Frjáls þjóð - 13.12.1958, Blaðsíða 13
13
JÓLIN 1958
fara og berja að dyrum hjá1
baróninum og fá að tala við
hann sjálfan. Hann hafði gert
sér upp erindi þannig, að láta
sem hann hefði farið húsavillt
með því að rakari átti heima
í næsta húsi. Þegar stúdentinn
tók í klukkustrenginn, kom
Holberg sjálfur til dyra. „Ég
vildi gjarnan fá rakstur," sagði
stúdentinn. „Gerið svo vel að
koma inn," svaraði baróninn,
og sér til undrunar var stú-
dentinn leiddur til sætis á stól,
handklæði bundið um hálsinn
á honum, og siðan sápaði Hol-
berg hann sjálfur, vel og vand-
lega. En að þvf loknu sagði
baróninn: „Svona, nú getur
hann farið! Rakarinn á heima
f næsta húsi — ég sápa bara
fyrir hann!" Og stúdentinn fór
vandlega sápaður niður til vina
sinna, sem biðu eftir honum á
götunni. Það var hann, en ekki
Holberg, sem varð að athlægi
í það sinnið.
Gamlar glæður.
Magðalena Thoresen*) hafði
skömmu eftir miðja öldina
verið afar hrifin af Björnson
og snilli hans, og hún varð
bæði undrandi og afbrýðisöm,
er hann trúlofaðist hinni ungu
Karólínu Reimers, sem hún
liélt sig þekkja mætavel, en
hafði aldrei tekið eftir neinu
sérlega merkilegu í' fari hann-
ar. Magðalena Thoresen var
til dánardægurs „sífellt í brúð-
arklæðum," ímynd kvenlegs
yndisþokka og ásthneigðar. Það
var ekki að ástæðulausu, að
hún hafði verið ein fyrirmynd-
anna bæði að Maríu Stúart,
„frúnni" í Magnhildi og León-
örðu. Þá er hún var nokkrum
mánuðum yfir áttrætt, sendi
Björnson henni ljósmynd af sér
frá útlöndum, og var aftan á
myndina skrifað Ijóð, þar sem
Björnson lýsir fagurlega skap-
gerð hennar með því að segja,
að hamslausar ástríður hennar,
sárar og sætar, hafi allar sam-
an með aldri og þroska for-
klárazt og umbreytzt í vísdóm,
góðvild og fegurð:
fra smerteskriket til elskovs-
flammen,
til visdom blev det,
til godhed blev det,
til skönhed blev det,
altsammen!
Þegar Björnsonshjónin höfðu
viðdvöl í Kaupmannahöfn
nokkru síðar á leið heim, óku
þau til frú Thoresen og heils-
uðu upp á hana. Hún tók
þeim mjög vingjarnlega, en
bæði undruðu sig á því, að
hún skyldi ekki minnast á er-
*) Áður Magðalena Krag, æsku-
unnusta og barnsmóðir Gríms
Thomsens, síðar prestkona í Nor-
egi og um leið stjúpa Súsönnu,
konu Henriks Ibsens. Magðalena
Thoresen gerðist mikilvirkur og
víðkunnur rithöfundur.
Magðalena Thoresen■
indið, sem Björnson hafði ort
til hennar. Svo leið að lokum
heimsóknarinnar, og þau hjón-
in bjuggust til ferðar. Frú
Karólína var komin af stað
niður tröppurnar, þegar frú
Thoresen togaði Björnson í
skyndi inn fyrir dyrastafinn
aftur eitt andartak og hvíslaði
í eyra honum: „Takk fyrir
Ijóðið!" Þau Björnson og kona
hans hlógu lengi dátt að því,
að gamla konan skyldi enn
vera svo uppfull af afbrýði og
daðri og halda, að hún ætti
með honum leyndarmál á laun
við konu hans.
Spekingur og barn.
Eftir því sem stúdentarnir
sögðu, á Ernst Sars að hafa átt
þrjá flokka fyrirlestra og snúið
við bunkanum á sjö ára fresti.
Þessir þrír flokkar fjölluðu um
júlíbyltinguna, sem hann hafði
samúð með, og Karl Jóhann,
sem hann gat ekki litið réttu
auga vegna sinna sambands-
pólitísku hugmynda. Ég hef
aðeins heyrt flokk hans um
Karl Jóhann. Hann var ljóm-
andi skemmtilegur, fullur af
háði og fyndni, en ekki kannski
beinlínis til fyrirmyndar að
sögulegri réttsýni og hlutlægni.
Að fyrirlestrum loknum trítl-
aði Sars ævinlega af stað í flýti.
Einhverju sinni fór ég á eftir
honum, kynnti mig og sagði,
að hinn danski ævisöguritari
Wergelands, Schwanenfliigel,
sem ég hafði hitt þá um sum-
arið, hefði beðið mig að bera
Sars persónulega kveðju sína.
„Kærar þakkir, kærar þakkir!"
sagði Sars og trítlaði áfram.
Það var eina skiptið, sem ég
náði að skiptast á orðum við
hann.
En þótt langt væri milli
hans og okkar, dáðum við hann
samt úr fjarlægðinni fyrir rit
hans, andríki og fyndni — og
sökum útlits hans. Lítill sonur
Worm-Mullers sagði, er hann
mætti Sars úti við Bessatún:
„Þarna kemur jólasveinninn!"
og Björnson kallaði hann í
ritdeilu árið 1903 „þjóðarbú-
álfinn okkar", Hvítt, sítt skegg
hans var fallegt og spekingi
FRJÁLS ÞJÓÐ
sæmandi, en stundum hef ég
velt því' fyrir mér, hvort skegg-
ið liafi ekki óafvitandi verið
til þess ræktað, að hann liti
karlmannlegar út. í rauninni
var Sars líklega töluvert feim-
inn og hlédrægur að eðlisfari,
glöggskyggn hugsuður og sjá-
andi, án löngunar eða hæfi-
leika til að lifa lífinu nema í
bókum sínum og ritgerðum.
Áhrif hans stöfuðu sumpart
af þeim vígorðum, hugmynd-
um og hnyttiyrðum, sem hann
lét falla á fundum í „Sars-
hópnum". Hann var sagður
einstakur samræðusnillingur,
og á Sarsheimilinu, þar sem
móðirin, frú Maren Sars, systir
Welhavens, stjórnaði sem ekkja
í meira en aldarfjórðung, var
það oft svo á þessum frægu
fundum — eina bókmennta-
„salon" í' Noregi — að í einu
herbergi var flokkur manna,
sem hlustaði á prófessor Ernst,
og í öðru hópur, sem naut
hinnar dýrlegu frásagnarlistar
frú Sars og sagnaauðs hennar.
Hinn prófessorinn á heimilinu,
Ossían, sagði ekki margt. Hann
hafði meiri áhuga á kröbbum
og fuglum, tónlist og — ef ann-
að þraut — leynilögreglusög-
um, heldur en samferðamönn-
um og hversdagslífi, en var þó
alltaf vingjarnlegur og við-
mótsþýður. Báðir þeir bræður
bjuggu ókvæntir með móður
únni, og Ernst Sars var kom-
inn yfir sextugt, er hún dó.
Um nokkurra ára skeið hafði
hann skrifazt á við hollenzka
konu, sem hann hafði kynnzt
á ferðalagi, og kom hún reynd-
ar síðar til Kristjaníu til fund-
ar við hann. Sumir vinir hans
vonuðu, að hann gerði alvöru
úi því að kvænast henni og
stofna sitt eigið heimili, en
ekkert varð úr því', og það er
víst ekki fjarri sanni, að þá,
sem oftar, hafi tillitið til gömlu
frú Sars legið til grundvallar
breytni hans.
Einhverju sinni, mörgum ár-
um eftir dauða Ernst Sars,
spurði ég systur hans, frú Mallý
Lammers, sem þá var tíður
gestur á heimili foreldra minna,
um sannleiksgildi þeirrar sögu,
sem gekk okkar á meðal á
stúdentsárunum, að 'báðir pró-
fessorarnir Sars afhentu móður
sinni öll laun sín og fengju
svo hjá henni 10 kr. á mánuði
í vasapeninga, en auk þess pen-
inga fyrir fargjaldi milli Bessa-
túns og Oslóar, sem þeir reynd-
ar spöruðu sér stundum með
því að ganga alla leiðina til
þess að hafa því meiri eyðslu-
eyri. „Já, hvort það er satt,"
sagði frú Lammers, „og það
var enn þá verra! Fyrsta út-
borgunardag eftir að mamma
dó, kom Ernst, bróðir minn,
til mín — ég bjó þá á hæðinni
fyrir neðan hann — lagði laun-
in sín á borðið og sagði:
Mamma hefur séð um þetta
hingað til, nú verður þú að
gera það! Og hálftíma síðar
kom Ossían og gerði nákvæm-
lega eins."
Ernst var í háttum sínum
eins og barn, en sem pólitískur
og sagnfræðilegur hugsuður var
hann spekingur. Við stúdent-
arnir héldum vandlega til haga
því, sem við gátum fengið um
hann að vita, en það varð í
rauninni aldrei mikið. Meðal
okkar gekk orðskviður, sem var
einkennandi fyrir hann. Þegar
hann hafði lesið prófúrlausn
eða gullverðlaunaritgerð eftir
Friðrik Paasche, varð honum
að orði: „Hún er ergilega villu-
laus, en það getur svo sem ver-
ið, að hann sé gáfaður fyrir
því.“
Jerónímus og
Jeremías.
Fyrstu 3—4 stúdentsár nrín
var enginn háskólakennari,
sem hafði jafndjúp áhrif á
mig og Lúðvik Daae.
Dálæti Daaes á fortíðinni
færði Vilhelm Andersen í við-
eigandi og hnyttinn búning:
„þetta sambland af Jeróním-
usi og Jeremíasi." Lítilsvirð-
ing Lúðvíks Daae á nútíðinni
kom fram á margan hátt. Hann
talaði blákalt um „Þýzku-
strönd" og átti við stað þann,
sem nú heitir Sköyen, en hafði
fyrir 40 árum heitið Byggðarey
og heitið svo lengi. Hann kærði
sig ekki um nýtízkuuppátæki
eins og axlabönd, heldur gekk
hann í' lokubuxum með klauf
á hliðinni og hnepptum upp á
kot undir vestinu, Fyrir kom,
að tala slitnaði af I kennslu-
slund og buxurnar fóru að
síga ískyggilega langt niður,
svo að Daae varð að fá einn
stúdentinn með sér fram á
gang sér til aðstoðar. Hann
notaði í kennslustundum fleir-
tölumyndir í sagnbeygingum,
en það hef ég annars aldrei
heyrt í lifandi norsku máli. Og
þessi lítilsvirðing á nútíðinni
fékk stundum á sig alveg töfr-
andi blæ. Daae felldi sig ekki
við eldspýtur, en kaus heldur
brennigler til að kveikja I píp-
unni sinni, og þá gat komið
fyrir, að hann segði einn góð-
an veðurdag: „Nú er vorið
áreiðanlega á næstu grösum. í
dag gat ég kveikt í pípunni
nrinni með brennigleri! Ja, það
er svo sem hægt að vetrinum
líka, en það tekur tímann sinn.
í dag gekk það vel. Það var
sannarlega þægilegt!"
Umskiptin frá Jerónímusi til
Jeremíasar gátu verið furðu
snögg. Þetta hefur Björnson
skilið, þar sem hann lætur
Piene í „Pál Lange og Þóru
Parsberg" allt í einu eftir póli-
tískt hatursflog segja á því
máli, sem Daae elskaði um-
fram allt: „Barbarus hic ego
sum, quia non intelligor ulli."
(Ég er barbari hér, af því að
enginn skilur mig).
Og hér kemur ofurlítill útúr-
dúr, sem lýsir afstöðunni millí
Daae og Björnsons. Björnson
var á stúdentsárum sínum val-
inn meðritstjóri með Daae að
blaði Stúdentafélagsins til þess
að halda aftur af ofsanum 1
skapi hans og rithætti. Eftir
það tortryggðu þeir hvor ann-
an í fjörutíu ár, en er þeir
héldu 50 ára stúdentsafmæli
sitt árið 1902, hittust þeir og
gengu lengi saman mu gólf sér
til gagnkvæmrar ánægju, mös-
uðu og hlógu og nutu endur-
fundanna. Til er skemmtileg
mynd frá hátíðahöldunum, þar
sem þessir andstæðingar standa
saman í miðjum stúdentahópn-
um. En ég minnist setningar,
sem Daae sagði eitt sinn. Hún
átti víst við Henrik Ibsen, en
Björnson var að minnsta kosti
meðtalinn. Setningin var þann-
ig: „Hann var, eins og öll
skáld, sem ég hef þekkt, frá-
munalega óviðfelldinn maður."
En snúum aftur að Jeremf-
asi. Þegar ég var ungur, brosti
ég að orðum þeim, sem hann
beindi eitt sinn til okkar, en
nú get ég ekki lengur brosað
að þeim, heldur skil ég djúp-
hyglina' í þeim: „Ég er feginn,
að ég skuli vera gamall," sagði
hann, „ég kenni i brjósti um
yður, sem eruð ungir, -þegar ég
hugsa um allt hið illa, sem þér
eigið eftir að reyna."
Daae elskaði stúdentana og
háskólatímana, og það fundum
við og endurguldum ást hans.
Þegar ég var orðinn stúd-
ent, valdi ég Daae fyrir einka-
kennara og fór eins og þá var
siður og heimsótti hann. Mér
var vingjarnlega tekið og
spurður: „Hvaða námsgreinar
ætlið þér nú að leggja stund á,
ungi maður?" Ég svaraði, að
ég hefði hugsað mér sögu,
norsku og ensku. „Þér ættuð
heldur að taka latínu í stað
enskunnar," sagði Daae. Ég
svaraði barnalega, að Eðvarð
bróðir minn, ætlaði að nema
latínu og grísku og sögu og
landafræði og ég hefði enga
löngun til að gera alveg eins
og hann. „Nú,“ sagði Daae,
„þér ályktið sem svo, að fyrst
þér eigið skynsaman bróður,
getið þér sjálfur verið fábjáni!
— En þér verðið að nema lat-
ínu, ungi maður! Þér komizt
ekki til manns án þess að
kunna latínu. Það eru bara
stórþingsbændur og þeirra llk-
ar, sem ekki kunna latínu."
Ást Daae á latínu og latn-
eskri menntun gat tekið á sig
furðulegustu myndir, eins og
svar það sannar, er hann gaf
einum kunningja sinna vegna
árekstra í sambandinu við
Svíþjóð: „Hvort ég sé ekki föð-
urlandsvinur? Ég glataði mínu
föðurlandi átján hundruð níu-
tíu og þrjú, þegar hætt var að
krefjast latínukunnáttu skil-
yrðislaust til stúdentsprófs."
Dálæti Daae á sögu vaknaði
þegar í bernsku, er liann las
Frh. á 21. siðu.