Frjáls þjóð - 21.06.1958, Blaðsíða 4
ÖAaqadœqut4 á föeifkjakeiíi
T augardaginn 6. nóvember
1852 voru þrír aðkomu-
menn í brottbúnaði úr Húsa-
víkurkaupstað. Þeir voru allir
austan úr Öxarfirði, ungir
menn, frískir og harðfengir,
og höfðu brugðið sér til að-
drátta í kaupstaðinn. Tveir
þeirra voru frá Skinnastað,.
Árni Jónsson, þrítugur hús-
maður, og Jón Sigurðsson smið-
ur, rúmlega hálfþrítugur og
fyrirvinna foreldra sinna.
Þetta haust hafði verið veðra-
samt á Norðurlandi, frosthelja
mikil á köflum og snemma lagzt
að með hríðar.
Öxfirðingarnir urðu síðbúnir
úr kaupstaðnum, og var hermt,
að vín hefði glapið þá. Þá var
brennivín ódýrt og tunnur á
stokkum í hverri búð við allar
hafnir landsins og venja sveita-
manna að drekka í kaupstaðar-
ferðum.
Það var liðið langt á dag, er
þeir héldu loks af stað. Þeir
gengu allir, en höfðu tvo hesta
undir burði. Var ferðinni heit-
ið yfir Reykjaheiði, sem talin
var hart nær þingmannaleið á
milli byggða. Veðurútlit var
fremur skuggalegt, loft þung-
búið og kólga til hafsins.
Þeim félögum gekk ferðin
vel suður brekkurnar upp
frá Húsavík og allt þar til þeir
komu á Grjótháls. Þar brast á
'krapahríð af norðaustri, og
urðu þeir brátt blautir og
hraktir. Veðrið herti, unz komið
var stórviðri, er stóð beint í
fangið, er austar dró á heiðina.
Þegar kom að sæluhúsatóftun-
um við Sæluhúsmúla, voru þeir
orðnir þrekaðir af langri göngu
í vondu veðri, vosbúð og kulda.
Tóku þeir það ráð að leggjast
þar fyrir og hvíla sig og bíða
þess, að veðrið skánaði. Var þá
nótt komin.
Þeir sofnu.ðu og sváfu nokk-
uð, en þegar leið að morgni,
gekk í hánorður með hörku-
frosti og blindbyl. Var grimmd-
arveður komið, er þeir félagar
vöknuðu, og’föt öll orðin stokk-
freðin utan á þeim.
Heldúr voru þeir illa búnir
að klæðum sumir. Það er í frá-
sögur fært, að Jón smiður var
í léreftsskyrtu og einni klæðis-
treyju nærskorinni. Er hann
reis upp eftir nætursvefninn,
var í honum kuldahrollur, en
þegar hann tók að hreyfa sig
og berja sig sér til hita,
sprungu freðin fötin utan af
honum, svo að skein í bert
mittið. Eigi að síður var haldið
áfram, því að ekki þótti þeim
félögum fýsilegt að vera lengi
veðurtepptir á fjöllum uppi í
lélegu og skjóllitlu afdrepi. En
nú vildi það óhapp til, að Jón
missti skóinn af öðrum fæti sér
í hríðinni og fönninni. Árni,
sem virðist hafa verið bezt bú-
inn að klæðum og í hlýjum
prjónafötum, var í skinnsokk-
um innan undir skónum. Leysti
hann af sér skó og lét á fót
Jóns.
T-^egar leið fram á daginn,
heltók kuldinn Jón og
þraut hann þrek að ganga. —
Veltu félagar hans þá bögglum
af öðrum hestinum og settu
Jón á hann, því að þeir höfðu
einsett sér að brjótast til byggða
hvað sem tautaði. Siluðust þeir
nú enn áfram, en varð taísamt,
því að Jón gerðist svo mátt-
farinn, að hann valt af baki, ef
hendi var sleppt af honum. —
Loks kom þar, að þeir Árni og
Hallgrímur sáu ekki annað til
ráða en búa um Jón í snjó í
hraunsprungu. Síðan tóku þeir
verið af öðrum hestinum og
breiddu það yfir gjótuna, svo
að þarna myndaðist skjólgott
afdrep. Var þá svo mjög af
Jóni dregið, að ekki vissu félag-
ar hans til fullnustu, er þeir
skildu við hann, hvort hann var
lífs eða liðinn. — Þarna skildu
þeir líka eftir annan hestinn.
Árni og Hallgrímur héldu
síðan áfram för sinni, unz
sunnudagurinn var að kvöldi
kominn. Var veður tekið að
lægja, en óglöggt vissu þeir,
hvar þeir höfðu farið í hríð-
inni.
Hallgrímur gerðist nú mjög
þrekaður og seinfær, og loks
kom þar, að hann þraut með
öllu. Urðu þeir þá að setjast
um kyrrt í náttmyrkri og láta
fynrberast þar, sem þeir voru
komnir. Þessi nótt gekk mjög
nærri þeim félögum, en þó lét
Árni engan bilbug á sér finna.
Þegar dagaði, vildi Árni hefja
förina að nýju, enda þóttist
hann vita, að ekki myndi ýkja-
langt til byggða. En svo var af
Hallgrími dregið, að hann
treysti sér með engu móti
lengra að fara. Gróf Árni hann
þá í fönn, skildi eftir þann
hestinn, er þeir höfðu hingað
til teymt með sér, og hélt síðan
áfi am einn.
TVTÚ segir fátt af ferðum Arna.
’ Hann gekk lengi og mið-
aði hægt áfram, því að þrek
hans var mjög tekið að dvína,
enda var hann orðinn illa til
reika. Þegar komið var nokkuð
fram á dag, gengu menn fram
á hann. Voru. það Keldhverf-
ingar í kindaleit á heiðinni.Árni
var með fullu ráði og rænu,
svo að hann gat sagt smölunum
tíðindi þau, er orðin voru, og
vísað til þess, hvar hann hafði
skilið við Hallgrím. Sneru
Keldhverfingar þegar af leið
sinni til þess að leita hans, og
fundu þeir hann síðdegis ör-
endan í snjóskaflinum, þar sem
Árni hafði skilið við hann.
Af Árna er það að segja, að
hann hélt áfram til bæja í
Kelduhverfi. Náði hann þangað
nær berfættur, en þó ekki stór-
skemmdur af kali, eftir fjög-
urra dægra útivist á heiðinni.
Einkum mátti heita, að nak-
^Uctuqai-cla^inn 2/. jiiní 1938 — FRJALS ÞJDÐ
Svart og hvítt
inn væri sá fóturinn,. er skó-
laus var. Var rómuð harka og
þrautseigja hans í þessari heið-
arferð.
TTaginn eftir var farið að
leita Jóns smiðs. Fundu
leitarmenn bæli hans í hraun-
sprungunni, en heimildum ber
ekki saman um það, hvort lík
hans var þar eða nokkurn spöl
Þ'á því. Hitt er víst, að merki
sáust þess, að Jón hafði raknað
við og dregizt á fætur, farið út
úr skýlinu og reikað nokkuð
um. Hann hafði sýnilega barið
sér ákaft til þess að fá í sig
hita, og það svo lengi, að ekki
var annað eftir að kalla af
vettlingunum en laskarnir ein-
ir. Að lokum hafði hann lagzt
fram á hendur sér og dáið
þannig, en svo var mikið þiðnað
frá andlitinu, að það hvíldi á
berri jörð.
Lík þeirra Jóns og Hallgríms
voru færð til kirkju í Keldu-
hverfi og Öxarfirði. Var Jón
jarðsettur að Garði, en Hall-
grímur á Skinnastað.
Helztu heimildir: Norðri
á Akureyri, Lbs. 2412 4to,
prestsþjónustubækur og
sóknarmannatöl Garðs í
Kelduhverfi og Skinnastaðar.
Leiðrétting
í grein Gretars Fells, Kirkja
og kristni, í síðasta tölublaði af-
bakaðist ein setning í prentun.
Rétt er setningin svo: „Eitt af
því, sem mér finnst mjög ó-
prýða suma - ekki alla - bók-
stafstrúaða menn, er það, aðj
þeir virðast heimta, að allir
hafi nákvæmlega sömu skoðan-
ir í trúarefnum og þeir sjálfir.“,
Hér situr fyrsti forsætisráðherra hins nýja Vestur-Indíaríkis,
Grantley Adams, við hlið Margrétar, þegar opnuð var listsýning
í Port-of-Spain á Trinidad.
Júní-bók A B
Til framandi hnatta
TJt er komin júní-bók Almenna
bókafélagsins. Nefnist hún Til
framandi hnatta og er eftir Gísla
Halldórsson verkfræðing.
Til framandi linatta fjallar um
geimför og geimsiglingar. Hef-
ur höfundur bókarinnar kynnt
sér þau mál um langt skeið, og
er í hópi fróðustu Islendinga í
þessari grein.
Erfitt er í stuttu máli að gera
grein fyrir þeim mikla og
skemmtilega fróðleik, sem þessi
bók hefur að geyma. Hún skipt-
ist í þrjá aðalkafla. Fjallar sá
fyrsti um „alla heima og geima“,
eins og höfundur kemst að orði
í formála, — undirbúning
mannsins undir ferðalög út fyr-
ir þyngdarsvið jarðar, heim-
sóknir til tunglsins og annarra
hnatta og lýsing á þeim hnött-
um, sem hugsanlegt væri að
heimsækja.
í öðrum kaflanum er lýst þró-
un í smíði eldflauga og gerð
drifefna þeirra, er knýja þær
áfram. Síðan eru langir kaflar
með mörgum myndum um
gervitungl síðasta vetrar, hugs-
anleg samgöngutæki í géimn-
um og á öðrum hnöttum, og
loks er kafli um líkindi fyrir lifi
á öðrum hnöttum.
í þriðja kafla gerir höfundur
á ljósan og einfaidan hátt grein
fyrir helztu skoðunum'' nútíma
eðlisfræðinga og heimspekinga
á tilverunni, — upphafi og endi
veraldar, vitrun Einsteins, stytt-
ingu- tommustokksins við mjög
hraða hreyfingu, hægfara tima
á ferðalögum um geiminn og úti
í geimnum, stærð alheimsins o.
fl.
Að lokum er mjög ýtarlegt
hugtaka- og orðasafn.
1 bókinni eru um 60 myndir
og uppdrættir, margar þeirra
heilsíðumyndir og nokkrar lit-
Framh. á 7. síðu.
Sigurður Jónsson frá Brún:
íslenzkar stórframkvæmdir
Tslenzkt þjóðlíf er róstusamt.
■“- Þar er löngum hver höndin
upp á móti annarri, en mestur
deiluvaldur er tvímælalaust
fjármál ríkis og einstakiinga, og
þótt þetta séu viðfangsefni, sem
helzt þarf sérstaka tegund
greindar til að rekja til
rótar, og þótt ekki þurfi síður
til þess staðgóða þekkingu á
mörgum sviðum og traustari
heimildaöflun en algengt er,
að mönnum takist að veita sér,
þá er það samt borgaraleg
skylda sérhvers heilvita manns,
að gera sé þá grein, sem hann
getur, fyrir þeim ráðgátum,
sem þar krefjast svara, þar sem
stjórnarfar landsins, lýðræðis-
skipulagið með kosningarétti
sínum og úrskurðarvaldi um
opinber mál, leggur borgara
hverjum á herðar ábyrgð á
stefnu þings og stjórnar, sker
það úr um það, að sá hefur
brugðizt mikilsvarðandi starfi,
sem lætur sig þau mál engu
skipta.
TT'n dæmið er flókið. Ef þar
skal eitthvað reynt að
rannsaka, kemur það fljótt
fram, að verkefni nútíma-
manna eru svo víðtæk, fjárfrek
og margslungin, að fæst þeirra
verða leyst undir einum hatti.
Svo leitað sé dæma, má nefna
olíunám Frakka í Sahara. Þar
kemst viðskiptafræðingur ekki
að neinni niðurstöðu upp á
eindæmi sitt. Þarna þarf jarð-
fræðiþekkingu meiri en hag-
fræðingar eiga ráð á eða tíma
til að læra, efnafræðinga þarf
og grúa tæknimenntaðra
manna og rannsóknir þeirra og
sérþekkingu, áður en málin
verði svo undirbúið, að hag-
fræðingurinn hafi kost á að
setja upp reikning sinn og fá
út niðurstöðu.
Þetta umgetna dæmi er nú
eitt af stórmálum veraldarinn-
ar og kann að ráða örlögum
mikilla þjóða, en líkt er smærri
málum einnig farið.
Þótt ekki væri um meíra
að gera en virkjun einnar
stórár hér norður á íslandi,
þá cr hún engra fárra manna
úrlausnarefni þeirra orsaka
einna vegna, að enginn fárra
manna hópur b.efur vit á
öllu !því, sem vita þarf, áður
en úr er skorið, hvort reynt
skal að vinna verk.ið eða
varast ber að hætta í það
fé og tíma.
Þegar undirbúningsrann-
sóknir einar krefjast jafnmik-
ils og nú hefur verið á bent,
þá liggur það í augum uppi, að
mannmergð og fjársöfn þarf til
ýmissa hluta og það meiri fjár-
söfn en hugsanleg eru eins og
stendur í eins manns hendi, að
minnsta kosti þegar litið er til
íslenzkra þegna, íslenzkra skatt
skýrslna og íslenzkra verkefna.
•
npilrætt hefur orðið, bæði
innanlands og utan, um
virkjun Þjórsái’ sem æskilega
framkvæmd. Þar hefur verið
mælt og miklu til kostað. En
þjóðin veit það öll, að enginn
íslendingur á nóg fé né hefur
svo mikið lánstraust, að honum
nægi til þess að hef ja þar nægi-
legar byrjunarframkvæmdir til