Frjáls þjóð

Eksemplar

Frjáls þjóð - 04.12.1953, Side 4

Frjáls þjóð - 04.12.1953, Side 4
Herskálabúar krefjast að- gerða í húsnæðismákinum FRjÁLS ÞIÓÐ Föstudaginn 4. desember 1953. Oröa belgur Síðastliðinn sunnudag var haldinn stofnfundur Samtaka herskálabúa. Fundurinn var haldinn í Camp Knox. í stjórn félagsins voru kosin: Frú Þórunn Magn- úsdóttir formaður, búsett í Camp Knox, Páll Helgason varaformaður, Camp Knox. •— Aðrir í stjórn: Anna Kerúlf, Camp Knox, Jón Hjaltason, Þóroddstaðakampi, Guðrún Jónsdóttir, Selbykamp, Krist- inn Gunnarsson, Camp Knox, Jens Pálsson, Camp Knox. Varastjórn: Ólafur Theódórs- son, Laugarneskamp, Arnfríður Jónatansdóttir, Camp Knox og Hjalti Elíasson, Camp Knox. Mikill áhugi ríkti á fundin- um fyrir því að vinna að hag's- munamálum þeirra, sem búa í bröggum. Eftirfarandi ályktun var einróma samþykkt sem stefnuyfirlýsing samtakanna: — fd' oc áamnm^af Viðtalstími kl. 5—7. Fasteignasala Sölvhólsgötu 14. Sími 6916. „Samtök herskálabúa líta á það sem höfuðverkefni sitt, að knýja á yfirvöld Reykjavíkur- bæjar um byggingu mannsæm- andi íbúða fyrir það fólk, sem býr í hermannaskálum og að braggahverfunum verði út- rýmt innan tveggja til þriggja ára. Samtökunum er Ijóst, að á meðan þessu marki er ekki náð, er óhjákvæmilegt að Reykja- víkurbær sjái um brýnasta við- hald braggaíbúðanna. Samtök herskálabúa heita á Leigjenda- félag Reykjavíkur, B.K.R., Fegrunarfélag Reykjavíkur og verkalýðsfélögin til samstarfs um þetta mál. Samtökin eru reiðubúin til samvinnu við bæjaryfirvöldin og hverja þá aðila, sem vilja vinna að lausn húsnæðisvandamálanna og út- rýmingu braggahverfanna.“ Leiðrétting. í síðasta blaði var sagt, að Bjarni Benediktsson hefði skip- að Sigurgeir Jónsson, tengda- son Kjartans Thors, fulltrúa í dómsmálaráðuneytinu, en það var Finnur Jónsson, er var dómsmálaráðherra undir for- sæti Ólafs Thors, sem skipaði hann. Œ □ m Menningarsaga Agústs H. Bjarnasonar, SAGA MANNSANDANS, er áreiðanlega ein merkasta bókin, sem nú er á ís- lenzkum bókamarkaði, ánægjulegt rit til lestrar, og eignar, og einstætt í bókmenntum okkar. Róm í heiðnum og kristnum sið er 4. bindi sögunnar; það er nýkomið út. Útgáfunni verður lokið að ári með útgáfu 5. bindisins. Dr. Matthías Jónasson segir í ritdómi: Höfundur „réðist í það stórvirki að opna augu ís- lendinga fyrir stórkostlegri þróun, baráttu, tvísýni og sigrum mannsandans. Það gerðist án skrums og aug- lýsinga. í ljósri, rólegri frásögn lýsti próf. Ágúst framsókn mannsandans, baráttu vaknandi og vax- andi þekkingar við rammt og hefðgróið íhald. Með kyndli árþúsunda gamallar vizku lýsti hann inn í leyndustu fylgsni nútíma kreddna, tók okkur unga sveina, við hönd sér og sýndi okkur tilveruna frá nýjum og æðri sjónarhól. Saga mannsandans, eins og próf. Ágúst sagði okkur hana braut af hugsun okkar margan fjötur og beindi geisla þekkingar inn í það rökkur, sem við afdalabörn á hjara veraldar vorum borin í“. List og fegurð eftir Símon Jóh. Ágústsson prófessor, er annað rit nú rétt nýkomið út. Það er tímabær greinargerð um list og hið eilífa gildi hennar og þýðingu ofan við dægurþras og tízku- dóma. — Nauðsynleg bók, fyrir þá, sem vilja átta sig í umræðum síðustu ára um hefðbundna list og hinar nýrri stefnur í skáldskap og myndgerð, sem mjög hef- ur verið deilt um hér á landi. ♦ Herra Jón Arason Bók Guðbrands Jónssonar er höfuðritið um hinn svipmikla þjóðskörung, en ævisaga hans á skilið að vera til í hverju einasta heimilisbókasafni við hliðina á bókinni um Jón Sigurðsson. Hlaðbúð Er samvhmustefnan ekki að taka stakkaskiptum ? Á undanförnum árum hefur mörgum þótt sem forsvarsmenn samvinnuhreyfingarinnar íslenzku væru að halda inn á nokkuð viðsjárverðar brautir og hneigð til gróðrabralls einkenndi marg- ar gerðir þeirra meira en sú samhjálp og almenningsþjónusta, sem á að vera kjarni samvinnustefnunnar. Átakanlegan vitnis- burð um þessa ískyggilega stefnubreytingu gat að líta í Lög- birtingablaðinu nýlega. Þar birtust í sama tölublaði svolátandi tilkynningar um hlutafélög, sem þó eru kennd við samvinnu- hreyfinguna, en fleira af þessu tagi hafði birzt þar skömmu áður: A almennum hluthafafundi í íslendingasagnaútgáfunni h.f. 17. október 1952 var breytt á- kvæðum samþykkta félagsins um greiningu hlutafjár í hluti og atkvæðisrétt með hverjum hlut. Hlutaféð greinist nú í hluti að fjárhæð kr. 1000.00 og kr. 100.00, og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut. Enn fremur hef- ur félaginu verið kosin ný stjórn og eiga sæti í henni þessir menn: Vilhjálmur Þór, Hofs- vallagötu 1, formaður, Helgi Pétursson, Smáragötu 11, vara- formaður, Helgi Þorsteinsson, Háteigsvegi 32, meðstjórnandi, Albert J. Finnbogason, Sigtúni 41, varastjórnandi. Á stjórnar- fundi íslendingasagnaútgáfunn- ar h.f. 17. október 1952 var samþykkt að veita Albert J. Finnbogasyni, Sigtúni 41, Rvík, prókúruumboð fyrir félagið. Firmað ritar prókúruhafinn þannig: pr. pr. íslendingasagnaút- gáfan h.f. Albert J. Finnbogason. Jafnframt samþykkti stjórnin að afturkalla prókúruumboð það, sem Gunnar Steindórsson, Laugateigi 14, Reykjavík, hef- ur haft fyrir félagið. Reykjavík, 13. sept. 1953. Vilhjálmur Þór. Helgi Pétursson. H. Þorsteinsson. Á aðalfundi Jötuns h.f. 21. apríl 1952, var breytt ákvæð- um samþykkta félagsins um greiningu hlutafjár í hluti og atkvæðisrétt hluthafa með hverjum hlut. Hlutafé félagsins kr. 450 000.00 skiptist nú í hluti, að fjárhæð kr. 5 000.00, kr. j 100.00, og fylgir eitt atkvæði| hverjum 100 króna hlut. Á nefndum aðalfundi voru eftir- taldir menn kjörnir í stjórn fé- lagsins: Formaður: Vilhjálmur Þór, forstjóri, Hofsvallagötu 1, Rvík. Meðstjórnendur: Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri, Smáragötu 11, Reykjavík, og Helgi Þorsteinsson, framkv.stj., Háteigsvegi 32, Rvík. — Pró- kúruumboð það, sem Gunnar Tómasson, verkfræðingur, hafði fyrir félagið hefur verið aftur- kallað frá 1. júlí 1950 að telja. Reykjavík, 13. sept. 1953. Stjórn Jötuns h.f. Vilhjálmur Þór. Helgi Pétursson. H. Þorsteinsson. Á aðalfundi Dráttarvéla h.f. 11. maí s.l. voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn félagsins: Formaður: Vilhjálmur Þór, for- stjóri, Hofsvallagötu 1, Reykja- vík, varaformaður: Helgi Þor- j steinsson, framkvæmdastjóri, I Háteigsvegi 32, Rvík, ritari: Helgi Pétursson, framkv.stjóri, Smáragötu 11, Reykjavík. Reykjavík, 13. sept. 1953. Stjórn Dráttarvéla h.f. Vilhjálmur Þór. Helgi Pétursson. H. Þorsteinsson. Á aðalfundi Kirkjusands h.f., sem haldinn var 21. apríl 1952, var breytt ákvæðum sam- þykkta félagsins um hlutaféð og greiningu þess í hluti. — Hlutafé félagsins, kr. 708 700.00 greinist nú í hluti að fjárhæð kr. 5 000.00, kr. 1 000.00, kr. 500.00 og kr. 100.00. Hlutaféð er að fullu innborgað. Reykjavík 16. sept. 1953. Stjórn Kirkjusands h.f. Vilhjálmur Þór. Helgi Pétursson. H. Þorsteinsson. Svo hljóða tilkynningarnar í síðasta Lögbirtingablaði. Þær tala sínu máli p það, hvaða stakkaskiptum íslenzk sarn- vinnustefna er að taka, og það mun ekki heldur fara fram hjá fólki, að sömu mennirnir hafa alls staðar öll ráð í hendi sér. Hernámið — Framh. af 1. síðu. aukatekið orð um utanríkis- málastefnuna, nema í útvarps- umræðunum, sem þjóðvarnar- menn knúðu fram með ítrek- uðum kröfum. Enda þótt tillaga Alþýðuflokksins hafi tvisvar verið á dagskrá, hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins ekki sagt stakt orð, og mun einsdæmi um stjórnarflokka í umræðum um utanríkismál. Þeir álíta sýni- lega, að þögnin hæfi sér bezt. Bæjarstjórnarkosningar -- Framh. af 1. síðu. ekki orðið þau, að takast megi að binda endi á ráðsmennsku Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn Reykjavíkur, án þess að á komist samvinna með hinum flokkunum, slík sem hér hefur verið reifuð. Það væri þess vegna bein tilraun til þess að tryggja Sjálfstæðisflokknum á- framhaldandi völd í bæjarmál- efnum Reykjavíkur, ef það er látið hjá líða að koma þessum samtökum á á víðtækum grund- velli., DR. JURIS Hafþór Guðmundsson málflutningsskrifstofa og lögfræðileg aðstoð. Laugavegi 27. — Sími 7601. SIME verði SWFE i Þá veit maður það, eftir greinagóða leiðréttingu í Tím- anum, að starfsemi Framsóknar- flokksins i Eyjafirði heyrir beint undir samband nautgripaf"lag- anna í sýslunni, sem hlýtur lika að vera einkar hagkvæmt. A meðan ráðunautur sambandsins var í Framsóknarflokknum, þurfti enginn árekstur að verða i starfi, en öðru máli gegnir, þegar ráðunauturinn dirfist að misskilja svo stöðu sina að ganga í annan stjórnmálaflokk og læt- ur sín gæta þar, ekki einu sinni (sem frambjóðandi í þriðja sæti á lista Þjóðvarnarflokks íslands i Eyjafirði), lieldur jafnvel tvisv- ar (í síðara skiptið sem ábyrgð- armaður blaðs flokksins, Norð- anfara, er komið hefur út tvisvar á einu misseri). Er nokkur furða, að stjórnendum sambandsins þyki þá, að „störf hans og áhugamál Iigfi að undanförnu í vaxandi mæli beinzt til annarra og ó- skyldra viðfangsefna, er dragi það mikið úr starfsgetu hans i þágu starfsins fyrir SNE“, að þeir „telji nauðsynlegt að fá ann- an mann í hans stað, sem geti óskiptur gefið sig við þvi starfi“. Þetta er ekki láandi og miklu fremur annálsvert langlundar- geð stjórnendanna að reka ekki ráðunautinn fyrirvaralaust frá starfi, jafnskjótt sem þeir vissu, hvert hann stefndi. En væri ekki vissara, áður en starfið er auglýst á ný, að breyta lítið eitt skammstöfuninni á heiti sambandsins, sem er ekki rétt vel heppileg. Bæði getur hún leitt til þess, að ruglað verði sarcan sambandinu og Sameinuðu þjóð- unum, og hins, sem meira máli skiptir, að hún kann að villa um, hvert sé raunverulegt verksvið þessara samtaka. Rétt skamm- stöfun samkvæmt eðli sambands- ins og tilgangi er auðsjáanlega SNFE (þ. e. Samband nautgripa og framsóknarmanna í Eyja- firði). IMýr varnarsamningur? ★ Eins og kunnugt er, verja Bandarikjamenn tugum milljóna dollara til að halda uppi her á íslandi — til verndar þjóð- inni, eftir þvi sem hernámsflokk- arnir kenna. Sýnt hefur þó verið fram á með Ijósum rökum, nú síðast i ræðu Jóhanns Sæmunds- sonar prófessors, að herbúnaður þessi er svo langt frá því að vera þjóðinni nokkur vörn, að hann kallar beinlínis yfir hana geigvænlega hættu þegar í byrj- un ófriðar (sbr. árásina á Pearl Harbor) og er þá a. m. k. 80.000 landsmanna vís voði búinn af einu kjarnorkuskoti. ★★ Nú hafa Bandaríkja- menn tilkynnt, að þeim sé um megn af fjárhagsástæðum að halda úti þremur veðurathugun- árskipum í norðanverðu Atlauts- hafi til móts við Evrópuþjóðir og muni þvi leggja niður bá út- gerð. íslenzka veðurstofan hefur gert kunnugt, að af þessari á- kvörðun hljótist sú truflun á veð- urþjónustunni, að íslendingum, og þá sérstaklega islenzkum sjó- mönnum, sé búin stórhætta af, þar sem óveðrin muni nú skella á liér við land öllum að óvörum. Hvernig væri, að ríkis- stjórnin gerði nú nýjan varnar- samning við Bandarikin, heim- ilaði þeim að hverfa á brott af landinu og leysti þá þar ineð undan þeirri kvöð að búa Is- lendingum visa tortimingu með hinum kostnaðarsama vígbúnaði hér, en í staðinn kæmi, að Banda- ríkin legðu hluta af herkostnað- inum, er sparaðist, til að gera út veðurathugunarskipin á At- lantshafi, íslenzkum sjómönnum og öðrum sjófarendum til örygg- is? Sauðfjárræktarfélög rísa upp á fjárskiptasvæðunum f þeim héruðum landsins, þar sem fjárskipti hafa nýlega far- ið fram og ef til vill víðar, er víða búið að stofna sauðfjár- ræktarfélög eða verið að vinna að því. Er mikill hugur í bænd- um að kynbæta hinn nýja fjár- stofn og gera hann sem afurða - mestan. Mun nú í sumum sýsl- um komið sauðfjárræktunarfé- lag í svo til hverjum hreppi. Talar það skýru máli um áhuga bænda. Framtíð landbúnaðarins er nú mjög undir því komin, hvernig tekst til um sauðfjárræktina og markað fyrir sauðfjár- afurðir. Munu bændur einskis láta ófreistað, er í þeirra valdi er. En hér þarf farsælt starf fleiri aðila, og skiptir þá höfuð- máli, hvort tekst að vinna er- lendan markað fyrir dilkakjöt, því að sýnt er, að innlendur markaður mun skjótlega yfir- fyllast, ef ekki tekst sala úr landi. Að því máli þarf því að vinna af árvekni og festu. Höfum apnaö l íibií á Melhaga 2 Simi 82936 Á boðstólum verða allar fáanlegar KJÖTVÖRUR, ÁSKURÐUR, SALÖT OG NIÐURSUÐUVÖRUR Allt kapp lagt á góða þjónustu við viðskiptamennina. REYNIÐ VIÐSKIPTIN! Virðingarfyllst, (Hreggviður Magnússon) SNORRABRAUT 56, símar 2853 og 80253. NESVEG 33, sími 82653. MELHAGA 2, sími 82936. I

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.