Frjáls þjóð - 08.01.1954, Side 3
Föstudaginn 8. janúar 1954
FRJÁLS þjóð
3
WWVVnnnMVVVUWAMMVUWUWVWUWVVAMVUWi
QL&L'
eóiiecft nýár /
j-^öll pyrir viÁiLiptin á td,
na arina
Bókabúð Lárusar Blöndal.
WWtfWWWWVWVSAWWWyVVWtfV^V\WVWWWVW
QL&L^t nýár !
ftölh fhyrir uihiliptin á (iÁna árinu
' \ '
Bókabúð Braga Brynjólfssonar.
AWAWrtAWWVWWUWVWWVWWWWVVWWWWWW l
/
QL&Lfi nýár!
jPöhh pyrir vi&ihiptin á (i&na ár
Agnar Norðfjörð & Co. h.f.
"Irtn^VWAJVWW^Í'U’WWWUWWWVWVWWUWVWWW^
AUGLÝSING
nr. 2/1954
frá Innflutningsskrifstofunni
Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desem-
ber 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjár-
festingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli
nýjum skömmtunarseðlum er gildi frá 1. janúar til og mcð
31. marz 1954. Nefnist hann „FYRSTI SKÖMMTUNAR-
SEÐELL 1954“, prentaður á hvítan pappír með brúnum og
grænum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir:
REITIRNIR: Smjörlíki 1—5 (báðir meðtaldir) gildi fyrir
500 grönnum af smjörlíki, hver reitur.
REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor um sig fyrir 500 grönnum
af smjöri (einnig bögglasmjöri).
Verðið á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur-
og rjómabússmjör, eins og verið hefur.
„FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ afhendist að-
eins gegn því að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni
af „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1953“ með árituðu
nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og
form hans segir til um.
Reykjavík, 2. janúar 1954
Innflutningsskrifstofau
Er það í anda sam-
vinnumanna?
Framh. af 1. síðu.
búð, eins og þær gerast nú í all-
stórum húsum.
Á hvorum stað eiga að vera
vistarverur handa 150 manns,
og er talið, að 100 eigi að kall-
ast starfsmenn radarstöðvanna,
en fimmtíu hermenn.
Hlutfallslega
f jölmennasta herseta.
Byggðarlög þau, sem þessar
nýju bækistöðvar eru í, eru
tiltölulega fámenn, og á það
jafnt við um Homafjörð og
Langanes og Þórshöfn. Með 150
manna erlendu setuliði á þess-
um stöðum verðúr þar því
miklu fjölmennari herseta í
hlutfalli við íbúatölu byggðar-
laganna en nokkru sinni er hér
við Faxaflóa. Má þvi ljóst vera,
hvað þessum byggðarlögum er
að höndum fært og hvaða hlut-
verk þeim og íbúum þeirra er
ætlað, þegar sandurinn og vatn-
ið frá Hollandi er komið í gagn-
ið. Getur svo farið, að mörgum
bóndanum og fiskimanninum
þyki þröngt fyrir dyrum, áður
en lýkur, líkt og Einar Þveræ-
ingur spáði, þegar erlendur her-
konungur vildi sælast til
Grímseyjar forðum.
Verðug laun meðteldii.
Það virðist orðin trú þeirra
manna, sem drottna yfir stjórn-
málaflokkunum, sem með völd-
in fara í dag, að íslenzk þjóð
geti ekki bjargazt í landi sínu,
án vinnu við hernaðarfram-
kvæmdir og knjékrjúpandi
snatts í þágu erlends herveldis.
En þegar milli þess er að velja,
hvort íslendingar eigi að vinna
að því að byggja húsin í hin-
um nýju bækistöðvum Banda-
ríkjahers, eða Vilhjálmur Þór
og S.Í.S. eigi að græða á því að
flytja inn sand og vatn frá Hol-
landi, þá er umsvifalaust horf-
ið að því ráði, að fjárhagsleg-
ur gróði skuli fremur falla í
skaut mönnunum í hvíta húsinu
við Sölvhólsgötu.
Það er hiklaus skoðun þjóð-
varnarmanna að efla eigi ís-
lenzka atvinnuvegi, svo að þeir
séu færir um að veita öllum ís-
lendingum fæði og klæði, og
þeir aumka þá dáðlausu ríkis-
stjórn, sem ekki sér annað úr-
ræði en lifa á betlimennsku og
þjónustusemi við erlent her-
veldi, er hún hefur léð fang-
staðar á fósturjörð sinni, til
stóraukinnar árásarhættu fyrir
landsins börn. En það vekur
ekki aðeins aumkim, heldur
einnig reiði, þegar þessi sama
ríkisstjórn efnir til innflutnings
á hollenzkum sandi og vatni í
því skyni einu að þægja flokks-
gæðingum og auðga þá sjóði, er
annar stjórnarflokkurinn hefur
tiltölulega greiðan aðgang að.
Til þess að varpa enn skærara
ljósi yfir þessa ákvörðun má
geta þess, að hin innfluttu hús
verða miklu dýrari heldur en
ef þau hefðu verið byggð hér á
venjulegan hátt, enda er hið
hollenzka fyrirtæki, sem S.ÍS.
hefur komizt í samband við,
ekki samkeppnisfært í heima-
landi sínu, hvorki um verð né
gæði, þótt í upphafi væri látið
heita svo hér heima, að S.Í.S.
gerði það í því skyni að notfæra
sér reynslu þess við byggingar á
íslenzkum sveitabæjum.
Andi frumherjanna?
Nú er með öðrum orðum svo
komið, að Samband íslenzkra
samvinnufélaga er látið hafa
það að féþúfu að flytja inn
steinsteypuhús í bandarískar
herstöðvar á íslandi. Frum-
herjar samvinnustefnunnar á
íslandi sigruðu margfalda crf-
iðleika til þess að losna af út-
lendum klafa og gera fólkið í
byggðum landsins frjálst og ó-
háð. Það er markmið og hug-
sjón þeirrar samvinnustefnu,
sem ekki hefur verið herleidd
af óvinum sínum. Og hvað
myndu þeir Jakob Hálfdánar-
son, Benedikt á Auðnum og
Sigurður á Yztafelli segja um
þetta nýjasta gróðabragð þeirr-
ar hreyfingar, sem þeir helguðu
orku sína og anda og fóstruðu
af ást og þrautseigju, er aldrei
brást, ef þeir væru nú ofar
foldu og mættu mæla? Er van-
þörf á því að reka út úr must-
erinu?
arsson og mag. Jón Jónsson. Úr
gögnunum frá 1947 hafði Her-
mann Einarsson unnið að mestu
leyti, er ég réðst að fiski-
deildinni sumarið 1948 til þess
að annast sjórannsóknir. Ég
hef undanfarið unnið að rit-
gerð um íslandshafið, en svo
nefni ég haf svæðið milli íslands,
Grænlands og Jan Mayen. í
þessari ritgerð leitast ég við að
gera grein fyrir höfuðatriðun-
mn í haffræði þessa svæðis á
grundvelli allra þeirra gagna,
sem fyrir liggja. Að því er
snertir norðlenzka síldveiði-
svæðið eru niðurstöður meðal
annars þessar:
1. Mjög miklar sveiflur eru á
ástandi sjávarins við Norður-
land og mun meiri en við aðra
landshluta.
2. Innstreymi af hlýsæ (atl-
antiskum sjó) austur á Norð-
urlandsmiðin hefst að vori eða
í síðasta lagi í sumarbyrjun. Fer
útbreiðsla hlýsævarins vaxandi
er líður á sumarið og virðist ná
hámarki í lok sumars. Ætla má,
að hlýsævarins gæti mjög lítið
er líður á veturinn, en athug-
anir eru of fáar til þess að full-
yrða nokkuð í því efni.
3. Mjög eru áraskipti að
magni hlýsævarins. Þannig náði
hann í ágúst 1947 austur fyrir
Langanes, en á sama tíma 1949
voru austurtakmörkin milli
Siglufjarðar og Melrakkasléttu.
Þá var útbreiðsla hans norður a
bóginn mun meiri 1950 en á
sama tíma 1949. Að svo stöddu
er mjög erfitt að skýra, hvað
veldur slíkum árlegum sveifl-
um.
4. Á austur- og norðurmörk-
um hlýsævarins lækkar hitinn
örar en annars staðar á svæð-
inu. Á slíkum stöðum eru hreyf
ingar sjávarins vafalaust mjög
óreglulegar og straumhvirílar
tíðir. Mun hið mikla misdýpi
landgrunnsins einnig eiga hér
nokkurn hlut að máli. Á slík-
um blöndunarsvæðum má gera
ráð fyrir betri lífsskilyrðum en
annars staðar á landgrunninu.
5. Rannsóknir síðustu ára
sýna, að eldri straumkort yfir
þetta svæði sem og íslandshafið
í heild þurfa að endurskoðast.
★
— Telur þú traustan grund-
völl fenginn með þessum rann-
sóknum?
g hygg, að rannsóknir síð-
ustu ára, sem áðurneínd-
ar niðurstöður eru fyrst og
fremst byggðar á, hafi skapað
nægilega traustan gnmdvöll,
þannig að nú sé fyrst tímabært
að taka fyrir einstök verkefni
og reyna að gera þeim nákvæm
skil. Frekari rannsóknum, fram
kvæmdum á sama hátt og á
sömu árstíðum og undanfarin
ár, tel ég sjálfsagt að haldið
verði áfram að einhverju leyti
a. m. k., þar sem þær gefa all-
gott yfirlit yfir ástandið á síld-
veiðitímanum. Hvað viðkemur
síldarrannsóknunum hefur nú
skapazt nýtt viðhorf síðan við
eignuðust asdic-tæki, sem sett
var í Ægi í lok þessa sumars.
Er full ástæða til þess að ætla,
að það eigi eftir að verða ís-
lenzka síldveiðiflotanum til
mikils gagns á komandi árum.
★
— Er það ekki nýjung, að
haldið sé uppi sjórannsóknum
frá Siglufirði að vetrarlagi?
I síðari árum hafa rann-
sóknirnar víða erlendis
færzt í það horf að gera ýtarleg-
ar athuganir árið um kring á
takmörkuðum svæðum. Þannig
er t. d. rannsóknarstarfsemin
rekin á rannsóknarstöðinni í
Plymouth. í Noregi er safnað
gögnum árið um kring frá föst-
um stöðvum meðfram norsku
ströndinni. Slíkar upplýsingar
hafa mikla þýðingu fyrir fisk-
veiðar Norðmanna. Nauðsyn
þess, að við tækjum upp svip-
aða rannsóknarhætti hefur oít
verið rædd í fiskideildinni.
Hefur mér lengi leikið hugur á
að geta haldið uppi rannsókn-
um árið um kring við Norður-
land. Það varð svo að ráði, að
ég fluttist til Siglufjarðar í
byrjun september, og er ætlun-
in að gera mánaðarlegar athug-
anir á svæðinu hér út af. Fylgzt
verður með legu hlýsævarmót-
anna, og rannsökuð selta, nær-
ingarefni, súrefni, plöntu- og
dýrasvif á föstum stöðvurn á
svæðinu vestan Grímseyjar. Að
mér varð kleift að hefja þessar
rannsóknir á ég að þakka for-
göngu Árna Friðrikssonar,
deildarstjóra fiskideildar og
Pétri Sigurðssyni, forstjéra
landhelgisgæzlunnar, sem sýnt
hefur rannsóknunum þann
mikla velvilja að lána varðskip
til gagnasöfnunarinnar.
----—♦ .....
AUGLÝSING
frá Skattstofu Reykjavíkur
1. Atvinnurekendur og stofnanir í Reykjavík og aðrir
sem hafa haft launað starfsfólk á árinu, eru áminntir mn
að skila launauppgjöfum til Skattstofunnar í síðasta lagi
10. þ.m., ella verður dagsektum beitt. Launaskýrslum skal
skilað í tvíriti. Komi í ljós að launauppgjöf er að einhverju
leyfi ábótavant, s.s. óuppgefinn hluti af launagreiðslum,
hlunnindi vantalin, nöfn eða heimili launþega skakkt til-
færð, heimilisföng vantar, eða starfstími ótilgreindur, telst
það til ófullnægjandi framtals, og viðurlögum beitt sam-
kvæmt því. Við launauppgjöf giftra kvenna skal naín
eiginmanns tilgreint.
Sérstaklega er því beint til allra þeirra, sem fengið hafa
byggingarleyfi hjá Reykjavíkurbæ, og því verið sendar
launaskýrslur, að standa skil á þeim til Skattstofunnai,
enda þótt þeir hafi ekki byggt, ella mega þeir búast við
áætluðum sköttum.
Á það skal bent, að orlofsfé telst að fullu til tekna.
Um launauppgjöf sjómanna athugist, að fæði sjómanna,
sem dvelja fjarri heimilum sínum, telst eigi til tekna.
2. Skýrslum inn hlutafé og arðsútborganir hlutafélaga
ber að skila til Skattstofimnar í síðasta lagi þ. 10. þ.m.
3. Þeim, sem hafa í huga að njóta aðstoðar Skattstof-
unnar við að útfylla framtal, skal á það bent, að koma
sem fyrst til að láta útfylla framtölin, en geyma það ekki
til loka mánaðarins, þegar ösin er orðin svo mikil, að bið
verður á afgreiðslu.
Þess er krafist af þeim, sem vilja fá aðstoð við útfyllingu
framtalsins, að þeir hafi meðferðis öll nauðsynleg gögn til
þess að framtalið verði réttilega útfyllt, og að sjálfsögðu
framtalseyðublað það er þeim hefur verið sent.
Skattstjórinn í Reykjavík
Æ ttfjiýsiiitj
NR. 1/1954
frá Innflutningsskrifstofunni um
endurútgáfu leyfa o.fl.
Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar
eru leyfisveitingu svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu falla úr
gildi 31. desember 1953, nema að þau hafi verið sérstaklega
árituð um, að þau giltu fram á árið 1954 eða veitt fyrirfram
með gildistíma á því ári.
Skrifstofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi
í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar.
í sambandi við umsóknir um endurútgáfu leyfa, vill
skrifstofan vekja athygli umsækjenda, banka og tollstjóra
á eftirfarandi atriðum:
1) Eftir 1. janúar 1954 er ekki hægt að tollafgreiða vöru,
greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfum, sem
falla úr gildi 1953, nema að þau hafi verið endurnýjuð.
2) Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óuppgerðum
bankaábyrgðum, þótt leyfið hafi verið áritað fyrir
ábyrgðarupphæðinni. Slíka endurnýjun mun skrifstofan
annast í samvinnu við bankana, að því er snertir leyfi,
sem fylgja ábyrgðinn í bönkum.
3) Eyðublöð undir endurnýjimarbeiðnir leyfa fást á Inn-
flutningsskrifstofunni. Eyðublöðin ber að útfylla eins
og formið segir til um.
4) Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleiri
leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi, má
nota eitt umsóknareyðublað.
Allar umsóknir um endumýjun leyfa frá innflytjendum
í Reykjavík þurfa að hafa borizt Innflutningsskrifstofunni
fyrir 15. janúar 1954. Samskonar beiðnir frá innflytjendum
utan Reykjavíkur þurfa að leggjast í póst til skrifstofurinar
svo fljótt, sem auðið er.
Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun þeirra
er lokið.
Reykjavík, 1/1. 1954
Innflutningsskrifstofan
Skólavörðustíg 12.