Frjáls þjóð

Eksemplar

Frjáls þjóð - 04.12.1953, Side 3

Frjáls þjóð - 04.12.1953, Side 3
Föstudaginn 4.v desember 1953. FRJÁLS ÞJÓÐ 3 al þeirra íslendinga, sem fylgjandi eru Jierstöðvum hér á landi, munu sárafáir vera, sem trúa því, að Is- lendingum sé að þeim nokk- ur veruleg vörn og þó eng- inn, sem óskar eftir fleiri vígstöðvum. Slík eru heil- indin. Herstöðin á Kefla- víkurflugvelli hefur aldrei verið Ivugsuð sem vörn fyrir íslendinga sjálfa, enda skipt- ir það fáa hvorum megin hryggjar þeir liggja. Þó munu vera í sáttmála AtlantsPiafsríkjanna ákvæði um gagnkvæma aðstoð, líka í öðrum málum en liernaði. Sú aðstoð hefur, meðal ann- ars, verið framkvæmd svo gagnvart íslandi, að eitt sambandsríkið hefur gert það sem það hefur getað til þess að eyðileggja aðalat- vinnuveg vorn. einna bezt nauðsynina á því að losna sem fyrst við setuliðið, tií þess að eignast á ný land sitt að fullu og öllu. íslendingar hafa löngum haft og hafa enn óbeit á hernaði og hernaðar- undirbúningi og ekki sízt þeg- ar þeir vita að undirbúningur- inn er ekki gerður til þess að verja þá sjálfa. Herlið, sem þess væri að nokkru megnugt þyrfti að vera dreift víðsvegar um landið og hætt væri þá við að mörgum þætti þá þröngt fyrir dyrum, að ógleymdu því hvernig færi þá um íslenzka menningu. Engir skilja þetta betur en íslenzkir háskóla- stúdentar og þeim er líka treystandi til þess að standa þar vel á verði. Fréttarifun — BÓKAÚTGÁFA MENMINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS gerir hverju heimili fært að eignast safn valinna bóka. Félagsbækurnar 1953 „Musteri óttans“, ný skáld- saga eftir Guðmund Daníels- son; Þjóðvinafélagsalmanakið 1954; Kvæði Eggerts Ólafsson- ar (íslenzk úrvalsrit); Andvari 1953 og „Suðurlönd“ (Spánn, Portúgal og Ítalía), mynd- skreytt landafræðibók eftir Helga P. Briem. — FÉLAGS- MENN FÁ ÞESSAR 5 BÆK- UR FYRIR SAMTALS AÐEINS 55 KR. Sú er von allra íslendinga, að hér komi aldrei til hernaðaraðgerða. En vér sitj- um uppi með setuliðið á Kefla- víkurflugvelli og það hagar sér eins og ríki i ríkinu. Flestir vissu það fyrir, að liðsmenn þess yrðu engir aufúsugestir á íslandi, en fáa mun hafa órað fyrir, að óánægjan yrði fljót- lega eins almenn og raun er á orðin. Þetta hefur komið fram í fjölmörgum og endur- teknum mótmælum gegn dvöl setuliðsins hér á landi, sem hef- ur í för með sér aukna ómenn- ingu og hættulega truflun á atvinnulífi landsmanna. Nú er svo komið, að fram eru komin frumvörp á Alþingi um upp- sögn hervarnarsamniugsins og innilokun liðsins á ákveðniun svæðum og það jafnvel frá sumum þeirra þingmanna, sem sjálfir höfðu kallað þennan ó- fögnuð yfir oss. Þetta er gleði- legt tímanna tákn og gleðileg- ast vegna þess, að það er æska landsins, sem virðist nú skilja föisun í fréttaskeytum til Ritzau- fréttastofunnar, sem birzt hafa í Berlingske Tidende í Kaup- mannahöfn og blaði í Thisted, þar sem sagt er frá útvarps- umræðunum hér á dögunum, er komizt svo að orði, að Þjóð- varnarflokkurinn sé dulbúinn kommúnistaflokkur. Skeytin eru send frá Reykjavík. Það væri fróðlegt að vita, hvaða maður það er, sem send- ir slíkar falsanir undir yfirskini fréttaritunar út fyrir landstein- ana. Mun mörgum virðast sem þeir, er telja það sigurstrang- legt að fara með vísvitandi ó- sannindi um stjórnmálaand- stæðinga, hafi nóg svigrúm heima fyrir, þótt ekki sé slíkur óhróður símsendur til annarra landa. Má af þessari fréttaþjón- ustu marka grandvarleik og sannleiksást þeirra, sem gerzt hafa þjónar erlends valds á ís- landi. % Stcplian G. Stephansson. Bækur til tækifærisgjafa Andvökur Stephans G., I. bindi; Saga íslendinga í Vest- urheimi, V. og síðasta bindi, og Sagnaþættir Fjallkonunnar. Þessar þrjár bækur eru gefnar út sem aukafélagsbækur. Þeir, sem eru að gerast félagsmenn, geta því fyrst um sinn fengið þær við allt að fimmtungi lægra verðri heldur en í lausa- sölu. Gerizt félagar! Nýir félagsmenn geta enn fengið allmikið af hinum eldri félagsbókum við hinu uppruna- Iega lága verði, EÐA ALLS UM 54 BÆKUR FYRIR AÐEINS 355 KR. samtals. — Meðal þessara bóka eru íslenzk úr- valsljóð, Njáls saga, Egils saga og Heimskringla, erlend skáld- rit og hinar myndskreyttu landafræðibækur, Lönd og lýðir. HAFNFIRÐINGAR Kj örskrá til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfjarðarkaupstað, er fram eiga að fara 31. janúar 1954, liggur frammi almenn- ingi til sýnis í skrifstofu bæjarstjórnar, Strandgötu 6, lcg- um samkvæmt, frá 30. nóv. til 28. desember n.k., að báðum dögum meðtöldum. Kærur út af því, að einhvern vanti á kjörskrá eða sé þar ofaukið, skulu komnar bæjarstjóra í hendur eigi síðar en :9. janúar n. k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, 27. nóv. 1953. Helgi Hannesson. Storkostleg verðlækkun á karlmannafötum vegna tæknilegra framfara. Þúsundir karlmanna og unglinga hafa keypt hin vönduðu föt, sem kosta aðeins kr. 890,00 dýrustu tegundirnar, venjulegar stærðir. Kynnist hvers íslenzkur iðnaður er megnugur. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar Fjölbreytt bókaval Leikritasafn Menningarsjóðs, Búvélar og ræktun; Árbækur íþróttamanna; Nýtt söngva- safn; Kviður Hómers; Bréf Stephans G.; Saga íslendinga; Heiðinn siður og margar fleiri eigulegar bækur. Bökabtíi: Hverfisgötu 21 Símar: 80282 og 3652. Vöruhappdrætti S.Í.B.S. Með árinu 1954 fjölgar vinningum happdrættisins úr 5000 í 6000 á ári og fjárhæS þeirra eykst um kr. 200.000.00 án þess að verS miðans hækki. Vinningar ársins 1954. 1 Vinningur á 150.000.00 kr. ... Kr. 150.000.00 11 Vinningar - 50.000.00— ... — 550.000.00 21 — - 10.000.00— ... — 210.000.00 56 — - 5.000.00— ... — 280.000.00 128 — - 2.000.00 — ... — 256.000.00 193 — - 1.000.00— ... — 193.000.00 350 — 500.00 — ... — 175.000.00 5240 — 150.00— ... — 786.000.00 6000 Kr. 2.600.000.00 I kaupbæti fá viSskiptamenn happdrættisins vandað vegg- cilmanak með þeirri nýbreytni, aS hver vika er sér á blaði. — Almanakið er skreytt 54 fallegum myndum. Verð miðans í 1. fl. er 10 kr. Endurnýjun 10 kr. Ársmiði 120 krónur. öllum hagnaði af happdrættinu er vanð til nýbygginga að Reykjalundi. KJÚUSKRA til hœjarstjómarktÞsninga í Mtvijhjavík er gildir frá 24. janúar 1954 til 23. janúar 1955, liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 30. nóvember til 28. desember, að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga kl. 9 f. hád. til kl. 6 e. hád. — Kærur yfir kjörskránni skuli komnar til borgar- stjóra eigi síðar en 9. janúar næstkomandi. Borgarstjórinn i Reykjavík, 26. nóvember 1953. Gunnar 'Fhoraddsen Islendingar! Árið um kring halda skip vor uppi regiubundnum samgöngum á milli hinna dreífðu hafna á landinu, og yfir veturinn eru þet.ta oft einu samgöngutækin, sem fólk getur treyst til að skila farþegum og farmi heilum og óskemmdum í höfn. Þess á milli eru fjölþættir möguleikar til flutninga, sem fela þó ekki í sér neitt varanlegt öryggi um samgöngur, og er það því hagsmunamál landsbúa sjálfra að beina sem mest viðskiptum t:l vor. Með því styðja þeir og styrkja þjónustustarf vort og stuðla að því, að það geti aukizt og batnað. Taxtar vorir fyrir vöruflutning eru yfirleitt án tilliti til vegalengdar, þar eð, þjón- usta vor miðar að því að jafna nokkuð aðstöðu landsbúa til samgangna, og er þess vænzt, að þeir,, sem betur eru settir varðandi samgpngur, skilji þetta og meti. Skip vor eru traust og vel útbúin og skipshafnirnar þaulæfðar, og er þetta mikils virði fyrir viðskiptamennina, enda viðurkennt af vátryggingafélögunum, sem reikna þeim, er vátryggja, lægsta iðgjald fyrir vörur senaar með skipum vorum. Þetta fyrirtæki er eign stærsta félagsins á landinu, þjóðfélagsins. Sumum finnst það félag svo stórt, að þeir finna vart til skyldleika eða tengsla við það, en sá hugsunarháttur þarf að breytast. Shipawítgerð rihisins.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.