Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.08.1954, Qupperneq 2

Frjáls þjóð - 14.08.1954, Qupperneq 2
2 FRJÁLS þjóð FRJALS ÞJOÐ tltgefandi: Þjóðvarnarflokkur tslands. Ritstjórn: lón Helgason (ábm.), sími 6169, Bergur Sigurbjömsson, simi 80631, Valdimar Jóhannsson, simi 82156. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Sími 2923. — Pósthólf 561. Áskriftagjald kr. 5,00 á mánuði. — Verð í lausasöiu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.í. A víst hjá eiturdrekanum „Þjóðin verður að velja sér forustumenn, sem virða loforð, orð og eiða, sem er meginund- irstaða í öllum samskiptum manna og þjóða ... Þessum hugsunarhætti þarf að afla fylgis . .. En baráttan fyrir þessum sigri verður háð við for- ynjur og eiturdreka.“ Þessi tilvitnun er ekki tek- m úr FRJÁLSRI ÞJÓÐ eða NORÐANFARA, heldur gam- aili áramótagrein eftir Her- mann Jónasson, formann Fram- sóknarflokksins. Þessi orð voru á sínum tíma þörf áminning og tímabær, og þau eru ekki síð- ur í fullu gildi nú. En hitta nú fleiri en þau voru ætluð þá. Sama árið og þessi áramóta- hugvekja var skrifuð, fóru kosn- ingar fram. Og ef svo hefði tekizt tii í afgreiðslu Tímans í sumar, að kaupendum blaðsins hefði verið send gömul blöð frá þessu ári, í stað nýrra blaða, hefði áreiðanlega mörgum brugðið í brún. Þá var kjör- erð blaðsins: „Gegn verðbólgu og gengishruni! Gegn verð- hólgubraski!“ Þá var rikis- stjómin harðlega vítt fyrir það að halda leynd yfir kröfum Bandaríkjamanna um herstöðv- ar á íslandi og samningamakki við þá, enda höfðu Framsókn- armenn borið fram vantraust á ríkisstjórnina fyrir þær sakir. Til kosninga var gengið með miklum brýningum um það, að erlendur her skyldi ekki dveljast í landinu og ekki eiga sér stað neitt afsal fulls sjólfstæðis og landsyfirróða. Fyrirsagnir forustugrein- anna þetta sumar tala skýru máli um það, hve skörulega var sótt að forynjunum og eitur- drekunum: „Ætlar stjórnin að svíkja sjálfstæði þjóðarinnar?“ „Svik stjórnarinnarí herstöðva- málinu.“ Og örfáum dögum fyrir kosningar: „Á Reykjavík að vera fyrsta skotmarkið?“ Tíminn hafði líka áhyggjur af því þetta sumar, að „stór- felldur verkafólksskortur vofir yfir útveginum“. Og um verð- bólguna sagði Eysteinn Jóns- son í útvarpsræðu, er blaðið birti í heilu lagi: „Stefna Fram- sóknarflokksins er glöggt mörk- uð um þetta vandamól. Hann telur algera stefnubreytingu knýjandi nauðsyn: Lækkun verðbólgunnar, sem miðast fyrst og fremst við að auka kaupmátt peninganna.“ En eiturdrekunum voru í for- ustugrein lögð þessi orð í munn: hann skaði þig ekki. Kauptu þér vemd Ólafs Thors og manna hans með atkvæði þínu, hvað sem sannfæringunni líður.“ Og svo var auðvitað hcitið „lækkun heildsalagróðans, lausn húsnæðismálsins og auk- inni baráttu gegn áfenginu“. ★ Nú víkur sögunni til forynj- anna og eiturdrekanna, „Ólafs Thors og manna hans“, sem kröfðust þess, að skálkurinn væri heiðraður. Það varð styttra í „baráttunni“ en vænta mátti af „forustumönnum, sem virða loforð, orð og eiða“, og álit- legur hópur Framsóknarþing- manna gekk eiturdrekunum á hönd, þegar er þetta sumar var liðið. Nokkrum misserum síð- ar var talað um „þreytta menn“ í alkunnri grein. Það reyndust spádómsorð. En nokkru síðar hafði eiturdrekinn unnið full- an sigur og seitt alla forustu- menn hinnar vígreifu andstæð- ingasveitar frá sumrinu 1946 í helli sinn. Eysteinn Jónsson sagði í þeirri útvarpsræðu, sem áður er vitn- að til: „Ríkisstjómin hefur átt mjög erfitt með að finna afsak- anir fyrir algeru úrræðaleysi sínu í viðureigninni við verð- bólguna, hvað þá beinum ráð- stöfunum til að auka hana.“ Þetta hefur síðan orðið á átak- anlegan hátt hlutskipti hans sjálfs — honum hefur ekki fremur en forveram hans tek- izt að afsaka úrræðaleysi sitt og beinar ráðstafanir til að auka verðbólguna. Á sama hátt hefur Framsóknarflokknum gleymzt það í vistinni hjá eit- urdrekunum, að leyndin yfir samningamakki við erlent her- veldi sé brottfararsök fyrir rík- isstjóm. Herscta í landinu og afsal fulls sjálfstæðis og lands- yfirráða er núverandi ríkis- stjórn, „Ólafi Thors og mönn- um hans“, ekki þyrnir í auga. Sambýlismenn eiturdrekans varðar ekki lengur um það, þótt Reykjavík yrði „fyrsta skot- markið“. „Svik ríkisstjórnarinn ar í herstöðvamálinu“ eru ekki framar nefnd í Framsóknar- blöðum, fremur en snara í hengds manns húsi. Verkafólks- ekla sjávarútvegsins ægir ekki heimilisfólki forynjunnar. Og hvergi sjást framar stórfengleg kjörorð „gegn verðbólgu og gengishruni“, lítið minnzt á „lækkun heildsalagróðans og aukna baráttu gegn áfenginu". — Svona fer þeim í Heiðna- „Heiðra skaltu skálkinn, svo berg ganga. Skóli ísaks Jónssonar mun taka til starfa í hinu nýja húsi við Bólstaðarhlíð á komandi hausti. Skólabyrjun tilkynnt síðar bréflega. Foreldrar verða að tilkynna nú þegar, ef bömin, sem þau hafa látið innrita í skólann, forfallast frá skólasókn í veflur. Viðtalstími frá kl. 11—12 hvem virkan dag. Sími 2552. Skólastjórí. Úr vúöri veröld j Drykkjuskapur (jjððarböl í Sovétríkjunum Eitt þeirra vandamála, sem ráðstjórnin rússneska á við að stríða, er mikill og almennur drykkjuskapur, og því er jafnvel spáð, að ráðstjórnin muni jafnvel grípa til áfengisbanns, ef önnur úrræði duga ekki. Þegar hafa verið settar nýjar og allstrangar reglur um áfengissölu, og þúsundum staða, þar sem hægt var að kaupa bjór og vodka til skyndidrykkju, hefur verið lokað. Margir Rússar drekka illa, enda siður i landi þeirra að tæma hverja skál, um leið og henni er lyft.Það er því ekki að undra,þótt allmikil vandkvæði hafi fylgt al- mennri áfengisneyzlu. En nú hef- ur ríkisstjórnin látið til skarar skríða gegn drykkjuskapnum. * Sögur rússneskra blaða. Jafnhliða því, að liinar nýju ráðstafanir voru gerðar, hófu rússnesk blöð áróður gegn áfengi, lýstu ófremdarástandinu og sögðu ófarnaðarsögur ýmissa einstakl- inga. Trud, blað verkalýðsfélaganna, sagði nýlega sögu bónda, sem stal plógi frá samyrkjubúi, og verka- manns, sem stal landbúnaðar- tækjum og seldi á markaði. Báðir þessir menn frömdu afbrot sín i ölæði. En samkvæmt rússneskum lögum eru þeir menn ekki ábyrgir gerða sinna, sem eru viti sinu fjær af drykkju. En þeir eru ekki fullgildir þjóðfélagsþegnar, og drykkjuskapur þeirra hefur í för með sér róstur og illindi, léleg vinnuafköst og sleifarlag. Fjöl- mörg rússnesk heimili eru niður- nídd vegna drykkjuskapar heim- ilisföðurins, embættisfærsla rikis- starfsmanna iðulega i molum og jafnvel skólabörn sjást slagandi. Orsökina er að rekja til vodka. Ástandið í verka- mannaskálunum. Stórblaðið Pravda segir, að milljónir verkamanna, sem búa í fjölbýli i stórum skálum, séu svo vínhneigðir, að til vandræða horfi. Pravda segir, að orsökin sé sú, að menntandi fræðsla hafi verið vanrækt. í þessum skálum, sem ætlaðir eru verkamönnum í stórum verk- smiðjum, er rúm við rúm, og þar búa iðulega 60—80 manns í sam- býli. Margt þessara manna eru gamlir bændur, rótarslitnir og vegavilltir. Flaskan er athvarf þeirra. Þjófnaður er algengur, vinnutap mikið og einstakling- arnir ofurseldir glötun. Það er því sýnilega af brýnni nauðsyn, að ráðstjórnin telur sig tilneydda að hefjast handa um víðtækar ráð- stafanir gegn áfengisnautninni. Sovétskipulagið er ekki lækning á þeirri þjóðfélagsmeinsemd, eins og kommúnistar hafa viljað vera láta, heldur reynist nauðsyn- legt að beita svipuðum aðferðum og beitt hefur verið og beitt er í öðrum hlutum heims. Sérskólar afnumdir. Rússar eru einnig að gera gagngerðar breytingar á skólakerfinu. Þar hefur um langt skeið verið strangur skólaagi, og drengir og stúlkur í sérskólum. Nú er lýst yfir því, að þetta hafi ekki gefizt vel, og þegar barna- skólar taka til starfa 1. septem- ber, eiga bæði kyn að vera saman í skólum og bekkjum. Önnur breyting verður gerð í Moskvu og Leningrad: þar eiga börnin að klæðast sérstökum skólafötum. Stúlkunar verða í svörtum kjól- um og með hvíta svuntu, en drengirnir í blússum eða kyrtlum, eins konar „matrósafötum“. Það er því verið að breyta ýms- um gömlum venjum í Rússlandi og fyrri mistök viðurkennd. En eitt er ískyggillega líkt því, sem verið hefur: Það er, live einróma fögn- uðurinn kemur opinberlega fram yfir öllum ákvörðunum stjórnar- valdanna. Það er virðingarvert að viðurkenna gömul mistök, en geta allir verið svona innilega sam- mála um nýjungarnar? UTSALA á öllum kvenkápum karlmannafötum og frökkum verzlunarinnar Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar Uafsteinn JPétnrssen: Bréf til Bene- dikts Gröndals Framhald. Höfn 13/11 ’82 áttvirti kæri vin! Mikillega þakka ég yður fyrir yðar góða bréf, og verð ég að reyna að skrifa yður aftur, þó ég megi alltaf fyrirverða mig fyrir, hvað bréf mín eru ómerk. Ég veit, að Geir [Zoéga, síðar rektor] skrifar yður allar frélt- ir héðan, og því ætla ég að sleppa þeim, en aðeins verð ég að geta þess um sjálfan mig, að ég hef látið tilleiðast fyrir bænarstað ættingja minna og sakir hins afar mikla kostnaðar að hætta við mathematíkina, og fara að lesa guðfræði, þó að þau skipti séu mér alls eigi Ijúf. — Mér líður allvel og kvíði engu, og get fengið information- ir [kennslustörf], ef ég vil, en það er varla tilvinnandi, því að það eyðir svo miklum tíma fyrir manni. Ég les nú samt latínu undir próf með einum pilti og geri það fram undir. jólin. í morgun kom hingað bréf- póstur frá ísíandi yfir England. Við Garðbúar fengum Þjóðólf, og sáum við á honum, að Schier- beck er orðinn landlæknir og hefur tekið próf í íslenzku; j menn tóku hér allmisjafnt þess- um tíðindum, en íslendingar verða nú að hafa það eins og annað „hundsbit", því að ráð- gjafinn „hefur valdið strangt, verður haldast, þó gjöri rangt“. Hvernig eiga íslendingar að fá tryggingu fyrir því, að eigi séu brotin lög á þeim? Hvers vegna hafa verðir laganna heima allt- af þagað í þessu máli? Hvers vegna var síra Hallgrímur Sveinsson censor við prófið? Ég hélt það ætti að reyna Schier- beck í málfræði, en eigi í guð- fræði, og þess vegna þyrfti eigi að hafa guðfræðing fyrir cens- or, og þar sem var að tala um próf í íslenzku, þá fannst mér, að þér og Jón Þorkelsson væru sjálfsagðir censorar. TT'kki get ég sagt yður, hvort „Verðandi“ kemur út næsta ár, því að „Verðandimenn“ hafa ekki látið neitt uppskátt um það, en líklegt þykir mér, að þeir baldi áfram með ritið, ef þeir geta á nokkurn hátt kloiið prentunarkostnaðinn, því að nóg hafa þeir víst fyrirliggiandi af kvæðarusli, og ekki hafa tveir þeirra (Einar og Bei-tel) verið hingað til svo fastir við lestur, að þeir eigi þess vegna hafi getað starfað að „Verð- andi“. Hræddur er ég um, að Einar sé eigi mikill reglumað- ur, en það er ef til vill honum til góðs, að hann er alltaf pen- ingalaus. Það er stundum betra að hafa eigi peninga en að hafa þá. Nokkrir íslendingar héldu veizlu fyrir Tryggva Gunnars- son, þegar hann kom um dag- inn, og orti Einar dágott kvæði tyrir minni hans, og sögðu ó- vinir Tryggva, að kvæðið hefði verið ágætt, hefði það átt við; þeim þótti það nálega oflof. — Á gildi, sem var haldið um dag- inn í minningu Blichers, mælti einn maður hæðnisorðum fyr- ir minni íslands, en þeir íslend- ingar, er við voru staddir (og| þar á meðal Tryggvi), voru slík ómenni að svara eigi skálinni; út af þessu voru menn allæstir á eftir, en ekkert var hægt að gera í því máli ... Yðar elskandi lærisveinn Hafsteinn. Garði 27/8 1883. áttvirti eskulegi vin! Beztu þakkir fyrir yðar á- gæta bréf frá 7. þ. m. — Það gleður mig, að ekkert varð af málastappi út af „farganinu“, því að mjög er hætt við því, að það mál hefði fallið á yður fyr- ir dómstólnum í Reykjavík að minnsta kosti, þar sem vog rétt- vísinnar leikur í höndum Theó- dórs [Jónassens] og Magnúsar [Stephensens], þótt sannleikur- Laugardagixm 14. ágúst 1954, yvwftjvwwwwvwwwwvyi' Margi smátt TRVD, blað rússnesku verka- lýðsfélaganna, skýrði frá því, að fólk fari þúsundum saman til „heilagrar lindar“ við■ Glinkovo, skammt frá Moskvu, til þess að leita sér heilsubótar. í þessum hópi sé ekki aðeins sauðsvartur almúginn, heldur einnig for- ustumenn úr innsta hring kommúnista, er komi þang- að í gljáfœgðum bifreiðum, og nefnir blaðið forustumann rannsóknárstófu við Moskvu- háskóla og landskunnan yf- irverkfræðing. Fólk stendur í röðum og bíður þess a& komast að, svo að það geti náð helgu vatni i könnur eða fötur og haft með sér heim í íbúðir sínar í ský- sköfum Moskvu, segir Trud. NORSK stjórnarvöld íhuga það að skylda stjórnmálaflokka og stjórnmálablöð til þess aJS birta opinberlega, hverjir leggja fram stórar fjárhœðir þeim til styrktar. Hvernig myndi til dœmis „Sjálfstæðis- mönnum" og kommúnistum hér geðjast að því fyrirkomu- lagi? ★ MIKLU fleiri geðveikisjúklingar fá nú bata en áður var, segir í ársskýrslu sjúkrahússins i Lier í Noregi. Á árunum 1929 —1938 útskrifuðust árlega um 10% sem heílir heilsu, en á árunum 1944—1953 ríf- lega 34%. Lingjœrdst yfir- lœknir segir, að svo sé þetta yfirleitt í geðveikissjúkrahús- um í Noregi og öðrum lönd- um, þar sem nýjustu lœkn- ingaaðferðir hafa veriö teknar upp, þótt mismun- andi erfitt sé að fást við geðveiki, eftir eðli sjúkdóms- ins. inn væri yðar megin. — Nú hef- ur Gestur [Pálsson] tekið við; grein hans um kennendurna gerði afarmikla lukku hér, t. d. þar sem hann líkti þeim við spámenn og postula, talar um punktana fyrir framan nafn H. Guðm. og fleira. Yfirlýsingar rektors og kennaranna eru svo hlægilegar og heimskulegar, að þær líkjast mest því að vera eftir „stokkidióta“. Hvernig eiga þeir, sem eru ákærðir sem sekir í sama glæp, að geta bor- ið áburðinn hver af öðrum? Það er jafnrétt og að láta tvo menn, sem hafa verið í félagi að stela, bera vitni hvorn um sýknu annars ... Það var annars eðlilegt, að þér væruð eigi fenginn fyrir censor í vor, því að það mun hafa verið óhultara fyrir frægð kennaranna að hafa heldur menn úr sínum flokki fyrir censora, þótt þeir hefðu lítið vit á kennslugreinum. Það er annars hlægilegt, að sjá kenn- endurna vera að flagga með þessum háu einkunnum við vor- prófin, eins og það liggi ekki í augum uppi, að fáfróðir og hirðulausir kennendur gefi góða einkunn fyrir litla frammistöðu og heimti ekki mikið við prófin, þegar þeir ekkert kenna í tím- um ... Fyrirgefið flýtis-hrip þetta. Vegni yður og Helgu litlu ætíð sem bezt. Yðar elskandi vin Hafsteinn.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.