Vikublaðið


Vikublaðið - 11.10.1996, Side 1

Vikublaðið - 11.10.1996, Side 1
Hagkvæmni og lífsháski vinstrimanna i «*«***'«. ^ i 'WEVFILL/ 58 55 22 Vikubl 40. tbl. 5. árg. 11. október 1996 - Ritstjóm og afgreiðsla: sími 552 8655 - 250 kr. Stóri bróðir er kominn! og hann heitir VISA-EURO Eftir BJörgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall Nútímamaðurinn er það sem hann kaupir. Við skilgreinum okkur með neyslu okkar. Með rafraenum greiðslinnáta eða notk- un greiðslukorta er að hægt að safna saman á að því er virðist auðveldan hátt upplýsingum er varða persónulega hagi fólks. Upplýsingum sem ganga mun lengra en njósnir alræðisríkja tnn „óvini ríkisins“. Starfsfólk greiðslukortafyrirtækja heíúr að- gang að sundurliðuðtnn viðskipt- tun fólks með greiðslukort. Al- memiingur getur ekki treyst á að yfirvöld standi vörð um almanna- hagsmuni. Með aðgangi að upplýsingum þeim sem safnað er saman í gagna- grunnum greiðslukortafyrirtækja um sundurliðaða neyslu fólks er hægt að kanna tekjur fólks, fatasmekk þess, hvort það sé bókhneigt eða ekki, að hvaða blöðum það er áskrifandi og þ.a.l. stjómmálaskoðanir þess. Það er hægt að fylgjast með ferðum fólks, hvar það kaupir í matinn, hvað það gerir í tómstunduro sínum; það eru engin takmörk á upplýsingunum. Það er í raun hægt að teikna prófíl einstaklings út ffá neyslu hans. Þetta vekur upp spuminguna um hverjir hafa aðgang að þessum upp- lýsingum. Hjá Eurocard getur starfs- fólk gengið í sundurliðaða reikninga viðskiptamanna sinna. Það er til þess að hægt sé að veita viðskiptamönn- um fyrirtækisins upplýsingar um þeirra eigin færslur. Hjá VISA er þetta sambærilegt. Þar liggja reikn- ingar fyrir þarmig að aðgangur er starfsmönnum auðveldur í þrjá mán- uði. Eftdr það em þessar upplýsingar settar í geymslu á spólum. Reikning- ar viðskiptamanna greiðslukortafyr- irtækja teljast til bókhaldsskyldra gagna þannig að þeir em geymdir í sjö ár. Þórður Jónsson, forstöðu- maður korthafaþjónustu hjá VISA, sagði ekki alla starfsmenn hafa að- gang að þessum gögnum, það þyrfri að vinna þessi gögn tíl þess að þau komi að gagni. Urvinnsla gagnanna fer þá eingöngu fram ef ffam koma sérstakar beiðnir. Það era helst beiðnir ffá skattayfirvöldum sem um ræðir en Þórður sagði þær ekki al- gengar. Hann bentí á að um þær upplýsingar sem um ræðir giltu sömu reglur og um fjárhagsstöðu viðskiptavina bankanna, þ.e. banka- leynd. Það verður þó að taka tíl at- hugunar að vemlegur munur er á Stóri bróðir er til. Spurningin ers Fylgist bann með? eðli þeirra upplýsinga sem hér um ræðir bæði hvað varðar ffiðhelgi einkalífs og mögulegt verðmætí þeirra fyrir aðila, hvort sem er einka- aðila eða opinberra sem væm tilbún- ir tíl að notfæra sér þær. Mikill mun- ur er á því hvað hægt er að gera við upplýsingar um fjárhagsstöðu manna og hvað hægt er að gera við upplýsingar um nánast alla persónu- lega hagi þeirra. Stórversltm gæti sparað sér fúlgu fjár með því að sleppa því að senda auglýsingar um rilboð sín til þeirra sem þeir vita að versla hvort eð er hjá þeim. Tísku- fataverslun gæti beint auglýsingum sínum eingöngu til þeirra sem þeir vita að klæðast þeirra fatalínu. Og bókabúð gæti eingöngu hringt í bókaunnendur í símsöluátökum sín- um. Atvinnurekendur gætu komist að því hvemig manneskja væri að sækja um vinnu hjá þeim og trygg- ingafélög gætu fundið út heilsufar fólks. Við horfumst þess vegna í augu við þann möguleika að einstak- lingar fengju ekld vinnu á ákveðnum stöðum án þess að vita hvers vegna eða að einstaklingum væri neitað um tryggingar án þess að hafa minnsta grun um tilefnið. En hvemig skyldi effirliti með þessu vera háttað? Tölvunefnd hefúr m.a. það sldlgreinda hlutverk að fylgjast með að lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga séu virt. Sigrún Jóhannesdóttir hjá Tölvu- neftíd kvað þau eingöngu taka til málefna er vörðuðu greiðslukorta- fyrirtæki ef um það kæmi sérstök beiðni. Sagði hún að þau færa ekld með eftirlit er varðaði geymslu þess- ara gagna og aðgang að þeim, því síður að Töh'unefnd fylgdist með því að þessum gögnum væri eytt eft- ir sjö ára geymslu. Að því loknu vís- aði hún okkur tíl bankaefdrlits Seðlabankans. Þar fengum við þau svör að bankaefdrlitið hefði ekkert með greiðslukortafyrirtæki að gera og var vísað til Samkeppnisstofnun- ar. Hjá Samkeppnisstofnun varð fátt um svör; okkur tjáð að lög um Sam- keppnisstofnun fjölluðu nánast ein- göngu um viðsldptaskilmála o.s.ffv. Að því loknu var okkur vísað til Tölvunefndar sem hlyti að hafa eft- irlit með geymslu, aðgangi og eyð- ingu þessara gagna. Við hringdum aftur í Sigrúnu Jó- hannesdóttur hjá Tölvunefnd og sögðum henni að samkvæmt niður- stöðu okkar væri engin aðili á vegum hins opinbera að fylgjast með þess- um málum. Aðspurð hvort henni þætti ekki eðlilegt að fylgst væri með þessu sagði hún: „Auðvitað væri það eðlilegt, en þetta er spuming um mannafla, við höfum bara ekki mannaflann til þess að standa í svona efdrliti“. Þegar við spurðum hana hvort henni þætti Tölvunefnd vera að yfirsjást gmndvallaratriði er varð- aði skráningu og meðferð persónu- upplýsinga, taldi hún svo ekki vera: „Það væri þá svo margt annað sem ekki er í lagi“. Þær stofnanir sem eiga að hafa eft- irlit með greiðslukortafyrirtækjum hafe ekld minnstu hugmynd um hver það er sem á að fylgjast með varð- veislu þessara gagna, aðgangi að þeim og eyðingu þeirra. En það er eldd bara það að lítið eftirlit virðist vera með þeirri hlið málsins er snýr að greiðslukortafyrirtækjunum. Eftir standa verslanimar sjálfar. Kvittanir þær sem posar prenta út í verslunum er eign fyrirtækjanna, til notkunar sem afrit fyrir sitt uppgjör. Þannig er t.d. hægur vandi fyrir verslunarrekendur að búa sér til skrá upp úr þeim hluta kvittananna sem verslanir halda eftir. Með fyrirspurn til Eurocard kom í Ijós að engar reglur era um að búð- imar sldli af sér eða eyði posakvitt- ununum eftir notkun á þeim við uppgjör sitt. Ekkert eftirlit er með því að þeim sé hent eftir notkun og talsmaður Eurocard margendurtók að þær væra eign búðarinnar. Þar með er eigendum kvittananna í sjálfsvald sett hvemig með þær er farið og ekkert eftirlit með því að þær séu ekki nýttar í þeim tilgangi að stilla upp markhóp og þannig spara stórfé í auglýsingakosmaði. I ljósi þess hve miklar upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæld liggja hjá greiðslukortafyrirtækjunum þá skiptir eignarhald þeirra miklu. Er það t.d. möguleild að stórfyrirtæki á sviði verslunar og viðskipta gæti eignast meirihluta aðild að Eurocard eða Visa og komist þannig yfir upp- lýsingar um viðskiptavini sína? Aðspurður um reglur er varða eignarhald á greiðslukortafyrirtækj- um sagði Tryggvi Axelsson, lögffæð- ingur hjá viðskiptaráðuneytinu, að þær féllu undir lög um eignarhald á bönkum og sparisjóðum. Um þetta era engar skýrar reglur til en lög um greiðslukortafyrirtæki vísa í lög um eignarhald á bönkum og sparisjóð- um. Þau lög kveða á um að engar hömlur megi leggja á eignaraðild stofnana og einstaklinga nema að viðkomandi ætli að auka eign sína í bönkum eða lánastofnunum, þar með greiðslukortafyrirtækjum, sem nenii 10% eða meira í viðkomandi fyrirtæki. Ætli viðkomandi stofnun eða einstaklingur sér það þá þarf hann að sækja um leyfi til viðskipta- ráðherra. Ráðherra er hinsvegar ekld bundinn af neinum reglum. Það er því háð geðþóttaákvörðun ráðherra hvort einhver aðili megi eiga meiri- hluta í greiðslukortafyrirtæki. Ráð- herra getur synjað umsókn ef hann sér alvöra málsins en hugsanleg tengsl hans við viðkomandi aðila era augljós og þá líka alvara málsins. Yfirvöld skulda almenningi úrbæt- ur í þessum mikilvæga málaflokki. Hver vísar á annan og lýsir þess á milli undrun sinni á regluleysinu. Þekldng innan opinberra stofnana er málið varða er lítil og áhuginn til umbóta í málinu ennþá minni. Þetta er stórmál hvað varðar friðhelgi einkalífsins. Það skal endurteldð að greinarhöfúndar hafa enga vimeskju um að verið sé að misnota þessar upplýsingar. En ætla yfirvöld að bíða þess að það gerist? Það að hver sem er geti átt og haft aðgang að þessum upplýs- ingum er stóralvarlegt mál. Stað- reyndin er að Stóri bróðir er til. Spumingin er: Fylgist hann með? Fjölskyldan og lífskjörin bls. 2 og 6-7 Forsetadóttirin og boðskapur hennar bls. 5 Valgerður Sverrisdóttir og þessir leiðinlegu íslendingar bls 4 Friðrik Sophusson útskýrir fyrir Halldóri Blöndal. Mjög hægt bls. 10 Stytting vinnutímans bls. 5 Leifturstríð menntamála- ráðherra bls. 9 Afmæli Sósíalista- félagsins bls. 11 DT; dæmd tilraun bls. 3

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.