
tímabils sem hefst áður en lýðræði
skaut rótum og endar er lýðræðið
hafði loks endanlega fest rætur í
Vestur-Evrópu allri. Umræða að
þessu tagi þjónar ekki öðrum til-
gangi en að breiða yfir þá staðreynd
að Evrópusambandið er mótað af
lýðræðis- og jafnaðarmannaflokk-
um álfunnar fyrst og fremst. Þess
Kristinn Karlsson
skrifar
sjást t.d. greinileg merki í félags-
málasáttmála Maastrict samkomu-
lagsins, sem skoðanabræður Davíðs
á Bretlandi eiga jafn erfitt með að
sætta sig við og raun ber vitni.
Island er rissulega jaðarsvæði í |
Evrópu landfræðilega. (það er hins,
vegar ekld jaðarsvæði Ameríku), en
það mannfélag sem hér hefur þróast
og hér býr, er skilgetið afkvæmi evr-
ópskrar menningar. Höfuðstraumar
riðsldpta, menntunar og menningar
liggja til og hafa legið til Norður-
Evrópu. Við þurfum ekki síður. en
nágrannaþjóðir sem gengu. með
okkur til samstarfs rið Evrópusam-
bandið um EES að svara þeirri
spumingu hvort hagsmunum okkar
sé betur gætt innan þess eða utan,
þegar mörg lög og reglugerðir sam-
bandsins taka sjálfkrafa gildi hjá
okkur vegna skuldbindinga sem fel-
ast í þátttöku í EES. Lög og reglu-
gerðir sem oftar en ekld bætaýbag al-
ntennings hér á landi á sviðum nátt-
úiu-, neytenda- eða rijvouverndar
(það síðasttalda YSI og Páli PétursT
svni til sárrar armæðu) eða auka afy
hafna- og riðsldptaffelsi.
Vinstrimenn geta ekki mótað af-
stöðu til aðildar að Evrópusam-
bandinu hvorki með yfirlýsingum
um réttmæti skoðana Davíðs Odds-
sonar né haldlitlum keimingum um
tengsl menningar og landaffæði.
Málið hefur fjölmargar hliðar og
sldptir sköpuin um ffamtíð landsins.
Ræðum málið af heiðarleik og með
rökum. Höfúm jafnffamt í huga „að
enginn er eyland“.
Höfúndur er stjómarmaður
í Alþýðubandalagsfél. Birting-
Framsýn í Reykjavík.