Vikublaðið

Issue

Vikublaðið - 15.12.1995, Page 11

Vikublaðið - 15.12.1995, Page 11
VIKUBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1995 11 Eru lög brotin með bíómynda- auglýsingum? SteingrímurJ. Sigfusson hefur lagt fram á Alþingi íyrirspumir til Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra og Bjöms Bjamasonar menntamálaráð- herra þar sem spurt er um stefhu og aðgerðir varðandi ofbeldi í sjónvarpi, einkum er lýtor að fyrirvaralausri sýningu ofbeldis í bíómyndaauglýs- ingum á þeirh tíma sem mörg böm eru við skjáinn. „Ég spyr viðskiptaráðherra hvort hann telji slíkt samrýmast ákvæði samkeppnislaga. í þeim lögum er einmitt grein um auglýsingar og skýrt tekið fram að þær skuli við það miðaðar að þær komi fyrir augu bama. Sem þingmanni er mér málið mjög skylt, því ég stóð að setningu þessara laga og þó ég segi sjálfur frá þá var það fyrir mína barátto að þetta ákvæði var sett inn í lögin. Ég hafði áður fengið samþykkta þingsályktun- artillögu um að sett yrði inn í löggjöf ákvæði um vemd bama og unglinga gagnvart auglýsingum. Og sem for- eldri er mér gjörsamlega ofboðið Steingrímur J. Sigfusson: „Sem for- eldri er mér gjörsamlega ofboðið hvemig svæsnu ofbeldi er undirbún- ingslaust skellt yfir áhorfendur og þar með talin böm, t.d. í gegnum þessar kvikmyndaauglýsingar. Ég fæ ekki bet- ur séð en að þar sé um skýlaust laga- brot að ræða.” hvemig svæsnu ofbeldi er undirbún- ingslaust skellt yfir áhorfendur og þar með talin böm, t.d. í gegnum þessar kvikmyndaauglýsingar. Ég fæ ekki betur séð en að þar sé um skýlaust lagabrot að ræða,“ segir Steingrímur. Hann spyr einnig Bjöm Bjamason menntamálaráðherra um sama við- fangsefnið og skyldur fjölmiðla í því sambandi. „Mér fyndist að það ætti að vera sjálfsögð regla, hvort sem um dagskrárefni eða auglýsingar er að ræða, að ofbeldi sem leiðir til þess að efni er bannað innan 16 ára sé aldrei sýnt fyrr en eftir t.d. klukkan ellefu að kveldi og þá eftir skýra aðvöran. Ég hef lengi hugsað um þessi mál, ekki þó síst síðustu mánuðina vegna mik- illar ofbeldisöldu í þjóðfélögum Vestorlanda. Með fyrirspumum mínum vil ég koma þessum málum á hreyfingu. Og ef ég er ekki ánægður með svörin mun ég halda málflutn- ingnum áfram með einum eða öðr- um hætti,“ segir Steingrímur. Auglýsingar bijóti ekki gegn umhverfisvernd Hjörleifúr Guttormsson og Mar- grét Frímahnsdotrör hafa lagt fram á Alþingi ffumvarp til laga um breyt- ingu á útvarpslögum, þar sem gert er ráð f\rir að óheimilt sé að birta aug- lýsingar sem ganga gegn lagaáUæð- um um umhverfisvemd eða hvetja til hegðunar sem stangast á við lög eða gildandi reglur um umgengni við náttúru landsins. í greinargerð með fiumvarpi Hjörleifs og Margrétar segir meðal annars: „Tilgangurinn með fium- varpi þessu er að koma í veg fyrir að með auglýsingum í ljósvakamiðlum sé hvatt til hegðunar sem gengur gegn settum reglum um umhverfis- vemd og markmiðum um góða um- gengni við lifandi og dauða náttúru. Öðra hvora sjást í máli og myndum, m.a. í ljósvakamiðlum, auglýsingar sem virðast stangast á við lög og regl- ur á þessu sviði. Sem dæmi má nefna auglýsingar sem sýna akstur vélknú- inna ökutækja utan vega í því skyni að hvetja til að þau séu keypt og urn leið að tækin séu notuð við slíkar aðstæð- ur. Nú er ekki að finna í lögum og reglugerðum ákvæði sem banna í auglýsingum birtingu á atferli sem valdið getur umhverfisspjöllum.“ Hjörleifur Guttonnsson: Óheimilt verði að birta auglýsingar sem ganga gegn lagaákvæðum um umhverfis- vemd eða hvetja til hegðunar sem stangast á við lög eða gildandi reglur um umgengni við náttúru landsins. Blöndal: Láglauna- stefna á íslandi ráðherrann teldi að á íslandi væm launin lág en þá bað Halldór ffétta- manninn að snúa ekki út úr orðum sínum, harm hefði ef til vill valið ó- heppileg orð, hefði enda aldrei vérið góður í íslensku. Halldór Blöndal var kennari um árabil og sonur íslenskukennara og getur trauðla skotið sér undan yfir- lýsingu sinni með því að segjast vera lélegur í móðurmáli sínu. Hann sagði einfaldlega það sem hann meinar: Að á Islandi sé rekin láglaunastefha. Halldór Blöndal: Flug-umferðarstjórar skulu ekld láta sig dreyma um að brjóta á bak aftur þá láglaunastefnu sem ríldr á Islandi. Halldór Blöndal samgönguráð- herra lýsti því yfir í viðtali við fféttamann Stöðvar tvö sl. þriðju- dag að á Islandi væri ríkjandi lág- launastefna. Hann staðfesti þar með að efhahagsstefna ríkisstjóm- arinnar miðast við að á íslandi séu laun lág. Yfirlýsinguna gaf Halldór Blöndal í viðtali urn málefni flugumferðar- stjóra. Sagði Halldór að flugumferð- arstjórar skyldu ekki láta sig dreyma um að brjóta á bak affur þá láglauna- stefhu sem ríkir á Islandi. Fréttamað- ur Stöðvar tvö spurði þá Halldór hvort slík stefna væri þá ríkjandi á ís- landi og því játti ráðherrann. Frétta- maðurinn ítrekaði þá og spurði hvort Skattpíndar stórstjörnur Kristjánjóhannsson tenórsöngvari hefur opinberað í fjölmiðlum að hann geti ekki búið á Islandi vegna þess hve skattar em hér háir. Með öðram orðum hefur hann og t.d. Björk Guðmundsdóttir „flúið land” vegna skatta á sama tíma og „venjulegt” fólk flýr land vegna ömurlegra lífskjara. í þessu sam- bandi má geta þess að skatdagning á Kristján og Björk er í engu frá- bragðin því sem einstaklingar með t.d. 250 þúsund krónur á mánuði býr við hér á landi. Þeir greiða 41,93% staðgreiðslu og fá sinn persónuafslátt eins og aðrir. Þessu til viðbótar greiða þessir einstak- lingar 5% hátekjuskatt sem núver- andi ríkisstjóm lagði fyrst á tekjur 1993, en að öðra leyti sker þetta fólk sig ekki úr. Meira að segja hefur staða þess fólks batnað að því leiti að búið er að afhema rangnefhdan „ekknaskan”, þ.e. annað þrep í eignaskatti. Virk staðgreiðsla einstaklings með 125.000 kr. á mánuði er 22,4%. Virk staðgreiðsla einstaklings með 250.000 kr. á mánuði er 37,2% en virk staðgreiðsla einstaklings með 2.500.000 kr. á mánuði er 46,0%. Virk staðgreiðsla í síðasta dæminu er því „aðeins” tvöfelt meiri en hjá einstaklingnum með 20 sinnum lægri launin. Skýrslubeiðni um fíkni- efnavandann í skúffuna Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ólafur G. Einarsson forseti Al- þingis sýndu Alþingi þá fádæma ó- virðingu að kasta til hliðar beiðni þingmanna úr röðum stjómarand- stöðunnar um skýrslu um fíkni- efnaneyslu og ofbeldi. Beiðninni var beint til Davíðs en svo virðist sem hann hafi skroppið á eintal við Olaf forseta og að þeir hafi komið sér saman um að það væri bara skrambi tímaffekt verk að ná saman viðkomandi upplýsingum og varla hægt innan tilskilins 10 vikna frests. Þeir höfðu ekld fyrir því að láta skýrslubeiðendur vita af þessari „upplýstu” niðurstöðu simii. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur með óbeinum hætti snopp- ungað Davíð og Olaf með því mati sínu að flestum þeim fyrir- spumum sem í beiðninni era fólgnar megi svara greiðlega, enda upplýsingar fyrirliggjandi. Þetta hlýtur því að flokkast undir víta- verða framkomu. Meirihlutinn hélt á Húsavík Litlu mátti muna að meirihluti Al- þýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins á Húsavík félli vegna á- greinings um sameiningu útgerð- arfélagsins Höfða og Fiskiðjusam- lags Húsavíkur. Stefán Haraldsson tannlæknir, oddviti Framsóknar- flokksins og Kristján Ásgeirsson ffamkvæmdastjóri Höfða, oddviti Alþýðubandalagsins, vora ekki samstíga í umræðunni um samein- ingu ofangreindra fyrirtækja og um tíma ieit út fyrir að Stefán tæki upp meirihlutasamstarf með Sjálf- stæðisflokknum. Oddviti þar er Sigurjón Benediktsson, sem rekur tannlæknastofu við hliðina á Stef- áni. Sættir tókust þó um síðir milli Stefáns og Kristjáns. Vegna ofan- greindrar sameiningar fækkar full- trúum Húsavíkurkaupstaðar í stjóm fyrirtækisins úr þremur í tvo og varð að samkomulagi að Fram- sóknarflokkur fengi fulltrúa meiri- hlutans í bæjarstjóminni. Friðrik með jafnréttis- verkefni Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur ffá því í vor látið starfshóp skoða jafnréttismálin í fjármálaráðuneytinu og stofriun- um þess. Fann starfishópurinn nokkum kynbundinn launamim, sem hópurinn hefur þrykkt á prent með ábendingum um hvemig megi draga úr þessum mun. Á næsta ári á að halda þess- ari vinnu áffam með fjórum verk- efhum. Nefhd á að útfæra nýja starfsmannastefhu. Það á að end- urskoða fæðingarorlofið. Jafhrétt- ismál á að kynna sérstaklega í rík- isstofhunum og það á að skikka forstöðumenn stofnana til að fera eftir ábendingum starfehópsins. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 og 4. flokki 1994 Innlausnardagur 15. desember 1995. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.328.307 kr. 1.265.661 kr. 126.566 kr. 12.657 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.407.009 kr. 1.000.000 kr. 1.081.402 kr. 100.000 kr. 108.140 kr. 10.000 kr. 10.814 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.