Vikublaðið


Vikublaðið - 11.10.1996, Qupperneq 4

Vikublaðið - 11.10.1996, Qupperneq 4
4 ALJt ©jf suint VIKUBLAÐIÐ 11. OKTÓBER 1996 Guðný Halldórsdóttir, leik- stjóri, er farin að skrifa hand- rit að skemmtiþáttum hjá Sjón- varpi allra landsmanna. Meðhöf- undur hennar er Sigurjón Gnarr, sem klofnar í félagana Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr að loknum vinnudegi. Þaettimir verða á dagskrá sjónvarpsins hálísmánaðarlega til jóla, á móti Hemma Girnn, og brúa bihð þar til Spaugstofan tekur við á ný. Vikublaðið leit inn á Laugaveginn og truflaði Guðnýju við skriftim- ar. Skrifstofa Guðnýjar og félaga er jólagræn og gylltar plussgardínur þyngslast fýrir glugganum. Leik- munadeildin er greinilega innan seil- ingar því mannsfótur stendur uppi á hillu, og afskorin hönd liggur á þeirri næsm. A veggnum hanga hinir finnsku Leningrad Cowboys og and- spænis þeim er rússneskt auglýs- ingaplakat. Hámenningin er hins vegar best geymd úti í horni; Brennu-Njáls saga og vínilútgáfa af Hljómsveit Finns Eydal. Markmiðið með þáttunum er að gera grín að íslensku þjóðfélagi og fréttamati, vítt og breitt, að sögn Guðnýjar. Hún segir að af nógu sé að taka og þau Sigurjón Gnarr greini sjaldan á um efhistök, húmor- inn sé á svipuðum nótum. En hvern- ig skyldu viðbrögðin utan skrifstof- unnar hafá verið? - Það hringdu tvær konur í Þjóð- arsálina í gær til að kvarta og ég var mjög fegin því, segir hún. - Þær vom eins og klipptar út úr þáttun- um; þessir leiðinlegu Islendingar sem við emm að gera grín að. Það er þessi sort af fólki sem gerir það leið- inlegt að búa hérna, skapvont, þröngsýnt og það hreinlega lekur af því sldnhelgin. Ekki er þetta stærsti áhorfenda- hópurinn? - Þetta em um 2% af þjóðinni sem hringja og fylla Þjóðarsálina og Velvakanda alla daga. Það fer nú að vera kominn tími til að skrúfa fyrir þetta fólk. Við höfum hins vegar fengið frá- bær viðbrögð persónulega og frá fólki sem við treystum. Þátturinn virðist falla vel í kramið. Fjárveitingar til innlendrar dag- skrárgerðar hafa verið af skomum skanunti, er einhver breyting að verða þar á með þessum nýju þáttum? - Varla. Það er verið að reyna að halda kosmaðinum innan hóflegra marka, tökudagar em fáir og klippi- tíminn lítill. Við vinnum mjög hratt og þess vegna hvilir mikil ábyrgð á leikumm og tæknimönnum. Þeir standa undir því enda em þeir aldir upp héma í Sjónvarpinu og kunna að bregðast hratt við og vel. Þáttagerðin er fullt starf hjá Guðnýju, en skyldi kvikmynda- gerðin þá liggja í salti á meðan? - Ég er með mynd í bígerð sem hinn helmingurinn af Umba er að reyna að fjármagna. Þetta er mynd eftir smásögu föður rníns sem heitir Ungfrúin góða og húsið. Sagan ger- ist um aldamótin á Islandi og í Dan- mörku en reyndar gæti farið svo að ég þyrfii að láta hana gerast á Irlandi og Englandi og þá myndu söguhetj- umar tala geh'sku. Er það fjármagnið sem enn á ný setur strik í reikninginn? - Ég hef haldið því ffam að síðasta myndin sem gerð verði á íslensku sé Djöflaeyjan. Viðhorfið til greinar- innar bendir ekki til annars. Kvik- myndasjóður er skorirm niður árlega og íslenskir kvikmyndagerðarmenn ekld studdir á nokkum hátt. Þessi 20% sem myndir em að fá úr sjóðn- um era út í hött miðað við það sem þær slála til baka, segir Guðný Hall- dórsdóttir. Að því sögðu þarf hún að rjúka til starfa þar sem félagar henn- ar era famir að fikta við stórhættu- lega lándskiptiaðgerð fyrir ffaman myndavélamar og jarma innan úr vinnukompunni. Ertu að verða menntamála- ráðherra, Valgerður? Samband ungra ffamsóknar- manna samþykkti ályktun á dögunum um mikilvægi breyt- inga á lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna og krafðist uppstokkunar í ríkisstjóminni ef lögpmum ffá 1992 yrði ekki breytt. Breytingamar vora á stefhuskrá framsóknarmanna fyiir kosning- ar í fýrra ogþví horfðu margir til þess að flokkur- inn fengi mennta- tnálin í sína vörslu. Valgerð- ur Sverrisdóttir var „skugga- ráðherra“ framsóknar í menntamálum á sl. kjörtímabih og væntanlega kandídatinn í ráðherrastóhnn um leið. Því hggur beint við að spyrja, ef hrókerað verður að vilja ung- hðanna, ertu þá tilbúin að taka við menntainálaráðuncytinu, Valgerður? - Ég held að það komi nú ekki til þess að það verði neinar breyt- ingar því við numum ná sam- stöðu um að breyta lögunum, þetta er aðeins spurning um tíma. Eins og allir vita era mismunandi áherslur í þessum málatlokki, en það er verið að vinna að breyting- um og það tekst! Að þessu sinni verður mér því ekki boðinn þessi stóll, það er náttúralega alltaf á- hugavert að fá aukin völd, en ég veit aðþetta mun verða á þennan veginn þetta kjörtímabilið. Býstu við niðurstöðu innan skamms? -Já. Þá út ffá starfi nefhdarinnar sem er að fara yfir afleiðingar lagasetningarinnar? —Já, en það verða ráðherrar að koma að þ.essu líka. Og verður hún ásættanleg fýrir unga ffamsóknarmenn? - Það verður að koma í ljós en ég er alveg sannfærð um að við náum saman. Þeir fýlgjast með og vjð vitum alveg hvert urn annað í þessu máli. Við höldum þá áffam að á- varpa Bjöm Bjamason sem menntamálaráðherra? - Allavega á þessu kjörtímabili, maður veit aldrei hvað gerist eftir kosningar. þú kæmist yfir tímavél og gætír ferðast hvert sem er og hvenær sem er, hvert yrði ferðinni heitíð? Einar Kárason rithöfundur Ég mjTtdi vilja fara til Galíleu, um 30-31 eftir Krist og hitta þann mæta ntann. Mig myndi langa til að heyra hann flytja Fjall- ræðuna, í það minnsta sjá hvemig hann leit út. Ætli maður reikni ekki með að geta lært eitthvað af honum, jafnvel fengið eitthvað efhi líka. Ég held ég myndi vilja eyða svo sem einni viku þama og ná að minnsta kosti einni kvöldmáltíð, eklá endilega þeirri síðustu þó, það yrði dálítið stórt dæmi, - fótþvotturinn heillar ekki það mikið. SPJALLIÐ yhnhHr AcIht ntArá tiliú 4 tnicns Adda Geirsdóttir er í innkaupaferð í 10-10 versluninni í Suðtnveri. Hún segist ekkert láta óveðrið á sig fá enda búi hún í nágrenninu og þetta sé þægilegur göngutúr. Adda er heima núorðið en starfaði áður sem kennari, bæði á Laugarvatni og í Safamýrarskólanum. - Við eram tveir fýrrverandi kennarar í heimili og það gengur bara bærilega að láta enda ná saman, segir hún. - Það er auðvitað enginn lúxus í inn- kaupakörfunni, en maður hefur aldrei lifáð á neinum lúxus. Nú kaupir maður hins vegar minna af fötum og eyðir nær eingöngu í gjafir og mat. Adda segir gjafimar vera handa bamahópnum, hún eigi reyndar engin barnaböm sjálf; - en ég var nógu snjöll til að koma mér upp nokkram, segir hún. mÆwsmwmmwK vfirbobpmmu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, laganemi og formaður Stúdentaráðs Háskóla ís- Iands, var í sviðsljósinu í sfðustu viku þegar námsmannahreyfingamar stóðu fýrir tjald- þingi um menntamál. Ástæðan var sú að ekki var rúm fyrir námsmenn á þingi menntamálaráðuneytisins sem haldið var á sama tíma, né fýrir umræðu þeirra um lof- orð og efhdir í menntamálum. 1. Hvaða stjómmálamaður, lifandi eða lát- inn er í mestu uppáhaldi hjá þér? Hann hefur ekki enn komið frani á sjónarsviðið. 2. Hvaða listamaður hefur haft mest álnif á þjg? . Megas, Bragi Olafs, lsak Harðar, Steinn Stein- arr. 3. Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast? Quinn úr trílógíu Pauls Austers vegna þess að hann leitaði ogfatin ekki. Þegar maður hættir að leita eða telursig hafafundið hinn stóra sannleika þá leiðirþað til stöðnunar. 4. Hvaða persóna mannkynssögunnar vild- irðu helst hafa verið? Jesií, það er svo hagstætt að geta gengið á vatni þegar búið er á eyju eins og Islandi. 5. Ef þú fengir að lifa lífinu aftur, hverju myndirðu breyta? Sagt er að kettir hafi níu líf. Mér er ekki kunn- ugr um að manneskjan eigi fleiri en eitt. - Ekki vil e'g vera köttur. 6. Hver er merkilegasti atburður sem þú hefúr upplifað? Kosning Olafs Ragnars sem forseta og það að fá að flytja ræðu við hyllinguna. 7. Hver er merkilegasti atburður sem þú ætlar að upplifa? Satneiningjafiiaðatttianna tneð stofnun öflugs jafiiaðamianttaflokks. 8. Hvaða atburður, verk eða manneskja hefur mótað lífsviðhorf þitt ffamar öðm? Foreldrar mínir. 9. Ef þú ættir kost á því að breyta einu atriði í þjóðfélaginu eða umhverfinu, hvað yrði fýrir valinu? Eg myndi sameina jafnaðannenn cn það er forsenda annarra framfará. Stóri jafiiaðar- mannaflokkurinn myndi síðan afnema launamisrétti kynjanna,jafna atkvæðavxgi, auka framlög til menntamála, Irreyta lögum um Liínasjóðinn og lögunt um stjórnfisk- veiða, svo fátt eittse' nefnt. 10. Sérðu eitthvað sem ógnar samfélag- inu öðm fremur? Sundrung vinstri manna. 11. Mottó? Notið vetjtir, það fæðist íbaldsttiaður dag- lega! \~ i

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.