Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.08.1954, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 14.08.1954, Blaðsíða 3
Laugardaginn 14. ágúst 1954. FRJÁLS ÞJÓÐ 3 iVjýr ústenakur iðnaðwr JHT; Nagiaverksmiðja tekin til starfa Um ^iessar mundir er nýtekin til starfa ný verksmiðja, sem sparar verulega gjaldeyri og framJeiðir nytjavöru, sem seld er lægra veflfi en sams konar vamingur innfluttur. Þetta er naglaverksmiðja, sem á að geta fullnægt þörfum lands- manna, þegar fullur skriður er kominn á hana. Naglaverksmiðja þessi er inni í Barðavogi við Elliðaárvog, og er eign hlutafélags,.sem nefnist Verksmiðjan Sleipnir h.f., en í stjóm þess eru Þorsteinji Bern- harðsson,Óli K.Ólason og Bárð- ur Daníelsson verkfræðingur. Er Bárður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og upphafsmaður að verksmiðjuhugmyndinni. Ný framleiðsiugrein. Þegar naglarnir koma úr vél- unum, eru þeir settir í trommu, þar' sem þeir eru látnir veltast í sagi og hreinsast. Nú hafa verksmiðjueigendur í undirbúningi að fá vélar til þess að draga og hreinsa valsa- vír, og það sparar enn gjald- eyri, því að valsavir er mun ódýrari í innkaupi en hreinsað- ar vírhankir. Ödýrari en erlendir naglar. aglarnir eru að öllu leyti eins og erlendir, nema held- ur grennri en þær gerðir, er hér er mest af, og því drýgri í notkun. Sala á framleiðslunni er hafin og líkar smiðum hún vel. Verð er lægra en á erlend- um nöglum í búðum, og um 15—20% meira í hverri þyngd- areiningu. Framleiðslan rennur ut jafn- óðum og mikið .hefur verið pantað fyrirfram. Okallagrímur var mikill járn- ^ smiður og hefur vafalaust smiðað nagla handa búum sín- um, og svo hafa fleiri gert, er rauðablástur höfðu. En nagla- framleiðsla hefur ekki fyrr ver- ið verksmiðjuiðnaður á íslandi, svo að verksmiðjan Sleipnir er brautry ðj andaf y rirtæki. Naglarnir eru slegnir í vélum af tveimur stærðum, keyptum í Noregi. En þar vinnur skóla- bróðir Bárðar Daníelssonar í stórri naglaverksmiðju og hafði hann með höndum fyrirgreiðslu um vélakaupin. Norskur sér- fræðingur kom síðan hingað og annaðist uppsetningu vélanna. Starfshættir. "ITélarnar klippa og slá nagl- * ana úr vírhönkum, sem fluttar eru inn frá Noregi. Rekja vélamar \úrinn af hespum, rétta þráðinn, máta rétta nagla- lengd, klippa sundur virinn og slá hausana og spýta síðan nögl- unum úr sér fullgerðum. Skil- ar sú vélin, sem slær minni naglana, 320 á mínútu, en sú, er stærri naglana slær, 82 á mínútu. •••••• •••••• •••••• •••••• •••••• RADDIR LESENDA •••••• •••••• •••••• •••••• •••••• Herflutningar að morgni dags Enginn veit„ hvernig leyni- reglur dr. Kristins Guð- mundssonar um takmarkanir á ferðum Bandarikjamanna út úr herstöðvunum eru, og þess vegna er erfitt fyrir almenning að dæma um það, hvemig þær eru haldnar. Tíminn sagði þó, að eftirlitið með ferðum Banda- ríkjamanna væri i höndum ís- lenzkra manna, og það atriði nýja samningsins hefðu þeir átt einna verst með að sætta sig við. En hvernig sem ég hef spurzt fyrir um þetta íslenzka eftirlit við þær herstöðvar, þar sem ég þekki til fólks í nágrenninu, hef ég engan hitt, er hafi orðið þess var. Það verður líklega að fara eitthvað dult með það, eins og sjálfar reglumar, af ótta viS, að það kunni að „mælast iila fyrir meðal varnarliðsmanna", eins og Tíminn sagði. En annað var það, sem ég hef séð og vil vekja athygli á. A hverjum morgni, eldsnemma, og þó einkum á mánudagsmorgn • um, er straumxn' bandarískra bifreiða frá Reykjavík suður til Keflavikur. Hvemig stendur á þessum morgun ferðum? Hvaða næturverkum hafa þessir bandarisku bilaeigendur að gegna i Reykjavik, og eru lerða- lög þeirra i samræmi við leyni- reglur dr. Kristins? Þessu síð- asta atriði get ég ekki svarað, læt aðra um að ráða í hitt. Og svo eitt enn: Veikir það ekki vamimar, að her manna sé fjarvistum að næturþeli — eða er ekki teljandi árásarhætta þann hluta sólarhringsins? A. Líkkistusmi&ur Norðan úr Húnavatnssýslu hefur blaðinu verið send forsíða af hátíðablaði Tímans 17. júní í sumar, og er á henni mynd, þar sem maður stendur með reidda skaröxi. Neðan und- ir myndinni eru þessi orð: Dagsins glymja hamarshögg. Við þetta hefur Húnvetning- urinn prjónað á þennan hátt: Dagsins glymja hamai shögg — hugkvæm stjómin fríða lýðveldisins lét með rögg líkkistuna smiða. Svo var gerður samningur og sungið hinzta lagið, en doktor Kristinn kappsamur kistulagði hrœið. Undirskrift: Gamall Framsóknarmaður. Heldri menn á húsgangi T^að hef ég sannfrétt, að Ar bamaheimili Rauða kross ís- lands að Laugarási í Biskups- tungum sé rekið með halla. Þó eru 120 börn þar og teknar 800 krónur á mánuði með hverju barni og gera það um 72 þúsund krónur á mánuði. 25 eru starfsstúlkur með 1000 krónur í mánaðarkaup, sem gera 25.000 á mánuði. Svo kemur kennari og ráðskona, fæði og fleira. En ástæðan fyrir því, að ég rita þetta, er, að eitt sinn fóru fimm manns austur í Laugaras úr Reykjavík. í verzluninni Minni-Borg í Grímsnesi keyptu þessir sendimenn Rauða kross íslands sér smáhressingu, sem nam 80 krónum og létu skrifa þetta á reikning Rauða kross- ins. Meðal þessara voru tveir Reykj avíkurprestar. Mér finnst þetta lýsa mjög litlum mönnum, og er grátlegt að hér skuli vera mn að ræða presta, sem upp- fræða æsku þessa lands í kristilegum fræðum. Árnesingur. Muuið flokks- skrifstoinna Skrifstofa Þjóðvarnarflokks íslands að Skólavörðustig 17 er opin alla virka daga kl. 5—7. Sími hennar er 8-29-85. Gestur skáld Pálsson var um þessar mundir ritstjóri blnðs- ins „Suðra“. Birti hann þar vorið 1883 harðorðar ádeilugreinar á stjórn skólans. í grein, er birtist i „Suðra“ 30. júni, skoraði hann á rektor skólans, dr. Jón Þorkels- son, að segja tafarlaust af sér, „þvi að fyrsta skilyðið fyrir þvi, að latinuskólanum verði kippt i lag, er, að dr. Jón leggi niður skólastjórnina." Eftir að þessi grein kom út, birtu fimm af kennurum skólans yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu fullu tausti á rektor og mót- mæltu „meiðandi og ósönnum á- burði“ á kennara og rektor. Yfir- lýsingin birtist i Þjóðólfi, cn Gestur og ritstjóri Þjóðólfs, Jón Ólafsson, áttust illt við um þess- ar mundir. Yfirlýsingu kennaranna svaraði Gestur með gustmikilli og þung- orðri grein, er hann nefndi „Kennendurnir í Þjóðólfi". Þar segir meðal annars um kennara þá, er undirritað höfðu yfirlýs- inguna: „Þegar menn tala við suma þeirra um skólann, þá er eins og þeim finnist, að kennendurnir séu blikandi stjörnur i þessu skóla- myrkri, englar að dyggð, postular að sannleiksást og spámenn að viti. Nei, þeir eru sumir langt frá að vera englar, spámenn eða post- ular, þeir eru menn, bara ófull- komnir og breyzkir ménn og sum- ir hneykslanlegir menn í sinni stöðu. ... Það er ekki til neins að vera að gera sig gildan með stóryrðum og bræði, tala um „get- sakir“, „meiðandi áburð“ og þar fram eftir götimum, án þess að geta hrakið eitt einasta atriði af þvi, sem vér bárum þeim á brýn i grein vorri, það er ekki til neins — segjum vér — þegar kenuend- urnir standa eins illa að vigi og sumir þeirra standa. Það er sið- ur menntaðra manna að svara með ástaeðum eða þegja ella, en ómenntuðum mönnum er brugðið um það og drukknum mönn.um, að þeir ‘svari fúkyrðum einum, þegar þeir geti ekki borið af sér sannleikann. Þessum kennendum hefur þótt siðari aðferðin liggja sér og sínu menntunarstigi næst. Þeir um það. En ekki skulu þeir halda það, að nokkur maður skoði þá hreinni eftir þennan þvolt, þetta bað, sem þeir hafa tekið sér i Þjóðólfi. Þeir eru færri, sem orðið liafa hreinni við það, að stiga niður i endurfæðihgarlaug- ina hjá Jóni Ólafssyni“. Regensen 13/1 1884. áttvirti kennari og vin! Þótt ég sé nú önnum kaf- inn sem mest má verða við he- breskuna, sem ég á nú að taka próf í eftir örfáa daga hjá ein- um af þessum andalausu mál- fræðingum og grammatíkölsku gutlurum, er mannfélagið er svo ríkt af, þá verð ég þó að senda yður örfáar línur til þess að óska yður og Helgu litlu gleði- legs nýárs og þakka yður til- skrifið seinasta ... Af almennum fréttum má geta þess, að hægri menn fara nú hverjar ófarir á fætur öðr- um fyrir vinstri mönnum, og alltaf sverfur meir og meir að ráðuneytinu, svo ólíklegt er, að það geti setið lengi enn þá. Það þykir sæta tíðindum, að Holger Drachmann hefur nú sagt al- veg skilið við Georg Brandes og hans flokk. G. B. vill nefnilega alveg tyrannisera sinn flokk, og enginn má hugsa öðruvísi en sjálfur hann, en það gat eigi eins sjálfstæð ,,personlighed“ og H. D. þolað; sagði hann því skilið við Brandesarsinna og kastaði um leið á þá nokkrum þungum, en velvöldum orðum. Meðan H. D. fylgdi G. B., töldu vinstri menn hann hið bezta skáld Dana af núlifandi mönn- um, en eftir að hann gekk úr Brandesarflokki telja þeir hann hið aumasta leirskáld. Hlut- drægni Brandesar þykir svo úr hófi keyra, að jafnvel Hermann Bang segir, að hann skrifi frem- ur sem „partiförer" en „kritik- er“, og er þó H. B. einn af hans ótrauðustu fylgismönnum . . . Allir fagurfræðingar meðal íslendinga hér trúa bókstaflega á Brandes, þó þeir hafi ekkert sameiginlegt við hann nema ó- sanngirnina eina, sem kemur fram í hvert skipti og þeir tala um Ikke-Brandesiana. Hér er nú verið að stofna nýtt blað, sem á að miklu leyti að vera „organ“ fyrir skáldin! hér. Ritstjóri og eigandi blaðsins er cand. jur. Björn Bjarnason. Blaðið á að heita Heimdallur, og á að vera mánaðarblað. Blað- ið hlýtur náttúrlega að konkur- era við Iðunni, hvort sem það ber sigur úr býtum ... Yðar vin skuldbundinn Hafsteinn. Höfn 1. marz 1884. áttvirti elskulegi vin! Beztu þakkir fyrir bréf yðar, sem ég vil reyna að svava, eftir því sem ég get. — Þér minnizt á fyrirlesturinn, er Hannes Havsteen hélt í vetur í íslendingafélagi og Einar Hjörleifsson var aðjutant [að- stoðarmaður]. Orsökin til þess, að ég minntist ekki á hann í bréfinu með fyrri ferðinni, var sú, að ég vildi ekki gera oss íslendnigum það til skammar að breiða þann ósóma út. Að þið Steingrímur voruð níddir, var sök sér, en hitt var ekki betra, að það lýsti sér berlega, að þessir menn höfðu enga hug- mynd um neitt af verkum ykk- ar, jafnvel þekktu engin rit, nema ef til vill Verðandi sál. Eftir þessa fyrirlestrarómynd urðu harðar umræður, og urðu þeir E. og H. undir í þeim, eins og vant er. Hnútur þær, er ykk- ur Steingrími voru sendar, voru teknar á lofti og sendar aftur og það náttúrlega með fullri leigu. Þegar H. fór að hæla Matthíasi, þá minntust menn á kvæðið: Hafsteinn amtmaður; einnig var Verðandi ekki látin í friði í gröfinni. Að endingu varð fyrirlestur þessi ekki ykk- ur Steingrími til hnjóðs, — en miklu heldur fyrirlestrarmönn- unum sjálfum. Þegar skáldin fóru nú þessar ófarir, þá tóku þeir það til bragðs að skrifa lof um sjálfa sig í „Berlinske“ og byrjuðu fyrst á því að láta menn vita, Verður húsmæðrakennara- skólinn fluttur norður? Samband norðlenzkra kvenna hélt fyrir nokkru fund á Ak- ureyri. Sambandið endurtók tillögu sína frá fyrra ári, að hús- mæðrakennaraskóla fslands verði valið aðsetur í húsakynn- um húsmæðraskólans á Akur- eyri, og komi það til fram- kvæmda þegar á þessu hausti, Þá átöldu hinar norðlenzku konur harðlega þá eftiröpun á erlendum venjum að taka upp fegurðarsamkeppni meðai stúlkna hér á landi, þar sem ekki beri að verðlauna með- fædda fegurð, heldur það sem áunnizt hefur með ástundun, þjálfun og dyggð, og sé það að auki niðurlæging fyrir konur að vera leiddar fram til sýningai og mats eins og ambáttir á þrælamörkuðum fyrri alda. Fundurinn vítti það, að birgðir matvæla, sem safnast fyrir, séu fremur látnar skemmast og eyðileggjast held- 1 ur en selja þær lægra verði, og skoraði á framleiðsluráð og neyt endasamtök að koma sér saman um skynsamleg úrræði, þegar svo stæði á. Fundurinn hét einnig á Kvenfélagasambandið að beita sér fyrir leiðbeininga- starfsemi um val og gæðamat á heimilistækjum og skoraði á búnaðarþing að koma á að nýju styrk til kaupa á heimilisiðn- aðartækjum. — Margar fleiri samþykktir gerði fundurinn, lýsti stuðningi sínum við tillög- ur Gísla Jónssonar um skóla- heimili fyrir afvegaleidaar stúlkur, fór þess á leit, að safnað yrði heimildum um stofnun kvenfélaganna norðlenzku, skoraði á þing og stjórn að stofna rannsóknar- stöð og heilsuhæli fyrir drykkjusjúklinga og áminnti kvenfélögin um að nota sér hin nýju lög um heimilishjálp. Nylonsokkar 5 tegundir. Heildsölubirgðir Islenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f. Garðastræti 2. — Sími 5333. Ný sending: R0B0T tékkneska hrærivélin hefui’ ávallt reynzí húsmóðurinni bezta hjálpin, enda hin fullkomnasta, sem völ er á. Skálar og öll hin margvíslegu áhöld er henni fylgja eru framleidd úr ryðfríu stáli og aluminium og eykur það kosti þessarar einstöku heimilisvélar, því húsmóðirín þarf ekki að hafa áhyggjur af brotaskemmdum á skálum og öðrum áhöldum vélarinnar. Munið að hið bezta verður ávallt ódýrast. Skoðið „ROBOT“ heimilisvélarnar hjá t Járnvöruverzfun Jez Ziemsen h.f. R. Jóhannesson h.f. Lækjargötu 2. — Sími 7181. að engin jslenzk þýðing, sem teljandi væri, af útlendum1 kveðskap væri til nema í Verð- andi sál. og eitt eða tvö stykki, sem Matthías hefur þýtt, og um leið minntust þeir á „hina ágætu ævisögu“, sem fylgir kvæðum Jónasar Hallgrímsson- ar. — Þegar „Heimdallur“ kom út, skrifuðu þeir í „Berlingske" og minntust á blað þetta; þeir sögðu þá, að blaðið hefði „sikr- að“ sér „de mest fremragende islandske litterære kræfter“. Nú þoldu menn eigi lengur mátið og rituðu á móti ósóma þess- um og flettu ofan af þeim skýl- unni í „Morgenbladet“ og sýndu fram á, að þetta væru aðeins nýgræðings(leir)skáld, og svo lauk því blaðamáli. Síð- an hafa þeir verið viti sínu fjær af reiði, eins og þér getið nærri um eins óstjórnlega hrokafullán mann og Hannes Hafstein. Eftir þann tíma byrj- aði ófriðurinn í íslendingafé- lagi, er endaði með því, að H. H. og Tryggva [Gunnarssyni] og meðstjórnarmönnum þeirra var vikið úr stjórn með at- kvæðafjölda, og er þó synd að segja, að Tryggvi hafi séð í skildinginn til að sporna við því. Tryggvi hefur stefnt hinni núverandi félagsstjórn, og eru enn þá ekki komnar sættir á og komast að líkindum ekki. Bak við Tryggva stendur H. og hin skáldin og reka hann áfram ... Yðar Haísteinn. Frh.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.