Frjáls þjóð - 21.06.1958, Síða 8
n
c£!aucjarclag.inJi 11. /úní 1958 — FRJALS ÞJDÐ
Svartur blettur á íslenzkri samvinnuhreyfingu
i'élilískir valdabraskarar misnota
bíyyiunarlaust sjééi kaupfélaganna
Allir íslenzkir blaðalesendur kannast við það,
Shvernig hópur póhtískra valdabraskara, sem ræður
Framsóknarflokknum og Tímanum, hefur árum saman
misnotað yfirráð sín yfir íslenzkri samvinnuhreyfingu
til framdráttar flokki sínum og málgagm. Svo að ein-
hver dæmi séu nefnd, má geta þess, að SIS ,,seldi“ fyrir
ekki mjög löngu Framsóknarflokknum íshúsið Herðu-
breið í hjarta Reykjavíkurbæjar, og er flokkurinn nú
að innrétta þar samkomuhús með sérstöku leyfi Hanni-
bals. Og allir vita, hverjir það eru, sem standa undir
hinum gífurlega halla, sem er á rekstn dagblaðsms
Tímans, er á síðasta án nam 400 000 krónum.
Á hverjum meiri háttar tylli-
degi eru kaupfélög um land
allt látin setja nafnspjöld sin í
Tímann, og taka þau yfir hálfar
og heilar síður. Engum dylst
vitanlega, að slík auglýsinga-
starfsemi er einungis í styrkt-
arskyni gerð, samkvæmt skip-
un frá flokksstjórn Framsókn-
armanna i Reykjavík.
Stórfé til framdráttar
Framsókn.
Með bessum hætti hefur
stórfé verið á ári hverju
dregið úr vösum viðskipta-
manna íslenzkra kaupfélaga,
sem tilheyra að sjálfsögðu
öllum stjórnmálaflokkum, til
styrktar einum litlum póli-
tískum flokki. Slík mis-
, notkun á fé almennings-
fyrirtækja er að sjálfsögðu
blygðunarlaust pólitískt sið-
leysi, sem vafalaust á sér
fáar hliðstæður með öðrum
þjóðum.
Misbeiting Framsóknar kem-
ur þó enn skýrar í ljós, ef
athugað er, hvernig vfirráðin í
samvinnuhreyfingunni hafa
verið notuð ýmist til að hygla
eða refsa þeim flokkum, sem
Framsóknarflokkurinn á við-
skipti við. Þegar Alþýðuflokk-
ur og Kommúnistaflokkur hafa
verið í andstöðu við stjórn
Framsóknar, hefur verið
„skrúfað fyrir“ auglýsingar
kaupfélaganna í málgögnum
þessara flokka, en þegar þeir
eru í stjórnarflatsæng með
Framsókn, bregður svo við, að
auglýsingar kaupfélaga taka
að streyma til sömu málgagna.
Alþýðublaðið hefur nú um all-
langt skeið flutt auglýsingar
frá ótrúlegustu kaupfélögum
úti um land, og Þjóðviljinn
hefur einnig fengið sinn skerf.
Kaupíélag Sieingnms-
íjarðar styrkir
heimskommúnismann.
Á þjóðhátíðardegi Islend-
inga, 17. júní, daginn, sem
tilkynnt voru morðin á ung-
verskum frelsisvinum, kom
þannig út 24 síðna blað af
Þjóðviljanum, að mestu
hlaðið nafnspjöldum kaup-
félaga. Enginn getur efazt
um, að slíkar auglýsingar
fær blaðið því aðeins, að
ákvörðun hafi verið tekin
um það í hópi hinna æðstu
ráðamanna. Það eru þeir
Hermann og Eysteinn, sem
hafa samið um það við með-
ráðherra sína, að smákaup-
félög úti um land skul.i nú
styrkja málgagn heims-
kommúnismans r. Islandi!
Sú saga, sem hér hefur verið
sögð, er svartur blettur á ís-
lenzkri samvinnuhreyfingu. —
Það er augljóst mál, að hér er
ekki hikað við að þverbrjóta
öll eðlileg viðskiptalögmál og
ekkert sinnt um raunverulegan
hag viðkomandi fyrirtækja. Það
er t. d. býsna hlálegt, þegar
smákaupfélög úti á landi taka
allt í einu að auglýsa — sam-
kvæmt skipun frá flokksklíku í
Reykjavík — í málgögnum, sem
sjást ekki á verzlunarsvæði
viðkomandi kaupfélaga!
Lum&hynniny
Síðastliðið laugardagskvöld,
þegar fór að líða á sýningu á
óperettunni „Kysstu mig,
Kata“, rann það upp fyrir
bandaríska hljómsveitarstjór-
anum, Saul Schechtman, að
honum væri að birtast alveg'
nýtt fyrirbæri í leikhúslífi, og
er þá töluvert sagt, þar sem
hljómsveitarstjórinn hefur
komið mikið við sögu leikhús-
mála í stórborgum. Sýningin
byrjaði með því, að tveir af
hljómsveitarmönnum hans sett-
ust ölvaðir við hljóðfæri sín.
Hljómsveitarstjórinn lét það
gott heita, enda maður ekki ýkja
uppnæmur. Svo kom hlé. Þeg-
ar sýning hófst að loknu hléi,
vantaði stúlku, sem leikur eitt
af aðalhlutverkunum. Það varð
því að sleppa fyrsta atriðinu,
sem jafnframt var kynningar-
atriði á einni persónunni. Sú
persóna kom því eins og huldu-
maður i annað atriðið. Hljóm-
sveitarstjórinn horfði á þessa
misþyrmingu á sýningunnL
neðan úr gryfju sinni og hefur
sjálfsagt búizt við, að stórslys
hefði orðið að tjaldabaki. Hann
frétti ekki fyrr en síðar, að
stúlkan hafði brugðið sér af sýn-
ingunni suður í Tívolí til að
taka þátt í fegurðarsamkeppni.
Þá varð honum að orði: ,,I have
never, never been in a show
like this“. Öllum til mikillar
ánægju var stúlkan kjörin feg-
urðardrottning kvöldið eftir, en
þá var henni ekki sleppt, fyrr
en sýningu á „Kysstu mig,
Kata“ var lokið. Vegna þessa
annríkis fegurðardrottningar-
innar urðu gestir í Tívolí að
bíða til klukkan ellefu. Þá féll
Ullu Sallert heldur miður, að
tveir leikaranna skyldu vera
ölvaðir þetta kvöld. Húrra fyr-
ir landkynningunni!
LITIÐ FRETTABLAÐ
Laugardaginn í 9. viku sumars.
LjóniB og börnin
Á barnaskemmtun-
inni á Arnarhóli á
þjóðhátiðardaginn
kom ljón, sem að
visu stóð á tveimur
fótum, upp á pallinn
til þess að láta tann-
lajkninn draga úr sér
tönn. Kliður fór um
barnahópinn, þegar
þau heyrðu, að ljón
væri að koma, en ekki
var laust- við, að sum
þeirra brysti kjark til
þess að horfa á for-
vnjuna, þegar ,hún
birtist. Þóttust þau þá
ekki lengur örugg
andspænis svo váieg-
um þjóðhátiðargesti í
fangi pabba eða
mömmu, heldur kusu
að fela sig á jörðu
niðri, meðan konung-
ur dýranna var nær-
staddur.
Allur er varinn
góður.
Kosínaður og
hugarfar
Það er talið, að
kostnaður Reykjavík-
urbæjar við þjóð-
hátíðina muni nema
; 1—1,5 milljónum kr.
i Allt væri það gott og
( blessað, ef sjálfstæð-
1 is- og þjóðfrelsisand-
inn væri í viðlíka háu
gengi.
Hinn dyggi
þjénn
Sagt er, að framtal |
eins prestsins i Rvík 1
stingi svo i stúf við
framtöl annarra, að
það sé engu likara en
söfnuður hans sé af
alveg sérstökum toga.
Þetta hefur þær af-
leiðingar, að hann ber .
miklu hærri skatta:
og útsvör en aðrir. J
Þetta er ástsæll prest- i
ur (en það eru þeir
fleiri) og sjálfsagt
einnig ' samvizkusam-
ari skattþegn en höf-
undar skattalaganna
hafa gert ráð fyrir, að
finnast myndi.
Abstraktmálverk
Á einu veitingahúsi bæj-
arins eru tii sýnis abstrakt-
málverk eftir íslenzkan
Iistamann. Eitt listaverk-
anna, fagurlega innrammað,
er nokkrir misstórir svartir
ferhyrningar á hvítum
grunni. En þegar betur er
að gætt. má sjá, að listaverk-
ið er málað á bakhlið reikn-
ingseyðublaðs frá Mjólkur-
stöðinni í Reykjavtk, og er
auðvelt að lesa í gegn áletr-
anir evðublaðsins. Af þessu
má ráða, að abstraktmálarar
muni ekki'vera allt of vel
haldnir.
Listir og menningarmál dreifbýSis-
ins verður umræðuefnið á
stiídentamóti miðvesturlands
Siguréur Nordal préfessor veréur gestur
mótsins
Stúdentafélag Miðvesturlands heldur sjötta stúdcntamót sitt
í Bifröst í Borgarfirði dagana 28. og 29. júní n. k. Jafnframt
minnist félagið fimm ára afmælis síns. Félagssvæðið nær frá
Hvalfjarðarbotni að Þorskafirði og öll héruð þar á milli. Félagið
hefur haldið stúdentamót á ári hverju, og eru þau hvort tveggja
í senn: Umræðufundir og skemmti- og kynningarsamkomur.
Hafa mót bessi náð afar miklum vinsældum.
Veizian á
Akranesi
Þegar sementsverk-
smiðjan. á Akranesi
var vígð, var þangað
flutt .áfengi fyrir
þrjátíu þúsund krón-
ur ásamt öðrum
yeizluföngum. Með
fylgdu matsveinar og
þjónar, svo að allan
* bæri veizlukostinn
rétt að vörum boðs-
gestanna upp á há-
rey.kvískan máta.
íjré&iir su ntiarfjVHtii'
Þrestirnir eru orðn-
ir fastir sumargestir
i fjölda garða í Rvík,
þar sem trjágróður er
kominn vel á veg.
Heimilisannirnar hjá
þessum sumargestum
eru að komast á há-
stig, því að þar er
viða að verða margt á
fóðrum. Það veitir
ekki af að nota dag-
inn vel til aðdráttar-
ferða, og kernur sér
vel, að hann er lang-
Sumir þessára
þrasta hafa átt sér
hreiður ár eftir ár í
sama garði, svo að
þeir eru orðnir öllum
hnútum kunnugir, og
dæmi eru til, að þeir
verpi á gluggasyllum,
ef þar er skjólgott.
En oft verður
manni hugsað til
þessara sumargesta,
þegar kettirnir kúra
á girðingum með sak-
leysissvip, sem þó er
ekki nema yfirvarp.
LeiðréUíng fíug-
máíastjórnar
í síðasta tölublaði var frá því
skýrt eftir tímaritinu Flugmál-
um. að flugmálastjórnin hefði
misnotað flugvél, sem hún var
talin hafa umráð yfir.
Nú hefur flugmálastjórnin
snúið sér til blaðsins og skýrt
frá því, að umrædd flugvéi sé
ekki eign hennar, heldur i
einkaeign starfsmanns hennar.
Sendið blaðgjald Frjálsr-
ar þjóðar 1957, kr. 81.00, j
þegar í stað til afgreiðslu
blaðsins.
Á fundunum er einkum
leitazt við að velja þau við-
fangsefni, sem snerta hag og
menningu viðkomandi héraða
og störf hinna ýmsu embættis-
manna. Rædd hafa verið t. d.:
heilbrigðismál og sjúkrahúsa-
byggingar, kirkjumál og kirkju-
byggingar, félagsmál sveitanna,
skólamál o. fl. Líka almenn
menningarmál, t. d. handrita-
málið, íslenzk tunga og varð-
veizla hennar. Hafa umræður
jafnan verið hinar fjörugustu
og stundum harðar.
Að þessu sinni verður mótið
haldið í Bifröst í Borgarfirði
laugai'dag og sunnudag 28. og
29. þ. m. Vei'ða að vanda fundir
og samsæti.
Viðfangsefni fundarins verð-
ur nú: „Listir og menningar-
mál sveita og dreifbýlis," víð-
tæk mál, sem gefa ærin til-
efni til athugana og umræðna.
Framsögumaður vei’ður Þor-
valdur Þorvaldsson gagnfi’æða-
skólakennari á Akranesi.
Þá hefur Sigurður Noi'dal,
prófessor og fyrrum ambassa-
dor, gert félaginu þann sóma
' að þjggja boð þess um að verða
gestur mótsins. Mun hann flytja
ræðu í stúdentahófinu í Bifröst.
Formenn S. M. V. hafa vei’ið:
Ragnar Jóhannesson, skóla-
stjóri á Akranesi (fyrstu tvö
árin), séra Þorgrímur Sigurðs-
son á Staðastað og Friðjón
Þórðarson, sýslumaður og al-
þingismaður í Búðardal.
Núverandi stjórn skipa:
Ragnar Jóhannesson, formaður,
Fríða Proppé lyfsali, Sverre
Valtýsson lyffi'æðingur, Ragna
Jónsdóttir frú og Þórunn
Bjarnadóttir frá Vigur, öll til
heimilis á Akranesi.
Þessa daga er verið að taka úr
áskrifendaskrá blaðsins nöfn
þeirra manna, sem eiga enn ó-
'greidd blaðgjöld. Er þegar lokið
j við að „hreinsa til“ í sex sýslum
og verður því verki haldið áfram
á næstunni.
Þeir lesendur, sem vilja fá
blaðið sent framvegis og eiga ó-
goldin blaðgjöld, verða því að ,
bregða skjótt við og svara inn-
heimtubréfum, sem borizt hafa.
| Fyrir skömmu leit einn áskrif-
andi blaðsins á Suðurlandi inn á.
afgreiðslu blaðsins og greiddi á-
ski’iftargjöld 10 bænda í sveit
sinni, sem hann hafði innheimt
fyrir blaðið. Það er með slíku
starfi, sem velunnarar Frjálsrar
þjóoar geta tryggt útgáfu blaðs-
ins og stórbætt hag þess. Þeir
j verða að minnast þess, að Fi-jáls
þjóð er eina íslenzka stjórnmála-
blaðið, sem einskis styrks nýtur
frá fjársterkum innlendum eða
erlendum aðiljum. Tilvist blaðs-
ins er því eingöngu komin undir
(skilvísi og stuðningi íslenzks al-
mennings til sjávar og sveita.
Auglýsendur, athugið!
FRJÁLS ÞJÓÐ kemur á
þúeundir heimila í kaup-
stöðum og kauptúnum og er
auk þess nú þegar þriðja
útbreiddasta blaðið í sveit-
um landsins.