Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.01.1954, Page 2

Frjáls þjóð - 08.01.1954, Page 2
2 FRJÁLS ÞJÓÐ Föstudaginn 8. janúar 1954 FRJALS ÞJOÐ tJtgefandi: Þjóðvarnarflokknr íslands. Ritstjóm: Jón Helgason (ábm.), sími 6169, Bergur Sigurbjömsson, simi 80631, Valdimar Jóhannsson, sími 82156. Aígreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Sími 2923. — Pósthólf 561. Áskriftagjald kr. 5,00 á mánuði. — Verð i lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Frelsí frá pólitískri ánauð Um mörg undanfarin ár hef- ■r þúsundum manna verið haldið með meiri og minni nauðung í eins konar pólitísk- nm fangabúðum í gömlu flokk- unum. Foringjar gömlu flokk- anna hafa beinlínis lagt sig í Hma um það, að sundra is- lenzkri alþýðu til sjávar og sveita og efla og viðhalda hvers konar sundurþykkju, svo að fólkið næði ekki að taka hönd- um saman. Meðan þessir flokks- múrar sundurþykkjunnar voru nógu traustir, gátu foringjarnir leikið sér að vild sinni með at- kvæðin og látið þau lyfta sér upp í valdasessinn til þjónustu við stefnumið, sem eru gersam- Iega andstæð vilja fólksins. Þó að öldiu- óánægjunnar risu hátt innan gömlu flokkanna, gátu forsprakkarnir verið óhræddir, meðan engin þau stjórnmála- samtök voru til, sem voru ekki háð þessari pólitísku sundrung- arrefskák. Sósíalistaflokkurinn hefur hiklaust getað gefið sig allan á vald rússneskum vilja og viðhorfum, því að kjósendur hans áttu ekki annað að leita en í lið með hernámsflokkunum. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa getað bundið trúss við Sjálfstæðis- flokkinn og gengið á mála hjá honum, þegar þeim hefur verið veitt þar viðtaka, og þjónað honum, því að hinir óánægðu kjósendur urðu að hrökklast yfir til kommúnista, ef þeir áttu að losna úr herleiðingunni hjá þeim, en engin líkindi, að þeir gerðu það í svo ríkum mæli að það hefði í för með sér nema breytingu, er máli skipti. Og Sjálfstæðisflokkurinn gat ó- hræddur helgað sig þjónustu við gróðamenn sína, því að vankantar hinna gömlu flokk- anna útilokuðu, að hann missti svo mikið fylgi, að hann ætti neitt á hættu. Þannig hafa foringjar f jögurra gömlu flokkanna getað treyst hver á annars vankanta og farið sínu fram í fullri vissu þess, að fólkið ætti í rauninni ekki undankomu auðið úr hinni pólitísku herleiðingu. — Með stofnun Þjóðvarnarflokks ís- lands skapaðist fyrst nýtt við- horf, enda er það mála sannast, að vandséð er, hver hinna gömlu stjórnmálaflokka er hatramm- astur í garð hans. Allir sjá og skilja, að nýtt viðhorf er að myndast og fólkið, sem hingað til hefur engra kosta átt völ, eygir þar endurnýjun íslenzkra stjórnmála. Nýr og ferskur blær fer um landið, líkt og í árdaga frelsisbaráttunnar á nítjándu öld. Skörð eru brotin í múra hinna pólitísku fangabúða, og fólkið streymir út úr þeim. Allir gömlu flokkarnir sjá jafnt fram á það, að þeir eru í hættu, og fyrr en varir getur sú stund runnið upp, að stjórnmál á íslandi verði ekki lengur tafl um það, hvernig flokksforingjar eiga að jarma sig saman í trássi við vilja fólksins og verzla um það, hvernig skipta skuli afrakstrin- I um af iðju þjóðarinnar á milli | verðugra fyrirtækja, sem leggja fé í flokkssjóðina, og flokks- gæðinganna sjálfra, heldur raunveruleg málefnabarátta og , hugsjónastarf. Bæjarstjómarkosningar, sem fara fram í lok janúarmánaðar, geta haft miklu víðtækari þýð- ingu en þá, hvernig stjórnað verður bæjarmálum •' Reykja- vík, á Akureyri og annars staðar næstu fjögur árin. Þær eru einmitt prófsteinn á það, hvernig albýðu manna » kaup- stöðum landsins tekst að nota sér hina nýju vígstöðu. Þær geta ráðið úrslitum um það, hvort á allra næstu árum á sér stað endursköpun íslenzkra stjórnmála. Þær munu leiða í ljós, hvort almenningur nær að taka höndum saman á nýjum vettvangi, utan hinna pólitísku fangabúða gömlu flokkanna, og svipta af landinu þeim álaga- ham, er gert hefur öll áhrif frjálslyndra manna að engu um langt skeið og fengið ílialdinu öll ráð í hendur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Stórsigur þjóðvarnarmanna í bæjarstjómarkosningunum mun leiða til þess, að dagar sundrungarinnar og hinnar ó- eðlilegu yfirdrottnunar íhalds- aflanna fara að styttast. Að því marki er engin önnur leið fær. I hita hinnar fyrri frelsis- baráttu var eitt sinn svo að orði komizt, að „nú væri gaman að vera íslendingur.“ Eftir langa hrörnun stjórnmálalífsins blasir á ný við jákvæð barátta og sameining frjálslyndra manna um land allt undir einu merki — merki fólksins. Margur vandi verður þar á höndum og baráttan svo erfið, að hún krefst óskiptra krafta allra góðra manna. Endurreisnin gerist ekki án mikilla og marg- háttaðra fórna, en markmiðið er þess virði, að mikið sé á sig lagt. Án slíkra fórna geta ís- lendingar ekki haldið þjóð- frelsi sínu né lífi í landi sínu. En í þeirri baráttu verður á ný gaman að vera íslend- ingur, ef ekki brestur þrek, heiðarleik og trú á land og þjóð til þess að leiða hana til lykta. Takist það, hefur sú kynslóð, sem nú er uppi, ekki til einskis lifað og strítt í landi sinu. Margt hefur þessari þjóð gengið öndvert á liðnum öld- um, og það jafnvel svo, að kraftaverki gengur næst, að hún skuli ekki hafa látið bugast. Enginn skyldi efa, „að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir Guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða.“ Sýni bæjarstjórnarkosning- arnar einingu fólksins ó nýjum vettvangi — svni bæjarstjórn- arkosningarnar, að fólkið gríp- ur tækifærið til þess að losna úr hinum pólitísku fangabúð- nm, cr því hefur verið haldið í, hvort heldur það er af aðdá- endum Kremlar eða heims- valdastefnu í vesturvegi, þá er stigið stórkostlegt spor í átt að heilbrigðara stjórnmálalífi. Ætla þeir að draga leiðréttingu fiskverðsins á langinn? Ekki bólar enn á því, að sjó- mannadeilan leysist, og var málið fyrst nú í vikunni feng- ið í hendur sáttasemjara ríkis- ins. Það er ómótmælanlegt, að sjómenn, sem vinna hina erfið- ustu vinnu og færa að landi aðalútflutningsvöru lands- manna, búa nú við lakari kjör en flestir aðrir, og það svo, að sífellt vilja færri ungir menn gefa sig að sjómennsku, ef þeir eiga annarra kosta völ. Á sama tíma og þetta gerist hafa vinnslustöðvarnar rakað sam- an milljónagróða. Aðalkrafa sjómannanna er því, að fisk- verðið hækki, svo að þeir og út- gerðin beri eðlilegan hlut frá borði. Veruleg breyting á fiskverö- inu fæst hins vegar ekki, nema stjórnarvöldin láti málið til sín taka og ákveði hækkun þess. Virðist og rökrétt að álykta, að ríkisstjórnin hefði slíkar fyrir- ætlanir á prjónunum, bvi að hún lét senda þingið heim, ein- mitt þegar þessi deila stóð fyr- ir dyrum, án þess að ráðfæra sig að neinu leyti við þingið. Sýnist sem af þeirri ákvörðun hefði mátt ráða, að ríkisstjórn- in hefði tiltæk þau úrræði, sem leystu málið og sjálfsögð yrðu að teljast, og er þá ekki öðru til að dreifa en leiðréttingum á fiskverðinu eða breytt yrði um- ráðarétti á vinnslustöðvunum. Af eðlilegrun ástæðum er þó almenningur tortrygginn í garð FRJÁLS ÞJÓÐ hefur því snúið sér til Unnsteins Stef- ánssonar, sem vinnur að sjó- rannsóknum á vegum fiski- deildar atvinnudeildar háskól- ans, og farið þess á leit, að hann skýrði þessi mál í stórum dráttum og segði frá starfi sínu í þágu sjórannsóknanna. Dvel- ur hann í vetur á Siglufirði við rannsóknir og fylgist með á- standi sjávarins á ákveðnu svæði vestan Grimseyjar. O jórannsóknir eru fyrst og k-' fremst fólgnar í mælingum á hitastigi og seltu sjávarins, sagði Unnsteinn. Út frá hita- og seltuútbreiðslunni er svo hægt að draga ýmsar ályktan- ir varðandi hafstrauma. Mikl- ríkisstjórnarinnar, og hefur sú tortryggni aukizt en ekki rénað við það, hve lítil merki sjást þess, að ríkisstjómin hafi áhuga á því, að vetrarvertíðinni seinki ekki vegna tregðu í þessu efni. Það skýtur þó nokkuð skökku við, ef ríkisstjórnin lætur sér í léttu rúmi liggja, hvort bát- arnir komast á veiðar í tæka tíð eða ekki, því að í haust leyfði hún innflutning á göml- um bátum frá öðrum löndum, þótt þeir henti alls ekki eins vel við íslenzk skilyrði og bátar smíðaðir hér, og var það gert á þeim forsendum, að þörf væri á þessari aukningu bátaflotans nú fyrir vetrarvertíðina, svo að af þeim sökum væri ekki hægt að láta íslenzka skipasmiði njóta vinnunnar við bátasmíðarnar. Ætli stjórnarvöldin nú að sitja auðum höndum og þrjózk- ast við að gera leiðréttingar á fiskverðinu, er áhuga hennar á vetrarvertíðinni næsta mis- skipt, ef röksemdirnar í haust hafa verið annað og meira en blekkingar og yfirvarp. En hvemig sem ríkisstjórnin lítur á þetta mál, þá er almenningi ljóst, að þjóðin má hvorki við því, að fiskveiðarnar stöðvist til langframa, né hinu, að eig- endur vinnslustöðvanna raki saman stórgróða á sama tíma og útgerðin berst í bökkum og sjómenn bera næsta lítið út býtum fyrir erfiði sitt og á- hættu. ar upplýsingar um yfirborðs- strauma hafa og fengizt út frá reki straumflaskna, sem varp- að hefur verið í sjóinn á ýms- um stöðum. Rannsóknir hafa sýnt, að miklar árlegar sveiflur eiga sér stað í hafstraumum hér við land. Þar eð lífverurnar í sjónum eru mjög háðar ástandi hans, er það mjög þýðingar- mikið að rannsaka slíkar sveitl- ur og fylgjast með þeim. Rann- sóknir á næringarefnum sjáv- arins eru einnig mjög þýðing- armiklar í þessu tilliti. Veður- far er og talsvert háð haf- straumum og loks er flutningur íssins upp að landinu bæði háð- ur vindum og straumum. Verk- efni eru því ærið mörg innan haffræðinnar og er óskandi, að fiskideildinni gefist kostur á að leysa sem flest þeirra í ná- inni framtíð með bættum rann- sóknarskilyrðum og auknu starfsliði. ★ — Eiga sjórannsóknir við ís- land sér langa sögu? T>annsóknir á ástandi sjávar- ins á norðlenzka síldveiði- svæðinu voru hafnar af dönsk- um vísindamönnum um alda- mótin síðustu. Athuganir þess- ar voru þó mjög strjálar fram til 1924. Um það leyti var gerð samþykkt á fundum Alþjóða hafrannsóknaráðsins, þar sem mælt var með því, að nokkrir nánar tilteknir staðir væru gerðir að föstum rannsóknar- stöðvum við ísland. Frá því 1924 og fram til stríðsáranna síð- ustu voru flest árin gerðar at- huganir við ísland, einkum þó á hinum föstu stöðvum. Rann- sóknir við Norðurland voru þó nær eingöngu bundnar við sum- armánuðina, en voru sjaldnast gerðar sömu mánuði ár eftir ár. Síðan 1947 hafa íslendingar sjálfir haldið uppi alívíðtækum sjórannsóknum. Úrvinnsla þess- ara gagna leiddu brátt í Ijós, að full ástæða var til þess að færa út kvíarnar og fjölga all- verulega athugunarstöðvum. í þessu skyni voru framkvæmdar sumarið 1948 mjög ýtarlegar athuganir á síldveiðisvæðinu bæði með tilliti til hita- og seltuskilyrða og dýrasvifs. Á grundvelli þessara rannsókna tókst mér að kortleggja með nokkurri nákvæmni austurtak- mörk hlýsævarins á þremur tímabilum sumarið 1948. Á næstu árum voru sniðin fram- lengd enn lengra til hafs með þeim árangri, að hægt var í fyrsta skipti að kortleggja í grófum dráttum legu hlýsæv- arins í hafinu fyrir norðan ís- land, bæði austur- og norður- takmörk hans. Á þessum síð- ustu árum hafa auk þess verið farnar rannsóknarferðir út í mitt Grænlandshaf og norður til Jan Mayen. ★ — Er búið að vinna úr þeim gögnum, sem viðað hefur ver- ið saman við þessar rannsókn- ir? ögnunum frá 1947 og 1948 söfnuðu samstarfsmenn mínir, þeir dr. Hermann Ein- CjfeÉiíecft nýár ! pölL fyrir vi&iliptin á ti&n 'na annu. Gúmmífatagerðin Vopni, Aðalstræti 16. WWVWWWWWV^WVWWVVWWAVUV\WWVJW I Cjfiefiiecft nýár ! pöL! fyrir vitiLiptin á litna árinu Skóbúð Reykjavíkor. ;! vwvvwvvwvwwvwvwwwwwwuvwin/vwtfvwvtfwwví nýár ! pöLL fyrir uitiLiptin. á tá,u, árinu Fiskhöllin. ^WWWWVWWWVWWWWVWWWVW'LrVWWWWS^V^ I iteat ! eóilecfl nyar pöLL f, rir vitíLiptin á iitna árin Belgjagerðin h.f. Skjólfatagerðin h.f. NVVWWVVUVVWVWUWhMWWVVUUUVWVWWUVVAfl uecpt nýár ! pöLL ffrir uitiLiptin á titna árinu Föt h.f. í i: (fjiefiiecjt nýár ! pöLL fyrir vitiLiptin á (i&n 'na annu Skóverzlunin Hector hA. /VVVWVVVUVVVVVVVVVVWVVVVVVWWWWVWWWWWt (jiefiiejt nýár ! pöLL fyrir VitiLiptin á titna árin Sjóklæðagerð Islands h.f. /VVWVVVVVVW/VVWVVWVVVVVWVVVVWWVWVVWVl / QtMft nýár! pöLL fyrir vitíLiptin á titna árin Efnalaugin Lindin h.f. ^WVWWWVWL/WVWWV'UWWWVWWWWWVWSnfl (jiefiiecji áró óilar Tryggingarstofnun ríkisins, Laugaveg 114, sími 82300. wwwvw^wwwtww Mtœti rid Unnstein Stefánsson : Um sjórannsóknir It/Tjög víðtækt rannsóknarstarf í þágu íslenzkra atvinnuvega bíður óleyst. Eitt af því, sem okkur ríður hvað mest a, að rannsakað sé til hlítar, er ástand sjávarins og lögmál þau, sem ráða fiskigöngum í hafinu umhverfis landið. Með full- kominni þekkingu á því sviði væri lagður grundvöllur að vísindalegri leiðsögn, er hefði ómetanlega þýðingu fyrir af- komu Iandsmanna.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.