Frjáls þjóð - 19.05.1956, Page 5
Laugar&aginn 19. niaí 1956.
FRJÁLS móð
5'
Hennanifavaiiir;
í Reykjavík
Reykví-kihgár hafa vestt
’ þvi aíhygli, að h'-jrmönnum
hefur stórfjölgað í bænum
síðustu vikur. Þeir eru nú
alla daga á giitum bæjarins
- og bandarískar bifreiðir
- hyárvefna á ferð. Veitir ekki
- - af, að dr. Kristinn komi á
framfæri skýringum á hin-
um frægu leynireglum sín-
um, ef herinenn halda áfram
< að vaða uppi í bæmun eins
og þeir hafa gert upp á síð-
kastið. £n sem þjóðkunnugt
er, skýrði Tíminn leyndina
yfir þeLm regluni á sínum
tíma á þann hátt, að her-
mensiirnir . yrðu óánægðir
ificð þær, ef frá þeim væri
skýrt. Hitt hefur aldrei kom-
ið fram, hvérnig þeir áttu að
faia eftir þeim, án þess að
vita um þær.
ÞessL hermannamergð í
höfuðstaðnum er íbúunum að
vísu alvarleg áminning um
það, að beir búa í hersetnu
, iandi, En hún er lílca móðg-
un við íslendinga og vekur
sárindi og gremju.
Atkvæðagreiðsla
utan kjörfunda
Innan skamms gctur fólk,
sem statt er fjarri heim-
kyn'num sínum og ekki fer
hcim fyrir kjördag, greitt at-
kvæði utan kjörfundar.
FRJÁLS ÞJÓÐ beinir
þeirri áskorun til lesenda
sinna, að þeir láti skrifstófu
flokksins í Lækjargötu 8,
sími 8-29-85, vita um hugs-
anlega kjósönduv flokksins
•c.g fiuvnbj ’ jesida hans, cr
þarinig er ástatt lun. Og það
þarf að gerast hið bráðasta.
Það er mjög mikíivægt, að
þessn sé gefinn gaumur.
Fylgja þarf vitneskja um
vinnustað og dvalarstað
þessa fólks.
Þjóðvarnarmenn úti á
landi, er vita um sveitunga
.síria, líklega kjóséndur Þjóð-
vamarflokksins, í vinntí í
Reykjavík eða núgrenni, eru
beðnir að skrifa skrifstofu
Þjóðvarnarflokksins eða
konia boðum til hennar á
annan hátt.
p 9
Loddaraleikar FrarRséknarifianRa afhjúpaður fli fuiis:
immn verðnr ókvæba vii), er
a v her-
Verða vtð Græn-
Saitd Iratn yfír
Tímina birtir bá fregu s.1. fimmtudag, að hermála-
ráðuúeyti Baadaríkjanna hafi ákvéðið að fresta um óá-
kveðinn tíma öðntn framkvæmdum á íslandi, sem ekki
hafa þegal- verið gerðir samningur um. Segir blaðið, að
hér sá m. a. um að ræða hafnargérð I Njarðvík og' ýmsar
byggingurframkvæmdir á Kefíavíkurflúgvelli, en auk þess
verði stórlega dregið úr vinnu við viðhald Keflavíkurflug-
vallar.
Við þessa fregh bætir síðan
Tíminn þessum orðum feitletr-
uðum:
„Rétt er að vekja athygli
á því, að þessi tilkynning
hermálaráðuneytis Banda-
ríkjanna er send, áður en
frarn er komin formleg krafa
íslenzku ríkisstjórnarinnar
um endurskcðun varnar-
samningsins í samræmi við
ályktun alþingis í marz.“
Og að lokum segir blaðið:
„Ýmsir talsmenn Sjálfstæðis-
flokksing ,hafa að undanförnu
dyígjað um það á fundum og
ögrað með því, að dregið mundi
úr framkvæmdum, jafnvel við-
haldi á flugvellinum innan
skamnis. Virðast þeir hafa haft
góðaf heimildir.*1
Alla þá, sem eitthvert mark
kúnná að haía tekið á orðuhi og
eiðum Framsóknarmanna að
unaanförnu um brottför hers-
ins, hlýtur að reka í rogastanz
við lestur þessara ovða Tímans,
Sömu mennirnir, sem geröu al-
þingissamþykkt um brottför
hersins, daginn áður en þing
var rofið, verða nú ókvæða við,
þegar Bándaríkjamenn ákveða
— sjálfsagt í hótunarskyni — að
draga úr hernaðarfrámkvæmd-
um á íslandi. Sjá þeir ástæðu til
að vekja athygli á því, að þessi
tilkynning sé send, áður en
formleg krafa ríkisstjórnarinn-
ar um endurskoðun varnar-
samningsins sé fram komin.
Þeir undrast það sem sagt, að
Bandaríkjamenn taka svo mik-
ið mark á orðum Framsóknar,
að þeir telja rétt að draga úr
herkostnáði sínum á íslandi!
Og jafnframt minna þeir á, að
formlfeg krafa um brottför hers-
ins sé svo sem ekki enn komin
til Bandaríkjastjórnár.
Loks bætist það svo við, að
svo skoplega hafa hernámsmál-
in snúizt í höndum Framsókn-
arforkólfanna, að fyrir liggur
þeirra eigin .samþykki um gerð
120—200 milljóna amerískrar
hernaðarhafnar í Njarðvík, en
Bandaríkjamenn sjálfir hafa
hætt við framkvæmdina um
sih'n! Það stendur sem sagt ekki
á Framsóknarforingjunum að
láta hefja hinar nýju risafrám-
kvæmdir, heldur Bandaríkja-
stjórn sjálfri — fram yfir kosn-
ingar!
Vituð ér enn — eða hvát?
Usn þessar mundir eru ís-
I ienzkir tcgarar að halda á
Grænlandsveiðar, og eru
sumir begar farnir. Þessi
skip hafa svo langa útivist,
að þeirra er ekki von heim
aftur fvrr en eítir kcsningar,
Skipverjar geta á hinn
; bóginn ekki kosið, r.ður en
þeir fara, því að framboðs-
frestur er ekki útrunninn og
utankjörstaðarkosning ekki -
hafin.
Þá kröfu verður að gera,
að með cinhverjum hætti
verði reynt að gera þessum
mönnum kleift að neyta
; atkvæðisréttar síns og koma ■
atkvæðaseðlum sínum í
; tæka tíð til íslands. Það er
óbolandi, að heilar skips-
; hafnir séu svintar rétti sín- i
; um til áhrifa á bingkosning-
; ar fyrir þær sakir, að þær
; eru við fiskveiðar á fjar-
; lægum miðum, hgg. sem
; hafa verður langa útivist.
Bitlingastríð að sprengja
Það er nú að koma í Ijós, að
bitlingastríðið er þegar orðið
svo alvarlegt innan hræðslu-
bandalagsins að til verulegra
átaka getur komið þar þegar
fyrir kösningar. Þessu til sönn-
unar má nefna það, að nýlega
var' embætti flugvallarstjóra á
Keflavíkurflugvelli auglýst til
urtisóknar. Sex menn sóttu um
embættið og voru þrír taldir
hæfir en brír óhæfir. Hræðslu-
bandalagsmaðurinn Agnar
Kofoed-Hansen og lögfræðing-
ur flugráðs töidu báðir ein-
sýnt að skipa hæfau mann í
embættið, svo og meirihluti
flúgráðs, og þóttist flugmála-
stjóri bafa fengið loforð dr.
Kristins Guðlíiundssonar um,
að fekki yrði skipað í embættið
meðan hann væri erlsndis, en
hann dvclur nú uíanlands um
þessar mundir. Hræðslubanda-
lagsmennirnir Guðmundur I.
og Þórður Björnsson, sem sæti
eiga í flugráði, voru hinsvegar
á annarri skoðun. Þeim var
kunnagt um að Jón Axel og
klíka í kringum hann mundi
háfa í hyggju að kjósa íhaldið.
Til þess nú að reyna að kaupa
þössa Líkvu til íjigis' viö
lu'æúsiubamlaiagió liugkvæmd-
ist þeim það snjallræði að fá
dr. Kristin til að skipa einn
þeirfa umsæLj ;i:' ombættið.
sem talinn var óhæfur til'starf-
ans. Er það Pétur nokkur
Guðmundsson, bróðursoiutr Jóns
Axels, og fékkst við fatapress-
un hér í Reykjavík áður cn
hann lilaut þetta cmbætti, sem
er allmikilvægt. ‘'Verk sitt
og svik við Agnar Kofoed-
Hánsen kórónaði dr. Kristinn
svo með því að dagselja skipun
Péturs aftur í tímann, eða hinn
30. apríl, nokkru áður en Agn-
ar fór af landi brott. Þannig
rífa þeir hræðsíubandaiags-
menn nú augun hvorlr úr öðr-
um í stríðinu um biilmgar a og
beinin fyrir kosningar, og geta
menn ’þá gert sér í hugaríund,
hvernig umhorfs mundi verða
eftir kosningar, ef sú spaugi-
lega óskhyggja hræðslubanda-
lagsins skýldi rætast, að það
fengi meirihluta á alþingi, en
þau ósköp hafa nú raunar ekki
hvarflað að nokkrum mnnni í
Ialvöru.
FRJÁLS ÞjÓÐ
Sími 8-29-85.
Dagbjört Eiríksdóttir.
Ólafur Pálsson.
Þórhallur Bjarnarson. Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Jafet Sigurðsson.