Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.01.1954, Page 1

Frjáls þjóð - 08.01.1954, Page 1
3. árg. Föstudaginn 8. janúar 1954 1. tbl. Það, sem allir íhaldsandstæðingar verða a5 gera sér Ijóst: ÍSLANDS Þjóðvarnarflokkur- inn fjárþurfi Þjóðvarnarflokkur íslands er snauður að fjármunum, þótt hann hafi á hinn bóginn á að skipa góðum liðskosti fórnfúss og áhugasams fólks. En kosningar verða ekki háð- ar án talsverðra peningaút- láta, og þess vegna snýr FRJÁLS ÞJÓÐ sér til al- mennings með beiðni um fjárframlög til kosningasjóðs flokksins. Blaðinu er að vísu full- ljóst, að borrinn af fylgis- mönnum f lokksins muni ekki hafa mikið fé aflögu, þegar uppfylltar hafa verið þær daglegar þarfir, sem brýn- astar eru, en veit hins vegar, að góður vilji og fórnfýsi orkar miklu. Þess vegna treystir það því, að svo marg- ir verði við þessum tilrnæl- um, er fram koma af brýnni nauðsyn, að nauðsynlegasta kosningaundirbúningi þurfi ekki að verða áfátt vegna fjárskorts. Það cr mjög mikilsvert, að fljótt verði við brugðið, og sem flestir leggi fram þann skerf, er fjárhagsgeta þeirra leyfir. Framlögum má koma til skrifstofunnar, sem komið hefur verið upp vegna kosninganna að Skóla- vörðustíg 17, eða afgreiðslu blaðsins á sama stað. Baráttan stendur um Gils Guðmundsson og Jóhann Hafstem Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og jafnvel Tíminn reyna nú af öllum mætti að telja mönnum trú um, að flokkar þeirra hvers um sig séu næstir því að fella áttunda mann íhaldsins í væntanlegum bæjarstjórnarkosning- um. Heilskyggnir kjósendur munu þó ekki láta glepjast af þessum áróðri. Þeir vita, að upplausn hefur gripio um sig í öllum þessum gömlu flokkum. Nú líður ékki svo vika, að þeim berist ekki fleiri eða færri úrsagnir, og er Þjóðvarnarflokknum bezt kunnugt um, hvert straumurmn liggur. Neðanmálsgreinin í dag birtist neðanmáls á annarri og þriðju síðu blaðsins viðtal við Unnstein Stefánsson efnaverkfræðing um sjórann- Unnsteinn Stcfánsson. sóknir, en hann vinnur nú að þeim norðanlands og hefur að- setur á Siglufirði. Sjórannsóknir geta haft hina mikilvægustu þýðingu fyrir sjávarútvegiiv.i, og er því að líkup}, að fqlk vilji fylgjast jneð því, sem vís- incjamenp okkar á því sviði hafa með höndum. Þeir menn, sem bundu vonir við stjórnarskiptin í Alþýðu- flokknum, hafa nú fengið reynslu af „byltingunni“, og síðustu vikur hefur borið æ meira á fráhvarfi manna frá Al- þýðuflokknum. Allir vita svo um tap Framsóknar, enda má heita, að forystumennirnir séu ærðir af ótta. í þingkosningun- um í sumar tapaði Sósíalista- flokkurinn fjórðungi atkvæða- magns síns í Reykjavík og hef- ur síðan orðið fyrir mörgum og stórum áföllum, nú síðast er Áki Jakobsson, fyrrverandi ráð- herra, sagði sig úr flokknum. Verða nú kommúnistar í fyrsta sinn að heyja kosningar að ný- afstöðnum stórfelldum ósigri — og hrunið heldur áfram. Ekki sigurvænleg framboð. Ekki eru horfurnar sigur- stranglegri, ef litið er á skipun manna á listum þessara flokka. Alþýðuflokkurinn auglýsir von- leysi sitt um að vinna nýtt sæti með því að setja þekktasta frambjóðandann í annað sæti, en lítt kunnan mann í þriðja. Hjá Sósíalistaflokknum hafa orðið þau umskipti, að Guð- mundur Vigfússon hefur setzt í sæti Sigfúsar Sigurhjartarson- ar sem forustumaður listans, og mundi margur mæla, að þar væri köttur í bóli bjarnar. Hef- ur það og hvarvetna mælzt illa fyrir í bænum, að flokkurinn, sem vill teljast verkalýðsflokk- ur, býður ekki upp á neinn mann úr verkalýðsstétt í fjór um efstu sætum listans, en skipar þau aftur á móti kontór- liði Þjóðviljans og réttlínu- mönnum, og munu fáir telja það einvalalið í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn reyndi vikum saman að fá líklegan mann í annað saeti lista síps, en varð að lokum að sætta sig við þg ráðstöfun að skipa það rit- stjóra sínum. Sigurvilji og sigurvissa Þjóðvarnarflokks íslands. En hvað er þá að segja um Þjóðvarnarflokk íslands? Það fyrst, að við síðustu þingkosn- ingar átti hann þegar því fylgi að fagna með þjóðinni, sem öll- um kom á óvart. Var flokkur- inn þó að heita mátti skipulags- laus með öllu, óþekktur og átti við óhjákvæmilega byrjunar örðugleika að stríða. En eftir kosningar hefur verið unnið að skipulagi flokksins og félög verið stofnuð. Fjöldi manna geng- ur því nú í fyrsta sinn fram til skipulegrar baráttu fyrir kosningasigri flokksins, og flokknum berst daglega liðs- auki frá gömlu flokkunum. Og allur sá fjöldi manna, sem greiddi ekki hinum nýja flokki atkvæði við síðustu kosningar af ótta við að kasta atkvæði sínu á glæ, mun nú óhikað veita flokknum lið. Hin óvæntu úrslit í stúdenta- ráðskosningunum og stórsig- ur þjóðvarnarmanna þar, er ÍWWWWAVVW þeir veltu íhaldinu frá völd- ■ um, hefur og orðið mikil uppörvun fyrir alla fylgis- menn flokksins. Þá veitir það þjóðvarnarmönnum ekki sízt stóraúkinn styrk, að í öðru sæti listans er : Gils Gúð- mundsson alþingismaður, og er óþarft að fjölyrða um það, hversu tójög það eýk- ur á sigurhorfur listans, enda sýnir flokkurinn méð engu betur sigurvilja sinn. Aðeins Þjóðvarnarflokkur íslands getur fellt íhaldið. Samkvæmt úrslitum kosning- anna á síðast liðnu sumri fóru til ónýtis, miðað við bæjar- stjórnarkosningar, hjá flokkun- um þremur, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sósíal- istaflokki, samtals 3100 at- kvæði. Þannig hafði Alþýðu- flokkurinn um 1200 atkvæði fram yfir sín tvö sæti, Fram- 4. síða Ósóttir vinningar Þriggja vinninga í happdrætti Þjóðvarnarflokks íslands, er dregið var í ágústmánuði í sumar, hefur ekki verið vitjað. Þetta eru 134797, vörur fyrir 1000 krónur hjá klæðaverzlun Andrésar Andréssonar, 35497, vörur fyrir 1000 krónur hjá Fálkanum, og 29638, vörur fyr ir 250 krónur hjá Remedíu. Þeir, sem kynnu að eiga þessa vinningsmiða, eru vinsamlega beðnir að framvísa þeim svo fljótt, sem þeir fá við komið. Þjóðvamarmenn krefjast sparnaðar og heiðarleika Það mun varla finnast sá bæjarbúi, sem ekki hefur eitthvert hugboð um það, að meðferð bæjarstjórnarmeiri- hlutans á fjármunum þeim, sem borgararnir greiða í sameiginlegan sjóð sinn, muni vera áfátt í ýmsum greinum. Hinu munu fæstir gera sér grein fyrir, hversu gegndarlaus fjáraustur á sér stað, og hversu lítið í það er horft, þótt á bæinn leggist miklu meiri tilkostnaður en þörf er á, ef réttir aðilar hagnast persónulega á þeirri ráðsmennsku. Þessu til sönnunar má benda á innkaupastofnun bæjarins, sem áður hefur verið vikið að hér í blaðinu, og er undir stjórn eins heild- sala, sem er í náðinni, og í samlögum við fyrirtæki hans um skrifstofuhúsnæði og fleiri hluti, eins og þá var rakið. Svo sýnist sem þessi stofnun ætti því aðeins rétt á sér, að hún kæmist að betri kaupum á því, sem bærinn og bæjarstofnanir þurfa á að halda, en hitt er þó hægt að sýna með skýrum dæmum, að bessi stofnun beinlínis ráðstafar viðskiptum í sam- ræmi við það, hverja hún vill láta græða á bænum, og lít- ur ekki við hagfelldari kjör- um, þótt boðin séu, ef það dregur spón úr aski þeirra, sem hafa velvildina. Mætti láta sig gruna, að innflytj- andinn, sem veitir stofnun- inni forstöðu í samlögum við einkafyrirtæki sitt, bæri þar ekki skarðan hlut frá borði. Kunnugt er það einnig, er Reykjavíkurbær var látinn kaupa af öðrum vildarvini bæ j ar st j órnarmeirihlutans húsið Vesturgötu 9, á 950 þúsundir króna, — gamlan timburhjall, sem stendur fram í götuna og verður .að hverfa innan tíðar, ef ekki á beinlínis að viðhalda þar slysahættu, — að því er séð verður einvörðungu til þess að tryggja eiganda gróða, er nam hundruðum þúsunda, af þessum gamla húshjalli. Þá er ekki sízt ofboðslegt, hversu kostnaður við ýfir- stjórn bæjarmálanna og bæj- arskrifstofurnar eykst ár frá ári. Á reikningi Reykjavík urbæjar árið 1952 nema þess- ir tveir liðir orðið nær hálfri áttundu miUjón króna, og er þó ekki þar talinn kostnaður við aðrar skrifstofur en skrif stofu borgarstjóra, bæjar- verkfræðings, húsameistara, byggingarfulltrúa og mann- talsdeildar. Er þá ótalinn ýms annar skrifstofukostn- aður bæjarins sjálfs og allra bæjarstofnana, svo sem raf- veitu, hitaveitu, vatnsveitu, strætisvagna, innkaupastofn- unar og bæjarútgerðar, er nemur að minnsta kosti 3—4 milljónum króna. Af þessum tölum má marka að kostnaður við yfir- stjóm bæjarmálanna og sjálfar skrifstofurnar er í- skyggilega mikill hluti alls þess, sem bærinn hefur til J ráðstöfunar og miklu stærri hluti en viðunandi er. Af þessum geigvænlegu tölum verður ekki dregin önnur á- lyktun en sú, að liér fari all- mikið í súginn og lausatök hljóti að vera um varðveizlu fjármuna bæjarins. í bæjarmálum sem og landsmálum er það eitt af höfuðbaráttumálum Þjóð- varnarflokksins að koma á hófsemi og sparnaði um þatí’ útgjöld, sem ekki fara til arðbærra hluta, svo að létta megi álögurnar eða meira verði afgangs til fram- kvæmda og viðreisnar. Og umfram allt krefst Þjóð- varnarflokkurinn fullkom- ins heiðarleika um meðfcið almannafjár og jafnréttis til handa öllum, er við bæinn skipta, hvar sem þéir eiga heima og hvaða skoðanir sem þeir hafa. Vegna þess eins eiga fulltrúar þjóðvarnar- manna fullt erindi í bæjar- stjórnina. sandi hafinn Sambandið látið gera manna á íslandi á hollenzku vatni og með erlendum herstöðvagerð Bandaríkja- sér að gróðavegi Á undanförnum árum hefur mörgum ofboðið það, hvað flutt er til landsins af margs konar varningi, sem óll skynsamleg rök mæltu með að unninn væn heima fynr. En einmitt þessa dagana er að hefjast innflutn- ingur, sem yfirgengur allt, er áður hefur þekkzt. Næstu vikur mun sem sé koma hingað til lands skip eftir skip, hlaðið steinsteypuveggjum og gólfplötum úr steypu. Það er með öðrum orðum í uppsiglingu innflutningur á vatni og sandi frá Hollandi. Þessi furðulega innflutnings- vara á að fara í fyrirhugaðar bækistöðvar Bandaríkjahers á Stokksnesi og Heiðarfjalli á Langanesi, og það er Samband íslenzkra samvinnufélaga, sem hefur meðalgöngu um þennan| innflutning frá Hollandi. I Erlend skip í flutningunum. Fyrsta skipið, sem mun vera danskt, kemur einmitt þessa dagana til Hornaf jarð- ar með fyrsta farminn til Stokksnesstöðvarinnar. Sið- an munu fleiri erlend skip, flest dönsk, koma hvert af öðru, en þó ráðgert, að Dís- arfellið verði látið fara eina ferð eða svo. Erlendu skipin eru leiguskip á vegum S.t.S., sem væntanlega fær nokkurn ágóða af þessum flutningum, en þegar siglingar hefjast tíl Langanesstöðvarinnar, sem ekki verður langt að bíða, getur komið til greina, að eitthvað meira af íslenzkum skipum verði í þessum sand- og vatnsflutningum frá Hol- landi. Til fyrirhugaðrar herbæki- stöðvar í Aðalvík múnu að- flutningar ekki byrja fyrst um sinn. 150 manns fyrst í stað. Á Stokksnesi og Heiðarfjalli verða reist fyrst í stað ellefu hús á hvorum stað. Þau verða nokkuð mismunandi stór, öll ein hæð, en hin stærstu um þúsund fermetrar að gólffleti eða tífalt stærri en rúmgóð í- Framh. á 3. siðu.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.