Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.12.1958, Page 6

Frjáls þjóð - 13.12.1958, Page 6
6 FRJÁLS ÞJÓÐ JÓLIN 1958 éinhverju því um líku. í þessu sambandi má minna á Jóru í jórukleif. Orðið jóra kemur ■fyrir í örnefnum í Noregi, en merking þess hefur snemma gleymzt, og þá var skammt að bíða tröllkonuskýringarinnar. Yfirleitt má segja, að ör- nefnasögur í Landnámu og ís- lendingasögum séu tvenns kon- ar. Annars vegar eru fornar arfsagnir um tildrög til nafn- giftar, og hins vegar eru til- raunir manna til að skýra ör- nefnin. Ef við lítum á örnefna- sögur síðari tíma, svo sem þær, sem birtar eru í þjóðsagnasöfn- um, þá er mörgum þeirra iítt treystandi. Sumar bera vitni um furðu mikla vanþekkingu. Þannig er til saga um bæjar- nafnið Þröm. Samkvæmt þeirri sögu á bærinn að draga nafn af konu, sem hét Þröm. En vitanlega er hér um að ræða nafnið þröm, sem merkir brún. Sumar örnefnaskýringar af þessu tæi munu vera fornar. í Kjalnesinga sögu er gefið f skyn, að bærinn Esjuberg dragi nafn af konu, sem hét Esja. Hitt er miklu sennilegra, að bærinn sé kenndur við hið forna fjallsheiti, en merking þess hefur snemma gleymzt. Menn hafa kunnað því illa að vita ekki, hvað örnefnin merktu, og þegar þekkingu þraut, tók skáldskapur við. Hér á landi eru allmargir dalir, sem heita Haukadalur, og aðrir staðir eru kenndir við hauka. í Kristni sögu, Vatns- dæla sögu og Þorvalds þætti er saga um uppruna nafnsins Haukagil í Vatnsdal, en senni- legt er, að hún sé skýringar- tilraun manna á 12. öld. Sam- kvæmt þessum heimildum, komu tveir berserkir, og hét hvortveggi Haukur, að Hauka- gili. Þá voru þeir Þorvaldur víðförli og Friðrekur biskup þar að haustboði. „Þá báðu menn biskup, að hann skyldi fyrirkoma þeim; eftir það vígði biskup eldinn, áður þeir æði, ok brunnu þeir (þ. e. berserkirnir) þá mjög. Eftir það gengu menn að þeim og drápu þá, og voru þeir færðir á fjall upp hjá gilinu; því heitir þar Haukagil síðan.“ fKristni saga). En nafnið Haukagil er eflaust miklu eldra og mun sennilega stafa frá landnámsöld, eins og Haukadalirnir. Ekki er fráleitt að ætla, að nafnið Haukadal- ur sé komið frá Noregi. Þar v.ar árheitið Hauk töluvert notað, og af því hafa dalirnir dregið nafn og verið kallaðir Haukardalir, en Haukadalirn- ir íslenzku munu kallaðir eftir þeim. Hins vegar er mjög ósennilegt, að árheitið H.'auk hafi nokkurn tíma þekkzt á íslandi. En dalaheitið hefur varðveitt árnafnið. Á íslandi eru tíu bæir, sem heita Hurðarbak. Þeir hafa allir verið fremur litlir fyrr á öldum. Mér þykir sennilegt, að þetta bæjarheiti hafi verið flutt frá Noregi. Þar er ár- heitið Hurð töluvert algengt, og Hurðarbak hefur verið not- að um bæi, sem stóðu að baki ám með þessu heiti. Á íslandi tíðkaðist bæjarheitið, þótt ár- heitið h.afi aldrei verið notað þar. Þó á merking nafnsins furðu vel við staðhætti þeirra bæja, sem heita Hurðarbak og ég hef séð. Þeir standa, ef svo má að orði kveða, að baki ám. Vel má vera, að einhverjar þessar skýringartilraunir mínar eigi það sammerkt með þjóð- sögunum, að þær séu ekki ein- hlítar. En þó held ég, að þær bendi í rétta átt. Við skýringar á torráðnum örnefnum, verður ávallt að hafa í huga norska nafngiftasiði, og oft má styðj- ast við örnefni í Færeyjum, HjaltLandi, Katanesi og Suð- ureyjum. Á Hjaltlandi koma fyrir allmörg forn árheiti, og þeirra virðist einnig gæta í Suðureyjum. En auðsætt er, að þau hafa verið farin að hverfa úr tízku um það leyti, sem ís- land var byggt. Því urðu ný- myndanir ráðandi, árheiti, sem voru flest samsett. Hjaltland byggðist frá Noregi alllöngu fyrir íslands byggð, og því eru örnefnin þar fornlegri en hin íslenzku, Eins og ég hef reynt að sýna fram á, eru torskilin örnefni á íslandi fornar leifar nor- rænna nafngiftasiða. Örnefnin eru einkum torskilin af því, að sum eru dregin .af orðum, sem horfið hafa úr málinu fyr- ir ævalöngu. Þetta kemur ekki einungis fram í árheitum, svo sem Hít, Fura, Ljá, Skálm, Stjórn, en einnig í eyjaheitum, fjallaheitum, bæjanöfnum og öðrurn örnefnum. Eyjarheitið Vigur virðist vera sama orðið og vigur, sem merkir spjót. Þó er sennilegt, að hér sé um ör- nefni að ræða, sem sniðið var eftir norsku eyjarheiti, fremur en að eyjan hafi beinlínis dreg- ið nafn af lögun sinni. Fjöllin Esja og Hekla munu bæði vera heitin eftir norskum fjöllum. í Suðureyjum er Esjufjall, og þar eru einnig þrjú fjöll, sem heita Hekla, hvert á sinni eyju. Því hefur stundum verið hald- ið fram, að Hekla hafi hlotið nafn sitt af því, að efsti hluti hennar er jafnan snævi hulinn og hafi minnt á klæði það, sem hekla hét, en það var kápa með 'hettu. Hekla ætti því að vera fjallið með hettuna. En þessi skýring er ótæk. Nöfnur hennar þrjár á Suðureyjum eru fremur lág fjöll, og þar festir sjaldan snjó til langs tíma sam- fellt. Öll þessi fjöll munu vera skírð eftir einhverjum Heklum í Noregi. En um upprunalega merkingu nafsins er ekkert hægt að fullyrða. Merkingin hefur gleymzt löngu fyrir ís- lands byggð, enda skipti hún ekki mestu máli. Hitt var nægilegt, .að fjallið minnti landnámsmann á fjall í átthög- um hans. Herrafrakkar ávallt fyrirliggjandi í miklu úrvali. P. EYFELD Box 137, simi 10199. Ingólfsstræti 2. Rannsóknir á islenzkum ör- nefnum munu tvímælalaust reynast mikilvægar fyrir sögu vora og uppruna. Hinn auð- skýrði hluti nafnanna, en það er mestur hluti þeirra, sýnir okkur margt um sögu íslands, síðan land byggðist, og eitthvað um uppruna þjóðarinnar. En torskildu nöfnin, hin fornlegu, ósamsettu nöfn, eru ótvíræður arfur frá Noregi, og reynist fræðimönnum unnt að finna norsku fyrirmyndirnar, getum við enn örugglegar vitað, hvað- an landnámsmenn komu. Að lokum þykir mér rétt að geta þess, að mörg hin forn- legu nöfn hafa horfið, eink- um ef ekki var um mikilvæga staði að ræða. í einu handriti Sturlungu kemur fyrir örnefn- ið Tregund, þar sem hin hand- ritin hafa Krosssund. Mér þyk- ir sennilegt, að hér sé ekki um mislestur á handriti að ræða, heldur liafi hið fornlega nafn gleymzt. Svipuð hafa örlög margra nafna orðið. Margt hefur stuðlað að því, að nöfn gleymdust. Bændur flosnuðu upp eða fluttu sig jarða á milli, bæir lögðust í eyði. Einkum mun svartidauði hafa valdið hér miklu um. Á síðustu árum hefur sú breyting átt sér stað, að skipt hefur verið um nöfn á göml- um bæjum, og nýbýli hafa ris- ið upp. Breytingar á fornum bæjanöfnum eru flestar til hins verra, enda nær það engri átt, að bændur á landnámsjörðum fái að breyta nöfnum á bæj- unum eftir geðþótta sínum. AlLar nafnabreytingar orka tvímælis, enda stafa þær af mis- skilningi. Ástæður til nafngifta á 10. öld voru oft aðrar en nú getur virzt í fljótu bragði. Hermann Pálsson. H S3 B e n 1 □ W1 H E3 3 S O! □ Œ !3 B 0 B S H 22 ö H H m e Aukið hátíðaskapið með því að nota Gillette

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.